Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ á er menningarárið á enda og allir geta dregið andann léttar. Fyrirtækin í landinu geta hætt að láta eins og þau hafi áhuga á menningu og listum, almenningur getur snúið sér aftur að meintu áhorfi á sjón- varpstöðvarnar yndislegu, lista- menn geta skriðið aftur í holur sínar og þurfa ekki vera svona óþægilega áberandi og fjölmiðl- arnir geta einbeitt sér að bita- stæðari fréttum, alvörufréttum, í stað þess að vera alltaf að birta viðtöl við jákvæða og skapandi listamenn. Loksins er friður til að fara að dæmi Ríkissjón- varpsins og þurfa ekki að breiða yfir áhugaleysi sitt á menningu og listum. Hætta að þurfa að láta sjá sig fyrir siðasakir á helstu við- burðum. Hætta að þurfa að geta þess fyrir siðasakir að nýtt ís- lenskt leikrit hafi verið frumsýnt. Hætta að þurfa láta eins og það sé frétt að ný íslensk skáldsaga hafi verið gefin út. Ó, að ofangreindur inngangur væri hrein öfugmæli. En svo er þó ekki nema hluta. Það er reyndar gömul saga að Ríkis- sjónvarpið hafi lítinn áhuga á menningarmálum og á fréttastof- um bæði sjónvarps og hljóðvarps hafa fréttir úr menningarlífinu ávallt verið eins konar afgangs- stærð. Það er nánast hefð fyrir því. Fréttastofa Sjónvarpsins sker sig þó úr hvað þetta varðar og afskiptaleysi hennar af menn- ingarviðburðum er ekki lengur broslegt eða kjánalegt, heldur hneyksli sem ber ekki einasta vitni um þröngsýni og úrelt fréttamat heldur og alrangan skilning á hlutverki menningar og lista í nútímasamfélagi. Sú staðreynd að Reykjavík var menningarborg Evrópu árið 2000 segir í rauninni allt sem segja þarf um mikilvægi menningar og lista í samfélaginu og hversu mik- ilvægur sá þáttur er orðinn í sam- skiptum þjóða á milli. Þegar rætt er um tengsl þjóða á milli, hvort heldur er í sögulegu eða við- skiptalegu samhengi, gegna menningartengslin orðið lykil- hlutverki og eru oft forsenda þess að ný tengsl og sambönd skapast en ekki eins og einatt áður var, kúnstug skreyting á vel heppn- aðan viðskiptasamning um fisk eða ull. Flestum framsæknum fyrirtækjum í landinu er orðið þetta fulljóst og sækjast eftir því að tengjast menningar- og list- viðburðum með ýmsum hætti. Þau horfa til reynslunnar af menningarárinu með velþóknun og hyggja gott til samstarfs við menningarlífið á komandi árum. Þessi breyting á hlutverki menningar og lista er orðin að staðreynd og Reykjavík er komin á kortið sem alþjóðleg menningar- borg og hefur skyldum að gegna í því sambandi í framtíðinni, borgin er ekki lengur að vinna sig í álit hjá þjóðinni eða umheimsins, heldur er verkefnið að halda því áliti sem þegar hefur skapast. Um þetta þarf í rauninni ekki að fjölyrða en þó er ástæða til að nefna að fyrir þann sem ekki komst út úr húsi á árinu 2000 og varð að reiða sig á fréttaflutning Sjónvarpsins af menningarárinu þá er líklegt að sá hinn sami ræki upp stór augu og segði í for- undran: Hvaða menningarlíf? Hvaða menningarár? Dáðleysi Ríkissjónvarpsins er nánast orðið þess helsti kostur; það hefur enga aðra eiginleika sem hægt er að benda á. Þetta á sér stað þrátt fyrir að innan stofnunarinnar sé margt af- bragðsfólk sem ekki nýtur sín vegna þess að stofnuninni er stýrt af mönnum sem hafa ekki hugmynd