Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 32
ERLENT 32 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEFND vísindamanna á vegum umhverfisnefndar Sameinuðu þjóð- anna (UNEP) hefur síðan í fyrra rannsakað staði í Kosovo sem talið var að hefðu mengast af úrani í árásum flugvéla Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, á stöðvar Serba. Byssukúlur sem ætlað er að vinna á öflugu stáli eru húðaðar með svo- nefndu rýrðu úrani sem er mjög þungur málmur og veldur hann því að kúlan getur rofið brynvörn á skriðdreka. Margir óttast að leifar úransins, sem er eitraður þungmálmur og auk þess nokkuð geislavirkur, hafi valdið heilsutjóni hjá friðargæslu- liðum og fleira fólki á átakasvæð- unum í Kosovo og Bosníu. Mun meira var notað af úransprengjum í Persaflóastríðinu gegn Írökum 1991. Vísindamennirnir í Kosovo voru undir forystu Pekka Haavisto sem er fyrrverandi umhverfisráðherra Finnlands. Haavisto hefur kvartað undan því að bandalagið hafi í heilt ár ekki viljað veita upplýsingar til nefndarinnar og heimildarmenn fullyrða að málið hafi ekki verið í höfn fyrr en Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri SÞ, fór sjálfur til að- alstöðva NATO í Brussel til við- ræðna við ráðamenn. Íslenskur vísindamaður, Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðefnafræð- ingur, var meðal vísindamannanna sem tóku sýni í Kosovo en ekki er búist við lokaniðurstöðum fyrr en í byrjun febrúar. Kristín Vala hefur undanfarin 11 ár starfað við Brist- ol-háskóla þar sem hún gegnir stöðu aðstoðarprófessors. Sýni úr jarðvegi og vatni „Við vorum 14 alls, frá ýmsum löndum,“ sagði Kristín Vala. „Við tókum sýni á 11 stöðum af alls 112 þar sem NATO segist hafa notað úranvopn. Sýnin eru úr jarðvegi og vatni og nú erum við að efnagreina þau. Sjálf hef ég ekki séð neinar niðurstöður nema bráðabirgðanið- urstöður úr eigin rannsóknum og tek það fram að ég tala ekki fyrir hönd nefnd- arinnar. Þar sem ég fann úran er magnið meira en í bakgrunnsjarð- lögum. Einnig tókum við mörg vatnssýni en magnið af úrani er mjög lágt í þeim, lægra en í mörg- um tegundum sódavatns sem selt er í flöskum.“ Geislavirknin er að sögn Krist- ínar Völu hærri en gengur og gerist í náttúrunni en hún bendir á að svæðin séu afar lítil. „Yfirleitt fundum við ekki leifar skotfæranna vegna þess að kúlurnar fara niður í jarðveginn. Þar sem við fundum leif- arnar var það vegna þess að skotin voru föst annaðhvort í steypu eða malbiki undir skotmarkinu. Þar er geislavirkni meiri en annars staðar en þetta var á mjög fáum stöðum og litlar líkur á að hún hafi nokkur áhrif á heilsu fólks. Ég tók sýni á öllum stöðunum ellefu en hef hins vegar ekki séð niðurstöður hinna vísindamann- anna og get ekki talað fyrir þá.“ Úran hagar sér eins og aðrir þungmálmar, það getur sest í nýru, lifur og milta, einnig getur það far- ið í beinin. Ef málmurinn er lengi í líkamanum getur geislavirknin haft áhrif og valdið heilsuspjöllum. Þeg- ar úran brennur, sem það gerir ef það lendir á brynvörn, verður til fíngert duft. Duftið getur síðan borist í lungu fólks við innöndun og munu vera dæmi um slíkt í Persa- flóastríðinu 1991. Ekki fundust nein dæmi um slíkt duft í Kosovo, að sögn Kristínar Völu. Það sem flugmenn NATO skutu á voru yfirleitt tálbeitur, ekki raunverulegir skriðdrekar heldur eftirmyndir úr segli eða öðrum efn- um sem Serbar bjuggu til og blekktu þannig andstæðinginn. Flugvélarnar voru látnar fljúga í mikilli hæð til að draga úr líkum á að Serbum tækist að skjóta þær niður og því erfitt fyrir flugmenn- ina að forðast þannig mistök. „Til að úran brenni þarf það að lenda á hörðum málmi og hitna mikið, fara yfir 1.000 gráður. En ef það lendir bara í malbiki eða jarð- vegi brennur það ekki. Við sáum engin ummerki þess í Kosovo að úr- an hefði brunnið. Hvergi sáust flök af skriðdrekum Serba, búið að fjar- lægja allt, við sáum nokkra gamla bíla en engin geislavirkni mældist þar. Fólkið á þessum svæðum sagði okkur að