Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 49 ✝ Jóna Þorsteins-dóttir fæddist 21. febrúar 1927 í Sauð- lauksdal, Rauða- sandshreppi í Vestur- Barðastrandarsýslu. Hún lést að morgni dags 6. janúar 2001 á Landspítalanum í Kópavogi. Faðir hennar var Þorsteinn Kristjáns- son, prestur í Sauð- lauksdal, f. 31. ágúst 1891 á Þverá í Hnappadalssýslu; hann fórst með ms. Þormóði 18. febrúar árið 1943. Móðir hennar var Guðrún Petrea Jónsdóttir, f. 24. desember 1901 í Keflavík, d. 2. maí 1977 í Reykja- vík. Systkini Jónu voru: a) Guðrún, kennari, f. 28. júlí 1921, d. 28. mars 1983, b) Magnús Bragi, verkfræð- ingur, f. 8. mars 1923, c) Baldur, skógfræðingur, f. 5. ágúst 1924, d) Helgi, menntaskólakennari, f. 13. september 1936. Jóna giftist 12. mars 1955 Sig- urjóni Einarssyni, f. 28. ágúst 1928, síðar sóknarpresti á Kirkju- bæjarklaustri og prófasti Skaft- fellinga. Hann er sonur Einars Boga Gíslasonar, búfræðings, bónda og formanns í Arnarfirði, Vestur-Barðastrandarsýslu, f. 3. september 1906, d. 14. mars 1987 í Reykjavík, og konu hans, Krist- jönu Vigdísar Andrésdóttur, ljós- móður, f. 3. september 1891, d. 30. mars 1986 í Reykjavík. Börn Jónu og Sigurjóns eru: 1) Æsa, f. 23. september 1959, list- sögufræðingur, gift Daniel Beaus- sier, f. 2. júní 1957, tónlistarmanni og skólastjóra í París; börn þeirra eru Vigdís Lára, f. 11. febrúar 1989, Stefán Jón, f. 7. mars 1990, Tómas Bogi, f. 21. apríl 1991 og Kristján Helgi, f. 23. ágúst 1995; 2) Ketill, f. 19. ágúst 1966, lögfræðingur, kvæntur Þórdísi Höddu Yngvadóttur; f. 5. maí 1970, bók- menntafræðingi; dóttir þeirra er Guð- rún Diljá, f. 30. jan- úar 1998. Jóna stundaði list- nám í Austurríki og Þýskalandi á árunum 1957–59. Hún lauk handavinnu- kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands árið 1965 og B.A.-prófi í bókasafnsfræði og dönsku frá Há- skóla Íslands 1986. Hún starfaði á Landsíma Íslands árin 1948–58, var kennari við unglingaskólann á Kirkjubæjar- klaustri 1965–67, kennari við Kirkjubæjarskóla á Síðu 1967–89. Bókasafnsfræðingur á bókasafni Norræna hússins 1985–87. For- stöðumaður Héraðsbókasafns Vestur-Skaftafellssýslu 1987– 1998. Jóna tók virkan þátt í félagsmál- um árin sem hún bjó á Kirkjubæj- arklaustri. Hún var formaður hönnunarnefndar Heilsugæslu- stöðvar Kirkjubæjarklausturs 1974–79, átti sæti í hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps árin 1970–78, fyrsta konan sem kosin var í hreppsnefnd í Skaftafellssýslu, og ruddi þannig brautina fyrir þátt- töku kvenna í sveitarstjórnarmál- um þar eystra. Útför Jónu Þorsteinsdóttur fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Fossvogskirkjugarði. Margt er undrið og mun þó víst maðurinn sjálfur undur stærst. Þau orð, sem Grikkjum voru kennd fyrir hartnær 2.500 árum, koma í hugann við andlát Jónu Þor- steinsdóttur sem kvaddi lífið 73ja ára að aldri, á þrettánda degi jóla, nú við upphaf nýrrar aldar. Fæðing og dauði minna okkur á hversu undur- samlegt lífið er í auðlegð sinni og fá- tækt, líf mannanna á jörðinni. Ung að árum náði hún að fara með sigur af hólmi í tvísýnni baráttu við hvíta dauðann, sem þá var mestur vágestur á landi hér, og fékk síðan að lifa langa ævi við farsæld í hverju spori. Þá er gott að hverfa til mold- arinnar eins og allir hinir sem á und- an eru gengnir, enda bar hún sig vel þó að sýnt væri orðið að kallið kæmi brátt. Jóna fæddist í Sauðlauksdal hinn 21. febrúar 1927, dóttir prests- hjónanna þar, séra Þorsteins Krist- jánssonar og Guðrúnar Petreu Jóns- dóttur. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll komust upp, og var Jóna fjórða barn þeirra. Guðrún Petrea var frá Keflavík á Suðurnesjum og foreldrar hennar voru Jón Jónsson, smiður þar, fæddur 1861, og eigin- kona hans, Þóra Eyjólfsdóttir, sem fædd var á Undirhrauni í Meðallandi árið 1864. Faðir Jónu, séra Þorsteinn Kristjánsson, var hins vegar frá Þverá í Eyjahreppi í Hnappadals- sýslu en þar bjuggu foreldrar hans lengi, þau Kristján Jörundsson hreppstjóri, fæddur 1849, og Helga Þorkelsdóttir, fædd 1855, sem var síðari kona Kristjáns. Jóna ólst upp í Sauðlauksdal hjá ástríkum foreldrum og systkinum og mundi vel eftir Kristjáni afa sínum, fyrrum hreppstjóra á Þverá, sem andaðist í Sauðlauksdal, er hún var tíu ára gömul. Þar heima naut hún einnig samvista við vinnuhjúin og á síðari árum minntist hún oft Sigga frá Skógi á Rauðasandi, sem lengi var vinnumaður á prestssetrinu og hennar Ollu, Ólafíu Jónsdóttur frá Helgastöðum á Mýrum, sem þar var vinnukona. Kærar minningar um hana bar Jóna í huga sér allt til hinstu stundar. Minningar frá upp- vaxtarárunum um góða granna geymdi hún líka vel og nefndi oft fólkið á Hvalskeri og í Kvígindisdal og líka hjónin í Vatnsdal og þeirra æskuglaða barnahóp. Stundum fór hún með föður sínum yfir á Rauða- sand er hann messaði á annexíunni í Saurbæ. Þar var líka vinum að mæta og í sérstökum kærleikum var hún við fólkið í Stakkadal á Rauðasandi. Sauðlauksdalur er söguríkur stað- ur. Þar sat séra Björn Halldórsson frá 1753 til 1782, sá mikli jarðyrkju- frömuður sem fyrstur hérlendra manna fór að rækta kartöflur. Hjá þessum mági sínum dvaldist Eggert Ólafsson, náttúrufræðingur og skáld, í fimm ár og frá Sauðlauksdal lagði hann upp í sína feigðarför vorið 1768, var þá sunginn úr vör í Keflavík hjá Rauðasandi en ýtti að lokum frá kaldri Skor. Lysthúsið góða sem þeir félagar, Björn og Eggert, reistu í Sauðlauksdal árið 1763 var horfið á bernskuárum Jónu en í Akurgerði, þar sem sólin skein forðum á hin ný- stárlegu kartöflugrös, lék hún að blómum og stráum. Löngum undi hún sér líka við skeljarnar í sand- inum hjá Ranglát, túngarðinum fræga sem séra Björn hafði látið kot- ungana hlaða í kvaðavinnu er ýmsum líkaði miður. Ein höfuðprýði Sauð- lauksdals er vatnið sem liggur neðan við túnið og kennt er við dalinn. Vet- ur, sumur, vor og haust gladdi það augu heimafólks. Þar mátti veiða og synda og líka renna á skautum þegar ísinn var var orðinn mannheldur. Gleði sína yfir litla bátnum sem Bald- vin frá Naustabrekku á Rauðasandi smíðaði fyrir hana þegar hún var telpa mundi Jóna enn í banalegunni og hafði aldrei fargað því fleyi. Séra Þorsteinn í Sauðlauksdal og Guðrún kona hans áttu gott bókasafn og snemma kom í ljós að Jóna, dóttir þeirra, var lestrarhestur. Eitt af því sem hún las um eða innan við ferm- ingaraldur voru rit séra Björns Hall- dórssonar, fyrrum prófasts í Sauð- lauksdal, Atli og Arnbjörg. Líkaði henni nokkuð vel við búnaðarritið Atla en miður við Arnbjörgu, þá „æruprýddu dándikvinnu á Vest- fjörðum“ er afmála skyldi „skikkun og háttsemi góðrar húsmóður.