Morgunblaðið - 12.01.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 12.01.2001, Síða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 51 ✝ Þorsteinn Ein-arsson fæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1911. Hann lést á heimili sínu Laugarásvegi 47 í Reykjavík 5. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Einar Þórðarson, f 1880, d. 1966, og Guðríður Eiríksdótt- ir, f. 1883, d. 1966. Þorsteinn kvænt- ist 17. febrúar 1934 Ásdísi Guðbjörgu Jesdóttur, f. á Hól í Vestmannaeyjum. Bjuggu um skeið á Hól í Vestmannaeyjum, en frá 1941 í Reykjavík, lengst af á Laugarásvegi 47. Börn þeirra Þor- steins og Ásdísar eru: 1) Jes Einar, f. 1934, maki Ragnhildur Sigurð- ardóttir f. 1941, börn þeirra eru: a) Sigurður Halldór, f. 1970, b) Ás- dís Sigurrós, f. 1972, maki Vil- mundur Geir Guðmundsson, f. 1972, börn þeirra eru: Ragnhildur Rún, f. 1994, og Kolbeinn Jes, f. 1997, c) Ragnhildur, f. 5.7. 1974, d. 5.7. 1974. 2) Hildur Sigurlín, f. 1937, maki Guðmundur Heiðar Sigurðsson, f. 1936, börn þeirra eru: a) Þorsteinn, f. 1957, maki Auður Hauksdóttir, f. 1956, börn þeirra eru: Reynir Óli, f. 1982, Haukur Heiðar, f. 1986, og Trausti, f. 1990. b) Sigurður Ingi, f. 1962, maki Anna Björnsdóttir, börn þeirra eru: Hildur Hörn, f. 1991, og Guðmundur Darri, f. 1993. c) Einar Jes, f. 1967, maki Lilja Guðný Björnsdóttir, f. 1962, börn þeirra eru: Guðjón Jes, f. 1993, Sólhildur, f. 1997, og Björg- úlfur Jes, f. 1999. d) Ásdís Guðný, f. 1969, maki Kristján Kristjáns- son, f. 1962, barn þeirra er Guðni Fannar, f. 1994. 3) Ágúst, f. 1939, maki María Helga Hjálmarsdóttir, f. 1942, börn þeirra eru: a) Þórdís Erla, f. 1961, maki Remy Fenzy, f. 1965, þau skildu, barn þeirra er dór, f. 1972, maki Ragnhildur Helgadóttir, f. 1972, börn þeirra eru: Bergur, f. 1993, Sóley, f. 2000. b) Elsa, f. 1975. 9) Gísli Ingimund- ur, f. 1952, maki 1 Þórdís Þórhalls- dóttir, f. 1952, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Ágústa Hrönn, f. 1971, maki Hallgrímur Jónasson, f. 1970, barn þeirra er: Viktor Gísli, f. 2000. b) Ívar Örn, f. 1976, maki Málfríður Garðarsdóttir, f. 1977, börn þeirra eru: Grímur, f. 1998, og Þórdís, f. 1999. c) Guð- ríður Þóra, f. 1979. Maki 2, Elín Vigdís Hallvarðsdóttir, f. 1964, barn þeirra er d) Hallvarður Jes, f. 1995. 10) Soffía, f. 1954, maki 1 Gísli Jónsson, f. 1951, þau skildu, börn þeirra eru: a) Þorsteinn Helgi, f. 1973, maki Guðbjörg Steinunn Tryggvadóttir, f. 1971. b) Jóhanna Björk, f. 1975. Maki 2 Daði Guðbjörnsson, f. 1954. Þorsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1932 og á þeim tíma var hann einn af fræknustu frjálsíþrótta- og glímu- mönnum landsins. Hann starfaði sem kennari við Gagnfræðaskól- ann í Vestmannaeyjum 1934–41. Árið 1941 var hann skipaður íþróttafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til ársins 1981. Þorsteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á starfsævi sinni. Hann var formað- ur Íþróttaráðs Vestmannaeyja 1934–41, félagsforingi