aðallega hefðu það verið Serbarnir sem fjarlægðu brakið strax eftir stríðið. Þeir vildu ekki að Bandaríkjamenn gætu skoðað bún- aðinn. Við vitum heldur ekki hvort einhverjir hafi farið inn í skrið- dreka og önnur farartæki Serba meðan þau voru þar enn þá og ef til vill andað að sér úrandufti í þeim,“ segir Kristín Vala Ragnarsdóttir. Íslenskur vísindamaður í rannsóknanefnd SÞ í Kosovo Ólíklegt að úranleifar hafi valdið heilsutjóni Kristín Vala Ragnarsdóttir Reuters Þrjátíu millimetra úranhúðuð byssukúla, sem sýnd var á fréttamannafundi NATO í Brussel í gær. Talsmenn banda- lagsins segja að ekki sé nein hætta á heilsutjóni af völdum úr- anleifa úr kúlunum á átaka- svæðum á Balkanskaga. EFTIR fyrsta áfall sitt í undirbúningi forsetaskiptanna leitaðist George W. Bush, væntanlegur Bandaríkjafor- seti, við að snúa vörn í sókn í gær. Bush flaug til Washington seint á þriðjudagskvöld, eftir að Linda Chav- ez, sem útnefnd hafði verið sem at- vinnumálaráðherra næstu ríkis- stjórnar, dró sig í hlé vegna máls Mörtu Mercado, ólöglegs innflytj- anda sem bjó hjá henni um skeið. Bush sótti varnarmálaráðuneytið heim í gær í fylgd Williams Chohens, fráfarandi varnarmálaráðherra, og einnig var fundur á dagskránni við ráðgjafa í ríkisfjármálum. Þannig leitaðist Bush við að draga athyglina frá Chavez málinu sem þykir hafa verið hið klúðurslegasta. Bush hefur sagt að ákvörðunin sé algerlega hennar og sama sagði Chavez á fréttamannafundinum. Hátt settir repúblikanar sögðu hins vegar AP-fréttastofunni frá því að Chavez hefði dregið sig í hlé vegna þrýstings frá ráðgjöfum Bush. Áhugi þeirra á að verja hana hefði minnkað þegar dró úr trúverðugleika hennar og meira kom í ljós um málið. Í sam- tali við blaðamenn sagði Bush að hon- um þætti miður að Chavez hefði dreg- ið sig í hlé, en hann skildi hana vel. „Ég er þess fullviss að hún hefði orðið mjög góður atvinnumálaráðherra.“ Chavez hefur sjálf sagt að hún hefði átt að vera hreinskilnari um kringumstæður Mercado en kallaði það stjórnmál persónuárása sem urðu til þess að hún dró sig í hlé. Dan Bartlett, talsmaður Bush, greindi frá því að Bush hefði frétt af ákvörðun Chavez nokkrum klukkustundum áð- ur en hún greindi frá því á blaða- mannafundi og hefði Dick Cheney, varaforsetaefni hans, sagt honum frá ákvörðuninni. Bush flýtti sér of mikið The New York Times bendir á að mál Chavez bendi til þess að Bush og hans lið hafi flýtt sér of mikið að út- nefna tilvonandi ráðherra, nokkuð sem Bush var einmitt hrósað fyrir í síðustu viku þegar hann hefði valið alla ráðherrana. Blaðið veltir einnig fyrir sér hvort að endalok Chavez muni ekki gefa andstæðingum hinna mjög umdeildu ráðherraefna Bush, Johns Ashcrofts, verðandi dóms- málaráðherra, og Gales A. Nortons, verðandi innanríkisráðherra, byr í seglin. The Washington Post kallar hins vegar Chavez nýjasta fórnarlamb ferlisins í kringum útnefningar verð- andi forseta. Það sé orðið svo flókið og firrt að margir færir einstaklingar hafi nú orðið ekki áhuga á valdamikl- um stöðum innan ríkisstjórnarinnar. Ný útnefning hið fyrsta Hvað sem því líður er búist við því að Bush útnefni arftaka Chavez hið fyrsta. Þeir sem nefndir hafa verið til sögunnar eru m.a. Elain L. Chao, að- stoðarsamgöngumálaráðherra, Stephen Goldsmith, ráðgjafi Bush, Jim Talent, frambjóðandi í kosning- um til ríkisstjóra Missouri, Rich Bonn, háttsettur repúblikani, Jenni- fer Dunn frá Washington-ríki og Eloise Anderson, fyrrverandi yfir- maður félagsþjónustu í Wisconsin og Kaliforníu. Ráðgjafar þrýstu á Chavez að draga sig í hlé Fyrsta áfallið fyrir Bush Washington. AFP, AP. KYNLÍF, peningar eða einfald- lega blóðþorsti kann á endanum að verða til þess að „illyrmin sjö“ í Texas komist undir manna hendur. Sú er von lögreglunnar sem fínkembir ríkið í leit að þessum hópi fanga sem strauk úr fangelsi með bíræfn- um hætti fyrir mán- uði. Hefur leitinni verið lýst sem um- fangsmestu manna- veiðum í sögu Bandaríkjanna frá því armur laganna seildist eftir