“ Gömlu tímaritin, Sunnanfara og Óð- in, las hún sér til skemmtunar á barnsaldri og skömmu síðar þykka bindið með bréfum Jóns Sigurðsson- ar forseta en dönsku lærði hún við að stauta sig fram úr Familie Journalen sem fengið var að láni frá næsta bæ. Yngri prestsdóttirin í Sauðlauks- dal gekk reyndar aldrei í skóla á upp- vaxtarárum. Allan skólalærdóminn lærði hún hjá föður sínum en séra Þorsteinn var þrautreyndur kennari og á heimili hans voru oft námspiltar að vetrinum, meðal annarra þeir Guðmundur Vigfússon frá Hrísnesi á Barðaströnd, síðar borgarfulltrúi í Reykjavík í 20 ár, og Magnús Torfi Ólafsson frá Lambavatni á Rauða- sandi, síðar ritstjóri, alþingismaður og ráðherra. Jónu dóttur sinni kenndi séra Þorsteinn jafnan í einka- tímum. Ætla má að þær stundir hafi verið þeim báðum til gleði og þau feðgin hænd hvort að öðru. Veturinn 1942–1943 var hann að kenna henni til prófs upp í þriðja bekk Verslunarskólans og þau langt komin með námsefnið er hann þurfti að bregða sér suður til Reykjavíkur um miðjan febrúar. Þó var stærð- fræðin eftir. Í fjóra daga beið prestur í þorpinu á Patreksfirði eftir skipi og loks hinn 16. febrúar voru landfestar leystar og stefnan tekin út fjörðinn. Það var vélskipið Þormóður, 100 lesta dallur sem þá var í strandferð- um, og um borð var 7 manna áhöfn og 24 farþegar. Tveimur dögum síðar var Jóna að fylgja stúlkum frá Hval- látrum heim á leið. Þær stöldruðu við í Vatnsdal en þangað er um það bil hálfs annars tíma gangur frá Sauð- lauksdal. Glaðar í bragði komu þær allar í hlað en þá mátti merkja að húsfreyjan í Vatnsdal, Ólína Andr- ésdóttir, var ekki alveg eins og hún átti að sér, þó stillt og yfirveguð. Við Jónu sagði hún strax að nú skyldi hún ekki fara lengra en hraða sér til baka heim í Sauðlauksdal. Þar biðu hennar þá váleg tíðindi, að Þormóður hefði farist í hafi vestur af Stafnesi og enginn komist af. Svo óvænt og skyndilega var hún orðin föðurlaus. Það var reiðarslag. Þremur dögum seinna varð hún sextán ára. Er leið á veturinn tók kjarkur hennar að vaxa á ný. Um vorið fór hún suður og tók prófið upp í þriðja bekk Verslunarskólans eins og til hafði staðið og dvaldist þá á heimili Sigurgeirs Sigurðssonar biskups og konu hans, Guðrúnar Pétursdóttur, en Þorsteinn í Sauðlauksdal og Sig- urgeir höfðu verið skólafélagar. Í fardögum var hún komin aftur heim og hjálpaði móður sinni við að ganga frá búslóðinni og koma öllu til sjávar en ekkjan í Sauðlauksdal var nú að flytjast þaðan á sínar æskuslóðir, í Keflavík syðra, og yngstu börnin með henni. Farangri er hlaðið á kerru sem hesturinn dregur og nú er lagt af stað