Morgunblaðið - 10.03.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 10.03.2001, Síða 24
VIÐSKIPTI 24 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT SÍMANÚMER 511 3000 FAX 511 3001 HAGNAÐUR Sæplasts hf., móður- félags og dótturfélaga, var 3 milljónir króna á árinu 2000, en árið áður var 26 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármunaliði jókst hins vegar úr 138 milljónum árið 1999 í 250 milljónir á síðasta ári. Sæplast hf. yfirtók á árinu 2000 félögin Nordic Supply Containers AS í Noregi, ásamt Atlantic Island ehf. á Íslandi, og sameinaði þann rekstur öðrum félögum sínum. Veltuaukning félagsins var um 115% á milli ára en áhrifa tveggja verksmiðja Sæplasts í Noregi gætir nú í fyrsta sinn. Í tilkynningu frá félaginu segir að ástæður þess að afkoma félagsins sé verri en ráð hafi verið fyrir gert séu einkum tvær: Í fyrsta lagi hafi kostn- aður við sameiningu nýrra verk- smiðja við annan rekstur verið meiri en búist hafi verið við og í öðru lagi hafi verið nokkurt gengistap á árinu. Mikið starf hafi farið fram á árinu við samþættingu og endurskipulagningu starfseminnar í Noregi sem hafi haft mikinn kostnað í för með sér. Þá seg- ir í tilkynningunni að endurskipu- lagning hafi átt sér stað í stjórnun félagsins og sem liður í þeim breyt- ingum hafi verið stofnað rekstrar- félag, Sæplast Dalvík ehf., um verk- smiðjureksturinn á Dalvík. Aðalfundur Sæplasts hf. verður 17. mars og mun stjórn félagsins leggja til að greiddur verði 10% arður. Veltufé frá rekstri aldrei meira Steinþór Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sæplasts hf., segir hagnað árs- ins 2000 valda vonbrigðum þó gleði- legt sé hvað hagnaður fyrir afskriftir og fjármunaliði hafi aukist mikið. Þá sé jafnframt ánægjulegt að veltufé frá rekstri hafi aldrei verið meira í sögu félagsins en í fyrra. Hann segir rekstur Sæplasts það sem af er þessu ári hafa gengið vel og að horfur um framhaldið væru góðar. Megnið af framleiðslu fyrirtækisins væri fyrir sjávarútveginn en fyrirtækið væri að sækja á í framleiðslu fyrir landbún- aðinn og byggingariðnaðinn. Uppgjör lakara en áætlanir gerðu ráð fyrir Sigríður Torfadóttir hjá rannsókn- um og greiningu Búnaðarbankans Verðbréfa segir að uppgjör Sæplasts hf. sé lakara en áætlanir félagsins hafi gert ráð fyrir. Ástæður lakari af- komu séu einkum aukinn kostnaður félagsins vegna sameiningar nýrra verksmiðja við rekstur félagsins og gengistap félagsins, sem hafi verið umfram væntingar. Samlegðaráhrif vegna kaupa félagsins á Nordic Supply Container AS og Atlantic Is- land ehf. séu ekki komin fram en gera megi ráð fyrir að þeirra fari að gæta á þessu ári og að afkoman muni þá batna. Aukinn kostnaður við sam- einingu verksmiðja við rekstur félagsins geri það að verkum að framlegð samstæðunnar lækki úr 14% í 12% á milli ára. Framlegð móð- urfélagsins hafi þó aukist um 2%. Þá hafi fjármagnsliðir verið neikvæðir um tæpa 91 milljón króna, sem skýr- ist af tæpri 70% hækkun vaxtagjalda á milli ára. Hagnaður Sæplasts 3 milljónir króna           & !                                                                                0*' )"*  # *$  ("0 $ ("1  '   **0 +#'&"  +1$ &"- +,*%  % #  $  $  # ## #  % #                                  SÍDASTA ár var metár hjá sænsk- um hergagnaframleiðendum en þeir fluttu út vopn og hergögn fyr- ir um 45 milljarða sænskra króna, eða sem svarar um 400 milljörðum íslenskra króna. Svíar eru nú orðn- ir einir af stærstu vopnaframleið- endum í Evrópu. Löng hefð er fyr- ir vopnaframleiðslu í Svíþjóð. Vegna hlutleysisstefnunnar sem Svíar hafa fylgt frá 1815 hefur ver- ið lögð áhersla á að byggja upp innlenda vopnaframleiðslu. Á síð- ustu árum hafa sænskir vopna- framleiðendur þurft að einbeita sér að alþjóðlegum markaði í stað þess að treysta á pantanir frá sænska hernum. Þróunin hefur verið sú að vopnaframleiðsla er að verða sífellt alþjóðlegri og samkeppnin er mikil á þessu sviði í heiminum. Í fyrra sameinuðust vopnafram- leiðsluhluti Saab og Celsius