Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
PERSÓNUVERND og vísindasiða-
nefnd hafa samþykkt fyrstu áfanga
Íslenska krabbameinsverkefnisins
sem er sameiginlegt átak lækna,
vísindamanna og almennings á Ís-
landi til að rannsaka orsakir og eðli
krabbameins. Undir merkjum Ís-
lenska krabbameinsverkefnisins
verða á næstu árum gerðar fjöl-
margar vísindarannsóknir á
krabbameini.
Fyrstu áfangar Íslenska krabba-
meinsverkefnisins, sem Persónu-
vernd og vísindasiðanefnd hafa nú
veitt leyfi til að hefja, eru rann-
sóknir á krabbameini í eftirfarandi
líffærum: brjóstum, legi, leghálsi,
eggjastokkum, nýrum, þvagblöðru,
eistum, blöðruhálskirtli, skjaldk-
irtli, vélinda, maga, lifur og galli,
brisi, ristli og endaþarmi. Fleiri
verkefni bíða afgreiðslu nefndarinn-
ar.
Fleiri rannsóknar-
verkefni undirbúin
Tekið verður á móti þátttakend-
um Íslenska krabbameinsverkefn-
isins í Skúlaveri, nýrri þjónustumið-
stöð að Skúlagötu 51 í Reykjavík.
Þeir sem vilja taka þátt í rannsókn-
inni láta í té upplýsingar og gefa
blóðsýni og verður þeim upplýsing-
um safnað í Skúlaveri. Þar fer einn-
ig fram leyndarmerking persónu-
upplýsinga og verður unnið eftir
skilmálum sem hafa hlotið sam-
þykki vísindasiðanefndar og Per-
sónuverndar. Í upphafi starfa sex
hjúkrunarfræðingar og ritari í
Skúlaveri og má búast við fjölgun í
þeirra hópi þar sem fleiri rannsókn-
arverkefni eru í undirbúningi.
Aðilar sem standa að Íslenska
krabbameinsverkefninu eru Land-
spítali – háskólasjúkrahús, Krabba-
meinsfélag Íslands, Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, Íslenski
krabbameinshópurinn og líftækni-
fyrirtækið Urður Verðandi Skuld
ehf.
Íslenski krabbameinshópurinn er
hópur lækna sem starfa við að
greina og lækna krabbamein við
ofangreind sjúkrahús. Þessir aðilar
hafa bundist samtökum um að efla
vísindarannsóknir á krabbameini á
Íslandi.
Húsnæði Skúlavers er um 400
fermetrar á tveimur hæðum. Auk
móttöku eru þar vinnuherbergi fyr-
ir hjúkrunarfræðinga sem taka á
móti þátttakendum. Í Skúlaveri er
einnig aðstaða fyrir samstarfslækna
Íslenska krabbameinsverkefnisins.
Ábyrgðarmaður verkefnisins, dr.
med. Þorvaldur Jónsson dósent í
skurðlækningum, hefur skrifstofu
sína í Skúlaveri. Framkvæmda-
stjóri Skúlavers er Þórgunnur
Hjaltadóttir.
Urður, Verðandi, Skuld fær leyfi til að hefja Íslenska krabbameinsverkefnið
Tekið er á móti þátttakendum Íslenska krabbameinsverkefnisins í
Skúlaveri, nýrri þjónustumiðstöð á Skúlagötu 51.
Vinna hafin
í nýrri þjón-
ustumiðstöð
DANSKI læknirinn Sören Berg,
sem er sérfræðingur í kæfisvefni og
sérstaklega í þrýstimælingum í vél-
inda og viðnámi í efri loftvegum, og
Baldur Þorgilsson verkfræðingur
hafa að undanförnu átt samstarf um
þróun vél- og hugbúnaðar sem nota á
við rannsóknir á kæfisvefni. Baldur
er framkvæmdastjóri heilbrigðis-
tæknifyrirtækisins Kine en eitt aðal-
verkefni þess er að hanna og mark-
aðssetja svonefndan Hreyfigreini.
Hann er kerfi vél- og hugbúnaðar
sem gerir sérfræðingum í heilbrigð-
isgeiranum kleift að mæla hvers
kyns hreyfingar líkamans og skrá-
setja og segir Baldur þetta auka
mjög möguleika t.d. sjúkraþjálfara í
að meta ástand og þjálfa.
