Morgunblaðið - 12.01.2001, Page 11

Morgunblaðið - 12.01.2001, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 11 FULLTRÚAR nokkurra afhelstu launþegasamtökumlandsins, ásamt talsmönn-um eldri borgara, funduðu með framkvæmdastjórn Öryrkja- bandalagsins í gær að loknum fundi stjórnarinnar. Umræðuefnið var viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar og boðað frum- varp hennar í þeim efnum. Í sam- tali við Garðar Sverrisson, formann Öryrkjabandalagsins, að fundinum loknum kom fram að bandalagið og einstakir öryrkjar munu ekki að- hafast frekar fyrr en málið hefur verið tekið til umræðu á Alþingi á mánudag. Sömu sögu er að segja um afstöðu talsmanna launþega og aldraðra. Að fundinum loknum var engin sérstök ályktun samþykkt heldur kom þessi hópur sér saman um að hittast aftur nk. þriðjudag, eða dag- inn eftir að Alþingi kemur saman að nýju eftir jólafrí. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar verði lagt fram strax á fyrsta þing- degi, enda var þingið kallað saman viku fyrr vegna þessa máls. Á fundinn mættu talsmenn Al- þýðusambands Íslands (ASÍ), Starfsgreinasambandsins, Banda- lags háskólamanna (BHM), Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Kennarasambands Íslands (KÍ), Landssambands eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykja- vík, ásamt nokkrum lögmönnum þessara samtaka. Benedikt Davíðs- son, formaður Landssambands eldri borgara, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með fundinn. Nauðsynlegt væri fyrir þessa aðila að stilla saman strengi sína því málið varðaði ekki aðeins öryrkja. Einhugur hefði verið á fundinum, að samkvæmt dómi Hæstaréttar væri óheimilt að tengja tryggingagreiðslur til ein- staklings við tekjur annars einstak- lings. Fylgja þyrfti málinu eftir og þá aðallega gagnvart Alþingi sem ætti eftir að fjalla um frumvarp rík- isstjórnarinnar, sem hann taldi vera „hrákasmíði“ eins og það liti út í dag. Vonandi lagaðist það í meðförum þingflokkanna. „Ef þetta hefði verið peysa sem ég hefði prjónað, myndi ég rekja hana upp,“ sagði Benedikt. Á einnig við um aldraða Um málið í heild sinni sagðist Benedikt ekki skilja íslenskt mál ef dómur Hæstaréttar hefði ekki verið að segja að hið sama ætti við um alla, öryrkja sem aldraða, að ekki mætti tengja tryggingagreiðslur til þeirra við tekjur annars einstak- lings. Það sama ætti við um þá sem fengju ellilaun og aðrar trygginga- greiðslur. „Við munum láta á það reyna hvort þetta eigi ekki jafnt við um okkar fólk og öryrkjana, og þá í fullum mæli eins og Hæstiréttur mælti fyrir um en ekki eins og þessi starfshópur ríkisstjórnarinnar lagði til og ríkisstjórnin gerði að sinni tillögu,“ sagði Benedikt. Að- spurður hvernig ríkisstjórnin hefði tekið á málinu sagði Benedikt það erfitt að gefa henni einhverja ein- kunn. Fljótt á litið hefði henni tek- ist „ákaflega klaufalega til“. Miðað við umræðuna og vilja almennings virtist ríkisstjórnin vera ein á báti. Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM, sagði við Morgunblaðið þeg- ar fundi lauk að réttindi almenn- ings snertu launþegahreyfinguna í heild sinni, og háskólamenn einnig. Slys og veikindi spyrðu hvorki að stétt né stöðu. „Okkur finnst það grundvallar- mannréttindi, og erum sammála Hæstarétti, að fólk geti aflað tekna án þess að það tengdist við tekjur maka. Við styðjum Öryrkjabanda- lagið einhuga í þeirra baráttu að þetta sé ótengt, með þeim leiðum sem okkur verða færar,“ sagði Björk. Rifja mætti upp tilgang almannatrygginga Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands og starfandi forseti ASÍ, benti á að miðstjórn ASÍ hefði ályktað um málið á einn veg; að hlíta beri dómi Hæstaréttar undanbragðalaust. Ef það yrði ekki gert yrði það brot á mannréttindum fólks. „Það er mjög slæmt að sérstak- lega er verið að brjóta á mannrétt- indum öryrkja sem eru með lágar tekjur. Við erum tilbúnir að styðja þennan hóp eins og mögulegt er. Hvernig það verður get ég ekki fullyrt um á þessari stundu. Ég varð fyrir vonbrigðum með við- brögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar. Við hefðum orðið að hlíta dómi ef dæmt hefði verið á okkur. Ríkisstjórninni ber, eins og öllum öðrum, skylda til að hlíta dómi Hæstaréttar, hvort sem henni líkar betur eða verr,“ sagði Halldór. Aðspurður um aðgerðir sagði Halldór það hafa komið fram á fundinum að nauðsynlegt væri að rifja upp til hvers almannatrygg- ingar væru, í ljósi ýmissa breytinga sem hefðu verið gerðar á almanna- tryggingalögunum og Trygginga- stofnun. „Eru þessar tryggingar ekki fyrst og fremst fyrir þá sem standa höllum fæti í lífinu og lenda í ein- hverjum áföllum? Til þess voru þær upphaflega stofnaðar og í raun ætti enginn að hafa leyfi til að fikta við þann grundvöll, jafnvel þótt breyt- ingar verði gerðar í tímanna rás. Fólk á nógu bágt fyrir þótt ekki sé verið að gera því þetta,“ sagði Hall- dór. Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, sagði við Morg- unblaðið að fundi loknum að gott hefði verið finna fyrir stuðningi frá verkalýðsforystunni og fulltrúum aldraðra. Stuðningurinn væri mikils metinn. Fundarmenn hefðu gert sér grein fyrir að þetta væri ekkert einkamál Öryrkjabandalagsins. Al- mannatryggingar vörðuðu alla þjóðina og ekki hefðu allir það há laun að þeir gætu keypt sér iðgjöld sem nú stæðu til boða og gjarnan kynnt af sölumönnum með vísan til lágra bóta almannatrygginga. „Þeim er einnig ljóst að þeir kunna í framtíðinni að þurfa að vísa málum til dómstóla, sem eiga að vera síðasta vígi borgaranna í lýð- frjálsum löndum. Ef þetta fordæmi verður gefið eftir, gera menn sér grein fyrir því að þá er í rauninni voðinn vís,“ sagði Garðar. Áður en fundað var með laun- þegahreyfingunum og öldruðum kom framkvæmdastjórn Öryrkja- bandalagsins saman. Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði við Morgun- blaðið að á þeim fundi hefðu við- brögð ríkisstjórnarinnar verið rædd ítarlega. Stjórnvöld ætluðu að halda áfram að hundsa ákvæði í lögum um tekjutryggingu. Arnþór sagði það rangt sem forsætisráðherra hefði haldið ítrekað fram, að með boðuðu frumvarpi væri einkum ver- ið að bæta hag þeirra sem byggju við bestar fjölskylduaðstæður. „Samkvæmt skýrslu ríkisstjórn- arinnar sjálfrar kemur í ljós að mikill meirihluti öryrkja er giftur láglaunafólki, þannig að þær fjöl- skyldur sem þetta snýst um ríða ekki feitum hesti frá þessum breyt- ingum. Það eru ýmsar leiðir færar í skattakerfinu til að beita jöfnunar- aðgerðum. Afar vafasamt er fyrir stjórnvöld að beita þessum tekju- tryggingarákvæðum einungis vegna þess að einhverjir örfáir ein- staklingar, sem eru kannski með eitthvað um meðaltekjur í þessu landi, kunni að hagnast á því,“ sagði Arnþór. Gagnrýni frá einhleypum öryrkjum Blaðinu hefur borist gagnrýni úr röðum einhleypra öryrkja á forystu Öryrkjabandalagsins, í kjölfar dóms Hæstaréttar og viðbragða ríkisstjórnarinnar, um að kjör þeirra standi í stað eða versni. Þeir sem verst standi hafi gleymst og talsmenn öryrkja skilið þá eftir og hugsað meira um þá sem betur væru settir. Aðspurður um