Morgunblaðið - 12.01.2001, Side 19

Morgunblaðið - 12.01.2001, Side 19
LANDIÐ Opið alla daga til kl. 23:00 TILBOÐ 252.-199.-pk 879.-699.-kg krakkapizza 1299.-kg 1259.-kg nautahakk 1894.- nautastrimlar kjúklingabringur 1798.- 30% afsláttur við kassa 199.-250 g 259.-Alabamasalat Garðasalat Ítalskt salat 259.-stk289.- 159.-stk 69.-stk 214.- 229.-pk269.- 87.- 189.-pk219.- 849.-pk998.- Feta ostur heimilisbrauð Blátoppur límonaði Libero bleyjur KnorrBurritos eða Taco heilt 425 g 400 g margar tegundir Two Pack SEX verkalýðsfélög frá Fáskrúðs- firði að Bakkafirði hafa gert með sér samstarfssamning um að stofna nýtt verkalýðsfélag. Stofnfundur nýja félagsins, sem kemur til með að heita AFL – starfsgreinafélag Austur- lands, verður haldinn á Eskifirði á sunnudaginn. Að félaginu standa Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar, Verkamannafélagið Árvakur á Eski- firði, Verkalýðsfélag Norðfirðinga, Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri, Verkamanna- félagið Fram á Seyðisfirði og Verka- lýðs- og sjómannafélag Vopnafjarð- ar. Ákvörðun var tekin um það í Verkalýðsfélagi Reyðarfjarðar að taka ekki þátt í stofnun félagsins, en starfssvæði þess er á miðju félags- svæði nýja félagsins. Jón Ingi Krist- jánsson, formaður Verkalýðsfélags Norðfirðinga og formaður Alþýðu- sambands Austurlands, sagði að reiknað væri með að félagsmenn í nýja félaginu yrðu um 1.870. Hann sagði að sameining félaganna hefði verið til umræðu lengi. Félagið á Norðfirði hefði rætt þetta nánast á hverjum einasta fundi sl. tvö ár. Vel hefði gengið að komast að niðurstöðu eftir að menn urðu sammála um að ganga í þetta verkefni. Það þýddi þó ekki að menn væru sammála um alla hluti. Það væri ekki einfalt mál að sameina félögin. Eignastaða þeirra væri mismunandi og mismunandi hvað þau ættu af sumarbústöðum, sjúkraorlofsíbúðum og öðru slíku. Lífsspursmál að sameinast Jón Ingi sagði að félögin hefðu gert með sér samstarfssamning. Samkvæmt honum yrðu skrifstof- urnar á félagssvæðinu opnar á sama tíma og verið hefði næstu þrjú árin, en að þeim tíma liðnum yrði málið endurskoðað. Reiknað væri með að starfsmenn þessara sex félaga yrðu starfsmenn nýja félagsins. „Ég tel að það sé lífsspursmál fyr- ir þessi félög að gera þetta vegna þess að okkur fækkar stöðugt. Inn- koma í félögin minnkar þar af leið- andi. Við verðum hins vegar að geta staðið við skuldbindingar gagnvart okkar félagsmönnum,“ sagði Jón Ingi. Jón Ingi sagði að gömlu félögin yrðu ekki lögð niður þótt þau kæmu ekki til með að halda upp neinni starfsemi. Hann sagði að lögð yrði tillaga fyrir stofnfund um stjórn og samkvæmt henni væri gert ráð fyrir að í stjórninni sætu fulltrúar frá öll- um félögunum sex. Nýtt verkalýðsfélag stofnað á Austurlandi Sex félög frá Fáskrúðsfirði að Bakkafirði sameinast Norður-Héraði - Uppskeruhátíð Ungmennafélagsins Ássins á Norður-Héraði var haldin þrettánda dag jóla í Brúarási. Hátíðin byrjaði með að um 90 manns spiluðu félagsvist. Þar keppa spilarar um verðlaun í tveimur flokkum karla og kvenna fjórtán ára og yngri og fimmtán ára og eldri. Elsa Guðný Björgvinsdóttir var útnefnd íþróttamaður ársins, hún vann til þriggja Íslandsmeistaratitla, eins landsmótsmeist- aratitils og vann níu verðlun á Íslandsmótum og landsmóti á árinu auk þess að verða áttfaldur Austurlandsmeistari í frjálsum íþróttum. Einnig hlutu