Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.03.2001, Qupperneq 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er aðkallandi að ráðast í að tvöfalda Reykjanesbraut suður fyrir Arnarnesveg sem fyrst, til að mæta fyrirsjáan- legri umferðaraukningu haustið 2001. Og eftir tvöföld- un Reykjanesbrautar suður fyrir Arnarnesveg verður strax mikil þörf á tvöföldun brautarinnar suður til Kapla- krika. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð Verkfræði- stofunnar Hnits hf, í sam- starfi við Vinnustofuna Þverá ehf, sem hefur að geyma frumdrög að breikkun Reykjanesbrautar milli Fífu- hvammsvegar í Kópavogi og Kaplakrika í Hafnarfirði. Vegkaflinn er í landi Kópa- vogs og Garðabæjar og liggja bæjarmörkin um Arnarnes- veg. Í greinargerðinni kemur fram að áætlaður heildar- kostnaður við framkvæmdirn- ar, þ.e. tvöföldunina, gerð mislægra gatnamóta og veg- ganga, sé um 1,3 milljarðar króna. Verkið er unnið í sam- vinnu Vegagerðarinnar, Kópavogs og Garðabæjar en Hafnarfjörður kom einnig lauslega að því. Umferð eykst með tilkomu Smáralindar Í greinargerðinni segir að umferðarspár áranna 2005, 2010 og 2020 geri ráð fyrir mjög mikilli umferðaraukn- ingu á Reykjanesbraut strax á næstu árum og því sé nauð- synlegt að ráðast fljótlega í framkvæmdir svo komast megi hjá alvarlegum umferð- artöfum á álagstímum. Í greinagerðinni kemur fram að umferð vegna fyrir- hugaðs verslunarkjarna í Smáralind í Kópavogi muni hafa mikil áhrif á umferð á svæðinu. Ráðgert er að opna verslunarmiðstöðina í haust og í greinargerðinni segir að þá strax megi búast við því að hagsmunaaðilar í Kópavogi muni koma fram með óskir um að tvöfalda Reykjanes- brautina suður fyrir Arnar- nesveg. Í greinargerðinni kemur einnig fram að það valdi mikilli óvissu í umferð- arspám hvernig möguleg jarðgöng frá Hlíðarfæti við Öskjuhlíð undir Kópavog muni tengjast Reykjanes- braut. Byggingu austurakbrautar Reykjanesbrautar frá Fífu- hvammsvegi suður til Kapla- krika er í frumdrögum skipt í þrjá áfanga og er ráðgert á þeim tíma að byggja mislæg gatnamót við Arnarnesveg og Vífilsstaðaveg og fimm undir- göng og veggöng við Hnoðra- holtsbraut. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir tvöföldun Reykjanes- brautar suður fyrir Arnarnes- veg og mislægum gatnamót- um þar, sem og tvennum undirgöngum. Framkvæmda- tími 1. áfanga samkvæmt vegaáætlun er árin 2003–2004 en frumdrög benda á nauðsyn þess að hann verði unnin árin 2002–2003. Áætlaður fram- kvæmdakostnaður er 670 milljónir króna. Í öðrum áfanga er gert ráð fyrir tvöföldun Reykjanes- brautar frá Arnarnesvegi að Vífilsstaðavegi og mislægum gatnamótum þar. Í þessum áfanga er einnig gert ráð fyrir þrennum undirgöngum. Framkvæmdatími 2. áfanga er áætlaður árið 2006 en sam- kvæmt frumdrögum er mikil þörf á honum strax eftir að 1. áfanga lýkur. Áætlaður fram- kvæmdakostnaður er um 500 milljónir króna. Í þriðja áfanga er gert ráð fyrir tvöföldun Reykjanes- brautar frá Vífilsstaðavegi og að Kaplakrika. Fram- kvæmdatími er áætlaður árið 2008 en samkvæmt frumdrög- um er mikil þörf á að ráðast í hann strax eftir að 2. áfanga lýkur. Kostnaður við 3. áfanga 190 milljónir króna. Umferðarspár áranna 2005, 2010 og 2020 sýna þá umferð sem búist er við að verði á vegkaflanum miðað við gefna verkáfanga, umferðaraukn- ingu á höfuðborgarsvæðinu og áætlaða þróun nálægrar byggðar á tímanum. Árið 2005, þegar 1. áfanga framkvæmdanna er lokið, er gert ráð fyrir að það verði komin mikil umferð á einfalda Reykjanesbraut sunnan Arn- arnesvegar suður til Kapla- krika, eða um 13.000 bílar á sólarhring í hvora átt. Það er því talið áríðandi, eins og kom fram að ofan, að ráðast í 2. og 3. áfanga verksins sem fyrst eftir að 1. áfanga lýkur. Í greinargerðinni var um- ferðarástand ársins 2010 skoðað miðað við að tvöföldun Reykjanesbrautar til Kapla- krika væri lokið. Samkvæmt spánni munu um 18.000 bílar aka um Reykjanesbraut sunnan Vífilsstaðavegar á hverjum sólarhring í hvora átt. Miðað við ofangreindar spár áranna 2005 og 2010 verður á stuttum tíma um 50% aukning á umferð þess vegkafla sem verður tvöfald- aður hverju sinni og á það að endurspegla þörfina á tvöföld- un Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi suður til Hafnarfjarðar. Brýnt að hefja fram- kvæmdir á næsta ári Höfuðborgarsvæðið                                  ! " # ! $% "  & '! ( ) * "   " + ,  - !  ( .                   / 01 0   0    1 $     (2       /!34!" 3-5"#*" !   6   "7 8 3 32    1 3  0 7    Tvöföldun Reykjanesbrautar og tengd umferðarmannvirki kosta um 1,3 milljarða króna BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi á þriðjudag að ekki væri tilefni til að opna á ný fyrir umferð um Bólstað- arhlíð. Gegnumakstur um Bólstaðarhlíð var bannaður árið 1999 og götunni lokað við Skaftahlíð. Í tengslum við breytinguna var m.a. biðstöð strætisvagna flutt frá íbúðum aldraðra. Rökin fyrir lokuninni voru þau að draga úr slysahættu en börn, sem búa í fjölbýlishús- um austan götunnar, fara m.a. yfir hana í Háteigsskóla. Lok- unin sætti hins vegar mót- mælum, m.a. frá íbúum í íbúð- um aldraðra við götuna. Á fundi í samgöngunefnd borgarinnar nýlega var kynnt bréf yfirverkfræðings um- ferðardeildar borgarinnar varðandi reynslu af lokun göt- unnar. Nefndin samþykkti bókun þar sem fram kemur að hún telur, í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um umferðar- þunga og slysatíðni í Bólstað- arhlíð og nálægum götum, að ekki sé tilefni til að opna á ný fyrir umferð um götuna. Ákvörðun um lokun verður þó endurskoðuð í ljósi nýrra upp- lýsinga næsta haust. Borgar- ráð staðfesti samþykktina. Bólstaðar- hlíð áfram lokuð Hlíðar FORSVARSMENN Orku- veitu Reykjavíkur og Frum- herja hf. undirrituðu í gær tvo samninga, sem metnir eru á tæpa 1,2 milljarða króna. Annars vegar er um að ræða samning um kaup Frumherja á tveimur mælaprófunar- stöðvum Orkuveitu Reykja- víkur og hins vegar þjónustu- samning fyrirtækjanna þar sem Frumherji tekur að sér þjónustu við Orkuveituna á þessu sviði. Á blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni í höfuðstöðvum Frumherja að Hesthálsi í Árbæ kom fram að samningarnir væru liður í að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi orkuveitna og breytingum sem vænta mætti við nýskipan orkumála. Kaupverð prófunarstöðv- anna er 259 milljónir króna en þjónustusamningurinn, sem er til 5 ára eins og áður sagði, er metinn á 910 milljónir króna eða ríflega 182 milljón- ir á ári. Orkuveita Reykjavíkur hefur rekið tvær prófunar- stöðvar, aðra vegna raforku- kmæla en hina vegna mæla fyrir heitt og kalt vatn. Stöðv- arnar hafa annast innflutning og prófun á rafmagns- og rennslismælum fyrir veitu- svæði fyrirtækisins. Þá hafa prófunarstöðvarnar rekið verkstæði, sinnt viðhaldi og haldið lager. Með kaupunum á prófunar- stöðvunum tekur Frumherji að sér alla starfsemi stöðv- anna, eignarhald rafmagns- og rennslismála og uppsetn- ingu þeirra á veitusvæði Orkuveitunnar. Fyrirtækið mun taka við rekstrinum um mánaðamótin. Verð á rafmagni og vatni breytist ekki Ekki á að segja upp neinum starfsmanni Orkuveitunnar vegna þessara breytinga. Orkuveitan og Frumherji hafa samið um forgang starfs- manna Orkuveitunnar að störfum á þessu sviði hjá Frumherja, en með kaupum á stöðvunum skapast 9 stöðu- gildi hjá Frumherja. Sala prófunarstöðvanna og þjónustusamningur Orkuveit- unnar og Frumherja mun ekki hafa áhrif á verð á raf- magni, köldu eða heitu vatni á veitusvæði Orkuveitu Reykja- víkur. Þá mun Orkuveitan áfram annast öll samskipti við orkukaupendur og sinna út- kallsþjónustu. Orkuveita Reykjavíkur einkavæðir hluta af starfseminni Gengið að tæplega 1,2 milljarða króna tilboði Frumherja hf. Reykjavík Morgunblaðið/Jim Smart Óskar Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Frumherja hf. (t.v.), og Ásgeir Margeirsson, aðstoð- arforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, undirrita kaupsamning á mælaprófunarstöðvum Orku- veitunnar og fimm ára þjónustusamning.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.