sem var í eigu ríkisins. Sameinað félag sem nú nefnist Saab Technologies er nú langstærsti vopnaframleið- andi Svíþjóðar. Stór pöntun frá Suður-Afríku Árið 1999 fengu fyrirtækin sam- anlagðar pantanir upp á 15,3 millj- arða sænskra króna eða um 134 milljarða íslenskra króna. Eftir sameiningu á síðasta ári jukust pantanir í um 248 milljarða ís- lenskra króna. Mestur hluti þess- arar aukningar kemur frá umdeild- um samningi við Suður-Afríku um sölu á 28 JAS-39 Gripen-herþotum, en hann hljóðaði upp á 9,3 millj- arða sænskra króna. Flest fyrir- tæki í vopna- og hergagnafram- leiðslu juku sína veltu og tilkynntu um fjölgun pantana frá fyrra ári. Annar stærsti hergagnafram- leiðandinn, Hägglunds Vehicle, sérhæfir sig í framleiðslu á far- artækjum til notkunar í hernaði. Á síðasta ári fékk fyrirtækið pantanir upp á tæplega 53 milljarða ís- lenskra króna, meðal annars stærstu pöntun í sögu fyrirtækis- ins frá Sviss. Svisslendingar skrif- uðu upp á samning um kaup á 185 farartækjum frá Hägglands. Hluti af Volvo-samsteypunni, Volvo Aero, sem einbeitir sér að fram- leiðslu á flugvélamótorum og skyldum hlutum verður með í að framleiða hluti í flugmótor nýrrar herþotu bandaríska sjóhersins, F-18 Superhornet. Sá samningur gerir Volvo Aero að þriðja stærsta hergagnaframleiðanda í Svíþjóð. Talsmaður iðnaðarins, Percurt Green, segir í samtali við Dagens Industri að góðan árangur á síð- asta ári megi rekja til þess að iðn- aðurinn hafi aðlagast vel breyttum aðstæðum og fylgt þeirri þróun sem hafi verið á alþjóðavettvangi. Hann segir jafnframt að haldi sænsk fyrirtæki áfram á sömu braut séu framtíðarhorfur iðnaðar- ins bjartar. Metár hjá sænskum her- gagnaframleiðendum HAGNAÐUR af rekstri Teymis í fyrra að teknu tilliti til skatta og fjár- magnsliða en án áhrifa dóttur- og hlutdeildarfélaga, nam 36 milljónum króna sem er 10% aukning frá fyrra ári. Hagnaður að teknu tilliti til áhrifa dóttur- og hlutdeildarfélaga nam tæpum 4,3 milljónum en var tæpar 29 milljónir árið 1999. Velta félagsins nam 457,8 milljónum og jókst um 42% á milli ára. Starfsmenn í lok árs voru 52 og fjölgaði um 16 á milli ár. Miklar fjárfestingar í fyrra Teymi er nú með starfsemin í þremur löndum, Íslandi, Danmörku og Svíþjóð og voru starfsmenn 52 talsins í lok síðasta ár. Í tilkynningu frá Teymi kemur fram að félagið hafi fjárfest mjög mikið í öðrum félögum í fyrra. Stofnuð voru dótturfélög í Dan- mörku og Svíþjóð sem eru alfarið í eigu Teymis hf. Þá fjárfesti Teymi í Upplýsingaveitu Íslands og er hún nú alfarið í eigu Teymis og fjárfest var enn frekar í Íslensku vefstofunni þar sem Teymi er nú 36% eignaraðili. Auk þess hefur Teymi fjárfest í Lux Inflecta, Rhea, Rittækni og Netís. Þá seldi Teymi hlut sinn í Mens Mentis hf., áður Verkfræðihúsið hf. Markmiði Teymis er að fjárfesting- ar þessar standi undir sér á þessu ári og skili félaginu arði eigi síðar en á árinu 2002. Vegna aukinna umsvifa fór félagið í gegnum ítarlega stefnu- mótun og endurskipulagningu sem tók gildi um mitt síðasta ár. Elvar Steinn Þorkelsson, sem sinnt hafði stöðu framkvæmdastjóra frá upphafi, var skipaður forstjóri Teymis en hans hlutverk verður að einbeita sér að dóttur- og hlutdeildarfélögum og hafa umsjón með starfsemi félagsins er- lendis. Gunnar Bjarnason, sem áður var þjónustustjóri Teymis, tók við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins en starf framkvæmdastjóra ein- skorðast við starfsemi Teymis hér á landi. Nýtt skipurit var tekið í notkun sem endurspeglar starfsemina og framtíðarsýn félagsins til næstu tveggja ára. Markmiðið með endur- skipulagninguna var fyrst og fremst að gera skipulag fyrirtækisins þannig úr garði að ábyrgð væri dreifð og sjálfstæði starfsmanna hámarkað. Til viðbótar við kjarnastarfsemi hóf félagið á árinu sölu og ráðgjöf fyrir viðskiptalausnir frá Oracle, öðrum stærsta hugbúnaðarframleiðanda heims, Oracle E-Business Suite. Mikil veltuaukning milli ára hjá Teymi HLUTI af framtíðarsýn samstæðu Opinna kerfa hf. er að hasla