Morgunblaðið - 12.01.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 12.01.2001, Síða 54
HESTAR 54 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útsala Útsala... v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Opið daglega frá kl. 10—18, laugard. frá kl. 10—14. tískuverslun Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu ritanna Hrossaræktin I og II vegna þess hve áhugi á að kaupa ritið hefur minnkað mikið á undanförnum árum Að sögn Ágústs Sigurðssonar, hrossaræktarráðunautar BÍ, hefur sala á Hrossaræktinni í prentuðu formi stórminnkað eftir að allir kyn- bótadómar og kynbótamat hrossa fóru að birtast bæði á margmiðlun- ardiskinum Íslandsfeng og á Netinu á Veraldarfeng. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Þeir sem hafa áhuga á að fá kyn- bótadóma og kynbótamat prentað út geta gert það beint af nýjum hrossa- ræktarvef Bændasamtaka Íslands eða úr Íslands- eða Veraldarfeng. Einnig er hægt að fá þetta útprentað hjá Bændasamtökunum á kostnað- arverði. Í næsta Frey sem að þessu sinni er helgaður hrossaræktinni verða birtar töflur yfir kynbótadóma og kynbótamat. Þar verða auk þess fjöl- margar greinar og skýrslur um hrossaræktina árið 2000. Gert er ráð fyrir að blaðið komi út í þessum mán- uði. Hrossaræktin I og II ekki prentuð Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir GOTT dæmi um vef sem án vafa á eftir að nýtast hestamönnum vel er Hrossaræktarvefur Bændasamtaka Íslands sem hefur verið endurnýj- aður og verður fljótlega formlega opnaður. Er óhætt að segja að nán- ast allar upplýsingar sem hesta- menn þurfi séu þar með orðnar að- gengilegar á Netinu. Svo virðist sem markmiðið með þessum nýja vef sé að þeir sem hann skoði geti nálgast allar upplýsingar um hrossarækt sem liggja fyrir eða geti tengst þeim af vefnum. Upplýsingar um kynbótasýn- ingar, keppni og félagsmál Svo tekið sé dæmi um upplýsing- ar á vefnum eru þar auðvitað allar upplýsingar um kynbótadóma og kynbótamat, ræktunarmarkmið, reglur um kynbótasýningar og skrá yfir kynbótasýningar, útskýring einkunnaskalans, lög og reglugerðir um hross og hrossahald og fleira og fleira. Ljóst er að þessi upplýsinga- banki á eftir að spara mörgum tíma, fé og fyrirhöfn. Slóðin er www.bondi.is/wpp/bondi.nsf/pages/ hrossaraektin. Landssamband hestamanna- félaga er einnig með vef, www.lhhestar.is þar sem meðal ann- ars eru upplýsingar um allar keppn- isreglur, formenn hestamannafélaga og þá sem sitja í nefndum á vegum LH. Auk þess er gefin út mótaskrá hestamannafélaganna á vefnum. Á vef LH er einnig hægt að lesa um hvernig tillögur á ársþingi LH eru afgreiddar og því auðvelt fyrir alla sem vilja að fylgjast vel með. Nýlega var vefur Félags hrossa- bænda, www.stak.is/fhb/, einnig endurnýjaður. Á honum eru ýmsar góðar upplýsingar bæði um stjórn félagsins, aðildarfélög og forsvars- menn þeirra, lög félagsins og ekki síst fundargerðir. Nokkur stærstu hestamanna- félögin í landinu, Fákur, Hörður og Sörli, hafa einnig komið sér upp heimasíðum til upplýsinga fyrir félagsmenn sína sem hlýtur að verða til þess að koma á betri og beinni samskiptum milli þeirra og stjórnar félaganna. Varla er til betri aðferð til að minna á starfsemi félaganna en að opna heimasíðu og þykir eflaust mörgum öðrum en félagsmönnum gaman að fylgjast með hvar félagslífið blómstrar helst. Mörg hrossaræktarbú eru nú komin með heimasíður og einnig einstaklingar, svo sem tamninga- menn, járningamenn og þeir sem hafa hross til sölu. Sumar heimasíð- urnar eru mjög vel úr garði gerðar og veita góðar upplýsingar eins og tilgangurinn með þeim hlýtur að vera. Nokkuð hefur verið um að upplýsingum um marga aðila hafi verið safnað saman á einn stað, t.d. hjá Hrossabankanum í Skagafirði, www.horse.is. Þá hefur Eiðfaxi stofnað nýtt netfyrirtæki með ýms- um samtökum hestamanna og gefst einstaklingum og samtökum kostur á að vista heimasíður sínar og hafa upplýsingar á www.eidfaxi.is. Nokkur hrossaræktarsamtök hafa líka heimasíðu, t.d. Hrossa- ræktarsamtök Suðurlands, Hrossa- ræktarsamband Vesturlands, Hrs. Eyfirðinga og Þingeyinga og Hrs. Austurlands. Þá eru Samtök hrossa- bænda í Austur-Húnavatnssýslu og Hrossaræktarsamband Skagfirð- inga með heimasíður vistaðar hjá Hrossabankanum. Mjög misjafnt er hversu mikil áhersla er lögð á að uppfæra síðurnar