um hvaða hlutverki þessi fjölmiðill yfirhöfuð á að gegna. Öll þau fyrirheit sem bundin voru við íslenskt sjónvarp í upphafi eru brostin. Látum vera þó af og til sé hrist fram úr erm- inni eitt og eitt verkefni sem mönnum þykir slægur. í. Barna- legar hugmyndir um í hvers kon- ar samkeppni Sjónvarpið á við hinar sjónvarpsstöðvarnar um áhorfendur birtast daglega í mis- heppnaðri dagskrárstefnu. Eina raunverulega stefnan sem lesa má úr dagskrá Sjónvarpsins er að markvisst sé stefnt að því að leggja stofnunina niður innan tíu ára eða svo. Sífellt lélegri og metnaðarlausari afþreyingardag- skrá, lítil sem engin eigin dag- skrárgerð sem heitið getur, kraftleysi stjórnenda stofnunar- innar til að standa uppi í hárinu á stjórnvöldum og marka stofnun- inni sjálfstæðari stefnu, bæði hvað varðar fréttaflutning og dagskrárgerð. Reyndar er ekki við slíku frumkvæði og sjálfstæði að búast þar sem markvisst hefur verið ráðið í stjórnunarstöður innan RÚV á undanförnum árum til að tryggja ósjálfstæði þess gagnvart pólitískum yfirvöldum. Allt er þetta á skjön við umræður og þróun annars staðar í þjóð- félaginu, hvort heldur á við um einkafyrirtæki eða opinberar stofnanir. Þessi skekkja verður æ augljósari eftir því sem á líður og dapurlegt að sjá hvernig Sjón- varpið er að daga uppi sem nátt- tröll nú í byrjun nýrrar aldar. Þeir sem standa að kynningu á menningu og listum eru til að mynda nánast hættir að reikna með Sjónvarpinu, þar er hvorki áhugi til að taka við efninu mat- reiddu eða gera sér einhvern sjálfstæðan mat úr því. Árstíðabundið tímatal Sjón- varpsins er enda komið út úr öllu samhengi við starfsár þorra þjóð- arinnar. Þar á bæ er enn miðað við sauðburð og sláturtíð sem helstu viðmiðunarmörk í skilum vetrar- og sumardagskrár. Allt er þetta dapurlegra en tár- um taki og enn leyfir maður sér að ala þá von í brjósti að hér á landi verði til sú sjónvarpsstöð sem stendur undir nafni sem ís- lenskt ríkissjónvarp, og hægt væri að benda á sem fullgildan þátttakanda í því framsækna menningarsamfélagi sem hér þrífst. Hvaða menningar **OSET** ár? „Þegar rætt er um tengsl þjóða á milli- ,hvort heldur er í sögulegu eða við- skiptalegu samhengi, gegna menning- artengslin orðið lykilhlutverki.“ VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson ✝ Björk Hákonar-dóttir fæddist á Arnhólsstöðum í Skriðdal 25. október 1916. Hún lést 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hákon Finns- son, bóndi á Borgum í Hornafirði, f. 11.7. 1874, d. 9.1. 1946, og kona hans Ingiríður Guðmundsdóttir, f. 28.10. 1877, d. 24.8. 1943. Systkini Bjark- ar voru Heiðrún, f. 17.12. 1908, d. 26.12. 1975, og Skírnir, f. 8.6. 1911, d. 20.7. 1979. Björk giftist 1937 Lórens Karls- syni sjómanni frá Vopnafirði. Þau skildu. Sonur þeirra er Pálmi veit- ingamaður á Akranesi, f. 21.8. 1938, kvæntur Marý Sigurjóns- dóttur hárgreiðslukonu. Börn þeirra eru: a) Þórunn Björk, maki Kristján Friðriksson, þau eiga tvo syni; b) Jóhann. Björk giftist 1950 Hans Jó- hannssyni járnsmið, f. í Þýska- landi 17.3. 1928, d. 6.5. 1964. Börn þeirra eru: 1) Hákon Ingvi, f. 1.12. 1950, héraðsdýralæknir á Breiðdalsvík. 2) Heiðrún Alda, f. 25.9. 