niður að bugnum. Þetta verða nokkrar ferðir. Það er Jóna sem teymir hestinn með kerrunni. Hún keppist við og leiðir ekki hug- ann að kuldanum sem oft fylgir kvöldskugganum. Á heimleið frá sjónum síðla kvölds verður hún inn- kulsa og fyrr en varir fárveik. Það er brjósthimnubólga. Einhvern næsta dag er hún sjálf flutt til sjávar á kerr- unni sem fyrr var nefnd, vafin í teppi og breitt yfir, og síðan á báti yfir í þorpið á Eyrum. Þann dag var hvasst og kuldagjóst lagði inn fjörð- inn. Í þorpinu á Patreksfirði var sjúk- lingnum komið fyrir hjá barnlausum miðaldra hjónum, þeim Palla Fær- eyingi (Páli Christiansen) og Sess- elju Kristjánsdóttur. Sesselja var ljósmóðir og hafði tekið á móti Jónu við fæðingu hennar. Nú gengu þau, Færeyingurinn og ljósmóðirin, úr sínu eigin rúmi svo stúlkan frá Sauð- lauksdal gæti notið hjá þeim sem bestrar aðhlynningar. Nokkrum ár- um fyrr höfðu þau misst kjördóttur sína sem andaðist á unglingsaldri og hafði verið þeim mjög kær. Hjá þess- um góðu hjónum var Jóna í nokkrar vikur, uns hún taldist vera orðin sæmilega ferðafær, en þá fór hún suður í Keflavík til móður sinnar. Þetta var þó aðeins hálfur bati. Skömmu eftir komuna til Kefla- víkur fór hún í skoðun og reyndist þá vera komin með berkla. Það var ann- að áfallið á fáum mánuðum sem hún varð að taka á sínar ungu sextán ára herðar. Tvö af systkinum hennar greindust líka með berkla. Í stað þess að fara í skólann og gleðjast þar með glöðum eins og áformað hafði verið lá leiðin á berklahælið á Vífils- stöðum. Þangað kom hún reyndar ekki fyrr en komið var fram á sælu- árið okkar hinna, lýðveldisárið 1944, en á hælinu var hún í um það bil eitt ár. Það voru stundum daprir dagar og svartur bakki við sjónarrönd. Hún lá á fjögurra manna stofu og þar fyr- ir innan var önnur fjögurra manna stofa en í fjölmennum hópi sjúklinga og starfsfólks á Vífilsstöðum þekkti hún ekki nokkurn mann. Sumir lifðu af en margir dóu, þar á meðal 9 ára stúlka frá Vestmannaeyjum sem var með henni á stofu og ljóðasmiðurinn Jón frá Ljárskógum sem andaðist á Vífilsstöðum haustið 1945, liðlega þrítugur að aldri. Hann var þjóð- kunnur söngvari og sat stundum í bakstiganum á hælinu, reykti þar og söng. Rödd hans var þýð og unun að hlýða á sönginn. Læknana á hælinu, þá Helga Ing- varsson og Ólaf Geirsson, mat Jóna mikils og taldi jafnan að hún ætti þeim skuld að gjalda. Á Vífilsstöðum var hún „blásin“ en hvorki „brennd“ né „höggvin“ eins og Guðrún systir hennar sem líka smitaðist af berkl- um. Eina löngun Jónu hafði verið sú að komast í skóla og á Vífilsstöðum sótti hún öll námskeið sem þar var boðið upp á en þau voru af ýmsum toga. Með tíð og tíma kom batinn. Hún var þó alls ekki komin til fullrar heilsu þegar hún fór frá Vífilsstöðum árið 1945 á vinnuhæli berklasjúk- linga er þá hafði alveg nýlega tekið til starfa í Mosfellssveit og fengið nafn- ið Reykjalundur. Þar var hún eitt ár í umsjón Odds Ólafssonar læknis, sem hún dáði æ síðan, og kom þaðan 19 ára gömul við allgóða heilsu og orðin fær um að bjarga sér. Félaus var stúlkan þá og erfitt