„Sjúkraþjálfarar, sjúklingar,
læknar og tryggingafélög eru allt
áhugasamir aðilar um hlutlægt mat á
gangi meðferðar og mælingarnar
eru nauðsynlegur þáttur í því mati,“
segir Baldur. Hann segir endurhæf-
ingu vegna öndunar- og lungnastarf-
semi einnig viðamikið svið innan
sjúkraþjálfunar og liggja verkefni
Kine einnig innan þess, svo sem á
sviði kæfisvefns.
Sören Berg hefur yfir 15 ára
reynslu af rannsóknum á kæfisvefni
og starfar nú við læknadeild háskól-
ans í Lundi í Svíþjóð. Um tveggja ára
skeið starfaði hann einnig að rann-
sóknum sínum í Kanada. Hann er
einn þeirra fyrstu sem notað hafa
svefnrannsóknatækið Emblu sem
Flaga framleiðir en fyrirtækið er í
forystu á sviði þeirrar framleiðslu og
hafa tækin selst víða um heim.
Baldur lærði verkfræði í Dan-
mörku og starfaði með náminu á eðl-
isfræði- og tæknideild Landspítalans
og síðar var hann fastráðinn í þróun-
arverkefni á vegum deildarinnar þar
til fyrir nokkrum árum að hann fór
að starfa fyrir Kine ehf. Baldur
kynntist meðal annars svefnrann-
sóknum sem Þórarinn Gíslason vann
að. Baldur hefur sérhæft sig í hönn-
un hug- og vélbúnaðar vegna lækn-
ingarannsókna einkum á sviði raf-
einda-, mynd- og merkjafræði.
Frá því um 1989 þróuðu Þórarinn
og Baldur vélbúnað og hugbúnað til
upptöku og greiningar á kæfisvefni.
„Um 1994 skiptum við yfir í vél-
búnað frá fyrirtækinu Flögu sem þá
var nýr en greiningarhugbúnaðurinn
var aðlagaður hugbúnaði Flögu og
hann þróaður áfram. Með tímanum
jókst svo áhugi forráðamanna Flögu
á sviði mælinga á kæfisvefni og fór
svo að lokum að öll þekking varðandi
greiningaraðferðirnar var færð yfir
til Flögu og fyrirtækið tók við að
þróa greiningarhugbúnaðinn. Meðal
annars með þessum hætti átti Land-
spítalinn þátt í frábærum árangri
Flögu sem óx úr um fjögurra manna
fyrirtæki við upphaf samstarfsins í
nærri 100 manna fyrirtæki í dag. Er
það eitt af öflugustu fyrirtækjum
heims á þessu sviði,“ segir Baldur.
Ísland framarlega á
sviði svefnrannsókna
Sören Berg skýtur því hér inn í að
í suðurhluta Svíþjóðar hafi þeir að-
ilar sem nota tækin frá Flögu til
svefnrannsókna með sér náið sam-
starf og er miðstöð þessa samstarfs í
Lundi. Hann segir jafnframt að Ís-
land sé mjög framarlega á sviði
svefnrannsókna.
„Hér er fyrir hendi þekking á öll-
um sviðum, tækni- og tölvuþekking
vegna hönnunar og þróunar búnaðar
og í læknisfræði og hér starfar einn
fremsti sérfræðingur í rannsóknum
á kæfisvefni, Þórarinn Gíslason á
Vífilssstöðum,“ segir hann og nefnir
líka sem dæmi að Baldur Þorgilsson
hafi mikla reynslu af því að tvinna
saman þekkingu og reynslu úr heimi
tækni og lækninga.
Segir hann af þeim sökum áhuga-
vert að starfa með Kine að frekari
þróun tækjabúnaðar til svefnrann-
sókna.
