Morgunblaðið - 15.03.2001, Síða 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 15
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
UMFANGSMIKILLI tilraun Hita-
og vatnsveitu Akureyrar, nú Norður-
orku, með dælingu á bakrásarvatni
frá dreifikerfi hitaveitunnar á Akur-
eyri niður í jarðhitakerfið á Lauga-
landi í Eyjafjarðarsveit lauk formlega
fyrir rúmu ári. Franz Árnason, fram-
kvæmdastjóri Norðurorku, sagði að
niðurdælingin væri nú hluti af orku-
vinnslu fyrirtækisins og skipti þar
verulegu máli.
„Niðurdælingin er um 8% af heild-
arorkuframleiðslu hitaveitunnar. Ár-
angurinn af þessu verkefni er mun
meiri en bjartsýnustu menn þorðu að
vona,“ sagði Franz. Fyrir utan þann
ávinning sem er af orkuvinnslunni er
verkefnið einnig umhverfisvænt þar
sem nýting auðlindarinnar eykst
verulega og rennsli á volgu vatni um
fráveitukerfi bæjarins minnkar.
Tilraunaverkefnið hófst í septem-
ber 1997 og stóð í rúm tvö ár. Tilgang-
urinn var að sýna fram á að með nið-
urdælingu vatns mætti auka
umtalsvert orkuvinnslu og afl jarð-
hitasvæðisins á Laugalandi á mjög
hagkvæman hátt. Þar er nægur hiti í
jörðu en vatn skortir í jarðlögum til
að ná hitanum til yfirborðs. Lögð var
plastlögn frá dælustöð hitaveitunnar
við Þórunnarstræti um 12 km leið að
Laugalandi.
Eftir plaströrinu er dælt um 15
gráða heitu bakrásarvatni frá Akur-
eyri en á Laugalandi er vatninu dælt
undir háum þrýstingi niður í djúpar
holur, sem ekki höfðu verið notaðar
vegna þess hversu lítið vatn þær gáfu.
Vatnið dreifist um 90–100 gráða heitt
bergið á 500–2.000 metra dýpi, hitnar
þar og er síðan dælt upp á ný 90–95
gráða heitu um vinnsluholur veitunn-
ar til viðbótar því vatni sem þegar er
dælt upp.
Heildarkostnaður
135 milljónir króna
Þessu verkefni fylgdu umfangs-
miklar rannsóknir og m.a. voru settir
niður jarðskálftamælar á svæðinu.
Þeim var ætlað að mæla smáskjálfta
sem menn töldu að kæmu fram þegar
köldu vatninu væri dælt niður í heitt
bergið. „Það hafa ekki komið fram
neinir skjálftar en vísindalegar skýr-
ingar eru til á því,“ sagði Franz.
Að tilrauninni stóðu, ásamt Hita-
og vatnsveita Akureyrar, Orkustofn-
un, Háskólinn í Uppsölum, RARIK
og Hoechest Danmark A/S. Lang-
mestur hluti rannsóknarvinnunar
hvíldi á herðum starfsmanna Orku-
stofnunar en háskólinn í Uppsölum sá
um jarðskjálftamælingarnar. Verk-
efnið hlaut 50 milljóna króna styrk frá
Evrópusambandinu en heildarkostn-
aður við tilraunaverkefnið var um 135
milljónir króna. Rekstrarkostnaður
við niðurdælinguna er nú nánast ein-
göngu fólginn í raforkukaupum
vegna dælinga.
Farnir að sjá möguleika víðar
Ólafur G. Flóvenz hjá Orkustofnun
sagðist mjög sáttur við hvernig til
tókst með tilraunaverkefnið. „Þetta
fór kannski ekki nákvæmlega eins og
við héldum en að mörgu leyti betur.
Niðurdælingin er orðin fastur liður í
orkuvinnslunni og menn eru farnir að
opna augun fyrir þessum möguleika
víðar.“
Spurður um hugsanlega kælingu
vinnsluholanna sem bakrásavatninu
er dælt í, sagði Ólafur að menn hefðu
reiknað með að kælingin yrði um 1
gráða á ári og því myndi niðurdæl-
ingin borga sig í 20–25 ár. „Við höfum
þó ekki með vissu séð neina kælingu
ennþá, alla vega minni en við reikn-
uðum með. Á móti kemur að náum
ekki aftur upp öllu því vatni sem við
setjum niður. Til skamms tíma litið
náum við 2⁄3 af vatninu sem við dælum
niður á Laugalandi en hluti af vatninu
kemur fram á Ytri-Tjörnum þar
skammt frá og er því líka að hafa áhrif
á vatnsbúskapinn þar.“
Ólafur sagði að menn hefðu verið
farnir að fikra sig áfram með niður-
dælingu á Laugalandi í Holtum. Þeg-
ar jarðskálftarnir gengu yfir við
Hellu sl. sumar hrundi vatnsborð nið-
ur um meira en 100 metra á aðal-
vinnslusvæði Hitaveitu Rangæinga.