reyndist að kom- ast í vinnu því fáir vildu ráða til sín sjúkling frá Vífilsstöðum svo bráð- smitandi sem berklarnir voru og lík- legir til að taka sig upp á ný. Hún komst þó, nokkuð fljótlega, í fast starf hjá Landssímanum í Reykjavík og vann þar í um það bil áratug, fyrst sem talsímakona en varð svo inn- heimtugjaldkeri hjá sama fyrirtæki. Nú liðu stundir fram og segir fátt af einum en sumarið 1953 var hún komin í fjölmennan hóp ungmenna sem stefndu á heimsmót æskunnar í Búkarest. Í íslenska hópnum voru á þriðja hundrað manns og var það mun meiri fjöldi en lagt hafði upp í hópferð frá Íslandi nokkru sinni fyrr. Farið var yfir hafið með leiguskipinu Arnarfelli og síðan í lest yfir löndin sjö. Það var birta í lofti og Evrópa að rísa úr rústum heimsstyrjaldarinnar síðari. Margir bundu þá vonir við framtíðarsýn sósíalismans og í Búk- arest mættist æskulýður úr öllum heimshornum undir merkjum friðar og vináttu. Þar ríkti mikil hrifning og samhugur og þarna var stúlkan sem við kveðjum í dag virkur þátttakandi og mörgum eftirminnileg sem sjald- an sáu hana síðar. Í Búkarest söng hún í íslenska kórnum undir stjórn Jóns Ásgeirssonar tónskálds og næstu árin tók hún nokkurn þátt í starfi samtaka ungra sósíalista en hafði jafnan vara á sér og gekk aldrei í stjórnmálaflokk. Á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 1954, tókust kynni með henni og ung- um guðfræðinema, Sigurjóni Einars- syni úr Ketildölum í Arnarfirði. Þau höfðu bæði verið í kröfugöngunni daginn þann og hann náfrændi æskuvina hennar í Vatnsdal við Pat- reksfjörð. Líklega hefur það verið á næstu vikum eða mánuðum sem ég sá hana fyrst á herbergi félaga míns, Sigurjóns, á Nýja stúdentagarðinum er svo var nefndur þá. Hún geislaði af glaðværð, viðkvæm og stolt og ein- hver sérstæð reisn í öllu hennar fasi. „Nú er prestsdóttirin komin til prestsins“ var eitt það fyrsta sem hún sagði við okkur strákana og um leið skynjaði ég á svipbrigðum þeirra beggja að hér var ekki tjaldað til einnar nætur. Frá sumrinu 1954 minnist ég líka þess er ég heyrði hana fyrst syngja Lysthúskvæði Eggerts Ólafssonar – „Undir bláum sólarsali, Sauðlauks – uppí lygnum dali...“ Það var áhrifamikið og mynd- in ógleymanleg. Við félagar Sigurjóns, sem áttum með henni marga glaða stund á þeirra fyrstu samvistarárum, mun- um á þeirri tíð sjaldan hafa leitt hug- ann að reynslunni sáru sem hún átti að baki enda sáust merki hennar vart á ytra borði og aldrei bar hún hana á torg. Engin hornkerling var hún á okkar fundum, miklu fremur stór- veldi sem enginn komst hjá að taka tillit til en líka gleðigjafi sem færði okkur nýjar víddir og hafði þá þegar í fullu tré við hvern sem var í öllum orðræðum. Hún hafði aldrei komið í skóla en var engu að síður svo prýði- lega menntuð og vel heima á mörg- um sviðum að undrun vakti og að- dáun. Jafnan var hún brennandi í anda og lét sig varða flest sem máli skipti á heimaslóðum og um víða ver- öld. Hún var glettin, spaugsöm og spræk en ef hitnaði í kolunum var ekki létt fyrir aðra að halda sínum hlut í orðasennum sem hún átti hlut