skátafé- lagsins Faxa í Vestmannaeyjum 1938–1941, í stjórn Bandalags ís- lenskra skáta 1942–52, varaskáta- höfðingi 1948–59, í stjórn Dýra- verndunarfélags Íslands 1959–72, formaður skólanefndar Íþrótta- kennaraskóla Íslands 1943–81, framkvæmdastjóri íþróttanefndar ríkisins 1941–81, framkvæmda- stjóri félagsheimilasjóðs 1948–81, í blaðstjórn íþróttablaðsins og rit- nefnd 1943–69, og í bókaútgáfu- nefnd ÍSÍ 1950–51. Hann sat í fræðslunefnd ÍSÍ og í stjórn Félags áhugamanna um íþróttir fyrir aldraða. Þorsteinn gaf út fuglahandbók og bók um íslenska glímu, auk kennslubókar í íþrótt- um. Útför Þorsteins fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Lóa Yona Zoe Fenzy, f. 1998. b) Ásdís Helga, f. 1964, maki Páll Ásgrímsson, f. 1964, börn þeirra eru: Ágúst, f. 1993, og Anna María, f. 1998. c). Ragnheiður Ing- unn, f. 1965, maki Björn Ásgeir Guð- mundsson, f. 1956, barn þeirra er Steinn Logi, f. 1999. 4) Guðni, f. 1941, maki Elín Klein, f. 1941, börn þeira eru: a) Arnar Karl, f. 1967, maki Christine Mary Carrieri, f. 1967, börn þeira eru: Owen Christian, f. 2000, og Aidan Ellis, f. 2000. b) Ásdís Þóra, f. 1973. 5) Ásdís Guðrún, f. 1945, maki Ró- bert Bender, f. 1945, þau skildu, börn þeirra eru: a) Eyþór Ingi Bender, f. 1965, maki Bergljót Friðriksdóttir, f. 1962, börn þeirra eru: Styrmir, f. 1995, og Arnrún, f. 1996. b) Ingólfur Hreiðar Bender, f. 1967, maki Sigríður Lína Gylfa- dóttir Gröndal, f. 1968, barn þeirra er Þóranna Dís, f. 1997. c) Þorsteinn Freyr Bender, f. 1972, maki Valgerður Guðrún Guðna- dóttir, f. 1976. 6) Sólveig, f. 1947, maki Gunnar Valtýsson, f. 1945, börn þeirra eru: a) Þorsteinn Högni, f. 1969, maki Solveig Erna Jónsdóttir, f. 1972. b) Valtýr Gauti, f. 1974, maki Hildur Gunn- laugsdóttir, f. 1979. c) Ásdís Sif, f. 1976. d) Sigríður Sunna, f. 1988. 7) Guðríður, f. 1948, maki Ólafur Guðmundur Einarsson Sæmund- sen, f. 1943, börn þeirra eru: a) Guðmundur Tryggvi, f. 1970, maki Þórunn Marinósdóttir, f. 1971, þau skildu, barn þeirra er: Marinó Óli, f. 1992. b) Guðbjörg, f. 1973. c) Heiða Steinunn, f. 1978, maki Jón Emil Sigurgeirsson, f. 1977. d) Eygló, f. 1981. 8) Eiríkur, f. 1948, maki Hulda Halldórsdótt- ir, f. 1949, börn þeirra eru: a) Hall- Elsku pabbi. Þegar ég kom til þín síðasta daginn sem þú lifðir hvarflaði það ekki að mér að þetta væri í síð- asta skipti sem ég sæi þig á lífi. Ég hugsaði um það eftir á, þegar ég stóð við útidyrnar og var að kveðja þig. Þú varst að klára eitthvað og stóðst því ekki upp. Mig langaði til að kveðja þig betur. Hvaða hugsun það var vissi ég ekki þá, en ég hugsa um það núna. Þú varst alltaf að klára eitthvað pabbi, en nú hefur þú klárað þitt eigið líf og klárar því ekkert meir. Þegar ég lít til baka og hugsa um þær stundir sem við áttum saman, þótt þær væru ekki nógu margar „því þú varst alltaf að klára ýmislegt“, þá voru það gæðastundir. Gamla dúkkuhúsið mitt sem þú smíðaðir og gafst mér fyrir fjörutíu árum og sagðir að væri fuglahús