félaginu völl erlendis, að sögn Frosta Bergs- sonar, stjórnarformanns. Hann sagði á aðalfundi félagsins í vikunni að þekking og reynsla í móðurfélaginu og tengdum félögum yrði nýtt til að ná þessu marki. Stjórn samstæðunn- ar telji að félagið eigi fullt erindi á er- lenda markaði, en geri sér grein fyrir því að það mun taka tíma að ná góðum árangri. Fram kom í máli Frosta að áætl- anir fyrir árið 2001 geri ráð fyrir að hagnaður samstæðunnar verði yfir 280 milljónir króna eftir skatta. „Við gerum ráð fyrir að móðurfélagið muni að minsta kosti skila sambærilegum hagnaði og síðastliðið ár, dótturfyr- irtæki, (Skýrr hf., 51,5%, og Tölvu- dreifing hf., 55,9%), skila heldur minni hagnaði og munar mestu að Skýrr var með mikinn söluhagnað á síðasta ári. Hins vegar gerum við ráð fyrir mun betri hagnaði hjá hlutdeild- arfélögum. Það hefur síðan verið stefna félagsins að hreyfa hlutabréfa- safnið á hverju ári en ekki hefur verið tekinn nein ákvörðun um sölu ein- stakra bréfa enn sem komið er.“ Gengi hlutabréfa félagsins lækkar þrátt fyrir mjög gott uppgjör Frosti sagði ýmsar blikur á lofti, bæði væri minnkandi vöxtur í tölvu- sölu í Bandaríkjunum svo og minni hagvöxt hér á landi. Hlutabréf Op- inna kerfa hf. hafi lækkað um 16% frá áramótum til 27. febrúar er afkoma félagsins á liðnu ári var birt, eða úr 43 í 36. Uppgjör félagsins hafi verið mjög gott og segja megi að það hafi uppfyllt björtustu væntingar grein- ingadeilda verðbréfafyrirtækjanna. Samt hafi gengi hlutabréfa félagsins lækkað enn frekar, eða um í kringum 8% frá 27. febrúar síðastliðnum, reyndar í frekar litlum viðskiptum. Hann sagði markaði með hlutabréf í lægð þessa dagana en stjórn félagsins telji að fyrirtækið Opin kerfi hf. hafi aldrei verið eins öflugt og nú og byrj- un ársins lofi góðu. Mikil þörf sé á þeim vörum og þeirri þjónustu sem félagið ásamt tengdum fyrirtækjum veiti. Þótt dragi úr vexti á markaðn- um sé félagið vel búið til að takast á við slíkt. Frosti sagði samanburð við keppinauta Opinna kerfa hf. félaginu mjög í hag. Framlegð á starfsmann væri meiri og kostnaður við húsnæði og yfirstjórn í lágmarki. Vöxtur móðurfélagsins fyrstu tvo mánuði þessa árs sé yfir 30% miðað við sama tíma í fyrra. Þróunin sé sú að útstöðvum sem tengjast tölvunetum eða Netinu muni fjölga og þar muni Opin kerfi standa sig vel. Aukin net- umferð og fjölgun notenda muni gera auknar kröfur um að tölvuþjónusta sé til reiðu nótt sem nýtan dag. Sérþekk- ing Opinna kerfa muni áfram nýtast vel á þessu sviði, bæði hvað varðar al- menna rekstrarþjónustu og ekki síð- ur þá reynslu sem hafi verið byggð upp varðandi rekstraröryggi tölvu- og netkerfa. Aðalfundur Opinna kerfa hf. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa hf. Framtíðarsýn að félagið hasli sér völl erlendis ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA flytur á næstu vikum í nýtt 2500 fermetra húsnæði að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Ný dagblaðaprentvél mun verða komin upp í nýja hús- næðinu í byrjun apríl og öll starf- semi Ísafoldarprentsmiðju verður flutt í Suðurhraunið fyrir 1. maí næstkomandi. Samhliða flutningi í nýtt og stærra húsnæði eflir Ísafoldar- prentsmiðja tækjakost sinn og mun þessi elsta prentsmiðja landsins (stofnuð 1877) þá verða enn nýtísku- legri og samkeppnishæfari á mark- aði. Ísafoldarprentsmiðja er næst stærsta prentsmiðja landsins og sú eina sem býður upp á alla prent- þjónustu; arka-, rúllu- og dagblaða- prentun. Prentsmiðjan setur allt efni beint á plötur og hefur yfir að ráða einni öflugustu plötugerðarvél landsins, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: „Með flutningunum má búast við að Ísafoldarprent- smiðja stórauki umsvif sín þar sem gamla húsnæðið var farið að þrengja að rekstrinum. Meðal ráð- gerðra nýrra verkefna er prentun nýs dagblaðs sem prentað verður í 75 þúsund eintökum hið minnsta og hefja mun göngu sína í vor.“ Ísafoldarprentsmiðja flytur í nýtt húsnæði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.