Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 74
FÓLK Í FRÉTTUM 74 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sími 551 5103C a r l o s SALSAmeð Carlos ÞAÐ má með sanni segja að Sister Sledge séu goðsagnir í lifandi lífi. Fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar diskótímabilið stóð sem hæst, áttu systurnar hvern smellinn á fæt- ur öðrum – lög sem flestir ættu að þekkja enn í dag; „He’s The Great- est Dancer“, „Lost in Music“, „Thinking of You“ og „We are Fam- ily“. Plata samnefnd síðastnefnda laginu endaði jafnframt sem ein mest selda diskóplata sögunnar. – Hvað segir lifandi goðsögn diskótímabilsins gott í dag? „Ja, hún segir bara allt gott. Okk- ur systurnar hlakkar svo til að kom- ast til Íslands, við höfum heyrt svo margt fallegt um landið, hvað fólkið er vinalegt o.s.frv. Við erum því mjög spenntar og ætlum að sýna okkar bestu hliðar. Reyndar er það mikill heiður að vera kölluð „goð- sögn“ – mér finnst það hálfótrúleg tilhugsun. En jú, við höfum gantast með það okkar á milli að við séum yngstu öldungar danspoppsins!“ – Hvað fáum við að heyra á tón- leikunum? „Öll lögin! Líka „All American Girls“, „Frankie“ og sitthvað fleira. Við vonum bara að áhorfendur kannist við lögin og verði í stuði.“ – Ó, já ég get fullvissað þig um það. Íslendingar kunna sko að skemmta sér, sérstaklega þegar þeir kannast við lögin. Trúir þú því að „We are Family“ fyllir enn dans- gólfin á næturklúbbum Reykjavík- ur? „Já, ég trúi því. Okkur þykir það mikil blessun hvað það lag hefur lif- að lengi og fylgt okkur alla tíð – hver veit nema það muni jafnvel lifa okk- ur systurnar?“ – Hvernig varð þetta lag til? „Nile Rodgers og Bernard Edw- ards heitinn [hann lést árið 1996] voru búnir að semja viðlagið og skýra lagið „We are Family“ áður en þeir hittu okkur. Við hittum þá í fyrsta sinn í hljóðverinu og strax á eftir kláruðu þeir að semja það. Þetta lag er um okkur systurnar. Það var mikil stemmning í kringum upptökurnar á þessu lagi og það náðist t.d. að klára sönginn á því í einni töku.“ – Hvernig var að vinna með þess- um snillingum úr hljóm- sveitinni CHIC, Nile Rodg- ers og Bernard Edwards? „Ég hef aðeins eitt orð yf- ir það. Magnþrungið! Þeir vissu svo nákvæmlega hvað þeir vildu. Þeir bjuggu yfir svo mikl- um hæfileikum og svo mikilli orku. Þeir vissu líka nákvæmlega hvernig þeir ætluðu að klófesta þessa orku og hljóðrita hana á segulband. Það tókst þeim líka. Það var erfitt að vinna með þeim en við fundum það á okkur að þetta væri þýðingar- mikil vinna sem þarna fór fram. Ég held að veröldin muni aldrei upplifa annað eins tvíeyki þegar kemur að tónlist. Fólk mun alltaf vitna í gamlar CHIC-plötur, og önnur verkefni sem þeir unnu að, þegar kemur að því að heyra góða og vel flutta tónlist.“ Ruddum brautina fyrir Destiny’s Child og TLC – Það er líka ósjaldan að maður heyri ný popplög í útvarpinu sem eru ekkert nema útþynning á göml- um Rogers/Edwards lögum. Hvern- ig líður þér þegar þú heyrir lögin sem þú söngst tekin fyrir aftur og aftur? „Mér finnst það frábært. Ég hugsa bara: STEF-gjöld! og brosi á leiðinni í bankann. Þetta er mesta viðurkenning sem þú getur fengið sem listamaður. Ég meina, ef eng- inn man lengur eftir þér, þá fyrst máttu byrja að hafa áhyggjur.“ – Má segja að Destiny’s Child séu Sister Sledge samtímans? „Já, og TLC líka. Enn og aftur er það mikill heiður fyrir okkur. Við fíl- um þessar ákveðnu kvennahljóm- sveitir í botn. Það er einhver orka þar í gangi sem við getum tengt við okkur. Sister Sledge var fyrsta kvennahljómsveitin sem lagði áherslu á danstónlist og vildi ekki koma fram í síðum kjólum. Við vor- um „fönkí“! Okkur langaði til að dansa með, þannig að okkur þóttu síðkjólarnir hreinlega óþægilegir. Þannig höfðum við áhrif á stelpur, vorum leiðandi í diskótískunni og óafvitandi ruddum brautina fyrir þær stelpur sem á eftir komu, eins og TLC og Destiny’s Child. Og er- um virkilega stoltar af því.