Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 1
8. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. JANÚAR 2001 MARGT benti til þess í gær, að frið- arferlið í Miðausturlöndum væri að fara út um þúfur og horfur voru á, að ekkert yrði af fyrirhugaðri komu Dennis Ross, sendimanns Banda- ríkjastjórnar, til Ísraels og Palest- ínu. Þá lýsti Ariel Sharon, leiðtogi Likudflokksins, yfir því, að Óslóar- samkomulagið frá 1993 væri „dautt“. Er Sharon spáð sigri í forsætisráð- herrakosningunum 6. febrúar næst- komandi. Ross ætlaði að gera síðustu til- raunina til að koma á viðræðum með Ísraelum og Palestínumönnum áður en Bill Clinton lætur af embætti Bandaríkjaforseta 20. þessa mánað- ar en haft var eftir palestínskum embættismanni, að heimsókn hans hefði verið aflýst. Sagði hann, að það hefði komið fram er þeir ræddust við í síma, Clinton og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna. Banda- ríska sendiráðið í Tel Aviv hafði hins vegar engar upplýsingar um afboð- unina og talsmaður Ehuds Baraks, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær, að Ross væri enn vænst í dag. Óslóarsamkomulagið úr sögunni Ísraelska dagblaðið Yediot Ahar- onot birti í gær útdrátt úr viðtali, sem Kfar Habad, vikurit strangtrú- aðra gyðinga átti við Ariel Sharon, en það kemur út nú fyrir helgi. Þar segir hann, að Óslóarsamkomulagið, grundvöllur friðarviðræðna Ísraela og Palestínumanna, sé dautt og ekki meira um það segja. Segir hann einnig, að það sé með mestu tregðu, að Ísraelar láti það ógert að leggja aftur undir sig borgirnar Jeríkó og Nablus á Vesturbakkanum. Tals- maður Likudflokksins sagði í gær, að yfirlýsingar Sharons væru einnig stefna flokksins. Ísraelskir og palestínskir embætt- ismenn hittust síðdegis í gær til að ræða um hvernig unnt væri að draga úr átökum og ofbeldi á sjálfstjórn- arsvæðunum. Sharon segir Óslóar- samkomulagið dautt Jerúsalem, Gaza. AFP. AP BÆÐI stuðningsmenn og and- stæðingar Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, komu saman við hersjúkra- húsið í höfuðborginni Santíagó í gær, þegar Pinochet mætti þang- að til læknisskoðunar. Dómarinn Juan Guzman, sem hefur 204 málsóknir á hendur Pinochet til meðferðar, skipaði honum að gangast undir lækn- isskoðunina til að skera úr um hvort hann væri nægilega hraust- ur, bæði á sál og líkama, til að koma fyrir rétt. Einræðisherrann fyrrverandi átti að mæta til skoð- unar á mánudag, en lét þá ekki sjá sig. Lögfræðingar hans höfðu reynt að fá Guzman vikið frá málinu, en hæstiréttur Chile hafnaði kröfu þeirra í gær. Pinochet í læknis- skoðun FORYSTUMENN Atlantshafs- bandalagsins (NATO) létu í gær undan þrýstingi og boðuðu aðgerð- ir vegna ásakana um að mengun vegna úranhúðaðra sprengikúlna, sem hersveitir bandalagsins not- uðu í Bosníustríðinu og Kosovo- deilunni, hafi valdið heilsutjóni og jafnvel dauða. Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, reyndi þó að slá á ótta um að skotfæri húðuð rýrðu úrani gætu valdið krabbameini og fullyrti að engar vísindalegar rannsóknir hefðu sýnt fram á tengsl þar á milli. Atlantshafsbandalagið mun með- al annars standa fyrir rannsókn á áhrifum úranmengunar og heitir auk þess fullri samvinnu við ut- anaðkomandi rannsóknaraðila. NATO mun einnig setja á fót vett- vang fyrir upplýsingamiðlun um málið, hafa samráð við þau ríki sem sendu friðar- gæsluliða til Bosníu og Kos- ovo og beita sér fyrir aukinni samvinnu milli heilbrigðisyfir- valda herja að- ildarríkjanna. Robertson lá- varður sagði að forsvarsmenn bandalagsins hefðu áhyggjur af málinu og að nauðsynlegt hefði verið að efna til aðgerða