viðurkenningu vegna góðs árangurs fjórtán ára og yngri Elín Adda Steinarsdóttir og Bogi Kárason í frjálsum íþróttum. Uppskera Ungmennafélagsins Ássins var í meira lagi á árinu, félagar í Ásnum unnu til alls 128 verðlauna á árinu, þar af voru 47 gull. Fimmtán af þessum verðlaunum voru unnin á lands- vísu á Íslandsmótum og landsmóti, afgangurinn rúmlega hundr- að verðlaun að mestu unnin á Austurlandsmótum. Auk þess eru þrír félagar Ássins í úrvalshópi FRÍ 2000. Íþróttamaður ársins á Norður-Héraði Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Elsa Guðný Björgvinsdóttir íþróttamaður ársins á Norður-Héraði með verðlauna- gripina sem fylgja sæmdarheitinu. Sauðárkróki - Sveitarstjórn Skaga- fjarðar og Ungmennasamband Skagafjarðar buðu til samsætis í félagsheimilinu Ljósheimum nú rétt fyrir áramót þar sem lýst var kjöri íþróttamanns Skagafjarðar fyrir ár- ið 2000. Af hálfu íþróttafélaganna í Skagafirði voru tilnefndir tíu ein- staklingar, einn frá hverju félagi nema frá Umf. Tindastóli sem til- nefnir þrjá en allir höfðu þessir skar- að fram úr í sinni íþróttagrein á árinu. Það er síðan stjórn UMSS og formenn hinna einstöku félaga sem velja þann íþróttamann sem hlýtur viðurkenninguna Íþróttamaður Skagafjarðar. Fyrir hönd sveitarfélagsins bauð Ómar Bragi Stefánsson gesti vel- komna og gerði grein fyrir tilnefn- ingunni og hvernig að henni væri staðið. Sagði Ómar að íþróttalíf stæði með miklum blóma í Skagafirði og kæmi margt til sem renndi stoðum undir þann mikla áhuga og þátttöku enda væru innan vébanda félagsins afreksmenn í mörgum greinum en einnig mjög efnilegt afreksfólk. Páll Ragnarsson, formaður Umf. Tindastóls, tók næstur til máls og sagði að í tengslum við þessa hátíð hefði það tíðkast að Tindastólsmenn fengju að heiðra þann einstakling sem teldist vera íþróttamaður Tinda- stóls það árið og kallaði hann til Jón Arnar Magnússon og afhenti honum farandbikar sem staðfestingu á þessu kjöri og tvo eignarbikara en Jón Arnar hefur verið handhafi tit- ilsins Íþróttamaður Tindastóls frá árinu 1994. Tíu tilnefningar Þá tók til máls Haraldur Jóhanns- son, formaður UMSS, og gerði hann grein fyrir þeim tíu einstaklingum sem tilnefndir höfðu verið og afrek- um þeirra hvers fyrir sig. Í þriðja sæti lenti Þórarinn Eymundsson, Hestamannafélaginu Stíganda, fyrir hestaíþróttir, í öðru sæti varð kylf- ingurinn Guðmundur Ingvi Einars- son, Golfklúbbi Sauðárkróks og í fyrsta sæti varð síðan frjálsíþrótta- maðurinn Jón Arnar Magnússon, Umf. Tindastóli. Aðrir íþróttamenn sem tilnefning- ar hlutu voru: Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Íþróttafélaginu Grósku, fyrir árangur í boccia, Bjarni Jónsson, Hestamannafélag- inu Léttfeta og Egill Þórarinsson, Hestamannafélaginu Svaða, báðir fyrir hestaíþróttir, Eysteinn P. Lár- usson, knattspyrnumaður frá Tinda- stóli, Svavar Birgisson, körfuknatt- leiksmaður frá Tindastólki, Theodór Karlsson, frjálsíþróttamaður frá Ú.Í. Smára og Þórunn Erlingsdóttir, frjálsíþróttakona frá Umf. Hjalta. Að lokum þakkaði Haraldur sveit- arstjórn og öllum þeim sem komu að kjöri íþróttamanns Skagafjarðar gott samstarf og ánægjulegt og ósk- aði glæsilegu íþróttafólki velfarnað- ar á komandi ári. Jón Arnar íþrótta- maður Skaga- fjarðar Morgunblaðið/Björn Björnsson Hluti hópsins sem hlaut viðurkenningar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.