Morgunblaðið - 10.03.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 10.03.2001, Síða 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær úr gildi úrskurð um- hverfisráðherra um að stækkun svínabús Stjörnugríss hf. að Melum í Borgarfjarðarsýslu skuli sæta mati á umhverfisáhrifum. Dómurinn taldi ráðherra vanhæfan til að úrskurða í kærumáli því sem Stjörnugrís hf. höfðaði, með því að mæla beinlínis fyrir um afgreiðslu þess á lægra stjórnsýslustigi, hjá heilbrigðis- nefnd Vesturlands. Er þetta í annað skiptið sem Stjörnugrís fær fyrir dómstólum hnekkt úrskurði ráðherra um að stækkunin skuli sæta mati á um- hverfisáhrifum. Í málshöfðun Stjörnugríss hf. var farið fram á að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi, m.a. á þeim forsend- um, að ráðherra væri vanhæfur og svo vegna þess að eldri lög um um- hverfismat ættu við þar sem sótt hefði verið um stækkun búsins áður en ný lög tóku gildi. Ráðherra úrskurðaði að stækkun- in skyldi sæta umhverfismati sam- kvæmt nýju lögunum, eftir að Hæstiréttur hafði í apríl sl. fellt úr gildi umhverfismatsúrskurð á grundvelli gömlu laganna. Hæstiréttur dæmdi þá að krafa ráðuneytisins um að bygging svína- búsins og rekstur sætti umhverfis- mati bryti í bága við ákvæði stjórn- arskrárinnar um vernd eignarréttar og atvinnufrelsi. Eftir dóm Hæstaréttar sótti Stjörnugrís um byggingarleyfi fyrir öðru húsi og þar með stækkun bús- ins upp í áður áætlaða stærð, eða að búið myndi hýsa að meðaltali 8.000 grísi í stað 3.000. Stækkunin var samþykkt á fundi byggingarnefndar og gefið var út byggingarleyfi fyrir öðru húsi en starfsleyfi fékkst ekki þar sem Skipulagsstofnun og síðar umhverf- isráðherra töldu það háð nýjum lög- um um umhverfismat. Í niðurstöðum héraðsdóms kemur fram að heilbrigðisnefnd Vestur- lands spurðist fyrir um það hjá um- hverfisráðuneytinu í ágúst í fyrra hvort henni væri heimilt að gefa út starfsleyfi vegna stækkunar svína- búsins í samræmi við eldri lög um mat á umhverfisáhrifum og dóm Hæstaréttar eða hvort nýsett lög giltu um breytingu á starfsleyfinu, þannig að fram yrði að fara mat á umhverfisáhrifum. Beita bæri nýju lögunum um mat á umhverfisáhrifum Ráðuneytið svaraði bréfinu í sept- ember. Segir þar, að með úrskurði umhverfisráðuneytisins sama dag í máli Salar Islandica hafi verið úr- skurðað um lagaskil eldri og gild- andi laga um mat á umhverfisáhrif- um. Hafi ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu í málinu, að beita bæri nýju lögunum um umsóknir um út- gáfu á starfsleyfi fyrir atvinnurekst- ur, sem félli undir lögin, og borist hefðu fyrir gildistöku þeirra og ekki hefðu hlotið afgreiðslu fyrir þann dag, eða 6. júní 2000. Lúti fyrir- spurnin að sama álitaefninu og um hafi verið að ræða í nefndu máli. Sé það niðurstaða ráðuneytisins, með vísan til úrskurðar þess í máli Salar Islandica, að nýju lögin gildi um breytingu á starfsleyfi fyrir svínabú- ið að Melum. Ofangreind niðurstaða umhverfis- ráðherra leiddi til þess, að á fundi heilbrigðisnefndar Vesturlands 13. september 2000 var gerð sú sam- þykkt að benda Stjörnugrís á, að áð- ur en starfsleyfi gæti verið afgreitt skyldi hann tilkynna Skipulagsstofn- un fyrirhugaða framkvæmd. Var í því sambandi vísað til ótvíræðrar niðurstöðu umhverfisráðuneytisins. Stjörnugrís kærði ákvörðun heil- brigðisnefndarinnar til umhverfis- ráðuneytisins með bréfi, dagsettu 3. október 2000, og gerði þá kröfu, að umhverfisráðherra og starfsfólk ráðuneytisins viki sæti í málinu. Þeirri