til að við- halda trausti almennings og herafl- ans. Hann lagði hins vegar áherslu á að engar rannsóknir bentu til þess að mengun af völdum rýrðs úrans í skotfærum hefði orsakað krabbamein. „Engin tengsl hafa fundist milli hvítblæðis og þeirrar litlu geislunar sem stafar af rýrðu úrani,“ sagði Robertson og vísaði til rannsókna á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og Um- hverfisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Hann vitnaði einnig til þess að heilbrigðisyfirvöld í Kosovo hefðu staðfest í fyrradag að fjöldi hvítblæðistilfella á svæðinu hefði verið undir meðaltali á síðasta ári. Meint heilsutjón af völdum úranhúðaðra skotfæra NATO lætur undan þrýstingi Brussel. AFP, AP.  Ólíklegt að/32 Robertson lávarður GERHARD Schröder, kansl- ari Þýskalands, skipaði í gær nýja ráðherra í stað þeirra sem sögðu af sér í fyrradag. Schröder sagði að kúariðuhneykslið sem leiddi til af- sagna ráð- herranna sýndi að nauðsynlegt væri að endur- skipuleggja þýsk- an landbúnað með hag neyt- enda að leiðar- ljósi. Renate Kün- ast, annar leið- toga Græningja- flokksins, tekur við embætti landbúnaðarráðherra af Karl-Heinz Funke úr Jafnaðar- mannaflokki Schröders. Landbúnað- arráðuneytið tekur nú jafnframt al- farið við umsjón neytenda- verndarmála, þar á meðal mála er snerta kúariðu, en áður hafði ábyrgðin legið hjá báðum ráðuneyt- unum. Künast sagði á fréttamanna- fundi í gær að engar töfralausnir væru til við kúariðuvandanum, en hvatti til þess að teknir væru upp umhverfisvænni starfshættir í land- búnaði. Forveri hennar var hlynntur frekari iðnvæðingu, í andstöðu við stefnu stjórnarinnar. Ulla Schmidt, varaformaður þing- flokks jafnaðarmanna, tekur við embætti heilbrigðisráðherra af Andreu Fischer, sem er græningi. Schmidt hefur mikla reynslu af fjöl- skyldu- og almannatryggingamál- um. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að líklegt væri að Fisch- er tæki við sem formaður flokks Græningja. Nýir ráð- herrar skipaðir Berlín. AFP, AP.  Framganga/41 Renate Künast Ulla Schmidt ÁSTRALSKA útlendingaeftirlitið hvetur nú þá 108 erlendu Ólymp- íufara, sem enn eru í landinu og ekki er vitað hvar halda sig, til að snúa til síns heima ella eigi þeir á hættu að vera vísað úr landi. Málið snýst um 79 manns sem komu til Ástralíu í tengslum við Ólympíuleikana og 29 sem komu vegna Ólympíuleika fatlaðra, sem fram fóru sl. haust. Um er að ræða íþróttamenn, þjálfara, embættis- menn og fjölmiðlafólk frá 61 landi. Sumir eru taldir vera ennþá í Sydney, en aðrir jafnvel á ferð um landið eða við vinnu, þá án tilskil- inna leyfa. 38.000 manns fengu tímabundið dvalarleyfi í tengslum við leikana, en það rann út 1. nóvember sl. 38 þeirra hafa beðið um vist sem flóttamenn í Ástralíu. Ólympíufar- ar snúi heim Sydney. The Daily Telegraph. BANDARÍKJAMENN og Japanir hyggjast fara fram á það við Al- þjóðahvalveiðiráðið að farið verði nánar ofan í saumana á aðferðum við hvalarannsóknir. Vilja þeir að kannað verði hvort rannsóknir á lifandi hvölum séu jafn árangurs- ríkar og vísindaveiðar. Norman Mineta, viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna, er nú í Jap- an til að ræða hvalveiðimál. Jap- anir stunda enn hvalveiðar, þrátt fyrir bann hvalveiðiráðsins, og segja þær vera í vísindaskyni. Ým- is dýraverndunarsamtök halda því hins vegar fram að vísindaveið- arnar séu aðeins skálkaskjól fyrir veiðimenn, sem maki krókinn á því að selja hvalkjöt til japanskra veit- ingastaða. Hvalarannsóknir Vísinda- veiðar í hættu? Tókýó. AP. Óttast um friðarumleitanir í Miðausturlöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.