“ Táruðumst með Clinton – Hvernig var að alast upp með systrum þínum? „Systur mínar eru bestu vinir mínir. Þannig hefur það alltaf verið. Við vorum byrjaðar að syngja radd- að áður en við lærðum að tala og ég er ekki að grínast. Vissulega getur það verið flókið að blanda saman fjölskyldu og tónlistarbransanum, ég held að allar fjölskyldur sem vinna saman að einhverjum bransa kannist við það. Í okkar tilfelli hefur fjölskyldan alltaf komið fyrst. Jafn- vel þótt við höfum orðið ósammála um eitthvert skapandi ferli í stúd- íóinu o.þ.h., þá erum við jú systur. Við erum ekki að fara neitt.“ – Berið þið jafnmikla virðingu fyr- ir fjölskyldunni og tónlistarbrans- anum? „Við berum virðingu fyrir þessum óútskýranlegu töfrum sem gerast þegar við syngjum saman. Að radda saman reynist vera vinnan okkar, þannig að við erum svo heppnar að fá að skapa töfra í vinnunni. Núna um daginn áttum við t.d. ógleym- anlega stund saman, þegar okkur var boðið að syngja í einkaboði Bill Clintons Bandaríkjaforseta, laugar- daginn fyrir jól í Hvíta húsinu! Við sungum negrasálma sem stóðu ákaflega nærri hjarta okkar og sungum þá raddaða án undirleiks. Bill Clinton varð svo hrærður að hann fór næstum því að gráta og þá fórum við að gráta líka. Hann gat auðvitað platað okkur til að enda á „We are Family“. Nú get ég sagst hafa sungið „We are Family“ í Hvíta húsinu! Ég er enn þá fljótandi á bleiku skýi. – Í laginu „Lost In Music“ segir í textanum: „We’re lost in music, feel so alive, I quit my 9 to 5.“ Fyrirgefið en hafið þið nokkurn tíma unnið ein- hverja 9 til 5 vinnu? „Ha ha ha... þetta er í fyrsta sinn sem ég er spurð að þessu! Bernard Edwards samdi þennan texta þann- ig að þetta er honum að kenna. Við unnum allan sólarhringinn á þessum tíma, það get ég sagt þér. Reyndar get ég sagt frá því að þegar ég er ekki að syngja starfa ég sem líkams- ræktarkennari. Ég hef alltaf gert það og elska t.d. að kenna „Power- spinning“. Eruð þið með „spinning“ þarna á Íslandi? Það eru svona inn- anhússreiðhjól í kyrrstöðu... – Jú jú jú, við Íslendingar erum sko með „Spinning“. Þú ert örugg- lega með dúndrandi diskó í botni þegar þú kennir? „Já, hvernig vissirðu?“ – En hvað með sviðsfatnað á sviði Broadway um helgina? Á að klæðast fötum frá Halston, Gucci eða Fior- ucci? „Við getum þóst gera það. Við ætlum alla vega að syngja um það en uppáhalds fatahönnuðurnir okkar í dag eru t.d. Escada og ýmsir hönn- uðir frá Monte Carlo. Oftast nær reynum við að klæðast svipuðum fötum á sviði en í raunveruleikanum erum við með mjög sjálfstæðan fata- smekk.“ – Þið vitið að það er búið að ná saman upprunalegu íslensku súper- módelunum úr Módel ’79 af þessu tilefni, sem munu vera með raun- verulega diskó-tískusýningu áður en þið komið á svið? „Hey, vá! Frábær hugmynd. Þá verð ég að segja systrum mínum frá þessu og plata þær aftur í gömlu diskóbúningana, er það ekki?“ Sungu „We are Family“ fyrir Clinton í Hvíta húsinu Destiny’s Child og TLC ráða yfir poppinu núna, en fyrir 20 árum síðan voru það SISTER SLEDGE! Nú ætla systurnar að sækja Ísland heim og halda tvenna tónleika á Broadway, föstu- dags- og laugardagskvöld. Páll Óskar, diskóbolti með meiru, sló á þráðinn til Kathy, yngstu syst- urinnar sem syngur aðalrödd í flestum laganna. Glæsilegar systur á hápunkti ferils síns. Sister Sledge með tvenna tónleika á Broadway Magnþrungin hljóðversvinna: Sister Sledge með upptökustjórunummargrómuðu Rogers og Edwards.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.