kröfu var hafnað með bréfi ráðuneytisins, dagsettu 23. október 2000, og með úrskurði þess 5. des- ember 2000 var komist að þeirri nið- urstöðu, að fyrrnefnd ákvörðun heil- brigðisnefndar Vesturlands skyldi standa óbreytt. Heilbrigðisnefndin lýtur yf- irstjórn umhverfisráðherra Í héraðsdómnum segir að heil- brigðisnefnd Vesturlands sé stjórn- vald, sem lýtur yfirstjórn umhverf- isráðherra. Tveir starfsmenn umhverfisráðherra skrifuðu undir umrætt bréf og samkvæmt 14. gr. stjórnarskrárinnar ber ráðherra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öll- um og þar með þeim ákvörðunum, sem teknar eru af einstökum starfs- mönnum ráðuneyta í umboði hans. Það var mat dómsins, að umhverf- isráðherra hefði í umræddu bréfi frá 4. september síðastliðnum farið út fyrir almennt leiðbeiningarhlutverk sitt gagnvart hinu lægra setta stjórnvaldi. Væri í því sambandi á það að líta, að engan veginn yrði tal- ið, að um hefði verið að ræða venju- bundna túlkun ráðherra á lögum eða lagaframkvæmd greint sinn. Yrði bréf umhverfisráðherra til heil- brigðisnefndar Vesturlands frá 4. september ekki skilið á annan veg en þann, að þar komist ráðherra að afgerandi niðurstöðu um lagatúlkun í máli stefnanda, meðan það var til meðferðar á lægra stjórnsýslustigi. Það var því niðurstaða dómsins, að umhverfisráðherra hefði með framangreindum hætti tekið afstöðu í máli Stjörnugríss meðan mál hans var til meðferðar á lægra stjórn- sýslustigi. Leiddi það til þess, að umhverfisráðherra hefði verið van- hæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi og því væri óhjá- kvæmilegt að fella úr gildi umrædd- an úrskurð. Starfsleyfi fyrir svínabúinu að Melum hefur ekki fengist og mun Stjörnugrís hf. fara fljótlega fram á það við heilbrigðisnefnd Vesturlands að gefið verði þá þegar út starfsleyfi á grundvelli dóms héraðsdóms. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Guðjón Ólafur Jónsson hdl. stefndi ríkinu fyrir hönd Stjörnugríss. Til varnar stefnda var Skarphéðinn Þórisson ríkislögmað- ur. Úrskurður umhverfisráðherra um að stækkun svínabús skuli sæta umhverfismati felldur úr gildi Ráðherra vanhæfur til meðferðar málsins á æðra stjórnsýslustigi YFIR sjöhundruð manns voru við setningu ráðstefnunnar UT2001 í Borgarholtsskóla í gær en hún fjallar um upplýsingatækni í skólastarfi. Á ráðstefnunni, sem er á vegum menntamálaráðuneyt- isins og lýkur í dag, er fjallað um það sem áunnist hefur í notkun upplýsingatækni í skólastarfi og framtíðarþróun á þessu sviði. Alls flytja 103 sérfræðingar í upplýsingatækni erindi á ráð- stefnunni en auk þess taka ráð- stefnugestir þátt í svokölluðu kaffispjalli þar sem ákveðin atriði er varða menntun eru tekin til umræðu. Þá kynna ýmis fyrir- tæki sínar hugmyndir um skóla framtíðarinnar og sýna meðal annars þann tækjabúnað sem þau hafa upp á að bjóða í þeim efnum. Samruni staðbundinnar kennslu og fjarkennslu Á fyrri degi ráðstefnunar var ný verkefnaáætlun menntamála- ráðuneytisins um rafræna mennt- un næstu þrjú árin kynnt. Að sögn Arnórs Guðmundssonar, deildarstjóra í þróunardeild ráðu- neytisins er dreifð menntun grundvallarhugmynd áætlunar- innar en það er nýtt hugtak sem vísar til samruna staðbundinnar kennslu og fjarkennslu. „Í þeim skólum þar sem margir eru í fjar- kennslu eru þegar farnar að þróast aðferðir við að nota vefinn og fjarkennsluhugbúnað,“ segir hann. „Það hefur komið í ljós að þeir nemendur sem eru stað- bundnir, það er að segja staddir í skólanum, geta jafnvel notað þennan búnað á margvíslegan hátt. Til dæmis geta þeir farið yf- ir fyrirlestra heima hjá sér og leyst verkefni og æfingar í viss- um námskeiðum á vefnum. Kenn- arar eru því farnir að skipuleggja kennsluna þannig að þeir setja fyrirlestra, verkefni, próf, náms- efni og annað sem þeir vilja að nemendur skoði og læri inn á vef- inn og þar með er kominn ákveð- inn samruni milli fjarkennslu og staðbundinnar kennslu.