þeg- ar ég komst að leyndarmálinu. Ég trúði þér því þú varst mikill fugla- karl. Nú hef ég endurheimt gamla dúkkuhúsið mitt og er að gera það upp í þeirri mynd sem það var. Það veitir mér gleði að fara yfir það hönd- um og nostra við það á sama hátt og þú gerðir. Það eru þessir gömlu hlutir sem veita mesta gleði svona eftir á, því í þeim sitja minningarnar. Minningar um gjafir sem gefnar voru af heilum huga. Ég veit ekki hvorra augu, mín eða þín, ljómuðu skærar þegar hul- unni var svipt af dúkkuhúsinu. Eða þegar þú gafst mér upptrekkta eng- ilinn á Þorláksmessu. Það var dag- urinn okkar. Elsku pabbi, nú kveð ég þig og þakka þér fyrir allt. Ég ætla að senda þér í veganesti smáljóð sem er úr ljóðabókinni Móðir og barn eftir austurlenska skáldið Tagore. Þessa ljóðabók gafst þú mömmu 17. desember 1964 og var hún lítil minningargjöf um síðasta barnið ykkar sem hafði fæðst tíu ár- um áður. Þetta ljóð mitt mun umvefja þig, barn mitt, eins og ljúfir armar ástarinnar. Þetta ljóð mitt mun snerta enni þitt eins og náðarkoss. Þegar þú ert einn mun það sitja við hlið þér og hvísla í eyra þér; þegar þú ert meðal fjöldans mun það verja þig og gera þig frjálsan. Ljóð mitt mun gefa draumum þínum vængi, það mun bera þig að hliðum leyndar- dómsins. Það mun verða örugg stjarna yfir höfði þínu, þegar næturmyrkrið grúfir yfir vegi þínum. Ljóð mitt mun búa í sjáaldri augna þinna og beina augliti þínu að sál allra hluta. Og þegar rödd mín er hljóðnuð í dauðanum, mun ljóð mitt lifa í hjarta þínu. (Tagore.) Þín Soffía. Pabbi, grafskrift þín ætti að verða: „Hér hvílir Þorsteinn Einarsson og má ekki vera að því.“ Þá hló hann og settist niður aftur. Þessi orð voru sögð sumarið 1999 úti á verönd, í sólskini og ljúfu veðri. Nokkur systkinanna sátu ásamt mömmu sinni, sem pabbi þeirra sótti oft á góðviðrisdögum á Skjól til að njóta þess að vera heima í garði í smástund, og drukku kaffi og spjöll- uðu. Þegar Þorsteinn stóð upp og Eiki spurði hann af hverju hann væri að fara, svaraði sá gamli að hann mætti ekki vera að þessu hangsi, hann ætti eftir að ljúka þessu og hinu. Það var þá sem þessi orð duttu út úr Eika og Soffía fékk hláturskast. Ég held nefnilega að hann hefði alveg getað trúað þeim til að gera þetta og hafði auðsjáanlega ekki áhuga á því, þau eru nefnilega lík honum, krakk- arnir hans. Ekki segja að ég hafi sagt þetta, því mörg þeirra pirruðust ef þetta var sagt við þau. Tengdapabbi var fæddur foringi og naut þess að starfa sem slíkur. Hann var frábær kennari og sögu- maður. Hann var fróður og fróðleiks- fús, vinnusamur og vinnufús. Þess vegna er ekki mjög skiljanlegt að börnin hans hafi ekki montnast þeg- ar sagt var við þau að þau líktust hon- um. Trúlega er það vegna þess að það var oftast sagt þegar þau voru upp á sitt þrjóskasta og stjórnsamasta og ætluðust til að þau fengju að ráða. En elskurnar mínar, þetta eru kostir en ekki gallar. Þið hafið öll fengið hlut af þeim, sum stærri hlut af þrjóskunni og eða stjórnseminni