„Þar voru menn nýbúnir að tengja
vinnslusvæðið í Kaldárholti með lögn
að Laugalandi í Holtum, sem er nokk-
urra kílómetra leið. Vatnið í Kaldár-
holti var ekki nema 68 gráða heitt en
með því dæla vatninu ofan í Lauga-
landskerfið, þar sem vatnið er 100
gráða heitt, var hægt að taka það upp
heitara og flýta fyrir að jafnvægi
kæmist þar á eftir skjálftana.“
Fyrri tilraunir
HVA og Orkustofnun gerðu niður-
dælingarprófun á Laugalandi í Eyja-
fjarðarsveit árið 1991 og var þá dælt
niður heitu vatni og viðbrögð kerfis-
ins mæld. Niðurstöður þeirrar til-
raunar lofuðu góðu og voru grund-
völlur þess að ráðist var í þetta
umfangsmikla verkefni.
Undanfarin 5–6 ár hefur bakrásar-
vatni verið dælt niður í holur á Krist-
nesi og kringum Laugaborg í Eyja-
fjarðarsveit. Franz sagði að
niðurdælingin hefði ekki haft merkj-
anleg áhrif á þessum svæðum, þ.e. að
þau kólnuðu ekki en hins vegar hefði
vatnsborðið hækkað. Ekki hafa farið
fram sérstakar rannsóknir vegna
þessa.
Frekari orkuöflun
Síðastliðið sumar var ráðist í svo-
kallaða stefnuborun á Laugalandi á
Þelamörk, þar sem farið var með bor-
búnað niður í gamla holu og borað út
úr henni í ákveðna átt niður á 1.714
metra dýpi. Franz sagði að þessi
framkvæmd hefði gefist vel. Dæling
ínn á veitukerfið úr þessari holu hófst
í nóvember sl. Vatnið úr holunni er
heitara en á öðrum vinnslusvæðum
veitunnar, eða um 103 gráður og
magnið er, enn sem komið er, tölvert
meira en úr holunni þeirri sem dælt
var úr áður. „Ég vonast eftir því að
orkuframleiðslan á Laugalandi á
Þelamörk geti aukist um 80%, sem er
um 5% heildaraukning á orkuöflun
hitaveitu Norðurorku. Hins vegar
þarf að dæla úr holunni í 1–2 ár áður
en það liggur endanlega fyrir.“
Niðurdæling bakrásarvatns á Laugalandi orðin hluti af orkuvinnslu Norðurorku
„Árangur meiri en bjartsýn-
ustu menn þorðu að vona“
Alls voru lagðir 12 km af plastlögn frá dælustöð hitaveitunnar við Þór-
unnarstræti að Laugalandi í Eyjafjarðarsveit, fyrir bakrásarvatn í
tengslum við niðurdælinguna.
TRÍÓIÐ Guitar Islancio leik-
ur á tónleikum á Gamla Bauk
á Húsavík í kvöld, 15. mars
kl. 21. Tríóið skipa þeir Björn
Thoroddsen og Gunnar Þórð-
arson á gítara og Jón Rafns-
son á kontrabassa.
Á efnisskránni kennir ým-
issa grasa; íslensk þjóðlög í
jazzútsetningum, lög eftir
Duke Ellington, George
Gershwin, Chick Corea o.fl.
auk laga eftir þá Björn og
Gunnar. Þeir hafa gefið út tvo
geisladiska sem innihalda að
mestu íslensk þjóðlög og hafa
þeir báðir fengið frábærar
viðtökur. Tónleikarnir hefjast
eins og áður sagði kl. 21.
Guitar
Islancio á
Gamla Bauk
BANDALAG íslenskra skáta
heldur Skátaþing dagana 16.–
18. mars. Þingið verður hald-
ið í Verkmenntaskólanum á
Akureyri og hefst setning kl.
20 föstudaginn 16. Þingið
sitja forsvarsmenn skátafé-
laga á landinu en einnig
fulltrúar stjórnar, ráða og
nefnda BÍS. Við setninguna
verður formlega opnuð ný
heimasíða Bandalags ís-
lenskra skáta, www.scout.is.