Meðal verkefna þeirra um þessar
mundir er að þróa mælingar á þrýst-
ingi og loftflæði í öndunarfærum lík-
amans við öndun. Fara þær m.a.
fram í sérstökum kassa eða boxi sem
viðkomandi sjúklingur sest inn í. Er
mældur þrýstingur á búk og hálsi og
með grímu eru einnig framkvæmdar
sérstakar mælingar. Kassinn er upp-
runninn í Toronto í Kanada en hér er
unnið að ákveðnum endurbótum á
mælingatækninni. Eru aðeins tveir
aðrir slíkir kassar til á Norðurlönd-
unum en nokkrir í Vesturheimi og
íBrasilíu. Sören Berg segir að við
slíkar mælingar geti komið fram
hvort og hvar hugsanleg þrengsli eru
í öndunarvegi og hvaða meðferð
þurfi að beita við lækningu.
Alþjóðlegt rannsóknasetur
á Íslandi
Þá kom fram í spjallinu við Sören
Berg að hugmyndin er að hérlendis
verði sett upp eins konar alþjóðlegt
rannsóknasetur á sviði svefnrann-
sókna og samstarf er nú milli háls-,
nef- og eyrnadeildar Landspítala í
Fossvogi og háskólasjúkrahússins í
Lundi um svefnrannsóknir.
Í lokin má geta þess að auk þess
sem Kine starfar að framleiðslu og
þróun tæknibúnaðar býður fyrirtæk-
ið upp á ýmis námskeið, m.a. í hreyfi-
greiningu. Veffangið er www.kine.is.
Íslenskir tæknimenn og danskur læknir í samstarfi vegna svefnrannsókna
Þróa saman hugbúnað
og rannsóknartæki
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Baldur Þorgilsson situr hér í boxinu og Sören Berg útskýrir hvernig mæla má margs konar þrýsting með því og
lesa úr í tölvunni sem er tengd boxinu.
Margs konar tækni þarf
að viðhafa til að rann-
saka öndunartruflanir
og afleiðingar þeirra.
Jóhannes Tómasson
ræðir við sérfræðinga á
þessu sviði sem vinna
meðal annars að end-
urbótum á sérhönn-
uðum kassa sem not-
aður er í þessu skyni.
FJARSKIPTAMÁL í dreifbýli voru
talsvert til umræðu á nýafstöðnu
Búnaðarþingi og samþykkt var
ályktun þar sem fagnað er þeirri
ákvörðun að fyrir árslok 2002 skuli
allir landsmenn eiga möguleika á al-
þjónustu, eða svokallaðri ISDN-
tengingu. Ennfremur er þeim vilja
Landssímans fagnað að hefja sam-
starf við Bændasamtökin um upp-
byggingu svonefnds bændatorgs á
Netinu. Þingið felur stjórninni að
fylgjast grannt með „þessu brýna
hagsmunamáli,“ eins og segir í álykt-
uninni.
Á þinginu kom fram að tölvunotk-
un er veruleg í sveitum landsins og
fer vaxandi. Víða er því talin nauðsyn
á að bæta samband og auka flutn-
ingsgetu á línum Landssímans í
dreifbýlinu.
Upplýst var að nýlega hófst sam-
starf milli Landssímans og Bænda-
samtakanna um uppbyggingu á
bændatorgi á vefnum. Þar er ætlun-
in að bændur geti fengið aðgang að
alhliða þjónustu og verslun á einum
stað. Stofnaður hefur verið verk-
efnahópur sem á að vinna að þessum
málum og jafnframt að tryggja
áframhaldandi uppbyggingu á al-
þjónustu um allt land.
Fjarskiptamál í
dreifbýli rædd á
Búnaðarþingi
Bændatorg
á vefnum
í undir-
búningi
KONA á þrítugsaldri hlaut minni-
háttar meiðsl þegar bíll hennar valt
út af veginum austan við Ingólfshvol
í Ölfusi laust eftir klukkan eitt í
fyrrinótt. Hún var flutt á slysadeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss í
Fossvogi.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Selfossi sat konan föst í
bílnum þar sem honum hvolfdi ofan í
skurð en náði að kalla eftir aðstoð
lögreglu með því að nota farsíma
sem hún hafði meðferðis. Konan var
ein í bílnum en talið er að hún hafi
sofnað undir stýri. Bíllinn skemmd-
ist nokkuð.
Sat föst í bíln-
um en lét vita
með farsíma
♦ ♦ ♦