önnur minni. Ég veit að þið eruð ánægð með aðra þætti sem þið erfðuð líka frá honum, kennsluhæfileikann, skipulagn- inguna og dugnaðinn. Hitt veit ég aftur á móti að barna- börnin líta á það sem hrós þegar þeim er líkt við hann. Þó að það sé gert á sama hátt og við kynslóðina á undan, og í sama tilgangi, að stríða út af stjórnseminni eða þrjóskunni. Þau hafa mörg hver augljóslega erft kennslu- og frásagnarhæfileikana, sem ég hef alltaf litið á sem einhverja mestu dyggð manna og öfundað marga af. Halldór sendi afa sínum bók um Thomas Jefferson sem ber undirtitilinn „Genius of Liberty“ í jólagjöf nú síðast, með orðunum: „Mér fannst þessi bók við hæfi þar sem þessi maður í hugsjónum sínum og staðfestu sinni með þeim minnti mig á þig.“ Tengdapabbi fékk hana í hendur rétt fyrir andlátið og kom með hana til okkar til að sýna ásamt myndum af Bergi og Sóleyju sem hann límdi fremst í bókina ásamt kortinu með textanum hér að ofan. Mér sýndist honum ekki þykja það leitt að vera líkt við Thomas Jeff- erson fyrrum Bandaríkjaforseta. Það er ekki öllum gefið að flytja þekkingu sína til annarra, en fyrir Þorsteini var það auðvelt, hann naut þess líka. Stundum svo að okkur þótti nóg um, umræður okkar í boðum breyttust í fyrirlestra hans. Nú sést að lífið með honum var ekki bara ein allsherjar sæla, og þó! Ég bjó í sama húsi og hann í þrjá- tíu ár. Hann kom því þannig fyrir að við keyptum neðri hluta hússins sem var til sölu þegar við Eiki vorum að flytja heim frá Danmörku 1971. Við ætluðum ekki að vera hérna neitt lengi. Það þótti ekki skynsamlegt á þeim tíma fyrir unga konu að búa með tengdamóður sinni og í húsi sem var æskuheimili mannsins. En hér er ég enn og segir það meira en mörg orð. Ekki er það mitt skap og eig- inleikar sem áttu mestan þátt í þess- ari góðu sambúð heldur þeirra. Ég átti þá bestu tengdamömmu sem hægt er að eiga og tengdapabba, sem bæði ögraði og skemmti mér. Þegar ég kom í fjölskylduna fór maður að heyra alls kyns sögur af honum, þegar fólk frétti af okkar tengslum. Hann átti að eiga tíu börn út um allt land, hafa staðið í vegi fyrir þessu eða hinu, vera alger þröskuld- ur og þverhaus og ekki síst mikil frekja. Ég var því hálfhrædd við þennan ógurlega mann í upphafi. Það stóð þó ekki lengi, ég vissi þá þegar þetta um tíu börnin. Ég var nefnilega um það bil að giftast einu þeirra og vissi að tengdamamma átti líka tíu börn. Það hafði nú ekki fylgt sögunni að hún ætti þau um allt land, en ég vissi að eitt þeirra bjó í Borgarnesi og annað í Garðabæ. Á ferðum sínum til Norðurlanda kom hann oft við í Kaupmannahöfn og gisti þá hjá okkur. Fór hann með okkur í fróðleiksferðir um borgina og mér fannst eins og að það væri ég sem væri gestur í hans borg en ekki öfugt. Hann kunni svo mikið um landafræðina, náttúrufarið og ekki síst um sögu þessarar borgar og mannlífið sem þar hafði blómstrað. Ég sá borgina „mína“ alltaf í nýju ljósi eftir hverja heimsókn hans. Ég kveið því ekki að fara að búa í sama húsi og