Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 69 DAGBÓK HÚSNÆÐI ÓSKAST  Óskum eftir einb. á Sel- tjarnarnesi Óskum eftir einbýlishúsum á Seltj. fyrir trausta kaupendur. Í húsunum þurfa að vera að lágmarki 4 svefn- herb. Nánari uppl. veitir Kjartan. 4RA-6 HERB.  Garðhús m. bílskúr Falleg og vel skipulögð 108 fm íbúð með stórkostlegu útsýni í litlu fjölbýli. Íbúðinni fylgir 26 fm bíl- skúr. Íbúðin er vel skipulögð með sérinng. af svölum, sérþvottahúsi í íbúð og góðum svölum. Laus fljót- lega. Áhv. 6,6 millj. í húsbréfum. V. 14,5 m. 1113 3JA HERB.  Hamraborg 3ja herb. mjög falleg 79 fm íb. á 3. hæð í lyftuhúsi. Glæsil. útsýni. Ákv. sala. Innang. úr bílgeymslu. V. 9,8 m. 6576 Engihjalli Góð 3ja herbergja íbúð á 6. hæð í lyftublokk með glæsilegu útsýni. Eignin skiptist m.a. í stofu, eldhús, baðherbergi og tvö herbergi. Sam- eiginlegt þvottahús á hæð. V. 9,9 m. 1119 Furugrund - góð Glæsileg 3ja herb. um 75 fm íb. á 3. hæð neðst niðri í Fossvogs- dalnum. Fallegt útsýni og frábært útivistarsvæði. V. 10,2 m. 9550 Bjarkargata - laus fljótlega 2ja-3ja herb. björt um 65 fm ris- íbúð með fallegu útsýni og á frá- bærum stað. Góð lofthæð er í íbúðinni sem gefur mikla mögu- leika. V. 9,5 m. 1104 Kvisthagi - glæsileg 90 fm 3ja herb. glæsileg íbúð á jarðhæð. Íbúðin er mjög mikið standsett, s.s. gólfefni, baðh., eld- hús m. nýl. innr., gler o.fl. Fallegur bogadreginn gluggi er í stofu. Sér- inng. V. 9,9 m. 1120 Barmahlíð - glæsileg 3ja herb. um 90 fm stórglæsileg íbúð sem hefur nær öll verið standsett. Allar innréttingar eru nýjar og sérsmíðaðar m. inn- byggðri halógenlýsingu. Gólfefni eru ný. Allar skolp- og raflagnir eru nýjar. Baðherb. allt flísalagt í hólf og gólf og með stóru nuddbað- kari. Eign í sérflokki. V. 12,0 m. 1108 2JA HERB.  Hraunbær Falleg og björt 2ja herbergja íbúð á 1. hæð. Eignin skiptist m.a. í stofu, eldhús, baðherbergi og her- bergi. Sérgeymsla í íbúð. Þvotta- hús á hæð. Laus fljótlega. 1116 Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. ALVÖRU ÚTSALA Ótrúlega lágt verð 70-80% afsláttur Dæmi um verð Áður Nú Bolur 2.600 600 Vatterað vesti 3.400 900 Bómullarpeysa 5.800 900 Dömuskyrta 4.500 900 Turtleneck-bolur 3.500 800 Slinky-sett 5.900 1.200 Sítt pils 3.200 900 Dömugallabuxur 4.600 1.300 Herraflíspleysa 4.300 1.200 Herraskyrta 4.300 900 Einnig fatnaður í stærðum 44-52 1928, á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515. Tilboð á portúgölsku borðstofunum úr gegnheilum kirsuberjavið 15% afsláttur i l í í i AUGUSTIN Madala heitir 13 ára piltur frá Argentínu. Hann hefur þrívegis unnið sveitakeppi yngri spilara í Suður-Ameríku og vakið at- hygli í heimalandi sínu fyrir góða tækni og mikið sjálfs- öryggi. Hér er hann sagn- hafi í þremur hjörtum dobl- uðum: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 3 ♥ D1075 ♦ ÁD72 ♣ KD102 Vestur Austur ♠ DG985 ♠ Á72 ♥ 2 ♥ ÁG98 ♦ KG98 ♦ 654 ♣ Á75 ♣ 864 Suður ♠ K1064 ♥ K643 ♦ 103 ♣ G93 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Dobl 2 spaðar 3 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Flestir hefðu lyft í fjögur hjörtu með spil norðurs, en líklega er Madala nokkuð brattur í sögnum og félagi hans hefur tekið tillit til þess. Sem var eins gott, því austur doblaði þrjú hjörtu og kjaftaði þar með frá leg- unni í trompinu. Útspilið var spaðadrottn- ing. Austur tók með ás og spilaði aftur spaða. Madala drap á kónginn og henti laufi úr borði. Spilaði svo trompi á drottninguna og ás aust- urs. Lauf kom til baka og vestur tók strax á ásinn, en Madala lét kónginn úr blind- um. Vestur spilaði nú spaða frá gosanum. Auðvitað gat sagnhafi hleypt heim á tíuna, en Madala gerði sér grein fyrir því að hann yrði að stytta sig í trompinu í blindum og stakk því spað- ann. Hann fór síðan heim á laufgosa, svínaði tígul- drottningu, tók ásinn og trompaði tígul. Fór loks inn í borð á laufdrottningu: Norður ♠ – ♥ 107 ♦ 7 ♣ – Vestur Austur ♠ G9 ♠ – ♥ – ♥ G98 ♦ K ♦ – ♣ – ♣ – Suður ♠ 10 ♥ K6 ♦ – ♣ – Madala spilaði tígli úr borði, sem austur varð að trompa og gefa tvo síðustu slagina. Glæsileg tilþrif hjá þessum unga pilti. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 11. janúar, er áttræður Ólafur Örn Árnason, fyrrverandi gjaldkeri Sláturfélags Suð- urlands, til heimilis í Sól- heimum 25. Ólafur og eig- inkona hans, Guðrún Sigurmundsdóttir, taka á móti gestum nk. sunnudag, 14. janúar, á milli kl. 17 og 20 á heimili dóttur hans og tengdasonar, Ásdísar og Braga, í Sólheimum 12. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 11. janúar, verður fimmtugur Magnús I. Stefánsson húsa- smíðameistari, Kríunesi 4, Garðabæ. Eiginkona hans, Elín Eyjólfsdóttir, verður fimmtug 12. mars nk. Af því tilefni taka þau á móti gest- um föstudaginn 12. janúar frá kl. 20–23 í Garðaholti, Garðabæ. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú átt gott með skipulagningu og ert því vel búinn til viðskipta. Þú mátt hlusta betur á hjartað. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert orkumikill og vilt koma sem flestu í verk á sem skemmstum tíma. Gættu þess þó að ganga ekki fram af sjálf- um þér og hvíldu þig á milli. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sýndu aðgát í nærveru sálar. Þau verk sem leika í höndun- um á þér geta hins vegar vax- ið öðrum í augum. Gerðu ekki lítið úr því og vertu uppörv- andi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þegar á reynir kemur hið sanna eðli mannsins í ljós. Varastu að flækja hluti þegar einfaldleikinn er bestur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ekki allt sem sýnist og þess vegna er oft nauðsynlegt að skyggnast á bak við at- burðarásina til að vita hvað gerðist í raun og veru. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu það ekki koma þér á óvart þótt sviðsljósið beinist að þér. Þú hefur ekkert að fela og getur þess vegna verið rólegur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það hefnir sín alltaf að sópa vandamálunum undir teppið. Líttu raunsætt á hlutina, líka þá sem í sjálfu sér koma þér ekki við. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þróunin heldur stöðugt áfram og þú verður að fylgjast með hvað sem tautar og raular. Annars dregst þú bara aftur úr og missir af strætisvagn- inum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er engin ástæða að kasta öllum gömlum vinnureglum til hliðar þótt nýjungar komi til sögunnar. Það má sameina gamalt og nýtt þannig að vel fari. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Stundum þarf að gera það ómögulega mögulegt og það er hægt ef þú trúir nógu mikið á málstaðinn og hikar hvergi við að framfylgja honum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er alltaf einhver sem reynir að spilla liðsheildinni svo þú skalt vera við öllu bú- inn og hafa augu á hverjum fingri þótt að allt virðist á lygnum sjó. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er nauðsynlegt að kynna sér alla málavöxtu vandlega áður en þú lætur til skarar skríða því annars áttu á hættu að þér mistakist gjörsamlega ætlunarverk þitt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gættu þess að sýna alltaf þau viðbrögð sem nægjanleg eru hverju sinni. Ef þú bregst of hart við skemmir þú bara fyr- ir þér og of lítil viðbrögð hafa sömu áhrif. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT GEIRLAUGARSÝNIR Æpti hún Geirlaug, þá út í tún kom. Sýndist henni kýr sín gliðna á svelli. Þá var þetta físisveppur fastur í velli. Svo var hún heimsk sem heyra mátti. Æpti hún Geirlaug, þá út í tún kom. Sýndist henni Ólafur kongur að garði ríða. Þá var þetta tittlingr á torfuköggli. Svo var hún heimsk sem heyra mátti. Æpti hún Geirlaug, þá út í tún kom. Heyrðist henni helgimaðr hringja klukku. Þá var þetta trítill, sem hristi brók sína. Svo var hún heimsk sem heyra mátti. - - - SÍÐAN frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hafa skákmenn frá fyrrverandi lýðveldum Sovetríkjanna borið höfuð og herðar yfir aðra skákmenn. Einungis Bobby Fischer og nú Vishy Anand hafa orðið heimsmeistarar og komið annars staðar frá en þaðan. Þótt dreifing bestu skák- manna veraldar sé orðin jafnari en áð- ur var koma ennþá margir sterkir stór- meistarar úr Aust- urvegi. Einn þeirra er Valery Filippov (2593) sem sigr- aði á alþjóðlega mótinu í Merida í Mexíkó. Í stöðunni hafði hann hvítt gegn Alvaro Blanco Fern- andez (2371). 20. Hxc5! Rxc5 21. Dd2! a6 22. Rd4 Dc7 23. Dxa2 Re4 24. Bb2! Db6 25. Ba1 Hc5 26. Re2 Hb5 27. Hd1 He8 28. Rf4 Dc6 29. b4 Hxb4 30. Rxd5 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Ljósmyndastofan Mynd, Hf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. septem- ber sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Vilborg Ás- laug Sigurðardóttir og Ólfur Kristinn Hjör- leifsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna www.skb.is/framlog/minningarkort.html Sími 588 7555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.