að. Það fékk ég stundum að reyna. Stöku sinnum kom fyrir að örar til- finningar sem hún bar í brjósti þok- uðu rökvísinni til hliðar um sinn og þá gat orðið jafntefli. Færi í hart læknaði bros hennar sérhvert mein á svipstundu og ætíð skildum við með góðri vináttu. Með Sigurjóni, eiginmanni sínum, var Jóna erlendis við nám á árunum 1957–1959 og settist þá á skólabekk í fyrsta sinn á ævinni. Það var í lista- akademíu í Vínarborg en einnig nam hún á þessum árum við akademíur í Þýskalandi, bæði í Köln og Nürn- berg. Árið 1963 varð Sigurjón prestur á Kirkjubæjarklaustri. Þar sátu þau bæði í 35 ár, elskuð og virt af ærið mörgum Skaftfellingum. Á Klaustri ólu þau upp börnin sín tvö, Æsu og Ketil, sem bæði hafa orðið foreldrum sínum til sóma. Jóna Þorsteinsdóttir var sjálfstæð kona sem stóð á eigin fótum. Henni hentaði ekki að vera bara „prestsfrú.“ Árið 1965 lauk hún handavinnukennaraprófi frá Kenn- araskóla Íslands og satt að segja kom það okkur, vinum hennar, ekki á óvart er þær fréttir bárust að á próf- inu hefði hún fengið hæstu einkunn sem gefin var í öllum skólanum það ár. Hún sinnti lengi kennslustörfum á Klaustri og árið 1974 var hún kosin í hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps með dyggum stuðningi fjölda kvenna og allmargra karla. Í Vestur-Skafta- fellssýslu var hún fyrsta konan sem kjörin var til slíkra starfa og hafði verið varamaður í nefndinni frá 1970. Hún var ákafur talsmaður jafnréttis karla og kvenna og fagnaði af ein- lægni hverjum sigri sem vannst í jafnréttisbaráttunni. Tíðindi af ung- um konum sem náðu að hasla sér völl og sýna styrk á hinum ýmsu sviðum, sem fyrrum voru aðeins talin vett- vangur karla, glöddu hana alveg sér- staklega. Haustið 1982, er Jóna var orðin 55 ára, var henni veitt sérstök undan- þága til að hefja nám við Háskóla Ís- lands þó að ekki hefði hún stúdents- próf. Fjórum árum síðar lauk hún þar B.A.-prófi í bókasafnsfræði og dönsku og hlaut mikið lof hjá kenn- urum sínum. Á námsárunum við há- skólann hóf hún störf sem bókavörð- ur á bókasafni Norræna hússins í Reykjavík og vann þar um alllangt skeið en byggði síðan upp mjög myndarlegt bókasafn á Kirkjubæjar- klaustri. Þau Jóna og Sigurjón hafa á langri ævi farið í margar ferðir til erlendra menningarborga. Hún unni fögrum listum af heitu hjarta, ekki síst myndlistinni og naut þess að dvelja, þegar færi gafst, langar stundir á ýmsum helstu listasöfnum í Evrópu. Konan sem við kveðjum í dag var stór í sniðum en tranaði sér þó aldrei fram á opinberum vettvangi. Krafan um jöfnuð og réttlæti var letruð á hennar skjöld en meinilla var henni við alla lágkúru og óhreint lundarfar. Sjálf var hún hrein og bein í allri framgöngu og margur fór ríkari en áður af hennar fundi. Í bláa herberginu á Klaustri var jafnan gott að gista og horfa frá hlaðinu í austur til Lómagnúps og Öræfajökuls. Þær stundir eru nú liðnar en við leiðarlok er skylt að þakka fyrir sig. Kjartan Ólafsson. JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Jónu Þorsteinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.