hann eftir heimkomuna. Nú þegar ég sit og skrifa þessi minningarorð fylgist ég með fuglun- um hans út um gluggann. Þeir komu loksins og nú hefur sjálfstraust mitt aukist aftur. Ég fór nefnilega og smurði nokkrar normalbrauðsneiðar og hafrakex, sem ég átti og fór svo upp og bætti fuglakorni, rúsínum og tólg úr „fuglamatskörfunni“ hans tengdapabba út í boxið sem ég var með og dreifði þessu á borðið úti í garði eins og hann hefur alltaf gert. Ég hafði nefnilega ákveðið að þennan sið hans skyldi ég erfa. En það komu engir fuglar. Og það á þessum degi af öllum, það er fuglaskoðunardagur og Eiki, Gústi, Gísli og fleiri eru að telja fugla suður á Reykjanesi á svæðinu hans tengdapabba, þar sem hann byrjaði að telja og skrásetja fugla fyrir löngu, meira að segja á „önd- verðri síðustu öld“ eins og fræðimenn munu segja þegar frá líða stundir. En nú eru þeir sem sagt komnir og munu vonandi halda því áfram, því það verður ekkert gaman að halda áfram að rækta þennan garð ef fugl- arnir fara. Garðurinn framan við hús var ósköp eyðilegur þegar við fluttum hingað og hefur tengdapabbi verið óþreytandi við að hrósa okkur sem byggðum hann upp fyrir hvað við værum dugleg og garðurinn væri yndislegur. Rétt er það að garðurinn hefur tekið stakkaskiptum á þrjátíu árum. En ekki bara að framanverðu. Þar til fyrir fáeinum árum var bak- garðurinn fullur af grænmeti sem Þorsteinn ræktaði þangað til bak hans gaf sig. Hann ræktaði græn- meti sem hefði dugað heilli herdeild og naut þess að gefa fólkinu sínu það. Nú er bakgarðurinn í órækt, því ég kann ekki að rækta grænmeti. Þorsteinn hafði einhverja fegurstu rithönd sem ég hef séð og hélt henni fram á síðasta dag. Hann var sískrif- andi. Það var fuglabókin, glímubókin, leikjabókin og svo allar greinarnar og pistlarnir. Svo voru það fjöl- skyldubækurnar, sem eru sér kapít- uli og með því dýrmætasta sem fjöl- skyldan hans á eftir hann. Hann hefur búið til mörg rit um ættir fjöl- skyldunnar, í minningu foreldra sinna, tengdaforeldra og nú síðast setti hann saman í eina möppu ýmsar myndir og annað ásamt niðjatali og minningargreinum um ástkæra eig- inkonu sína, Ásdísi Guðbjörgu Jes- dóttur, sem lést í ágúst á síðasta ári, og gaf öllum afkomendum sínum í jólagjöf, en þeir eru nú sextíu og sjö talsins. Þorsteinn var mikill fræðimaður, bæði um íþróttir sem voru hans sér- svið og atvinna til margra ára og svo um fugla. Hann átti stundum bágt með að skilja að aðrir væru ekki eins undirlagðir af áhuga um fugla eins og hann. Til dæmis varð hann sár og móðgaður eitt sinn þegar við nennt- um ekki að sitja og hlusta á mismun- andi hljóð fugla sem hann átti á spól- um, því við vildum spjalla saman um lífið og tilveruna og sættist hann á það og var skemmtilegur og fræð- andi eins og alltaf. Það var árviss siður þegar ég kom í fjölskylduna og hafði verið lengi, að fara suður í Maríuhella í Heiðmörk á gamlársdag, kveikja þar á kerta- stubbum og koma þeim fyrir á syllum um allan hellinn, hlaða bálköst