Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 73

Morgunblaðið - 10.03.2001, Page 73
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 73 sími 562 6470 Sveitarfélög - verktakar - fyrirtæki Ýmsir möguleikar við rýmis- og lagerlausnir. Kynntu þér möguleikana. Getum með stuttum fyrirvara afgreitt gámahús frá eftir þínum óskum. FYRIR hönd systra minna í Karm- elklaustrinu í Hafnarfiðri vil ég undirrituð leyfa mér að koma á framfæri innilegu þakklæti til Is- landia internet sem nú fyrir nokkr- um vikum var svo vinsamlegt að bjóða okkur endurgjaldslaust samband við Netið og gaf okkur búnað til þess að gera okkur það kleift. Áður höfðum við þreifað fyrir okkur á ýmsum stöðum en þar sem fjárhagur okkar er við nögl skorinn gátum við ekki uppfyllt skilyrði neinna fyrr en við vorum svo lán- samar að komast í samband við ofangreint fyrirtæki. Eins og flestum má vera ljóst höfum við kosið að lifa í einangrun með Guði en erum þó manneskjur eins og allir aðrir á Íslandi. Við stundum ýmiskonar starfsemi hér innan klaustursins í Hafnarfirði og oft er brýn nauðsyn fyrir okkur að geta nálgast upplýsingar eða vera í sambandi við heiminn utan klaust- urmúranna og jafnvel utan land- steinanna. Við rekum litla verslun þar sem seld eru handmáluð kerti, kort og annar varningur. Þessa verslun okkar getum við nú innan tíðar boðið öllum nettengdum að- ilum til sýnis í tölvum sínum og þeir geta þar, kjósi þeir það, pantað hjá okkur þann varning sem við hand- vinnum. Verslunin á Netinu hefur ekki tekið til starfa en við höfum þó fengið úthlutað heimasvæðinu www.islandia.is/karmel-ice fyrir þá sem vilja kíkja í heimsókn þangað. Allt þetta eigum við Islandia int- ernet að þakka og kunnum við þeim og öllum öðrum eins og Hafnar- fjarðarbæ og ’Istaki, bestu þakkir fyrir og biðjum fyrir því að starf- semi þessa fyrirtækis megi blómstra. SYSTIR AGNES priorinna. Þakkir til Islandia internet Frá Systur Agnesi: UNDARLEGAR eru þær hug- myndir sem kvikmyndagerðarmað- ur einn hér í bæ hefur um lands- byggðina. Hann talar um það fram og aftur í sjónvarpi að eina byggða- stefnan með viti sé að hjálpa fólkinu til þess að flytja til Reykjavíkur þar sem allir vilji búa. Ekki að vera að halda þessu fólki í gíslingu, segir maðurinn, heldur sýna þá mannúð að rétta því hjálparhönd þegar það vill komast burt. Og hvað á svo að gera þegar til Reykjavíkur er kom- ið? Þá flytja menn væntanlega inn í háhýsi sem skreyta munu strand- lengjuna og flugvallarsvæðið fyrr- verandi í skýjakljúfaborginni, draumsýn leikstjórans sem virðist hafa meiri taugar til skýjakljúfa heldur en sveitarinnar sem hann segist þó elska mjög. – Þeim var ég verst er ég unni mest, sagði kona í gamalli bók. Kannski er hún eitthvað þvílík ástin mannsins á sveitinni. Víst er að ekki sér hann fyrir sér búskap eða sjávarútveg né reyndar nokkra atvinnustarfsemi þar úti á landsbyggðinni. Hún skal verða af- drep hins þreytta borgarbúa, sum- arbústaðaland, eitt alls herjar Mun- aðarnes stórborgarbúans. Og hvað á landsbyggðin svo að gera þegar komið verður til Reykjavíkur og bú- ið að flytja hana inn í skýjakljúfa- borgina. Jú, þá verður stutt niður í bæ einsog maðurinn segir. Þá geta menn tekið lyftuna ofan af 35. hæð, labbað í bæinn og fengið sér kaffi- bolla og lifað því menningarlífi sem þá dreymir víst um. Þegar þessi draumsýn er skoðuð nánar þá er það reyndar vel skilj- anlegt að menn vilji heldur fá að vera í friði í landinu og hafi ekki áhuga á því hjálparstarfi sem títt- nefndur