1952, leikskóla- kennari í Kópavogi, gift Gunnari Ara Guðmundssyni raf- magnsverkfræðingi. Börn þeirra eru a) Hans Arnar; b) Sig- rún Aðalheiður, sambýlismaður Geir Sverrisson; c) Bára; d) Björk; e) Gunnar Tómas. 3) Margrét, píanókennari í Kópavogi, f. 5.1. 1956, gift Inga Jóni Haukssyni sálfræðingi. Börn þeirra eru a) Haukur; b) Björk, sambýlismaður Jónas Elíasson. Á yngri árum starfaði Björk við landbúnaðarstörf í Borgum með foreldrum og systkinum en lengst af vann hún við saumaskap. Útför Bjarkar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nýliðinn nýársdag hitti ég Björk föðursystur mína í síðasta sinn. Þeg- ar ég kom í opnar dyrnar á herbergi hennar sat hún á rúminu uppáklædd. Hún hallaði sér upp að þykkum púða. Augun voru lokuð. Hún hafði verið að horfa á sjónvarpið. Það var hátt stillt og henni hafði auðsjáanlega runnið í brjóst. Ég stóð stundarkorn kyrr í dyrunum og horfði á þessa öldruðu konu sem vakið hafði athygli sam- ferðamannanna fyrir sérstakan glæsileika og atgervi, bæði til hugar og handar. Eitt sinn hafði þessi kona verið há og grönn, brosmild, og aug- un tindruðu undir hrafnsvörtu lokka- flóði. Þannig man ég fyrst eftir henni, stórglæsilegri, komin í heimsókn á æskustöðvarnar austur í Borgum. Þar steig hún orgelið sem faðir henn- ar hafði aldamótaárið fest kaup á austur á Héraði. Hún spilaði af fingr- um fram og söng með. En tímarnir breytast og mennirnir með. Þarna hvíldi Björk veikburða eftir áralanga glímu við afleiðingar illskeyttrar beinþynningar. Þótt líkaminn hlýddi ekki lengur eins og hún hefði sjálf kosið var hugurinn skýr og ekki var minnið farið að gefa sig. Öðru nær. Eftir stutta stund opnaði hún augun. Bros færðist yfir andlitið þegar hún bauð mig velkominn með árnaðar- óskum fyrir komandi ár. Raunar minnti hún mig nú líka á að ég ætti að vera duglegri að líta til hennar. Auð- vitað var það rétt hjá henni. Eins og svo oft áður fórum við að ræða um löngu liðna atburði. Sagði hún mér það sem ég hafði aldrei heyrt, að haustdaginn sem hún fædd- ist austur í Skriðdal hefði henni legið það mikið á að komast í heiminn að ekki náðist í ljósmóður. Það varð hlutskipti föður hennar að taka á móti henni og var haft á orði að hon- um hefði farnast það vel, eins og svo margt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Talandi um föður sinn, sem henni hafði verið einkar kær, sagði hún mér frá atviki því sem mun hafa orðið þess valdandi að hann varð al- gjör bindindismaður á áfengi. Svo mun hafa verið dag einn er Hákon sat kaldur og blautur yfir kvíaám á bæ einum á Rangárvöllum, hjá vandalausum, að til hans komu ferða- menn. Þeir voru eitthvað við skál og er ekki að orðlengja að þeir hresstu drenginn á svo miklu áfengi að ekki tókst betur til en að hann tapaði þennan dag öllu fénu sem honum hafði verið trúað fyrir. Fékk þetta svo á hann að hann mun hafa strengt þess heit að neyta aldrei aftur áfeng- is. Það kom glampi í augun á föð- ursystur minni við að rifja þetta upp. Eins og svo oft áður kvaddi ég Björku fróðari. Bað hún mig um að skila kveðjum til þeirra systkina minna tveggja sem búsett eru er- lendis en hafði samt á orði að hún myndi hringja í þau þegar þrekið leyfði. Þremur dögum síðar lést hún í svefni. Sátt við allt og alla en öllum sem hana þekktu harmdauði þótt vin- ir og