Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 20

Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Akureyri - Mikil umræða hefur verið hér á landi sem erlendis um sjúkdóma í búfénaði víða um Evrópu og hræðslu vegna þeirra. Þar ber umræðuna um smithættu, innan héraða og milli landa, hæst og ekki að ástæðulausu. Nú síðast er það gin- og klaufaveiki sem herjar á búfénað á Bretlandi og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Smitleiðir eru margar og því er mjög erftitt að koma í veg fyrir útbreiðslu veik- innar, eins og reyndar hefur komið á daginn. Nú síðast óskaði yfirdýralæknir eftir að fá að skjóta nokkra farfugla sem koma yfir hafið til þess að athuga hvort þeir bæru með sér smit. Árni Logi Sigurbjörnsson, hjá Meindýra- vörnum Íslands á Húsavík, segir að í allri þess- ari umræðu gleymi menn að líta sér nær, enda sé ástandið í mengunarvörnum hérlendis víða mjög slæmt og smitleiðir allt of greiðar. Árni Logi vinnur að eyðingu meindýra víða um land og hann segir að sveitarfélögin standi alls ekki í stykkinu og þaðan af síður Hollustuvernd rík- isins, sem hafi yfir heilbrigðisnefndum sveit- arfélaganna að segja. „Eins og Hollustuvernd er uppbyggð í dag er hún gjörsamlega bráðó- nýt stofnun. Það er kosið pólitískt í þessar heil- brigðisnefndir um landið og allar ákvarðanir teknar pólitískt, burtséð frá hollustu eða öðru.“ Rottur, mýs, vargfugl, skordýr, minkur og refur eru á meðal þeirra kvikinda sem verða á vegi Árna Loga í starfi sínu. Hann segir ekki nóg að fyrirtæki í matvælaframleiðslu standi sig vel í þessum efnum og vinni að eyðingu meindýra á sínum svæðum. „Það er alltaf verið að krefja þá aðila sem vinna að framleiðslu matvæla um að standa sig í þessum efnum. Það er bara alls ekki nóg á meðan ekkert er gert á svæðum í kringum þessi fyrirtæki, sem eru á ábyrgð sveitarfélaganna. Því er ekki hægt að gera matvælaframleiðendur ábyrga fyrir þeirri slæmu stöðu sem uppi er.“ Hefur náð yfir 100 rottum í einu Baráttan við rottur og mýs í þéttbýlinu tek- ur mikinn tíma af starfi meindýraeyðisins og Árni Logi segir að þar sem tekið hafi verið á hlutunum af festu og á réttan hátt hafi rottum verið gereytt. „Það vantar að fá fram hver það er sem tekur ákvörðun um að ráðast gegn þessum vágesti og hvar ábyrgðin liggur. Ég er búinn að sýna það og sanna, m.a. á Austfjörð- um, Eyjafirði og Hrísey, að þar er rottulaust, enda hefur þar verið tekið skipulega á málum. Hins vegar er ástandið t.d. á Akureyri og víðar alls ekki nógu gott.“ Árni Logi hefur náð yfir 100 rottum í einu og sama fyrirtækinu í sömu ferð, en þar sé aðeins um brot af þeim rottum sem drepast í áhlaupi hans að ræða, þar sem hann nái aldrei til þeirra allra. „Á þeim tíma sem einangrunarstöðin í Hrísey var sett á laggirnar var umhverfið þannig að þar var allt morandi í rottu og við hreinsun þar var ég að drepa yfir 1.000 rottur á einni viku.“ Árni Logi segir rottur, mýs og vargfugl helstu smitberana og í raun megi segja t.d. um hettumávinn að hann sé fljúgandi rotta að sumarlagi og þá er hrafninn mikið á ferðinni í ætisleit. Hins vegar sé rottan mun staðbundnari. Árni Logi gerir einnig urðun á matvælaúr- gangi og sauðfé sem fellt er vegna riðuveiki að umtalsefni og segir að í þeim efnum sé víða pottur brotinn. Rottur, mýs og vargfugl eigi allt of greiðan aðgang að slíkum urðunarstöð- um og í sumum tilfellum sé matvælaúrgangi heinlega fleygt á víðavangi, án afskipta heil- brigðisyfirvalda. Kakkalökkum og öðrum skordýrum fjölgar Árni Logi segir að kakkalakkar, sem ekki hafa sést nema í amerískum bíómyndum, séu vaxandi vandamál hér á landi í kjölfar stórauk- ins innflutnings, t.d. á grænmeti, og mikillar aukningar á ferðalögum fólks milli landa. Hann segist hafa eytt miklu af kakkalökkum í heimahúsum hérlendis, enda hafi þeim fjölgað mikið þar sem skilyrði eru „í lagi“. Hann nefnir einnig silfurskottur, kornbjöllur, húsamaura, veggjatítlur og geitunga sem vaxandi vanda- mál hér á landi. „Almenningur hefur ekki kunnáttu til að bregðast við þessum óboðnu gestum og því hefur allt of lítið verið gert í bar- áttunni gegn þeim.