“ Menntagáttin opnuð í gær Arnór segir þetta vera vís- bendingu um næstu skref í þess- um efnum. „Nemendur gætu far- ið að sækja þetta nám eða hluta þess í öðrum skólum en þeim sem þeir eru skráðir í.“ Hann bendir á að þetta gæti leyst vanda margra smærri skóla sem ekki hafa burði til að bjóða upp á mik- ið úrval námskeiða. Að sögn Arnórs er í áætlun menntamálaráðuneytisins verið að byggja grundvöllinn frekar til að þessi þróun geti átt sér stað. Hluti af þeirri viðleitni er svo- kölluð Menntagátt sem ráðuneyt- ið heldur utan um en vefslóð hennar, www.menntagatt.is, var opnuð í gær. „Þar sjáum við fyrir okkur að verði upplýsingar um hvar hægt er að finna allt menntatengt efni á borð við námsframboð, námsefni og próf- verkefni,“ segir hann. Þetta er þriðja ráðstefnan sem haldin er undir merkinu UT sem er skammstöfun orðsins upplýs- ingatækni. Hinar tvær voru haldnar árin 1999 og 2000 og að sögn Arnórs er stefnt að því að þetta verði árlegur viðburður í framtíðinni. Á áttunda hundrað manns situr ráðstefnu um upplýsingatækni í skólastarfi Morgunblaðið/Jim Smart Fjöldi manns kynnti sér upplýsingatækni í skólastarfi í Borgarholtsskóla í gær. 103 fyrirlesarar tala á tveimur dögum TÆPUR helmingur Íslendinga tel- ur sjálfur fram til skatts og fjórir af hverjum tíu þeirra hyggjast gera það á Netinu, samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar Price- WaterhouseCoopers. Fram kom að 54% Íslendinga telja ekki sjálf fram til skatts. Hlutfallið er lægra meðal karla en kvenna hvað þetta snertir eða 48% hjá körlum samanborið við 59,6% hjá konum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem telja ekki sjálfir fram til skatts með aldri. Rétt rúmur helmingur telur ekki sjálfur fram í yngsta aldursflokknum 18–29 ára, en 57,3% þeirra sem eru í elsta aldursflokknum 50–75 ára. Ef litið er til þeirra sem hyggj- ast nota Netið við framtalið er þar um að ræða svipað hlutfall karla og kvenna. Þeim fækkar hins veg- ar mjög með hækkandi aldri sem hyggjast ætla að nota Netið og lágtekjufólk nýtir sér það síður en þeir sem hærri tekjur hafa. Þessi munur er í samræmi við mælingar á netnotkun og netaðgani Íslend- inga, en í nýlegri könnun fyrirtæk- isins kom fram að 79% Íslendinga hafa aðgang að Netinu á heimili, í vinnu eða í skóla. Mikill munur er þó á aðgangi milli hópa. Þeim fækkar með hækkandi aldri, auk þess sem íbúar á landsbyggðinni hafa síður aðgang en höfuðborg- arbúar. Skattframtöl Tæpur helm- ingur telur sjálfur fram ♦ ♦ ♦ AUÐUR Inga Einarsdóttir guðfræð- ingur hefur verið valin sóknarprestur í Bíldudalsprestakalli í Barðastrand- arprófastsdæmi. Tekur hún við emb- ættinu í þessum mánuði. Tveir aðrir umsækjendur voru um prestakallið, þeir sr. Hörður Þ. Ás- björnsson og Þórður Guðmundsson guðfræðingur. Í tengslum við ráðningu nýs prests í prestakallinu er ætlunin að taka upp þá nýbreytni að honum verði falin ákveðin verkefni frá biskupsstofu. Er hugmyndin að þau verði einkum á sviði fræðslustarfs kirkjunnar. Nýr prestur á Bíldudal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.