þessa gagnrýni sagði Garðar Sverrisson að í ljósi blaðamannafundar ríkis- stjórnarinnar í fyrradag kæmi hún sér ekki á óvart. En ekki væri við forystu Öryrkjabandalagsins að sakast heldur ríkisstjórnina, sem reynt hefði að efna til óvinafagn- aðar meðal öryrkja og etja þeim saman. „Í allri okkar baráttu höfum við stöðugt verið að minna á það hversu bætur almannatrygginga eru lágar og hvað þær hafa dregist aftur, ekki aðeins lágmarkslaunum heldur almennri launaþróun, jafn- vel þótt lög kveði skýrt á um að stjórnvöldum beri að hækka bæt- urnar til jafns við almenna launaþróun. Við höfum haldið uppi mjög harðri baráttu og gagnrýni í þá veru að með þessum lágu bótum almennt sé verið að reka í reynd aðskilnaðarstefnu gagnvart fötluð- um. Í þessu máli er ekki við Ör- yrkjabandalagið að sakast, heldur við ríkisstjórnina sem á mestu upp- gangstímum Íslandssögunnar hefur gripið til margvíslegra ráðstafana til að koma í veg fyrir að góðærið næði einnig til öryrkja,“ sagði Garðar. Ógeðfellt áróðursbragð Hann taldi ljóst að á blaða- mannafundi ríkisstjórnarinnar hefði „á mjög grófan og lágkúrulegan hátt“ verið reynt að etja öryrkjum hverjum gegn öðrum. Efaðist Garð- ar um að nokkur stjórnvöld í okkar heimshluta myndu reyna að haga málflutningi sínum eins og for- svarsmenn ríkisstjórnarinanr hefðu gert á fyrrnefndum fundi. „Fundurinn var hneyksli. Í máli sínu gættu ráðherrarnir þess vand- lega að geta þess í engu að öryrkjar missa 22 þúsund krónur við það eitt að stofna til sambúðar eða hjúskap- ar. Við þessa skerðingu höfum við aldrei gert athugasemd, jafnvel þótt hún sé miklum mun meiri en nokkurs staðar annars staðar þekk- ist. En það sem við gerum alvar- lega athugasemd við er að það sé haldið áfram að skerða þau grund- vallarmannréttindi sem öryrkjar eiga að hafa. Þessum málum verður ekki blandað saman. Hér er um af- markað mál að ræða, sem höfðað var um dómsmál sem æðsti dóm- stóll þjóðarinnar hefur tekið fyrir og dæmt í. Mér finnst það koma úr hörðustu átt að ríkisstjórnin skuli leyfa sér að reyna að efna til óvina- fagnaðar meðal öryrkja vegna þeirrar réttarbótar sem Hæstirétt- ur dæmdi öryrkjum. Þessi blaða- mannafundur ríkisstjórnarinnar var haldinn af fólki sem ekki vill játa sig sigrað og virðist reiðubúið að grípa til allra áróðursbragða til að koma á okkur höggi. Af öllu því sem frá þeim hefur komið er þetta áróðursbragð eitthvert það ógeð- felldasta sem við höfum orðið fyr- ir,“ sagði Garðar. Fulltrúar launþegasamtaka og eldri borgara áttu í gær viðræðufund með framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins Stuðningi lýst við öryrkja en beðið með aðgerðir Morgunblaðið/Golli Halldór Björnsson, starfandi forseti ASÍ, fyrir miðri mynd, kynnir sér gögn fyrir fundinn með Öryrkjabanda- laginu ásamt Magnúsi Norðdahl, lögmanni ASÍ, lengst til vinstri. Fjær eru Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, og Gísli Helgason frá Öryrkjabandalaginu. Morgunblaðið/Golli Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, ræðir við Ólaf Ólafsson, formann Félags eldri borgara í Reykjavík, fyrir fundinn með launþegasamtökunum í gær. Talsmenn eldri borgara og helstu launþega- samtaka í landinu ætla að koma saman á ný til fundar með Öryrkja- bandalaginu eftir að frumvarp um greiðslu örorkubóta hefur verið kynnt á Alþingi. Ein- hugur var í hópnum um að ríkisstjórnin hefði brugðist rangt við dómi Hæstaréttar. Björn Jó- hann Björnsson ræddi við talsmenn hópsins að fundi loknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.