Bonnie og Clyde. Mennirnir sjö sluppu úr Connally- fangelsi í Suður-Tex- as með því að yfir- buga fangaverði og narra aðra. Þrátt fyrir að hafa gert sitt ýtrasta hefur Texaslög- reglan, vegalögregla Texas, bandaríska alríkislögreglan (FBI) og fleiri lögreglusveitir ekki hugmynd um hvar fangarn- ir, sem sátu inni fyrir allt frá þjófnaði til morðs, halda sig. Á flóttanum hafa þeir myrt lög- reglumann í Dallas. Gætu verið hvar sem er David Tull, talsmaður lögregl- unnar í borginni, segir að talið sé líklegra að þeir séu í Norður- Texas því það sé svæði sem þeir þekki. „En þeir gætu verið hvar sem er.“ Riddaralögreglumenn leita í dreifbýli í grennd við Dall- as og þyrlur fljúga yfir borgina og fylgja eftir öllum þeim hundr- uðum ábendinga sem berast um að sést hafi til fanganna. Helsta von yfirvalda er nú bundin við að einn fanganna, Patrick Murphy, láti undan girndum sínum og veiti með því vísbendingu. Murphy, sem er sagður einfarinn í hópnum, sat inni fyrir nauðgun. Sálfræðingar segja að hann sé veikasti hlekk- urinn í óaldarflokkn- um. Glæpum þeim er fangarnir voru dæmdir fyrir svipar ekki augljóslega saman að öðru leyti en því að vera of- beldiskenndir. Ein kenningin er sú, að þeir haldi saman sem þjófaflokkur. Önnur hugmynd er að þetta séu and- félagslegir menn sem séu farnir að líta á sig sem sam- hentan hóp hetju- legra stigamanna, sem staðráðnir eru í að lifa eða deyja allir sem einn. Líkindi við Bonnie og Clyde Clint van Zandt, fyrrverandi manngerðaskýrandi hjá FBI, nefndi þennan möguleika við blaðið Dallas Morning News. „Þeir sjá sjálfa sig sem 21. aldar óþokkagengi.“ Í Texas er hefð fyrir slíkum gengjum. Þeirra frægast var gengi Clydes Barr- ows og Bonnie Parker, sem fór með ránum og morðum um ríkið uns þau dóu í skotbardaga við lögreglu í nágrannaríkinu Louis- iana 1934. Þriðja kenningin er svo sú, að hópurinn sé sameinaður í ótta sínum við meintan leiðtoga sinn, George Rivas, sem er þrítugur fyrrverandi skáti sem varð að miskunnarlausum þjófi. Hann hlaut 17 lífstíðarfangelsisdóma árið 1993 fyrir fjölda vopnaðra rána og er talinn hafa sterkasta persónuleikann og vera altekinn af töfraljóma glæpamennsku sinnar. „Illyrmin sjö“ leika enn lausum hala Dallas. The Daily Telegraph. Einn strokufang- anna, Patrick Murphy jr. AP STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa upp- götvað það sem kann að vera stærsta smíð sem til er í sýnilegum alheimi. Samsafn kvasa, eða dulstirna, og vetrarbrauta er í þyrpingu á svæði sem er meira en 600 milljóna ljósára stórt. Þessi mikla smíð, sem í er að finna milljarða af stjörnum á borð við sólina í okkar sólkerfi, er í um 6,5 billjóna ljósára fjarlægð og kemur fram sem ljós sem lagði af stað frá uppsprettu sinni áður en okkar sólkerfi myndað- ist. Safnið er rétt fyrir neðan stjörnu- merkið Ljónið og nær yfir svæði á himninum sem er tvær gráður á breidd og fimm að lengd. „Við höfum ekki fundið [stjarnfræðilegar] rit- gerðir um neitt stærra og það hefur enginn bent okkur á neitt stærra,“ sagði dr. Gerard Williger, starfsmað- ur Goddard geimvísindastöðvar Bandarísku geimvísindastofnunar- innar, NASA, í Maryland í Bandaríkj- unum. Hann kynnti uppgötvunina á fundi Stjarnvísindafélags Bandaríkj- anna og ætlar að leggja hana fram til birtingar í The Astrophysical Journ- al. Dr. Williger segir að ekki sé vitað hvort þyrpingin haldist saman vegna þyngdarafls eða hafi myndast fyrir tilviljun við gáru í útþenslu alheimsins í kjölfar Miklahvells. Hafi svo stór smíð orðið til svo fljótt eftir Miklahvell myndi það kveikja efasemdir um sumar viðteknustu kenningarnar um hvernig alheimur- inn þróaðist. Sagði dr. Williger að erf- itt væri að útskýra hvernig þyngd- arafl gæti dregið saman svona gífurlega smíð á tiltölulega skömmum tíma. „Stærsta smíð“ í alheimi The Daily Telegraph. AP Mynd af hinu mikla samsafni að kvösum, dulstirnum og vetrarbrautum, sem stjarnfræðingar hafa uppgötvað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.