kvikmyndamaður vill koma á laggirnar. Það er að vísu orðið erf- itt víða úti á landi eftir að fiskeyði- stefnan var lögfest hér og heilu byggðalögin svipt lífsbjörginni. En samt trúi ég nú að æði margir muni þrauka áfram úti á henni lands- byggð, hella sjálfir uppá sitt kaffi og drekka það úti í guðsgrænni nátt- úrunni fremur en að láta stafla sér upp í skýjakljúfum menningarborg- arinnar í martraðarkenndum fram- tíðardraumi kvikmyndaleikstjórans víðkunna. INGÓLFUR STEINSSON, ritstjóri og tónlistarmaður. Byggðahrollvekja í svarthvítu Frá Ingólfi Steinssyni: VIÐ Íslendingar hér í AZ erum að fagna þorra næstkomandi laugar- dag, 10. mars. Það eitt er svo sem ekki merkilegt en þegar ég las um að Íslendingar í Noregi ættu erftitt með að fá afhentan sinn þorramat stökk mér bros því hér erum við einnig í vandræðum með að fá okkar og langaði mig að segja blaðinu ör- stutt frá því. Tollurinn hér var eitthvað ósáttur við nokkra stimpla og sendi allt gúmmulaðið aftur heim með Flug- leiðum, ekki veit ég hvort þeim fannst rúbbin lýta út eins og risastór hasskaka eða hvort þeir fengu menningarsjokk við að sjá sviðna kindahausa. Þetta gerir það að verk- um að við höfum fram á laugardag til að sýra hrútspunga og baka flat- brauð, og það er víst að McDonalds er örugglega ekki til að aðstoða okk- ur í því. Svo af þessu er hægt að sjá að vandræði Íslendinga að fá sinn þorramat eru ekki bara í Noregi, heldur í raun að verða „Global probl- em“ og spurning hvort þessir öldnu siðir okkar einangruðu eyjar séu að sjokkera einum of margan útlend- inginn. Einnig má spyrja sig hvort þessir villimannasiðir séu að gera sam- skipti milli Íslands og annarra landa erfiðari en þau þurfa að vera. Ég ætla að vona ekki, því það er enginn almennilegur þorri án ammóníaks- lagaðra hrútspunga og fallega sviðnu „sheeps-head“, en við eigum samt örugglega eftir að njóta okkar og „þorra-andans“ á blótinu. Með kærri þökk og kveðju, KLARA HALLGRÍMSDÓTTIR 1101 S. Sycamore Str. #217, Mesa, Arizona 85202, USA. Þorrablót í Arizona Frá Klöru Hallgrímsdóttur: UNDANFARIÐ hef ég verið að velta vöngum yfir því hvort lögregl- an í Reykjavík sé hreinlega bara uppá punt því ekki virðist hún nú að- hafast margt. Ég hef rætt við krakka á mínum aldri sem fara niður í bæ um helgar og þó að það séu slagsmál í gangi í miðbænum sem gerist ósjaldan nú- orðið stendur lögreglan aðgerðar- laus hjá. Ég sjálf er nú lifandi sönn- un þessa, því að fyrir tæpum átta árum var ráðist á mig og ég barin í kássu. Og viti menn, a.m.k tveir lög- reglumenn voru nærri og gerðu ekk- ert. Einhvern tíma heyrði ég að lög- reglumennirnir hefðu sagt að þeir hefðu bara haldið að ég væri svona drukkin og bara að fíflast eitthvað, en þá ekki séð neitt athugavert við það að 15 ára barn væri þarna seint um nótt og útúrdrukkið. Þetta er fá- ránlegasta afsökun sem ég hef heyrt. Auk þess sem ég æpti ótal sinnum á hjálp. Ég veit að það er orðið frekar langt síðan en satt að segja er ég ein- faldlega rétt núna farin að geta hugsað um þetta og séð þetta í réttu ljósi án þess að brotna saman. Ég er algjörlega háð hjólastól eftir þetta og ég veit mætavel að ekkert getur bætt það sem ég missti ein- ungis 15 ára gömul, en það væri aft- ur á móti gott að fá smábætur frá lögreglunni sem gæti svo auðveld- lega hafa hindrað allt þetta. GUÐRÚN JÓNA JÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 46, Reykjavík. Er lögreglan upp á punt? Frá Guðrúnu Jónu Jónsdóttur:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.