ættingjar vissu mætavel hvert stefnt hafði. Björk fluttist á fjórða aldursári með foreldrum og systkin- um sínum, þeim Heiðrúnu og Skírni, að Borgum í Hornafirði. Haft var á orði að foreldrarnir hefðu valið börn- um sínum sérkennileg nöfn, þótt fáum þyki svo í dag. Trúir því einhver í dag að þessir einstaklingar voru einu Íslendingarnir sem báru þessi nöfn á manntalinu 1920? Í Borgum óx Björk úr grasi við ástúð og gott at- læti. Ung hleypti hún heimdraganum og fór að vinna utan heimilisins, m.a. fór hún í vist eins og það var kallað. Og ung kynntist hún fyrri manni sín- um, Lorenz Karlssyni. Bjuggu þau fyrst á Vopnafirði en síðar í Njarðvík. Eignuðust þau soninn Pálma sem ólst að mestu leyti upp hjá móður sinni eftir að leiðir foreldranna skildu. Alla tíð skipaði Hornafjörður sér- stakan sess hjá Björk og einhvern tíma sagði hún að þar væri fallegast á landinu. Ekki er langt síðan hún svo sagði frá því í fjölskylduveislu að ef ætti hún bágt með að sofna á kvöldin þá færi hún í huganum austur að Borgum, legðist þar í „Blómabrekk- una“ á bakkanum við Laxá, andaði að sér gróðurilminum og hlustaði eftir árniðinum og fuglakvakinu. Þannig næði hún alltaf fljótlega að festa blund. Óbrigðult ráð. Björk kynntist seinni manni sín- um, Hans Jóhannssyni, í Borgum. Þangað hafði Hans komið til land- búnaðarstarfa árið 1949. Björk og Hans giftu sig á þjóðhátíðardaginn 1950. Í hönd fóru hamingjurík ár. Ungu hjónin fluttu suður 1952. Þá þegar var Hákon fæddur, en syðra fæddust dæturnar Heiðrún og Margrét. Fljótlega hófu þau að byggja hús innst í Reynihvamminum í Kópavogi og þar unnu hjónin myrkranna á milli við að koma sér þaki yfir höfuðið. Og það tókst. Til að geta verið sem mest heima hjá börn- unum fór Björk fljótlega að fást við saumaskap og var kjallara hússins breytt í saumaverkstæði. En árið 1964 kvaddi sorgin dyra. Öllum að óvörum lést Hans af völdum hjarta- áfalls, aðeins 36 ára gamall. Eftir stóð Björk ein uppi með börnin. Ekki lét hún þó bugast heldur einsetti hún sér að reyna að halda húsinu með öll- um tiltækum ráðum. Og það tókst með fádæma dugnaði og ósérhlífni. Mest saumaði Björk fyrir ýmsar verslanir og þeir eru ófáir Íslending- arnir sem gengið hafa í úlpum, káp- um eða buxum sem Björk saumaði fyrir íslenska athafnamenn á sjöunda og áttunda áratugnum. Þegar mestu umsvifin voru á saumaverkstæðinu hafði hún nokkrar konur í vinnu. Þá var þar líf í tuskunum í orðsins fyllstu merkingu og góður starfsandi. En vinnudagur Bjarkar var lang- ur. Ég komst að því haustið 1968, á leið í skóla, þá er ég fyrst beiddist gistingar hjá frænku minni syðra. Í hönd fóru ár þar sem ég naut reglu- lega gestrisni hennar, ekki aðeins vor og haust, heldur einnig á leið í og úr jólaleyfum. Og einu sinni á þessum árum hjúkraði hún mér í mánuð í veikind- um. Iðulega rumskaði ég eldsnemma á morgnana þegar saumavélin fór að suða í kjallaranum. Og við ungling- arnir í húsinu sofnuðum iðulega út frá saumavélarhljóðinu á kvöldin. Ég hafði á tilfinningunni að svona ynni hún alla daga, allan ársins hring. Enda gekk allt upp. Smám saman minnkuðu skuldirnar á húsinu. Að- stæðurnar breyttust. Börnin luku námi, dæturnar festu ráð sitt og barnabörnin komu í heiminn eitt af öðru. Þar kom