Auk hefðbundinna aðal-
fundarstarfa mun Skátaþing
fjalla um öryggi í skátastarfi,
samstarf foreldra og skáta,
aukin gæði í skátastarfi og
stöðu skátastarfs í nútíma
samfélagi. Á þinginu verða
einnig kynnt margvísleg mál-
efni sem varða skátastarf s.s.
Landsmót skáta 2002 sem
haldið verður á Hömrum við
Akureyri, þjónustusamningur
SkátafélagsinsVífils við
Garðabæ, Fararstjórn á
skátamót erlendis, nýbreytni
í ylfingastarfi, skátamiðstöðv-
ar í Englandi, áhrif ungs
fólks á stefnumörkun í skáta-
starfi og fjarnám í félags- og
tómstundafræðum við Kenn-
araháskóla Íslands.
Skátaþing
hefst á
Akureyri
LEIKFÉLAG Akureyrar ætlar að
endurflytja leikritið Berfætlingana
eftir Guðmund L. Friðfinnsson ann-
að kvöld, 16. mars, kl. 20. Leikritið
var leiklesið í Samkomuhúsinu á Ak-
ureyri í febrúar síðastliðnum og var
gerður mjög góður rómur að þessari
nýbreytni, þótti leikritið skemmti-
legt og flutningur góður, segir í
fréttatilkynningu.
Guðmundur fagnaði 95 ára afmæli
sínu í desember síðastliðnum og
jafnframt átti hann 50 ára rithöfund-
arafmæli á sl. ári.
Leikritið fjallar um leitina í brjósti
mannsins, leitina að sjálfum sér og
tilgangi lífsins, og hversu okkur er
gjarnt að villast á þeim vegi. Samtöl
verksins eru víða gamansöm á yfir-
borðinu og ærslafengin, en undir-
tónninn er alvarlegur.
Leikstjóri verksins er Skúli
Gautason og sér hann jafnframt um
útlit leiklestursins.
Leikarar eru: Þráinn Karlsson,
Saga Jónsdóttir, Aðalsteinn Berg-
dal, Valgeir Skagfjörð, Þorsteinn
Bachmann, Hinrik Hoe Haraldsson,
Þóranna Kristín Jónsdóttir, Sigríður
Eyrún Friðriksdóttir, Bragi Har-
aldsson og Guðbrandur Guðbrands-
son.
Tveir síðastnefndu leikararnir
koma frá Leikfélagi Sauðárkróks.
Allir hinir eru frá Leikfélagi Akur-
eyrar. Þetta er samstarfsverkefni
Leikfélagsins, Menor og Leikfélags
Sauðárkróks.
Berfætlingarnir
endurfluttir
ÁGÆTIS kropp hefur verið und-
anfarna daga hjá smábátasjómönn-
um á Akureyri sem róa með línu.
Þá eru þeir sem eru á netum einnig
farnir að reyna fyrir sér og í gær
kom Tryggvi Valsteinsson á Svani
Þór EA með tæp 400 kg af þorski
að landi.
Stefán Baldvinsson á Elvu Dröfn
EA fékk m.a. um 250 kg af þorski á
línu í gær og hann sagði að ágætis
kropp hefði verið síðasta mánuðinn
en þó væri dagamunur á. Trillu-
karlarnir hafa verið á veiðum við
Svalbarðseyri og út undir Hörg-
árgrunni. Fimm smábátar stunda
línuveiðar frá Akureyri og svipaður
fjöldi mun gera út á net á næstunni.
Morgunblaðið/Kristján
Smábátasjómenn hafa fengið þokkalegan afla á línu að undanförnu.
Ágætis kropp á línu
JÓHANNA Friðfinnsdóttir hefur
opnað málverkasýningu á Café Kar-
ólínu í Kaupvangsstræti á Akureyri.
Þar sýnir Jóhanna 15 myndir, en við-
fangsefni hennar er landslag og
blóm.
Jóhanna er fædd á Akureyri árið
1947. Hún hefur stundað nám í
Listaskóla Arnar Inga á Akureyri
síðustu 5 ár. Einnig vinnur hún með
fjölbreytt handverk en Jóhanna
starfrækir vinnustofu fyrir hand-
verk í Borgarhlíð 7 og eru hún öllum
opin. Þar býður Jóhanna upp á fjöl-
breytt námskeið í handverki.
Sýning Jóhönnu á Karólínu er op-
in á afgreiðslutíma staðarins fram til
10. apríl næstkomandi.
Jóhanna sýnir á Karólínu