Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ YOWERI Museveni, forseti Úg- anda, hélt velli í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu á mánudag. Úrslitin voru tilkynnt í gær og sigr- aði Museveni með yfirburðum, 69,3% atkvæða. Helsti keppinautur hans, Kizza Besigye, hlaut 27,8% fylgi, en hann lýsti því yfir áður en úrslitin voru gerð kunn að hann myndi ekki viðurkenna þau. Besigye, sem var áður samherji Musevenis, heldur því fram að kosn- ingasvikum hafi verið beitt og sendi á þriðjudag bréf til yfirkjörstjórnar, þar sem hann krefst þess að kosn- ingarnar verði endurteknar. Besigye fullyrðir að fölsuðum kjörseðlum hafi verið komið fyrir í kjörkössum, ógnunum hafi verið beitt og að eft- irlitsmenn annarra frambjóðenda en forsetans hafi verið reknir á brott frá kjörstöðum. Að minnsta kosti tveir af hinum frambjóðendunum fjórum hafa tekið undir ásakanir Besigyes, en þeir fengu hvor um sig um 1% at- kvæða í kosningunum. Besigye hefur gefið til kynna að hann muni vefengja úrslitin fyrir dómstólum, en formaður yfirkjör- stjórnar, Aziz Kasujja, þvertekur fyrir að brögð hafi verið í tafli. Upp- lýsingamálaráðherrann Basoga Nsadhu, sem stjórnaði kosningabar- áttu Musevenis, vísaði því einnig á bug að svikum hefði verið beitt. „Þessar ásakanir eiga ekki við rök að styðjast, því stjórnarandstaðan veit að það er erfitt að falsa kosningaúr- slit í þessu landi,“ sagði Nsadhu í samtali við AFP-fréttastofuna í gær. Erlendir fréttamenn höfðu þó eftir íbúum þriggja þorpa í suðvestur- hluta landsins að bæjaryfirvöld hefðu merkt við nafn Musevenis á kjörseðlum allra þorpsbúanna og að þeim hefði verið meinað að kjósa. Sprengja sprakk á leigubílastöð í Kampala í gærkvöld, sem lögregla sagði hafa verið heimatilbúna. Að minnsta kosti ein kona lét lífið og sex særðust, þar af fimm alvarlega. Óljóst var hvort sprengitilræði þetta tengdist kosningaúrslitunum. Museveni vel liðinn á Vesturlöndum Yoweri Museveni, sem er 56 ára gamall, komst til valda árið 1986, eft- ir fimm ára borgarastríð. Stjórnar- skrá tók gildi í Úganda árið 1995 og ári síðar var Museveni kosinn forseti í frjálsum kosningum. Hann hefur verið vel liðinn á Vesturlöndum fyrir að hafa komið á lýðræði í landinu og aðhyllast viðskiptafrelsi. Kizza Besigye, sem er 44 ára gam- all, er fyrrverandi herforingi og einkalæknir Musevenis, en þeir voru samherjar í borgarastríðinu á 9. ára- tugnum. Helsta stefnumál Besigyes í kosningunum var baráttan gegn spillingu í stjórnkerfinu. Yoweri Museveni hélt velli í forsetakosningunum í Úganda Óstaðfestar ásakanir á lofti um kosningasvik Kampala. AFP, AP. AP Stuðningsmenn Yoweris Museveni Úgandaforseta fagna á götum Kampala eftir að tilkynnt var um kosningasigur hans í gær. LÍKUR benda til að sósíalistinn Bertrand Delanoë verði næsti borg- arstjóri Parísar, miðað við niður- stöðu fyrri umferðar sveitarstjórn- arkosninganna í Frakklandi sl. sunnudag. Hann hefur ekki verið mjög áberandi í frönskum stjórn- málum, þótt pólitískur ferill hans sé langur, og þrátt fyrir að hann sé kunnasti samkynhneigði stjórnmála- maðurinn í Frakklandi hefur hann ekki haft hátt um kynhneigð sína. Delanoë fæddist í Túnis og er fimmtugur að aldri. Hann lagði stund á lögfræði og hagfræði í há- skólanum í Toulouse og stofnaði að námi loknu almannatengslafyrirtæki í París. Hann var kosinn í borgar- stjórn Parísar árið 1977, þegar henni var komið á fót að nýju, og hefur átt sæti þar síðan. Frami Delanoës í stjórnmálum hófst fyrir alvöru um 1980, þegar Francois Mitterrand varð fyrsti forseti fimmta lýðveldis- ins úr röðum sósíalista. Árið 1981 var hann kjörinn á franska þingið og gerður að talsmanni Sósíalista- flokksins og tveimur árum síðar tók hann sæti í framkvæmdastjórn flokksins. Um miðjan 9. áratuginn fór þó að halla undan fæti fyrir Delanoë á stjórnmálasviðinu, en vegna kjör- dæmabreytinga neyddist hann til að bjóða sig fram til þingsins fyrir kjör- dæmi utan Parísar, Avignon, og náði ekki kjöri. Hann sneri sér þá aftur að almannatengslum og ráðgjöf. En Delanoë var þó ekki reiðubú- inn að gefa stjórnmálaframann upp á bátinn. Hann varð oddviti stjórnar- andstöðunnar í borgarstjórn Parísar árið 1993 og var kjörinn til setu í öld- ungadeild þingsins fyrir París árið 1995. Sama ár gaf hann fyrst kost á sér sem borgarstjóri, en hafði ekki erindi sem erfiði. Styrkurinn felst í því að vera óþekktur Bertrand Delanoë var reyndar ekki fyrsti kostur Sósíalistaflokksins