að Björk hætti með rekstur eigin saumastofu. Í staðinn fór hún að vinna á saumastofum utan heimilisins og saumaverkstæðið var innréttað sem íbúð. Þangað flutti svo Björk og þar undi hún hag sínum hið besta. Þarna bjó hún eins lengi og kraftar og heilsa leyfðu. Þegar heilsuleysi sótti æ meira á var hún dyggilega studd af börnunum, tengdabörnunum og barnabörnun- um. Heimatökin voru hæg því yngri dóttirin bjó með fjölskyldu sinni á efri hæðinni en mikill og náinn sam- gangur var þeirra á milli. Eftir að Björk minnkaði við sig vinnu og var farin að búa ein gafst henni góður tími til að rækja ömmu- hlutverkið. Það gerði hún af einstakri natni og alúð sem barnabörnin kunnu svo sannarlega að meta. Og þar kom að hún hætti alfarið að vinna. En aldrei hafði hún kunnað því að sitja aðgerðarlaus. Þótt ekki bæri hún mikið úr býtum tók hún nú til við að prjóna lopapeysur, húfur og vett- linga. Og ekki var slegið slöku við frekar en fyrri daginn. Handbragðið var auðvitað óaðfinnanlegt enda fag- manneskja að verki. Sumt var selt í búðir, annað gefið. Og engum í stór- fjölskyldunni þurfti að vera kalt ef menn höfðu á annað borð sinnu á því að passa það, og nota, sem þeim hafði verið gefið! Björk hafði einkar sterka réttlætiskennd og aldrei brást að hún tók afstöðu með þeim sem bágstaddir voru eða áttu á einhvern hátt í vök að verjast. Alla tíð fann maður inn á það að henni var ekkert um það að þiggja gjafir þótt sjálf væri hún rausnarleg og liði best þegar hún veitti á báða bóga. Þær eru margar veislurnar sem hún hefur haldið fyrir frænd- garðinn í Reynihvamminum síðustu áratugina og jafnan verið glatt á hjalla. Og auðvitað sendi hún áður fyrr á árum systkinum sínum og bróðurbörnunum í sveitinni ýmsan glaðning, bæði á jólum og svo þegar ferðir féllu austur. Þar kenndi oft ýmissa annarra grasa en þeirra sem hægt var að fá í Kaupfélaginu! Skiln- aðarstundin er erfið en ekki verður hún umflúin. Að leiðarlokum kveðj- um við Ástrós og börn okkar Björk Hákonardóttur. Við þökkum henni vegferðina, einstakan velvilja og ára- tuga vinnáttu. Við biðjum henni Guðs blessunar um leið og við sendum fjöl- skyldu hennar og öðrum vinum ein- lægar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæra föðursystir. Karl. Ég kynntist Björk fyrir tæpum 30 árum þegar ég gerði hosur mínar grænar fyrir dóttur hennar, Mar- gréti. Síðan höfum við búið saman í Reynihvammi 37 sem Björk ásamt seinni manni sínum Hans byggðu hörðum höndum. Hans lést fyrir ald- ur fram eftir 14 yndisleg ár þeirra saman. Björk sagði mér oft frá því hvernig þau hefðu þurft að fara að, bæði vegna verulegra samgönguerf- iðleika í Kópavoginn og erfiðleika við að fá nauðsynlegt byggingarefni keypt og að eiga fyrir því þegar það var fáanlegt. Björk þótti afar vænt um Kópavoginn og þó sérstaklega um húsið sitt í Reynihvamminum. Það var yndi hennar alla tíð og sér- staklega á efri árum að sitja úti á sumrum og njóta gróðursins og sól- arinnar. Mesta gleði hennar var þó að geta veitt fólki sínu góðan mat og kökur og var það samdóma álit fjöl- skyldunnar að hvergi fengi maður betri mat. Mér urðu fljótt ljós lífsgildi Bjark- ar, þau voru fyrst og fremst vinnu- BJÖRK HÁKONARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.