“ Ferðatöskum með sérstökum hjólabúnaði fjölgar stöðugt hjá ferðalöngum og að sögn Árna Loga eru rými í töskunum fyrir hjóla- búnaðinn kjörleið fyrir t.d. skordýr, en ekki sést inn í þessi rými þótt sjálfar töskurnar séu opnaðar. Síðan gangi þessar töskur manna í milli og séu notaðar í ferðalögum víða um heim. Það sé því að mörgu að hyggja, enda leiðirnar margar. Minkur og refur friðlýstur Í Öxarfjarðarhreppi hefur Árni Logi haft eyðingu minks með höndum og á síðasta ári felldi hann nokkur hundruð dýr í hreppnum. Hann gerir hins vegar alvarlegar athugasemd- ir við að ekki megi eyða minki í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. „Svæðið austan og vestan Jökulsár á Fjöll- um er friðlýst fyrir minka og refi af Náttúru- vernd ríkisins og geta menn því átt á hættu að lenda á bak við lás og slá stundi þeir veiðar þar. Það má ekki einu sinni hreyfa við geitungabúi á svæðinu.“ Framkvæmdastjóri Meindýravarna Íslands vegna umræðu um dýrasjúkdóma og smitleiðir Minkur með rjúpu í kjaftinum sem hann náði í bæli í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfr- um. Vert er að geta þess að minkurinn er friðaður á þessu svæði. Morgunblaðið/Árni Logi SigurbjörnssonRottur, mýs og vargfugl eru helstu smitberarnir, að sögn Árna Loga Sigurbjörnssonar hjá Meindýravernd Íslands, en hann hefur náð allt að 100 rottum í einu hjá sama fyrirtækinu, en aðeins næst brot af því sem drepst í hverju áhlaupi. Matvælaúrgangi er fleygt á víðavangi þar sem er greið leið að honum. Ástandið í meng- unarvörnum víða mjög slæmt Stykkishólmi - Sérstakt námskeið var haldið í Stykkishólmi um helgina, þar fór fram kajak- námskeið. Það voru tveir Hólm- arar, Magnús Sigurðsson og Ást- hildur Sturludóttir, sem tóku sig til og stóðu fyrir námskeiðinu. Hjá þeim hefur blundað áhugi fyrir að sigla á kajak og við Breiðafjörð eru góðar aðstæður. Þau komu sér í samband við ferðaskrifstofuna Ultima-Thule, sem sérhæfir sig í kajakferðum. Komu tveir leiðbein- endur frá því fyrirtæki og kenndu ellefu þátttakendum tökin á að sigla kajak. Kennsla var bæði bók- leg og verkleg. Verklegi hlutinn fór fram í sundlauginni og kom sér vel að hafa stóra og góða laug. Það var of kalt að æfa á sjónum. Fæstir þátttakenda höfðu siglt á kajak áð- ur, en ævintýraþráin hvatti fólkið til þátttöku. Að sögn Magnúsar Sigurðssonar gekk námskeiðið vel og allir voru ánægðir. Hann vonast til að fram- hald verði á og að hópurinn sem sótti námskeiðið stofni með sér félag til að stunda kajaksiglingar á Breiðafirði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Sundlaugin í Stykkishólmi kemur á mörgum sviðum í góðar þarfir. Um helgina var siglt á kajökum fram og til baka og þar var hlýrra fyrir þátt- takendur að detta í heita laugina en í kaldan Breiðafjörðinn. Kajaknámskeið í Stykkishólmi FRAMKVÆMDIR við nýtt íþróttahús í Vestmannaeyjum ganga samkvæmt áætlun en nýi salurinn, sem verður um 2.700 fer- metrar, mun tengjast núverandi íþróttasal og sundlaug, með um 300 fermetra tengibyggingu. Heildarflatarmál íþróttamiðstöðv- arinnar í Eyjum verður því um 6.300 fermetrar á einni hæð. Gert er ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun 1. desember en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 300 milljónir króna. Vignir Guðnason, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, sagði að mikil þörf hefði verið á nýjum íþróttasal í bænum vegna mikillar eftirspurnar eftir æfingaplássi. Hann sagði að með tilkomu nýja salarins væru Eyjamenn komnir með eina glæsilegustu íþróttaað- stöðu á landinu, þ.e. íþróttasali, sundlaug og líkamræktaraðstöðu allt undir einu þaki. Hann sagðist ekki vera í vafa um að aðstaðan myndi nýtast vel og benti á að um 240 þúsund manns hefðu komið í íþróttamiðstöðina á síðasta ári. Hægt verður að skipta nýja hús- inu annaðhvort upp í tvo sali af sömu stærð og gamli salurinn er eða fjóra minni sali. 30 manns vinna við bygg- inguna í vor og fram á haust Ársæll Sveinsson, einn af eig- endum Steina og Olla, verktakanna sem sjá um verkið, sagði að fram- kvæmdir við grunninn hefðu hafist í byrjun júlí og lokið um miðjan ágúst. Hann sagði að framkvæmd- ir hefðu síðan hafist aftur af fullum krafti í október og vegna góðs tíð- arfars í vetur hefðu þær gengið mjög vel. Um 15 til 20 manns hafa unnið við bygginguna í vetur en búast má við að um 30 manns verði við vinnu á staðnum í vor og fram á haust. Auk þess að byggja nýtt íþrótta- hús og tengibyggingu hefur verið unnið að því að klæða alla íþrótta- miðstöðina að utan. Kostnaður um 300 milljónir Nýr 2.700 fermetra íþróttasalur í byggingu í Eyjum Ársæll Sveinsson, til vinstri, og Vignir Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.