í slaginn um borgarstjóraembættið. Upphaflega var ætlunin að Domini- que Strauss-Kahn, fyrrerandi fjár- málaráðherra, leiddi sósíalista í borginni, en hann datt út úr mynd- inni þegar rannsókn var hafin á fjár- reiðum hans. Annar kosturinn var Jack Lang, eða þangað til Lionel Jospin skipaði hann í embætti menntamálaráðherra. Báðir þessir menn eru orðlagðir fyrir persónutöfra, en Delanoë þykir ekki sérlega litríkur stjórnmálamað- ur. Hann þykir hins vegar trúverð- ugur og traustlegur og hefur aldrei verið bendlaður við hneykslismál, sem hafa ekki verið fátíð í frönskum stjórnmálum. „Styrkur Delanoës felst í því að hann er óþekktur,“ er haft eftir Jospin, en þeir hafa verið vinir og samherjar um langt árabil. Þótt Delanoë hafi aldrei haft hátt um kynhneigð sína er hann þó ef til vill þekktastur fyrir að vera samkyn- hneigður stjórnmálamaður. „Ég vildi helst að fólki væri alveg sama,“ sagði Delanoë þegar hann kom op- inberlega „út úr skápnum“ í sjón- varpsþætti árið 1998. Hægrimenn semja Frambjóðendur hægrimanna í borgarstjórnarkosningunum, Phil- lippe Séguin, frá RPR-flokki Jacq- ues Chiracs Frakklandsforseta, og borgarstjórinn Jean Tiberi, sem var meðlimur í RPR en býður nú fram á eigin vegum, náðu á þriðjudagskvöld samkomulagi um bandalag í seinni umferð kosninganna, sem fram fer nk. sunnudag. Tiberi dró til baka lista sína í fjórum hverfum borgar- innar, en Séguin hætti við framboð í fimm hverfum. Í fyrri umferð kosninganna hlaut Séguin 25% atkvæða en Tiberi 13%. Frambjóðandi græningja, Yves Contassot, hlaut 12,5% atkvæða og hét strax stuðningi við Delanoë, sem naut stuðnings 32% kjósenda. Útlit fyrir að Bertrand Delanoë verði borgarstjóri í París Lítt þekktur en trúverðugur París. AFP, Reuters. Reuters Bertrand Delanoë TALIBANAR, sem fara með völd í Afganistan, lokuðu skrifstofu breska ríkisútvarpsins, BBC, í höf- uðborginni Kabúl í gær. Fréttarit- aranum, Kate Clark, var og skipað að yfirgefa landið innan sólar- hrings. Talibanar saka BBC um að hafa verið hlutdrægt í fréttaflutn- ingi af eyðileggingu búddastyttn- anna í Afganistan. Í samtali við AP-fréttastofuna sagði Tayyag Agha, erindreki Ta- liban-stjórnarinnar, að BBC hefði látið niðrandi ummæli falla um Ta- libana og fréttaflutningur af eyði- leggingunni hefði verið misvísandi og fjandsamlegur. Í yfirlýsingu frá upplýsingaráðuneyti Talibana er BBC sakað um fordóma gagnvart Talibönum. Í yfirlýsingu BBC er ákvörðun Talibana hörmuð og farið fram á að yfirvöld endurskoði ákvörðun sína. BBC hyggist halda áfram frétta- flutningi af atburðum í Afganistan, en unnið verði frá Pakistan og öðr- um löndum. Talibanar fyrirskipuðu eyðileggingu Búddha-líkneskjanna í síðasta mánuði en þeir telja þau vera skurðgoð sem engan stað eigi í íslömsku þjóðfélagi. Hér stendur Mullah Saeed Jan, vörður Talibana, við rústir þar sem áður var að finna forn Búdda- líkneski úr leir. BBC vísað frá Afgan- istan Islambad. AP. AP ARNE Rolighed, heilbrigðis- málaráðherra Danmerkur, leggur áherslu á að ný lög um skyldu ferðamanna til að veita upplýsingar um lyf verði tilbúin er Danir fá aðild að Schengen- samstarfinu 25. mars, að sögn Politiken. Samtök eldri borg- ara í Danmörku hafa lýst áhyggjum vegna þess að regl- urnar séu svo flóknar að gamalt fólk muni ekki skilja þær og því hætta að ferðast til útlanda. Kveðið sé meðal annars á um skylduna til að segja frá gigt- arlyfjum og hóstasaft í Scheng- en-reglunum en í hóstasaft er alkóhól. Rolighed segir að gengið verði út frá því að allir fái ókeypis „lyfja-vegabréf“ og haft verði samráð í þessum efn- um við apótekin sem hafi full- komnar upplýsingar um lyfja- notkunina í gagnabönkum sínum. Hann segir að ef apó- tekin þurfi að fá umtalsverða greiðslu fyrir þessa þjónustu muni ríkisvaldið annast hana. Gildandi reglur SÞ strangari Að sögn blaðsins eru reglur Schengen um upplýsingaskyld- una vegna lyfja er ferðamenn hafa á sér í reynd vægari en gildandi reglur Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni en hinum síðarnefndu hafi aldrei verið fylgt eftir. Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra segir að tryggt sé að ekki verði um háar greiðslur fyrir lyfja-vegabréfin að ræða eða ótæpilegt skrif- ræði muni fylgja þeim. En hann furðar sig á því að menn skyldu ekki hafa komið auga á vand- ann fyrr. Reglurnar voru kynntar 1997. Schengen-aðild Danmerkur Skrifræði hindri ekki ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.