undir gatinu í miðjunni og kveikja í. Hlýða síðan á Þorstein segja álfasögur og stjórna söng afkomenda sinna við texta áramótaljóðanna sem hann hafði fjölfaldað handa öllum. Þetta var árviss atburður, ekki var alltaf farið á gamlársdag, heldur dagana þar í kring þar til fyrir fáum árum að eitthvað varð til þess að siðurinn næstum lagðist af, menn þóttust ekki hafa tíma, veðrið bauð ekki upp á það o.s.frv. Nú brá svo við að Ívar fór að minn- ast á það í jólaboðinu að honum hefði alltaf þótt það svo gaman þegar hann var lítill að fara í hellana og spurði hvort við ættum ekki að prófa að end- urvekja siðinn. Nú á gamlársdag 2000 fórum við því í hellana. Þorsteinn var í essinu sínu við að segja álfasögur og stjórna söngnum Hann var sárþjáður í fótum og baki, en lét sig hafa það að klöngrast niður í hellana til að taka þátt í enn einni hellaferðinni sem varð sú síðasta sem við eigum til að geyma í minningar- handraðanum um hann. Megi þessar minningar mínar sýna þakklæti mitt fyrir að hafa fengið að kynnast stór- menni. Hulda. Í tilefni þrítugsafmælis míns gáfu afi og amma mér bókina Auðfræði eftir Arnljót Ólafsson, fyrsta frum- samda vísindarit um hagfræði ritað á íslenska tungu. Þetta var fyrir rúm- um þremur árum. Ég var nýbakaður faðir og því – eins og hann orðaði það – tekinn við æðsta embætti manns- ins. Hann áttatíu og sex ára faðir tíu barna, afi og langafi tuga barna- og barnabarnabarna. Í bókinni segir: „Auðurinn er gnægð líkamlegra og andlegra nautna. Hann er auðnuhagr manns og farsæld. Hann er ekki hægt að mæla. Honum er vart hægt að lýsa svo vel sé; uppspretta stórmerkja, uppgötvana og upplifana; heimsókn- ir, jólaboð, afmæli og ævintýri og aldrei tómið heldur – líkt og kista full af lífi, fjöri, fötum og skarti – ótal kvíslar sem eiga upptök sín í hæfi- leikum manns; hæfileikum þess sem skapar; húsið sjálft, háaloftið og garðurinn.“ Öll uppvaxtarárin mín var hann hluti af mínum heimi. Þá tók ég hon- um sem sjálfsögðum hlut. Ég hugsaði vart út í það. En nú sé ég að þetta voru forréttindi. Og undir niðri var það umhyggja. Og þótt ég hafi ekki verið nema einn af tugunum fann ég fyrir henni strax. Og þannig held ég að við höfum öll kynnst honum – þó hvert með sínu lagi. Tíminn er takmarkaður – eins og raun ber vitni. Í eitt ár, meðan ég var í háskólanámi, bjó ég hjá afa og ömmu. Afi var þá „hættur“ að vinna og helgaði sig fjölskyldunni, skriftum og félagslífi. Þá upplifði ég hann dag- lega; hugmyndir hans og skoðanir; reynslu hans og þekkingu. Og síðast en ekki síst það sem í brjóstinu bjó; ástina á milli þeirra ömmu sem bæði – þrátt fyrir öll árin – höfðu kraftinn og löngunina til að yrkja hana. Það var rómantík eins og ég hef séð hana fegursta. Og þó svo þetta ár sé skorð- að af í tíma mun það ferðast með mér ævina á enda og auður hans ávallt vera hluti af tilveru minni. Ingólfur Bender. ÞORSTEINN EINARSSON  Fleiri minningargreinar um Þor- stein Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.