og halda þeim lif- andi. Því miður hafa margar hestas- íður farið vel af stað en staðnað svo algerlega og orðið engum til gagns. Menntun, rannsóknir og dýralækningar Meiri fróðleik, svo sem um menntun, rannsóknir og fleira, er einnig að finna á heimasíðum Bændaskólanna á Hólum og Hvann- eyri og hjá Hestamiðstöðinni í Skagafirði. Þá má ekki gleyma bún- aðarsamtökum víða um land, land- græðslunni og fleiri aðilum sem á einhvern hátt tengjast hesta- mennsku og hestahaldi. Hestasíður eru óteljandi, sérstak- lega ef þær erlendu eru taldar með. Ástæða er fyrir fróðleiksþyrsta hestamenn að vafra um Netið og nota leitarvélarnar til að finna það sem leitað er að. Hægt er að kynna sér allt milli himins og jarðar, m.a. um heilsufar og dýralækningar, sem þeir sem halda hross geta haft mikið gagn af. Ekki má þó gleyma því að hafa alltaf í huga að skoða upplýs- ingar af Netinu með gagnrýnu hug- arfari. Um dýralækningar er best að fræðast af heimsíðum viður- kenndra dýralæknasamtaka eða dýralæknaháskóla svo dæmi sé tek- ið. Að heltast ekki úr lestinni Nú styttist í að WorldFengur verði tilbúinn og í nánustu framtíð verður öll skráning kynbótahrossa rafræn. Það er því alveg ljóst að þeir hrossaræktendur sem ætla að vera með í skýrsluhaldinu og ekki eiga tölvu þurfa að drífa í að eignast hana ef þeir vilja ekki heltast úr lestinni. Sama má segja um alla aðra hestamenn sem vilja fylgjast með því sem er að gerast á hinum ýmsu sviðum hestamennskunnar. Að lokum má ítreka að allar frétt- ir og greinar sem birtast í Hesta- þætti Morgunblaðsins eru jafnframt birtar á mbl.is, á íþróttavef undir Hestar, auk fleiri hestafrétta. Slóðin beint inn á hestavefinn er www.mbl.is/sport/hestar. Upplýsingar um hesta- mennsku flæða inn á Netið Íslendingar eru óðum að tölvu- og netvæðast og stór hluti þjóðarinnar er fljótur að tileinka sér tækninýjungar. En eru hestamenn aftarlega á merinni hvað þetta varðar? Ef svo er er ekki seinna vænna að skella sér á nettengingu því eftir því sem Ásdís Haraldsdóttir getur best séð flæða upplýs- ingar og fróðleikur um hesta og hrossarækt nú inn á Netið sem aldrei fyrr. Meðal þeirra verkefna sem átaks- verkefni í hrossarækt var falið að vinna er mótun menntastefnu hestamanna og stigun reiðkennslu. Vinnuhópi á vegum átaksverkefn- isins er falið að stjórna þessu verki og munu meðal annars fá fagmenn til að vinna að gerð námsefnis sem notað verður í reiðkennslunni.Ág- úst Sigurðsson hrossaræktarráðu- nautur sem er formaður átaks- verkefnisins sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi vinna tæki tíma og hann sæi ekki fram á, hversu ötullega sem unnið væri að þessum málum, að hægt yrði að fara að kenna samkvæmt stigunar- kerfi reiðkennslu fyrr en næsta haust. Þá er stefnt að því að sam- ræmt námsefni verði einnig tilbú- ið. Í haust var unnin skýrsla um stöðu námsefnis og gerð áætlun um framgang málsins, þ.e. náms- efnisgerð og tilraunakennslu en vinnuhópurinn sem mun vinna málið til enda er skipaður skóla- stjórnendum fjölbrautaskólanna á Suðurlandi og Sauðárkróki, full- trúa landbúnaðarráðuneytis auk verkefnisstjóra átaksins. Ágúst sagðist hafa áhyggjur af því að þegar hefðu nokkrir aðilar auglýst nám í hestamennsku sam- kvæmt nýju stigunarkerfi. Það gæti engan veginn staðist þar sem það væri ekki til. Upphaflegur til- gangur með því að koma þessu kerfi á var einmitt sá að hægt væri að bjóða öllum þeim sem hug hefðu á að mennta sig á sviði hestamennsku, hvort sem um væri að ræða almenna hestamenn eða þá sem ætluðu sér að hafa atvinnu af hestamennsku, upp á samræmt kerfi og námsefni. Þeir sem byrj- uðu á byrjuninni gætu því fikrað sig upp á við. Þá mundu þeir sem hefðu reynslu af hestamennsku geta tekið stigspróf og haldið áfram í samræmi við hvar þeir væru á vegi staddir. Hann lagði áherslu á að allir þyrftu að gera sér grein fyrir því að þessi vinna væri í höndum átaksverkefnisins eins og því hefði verið falið í samningi við landbún- aðarráðherra. Átaksverkefnið hygðist vinna þetta mál til enda og leggja fram heilsteypta stefnumót- un stigunarkerfis í reiðkennslu og námsgögn. Fyrr en því væri lokið gæti enginn boðið upp á reið- kennslu samkvæmt nýju stigunar- kerfi. Stigunarkerfi í reiðmennsku tilbúið í fyrsta lagi næsta haust ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.