Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 31

Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 31 Yfirhafnir Útsala 50% afsláttur Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Síðustu dagar BANDARÍSKUR herdómstóll sýknaði á þriðjudag hermann af ákæru um manndráp af gáleysi og vanrækslu vegna dauða albansks drengs í Kosovo í fyrrasumar. Her- maðurinn er bandarískur og var 19 ára er atburðurinn varð. Hann var friðargæsluliði þegar sex ára dreng- ur féll fyrir kúlu sem hljóp úr byssu hermannsins. Saksóknari í málinu krafðist sakfellingar á þeim forsend- um að ekki hefði verið um slys að ræða þar eð hermaðurinn hefði lagt frá sér vopn sitt og leyft börnum að snerta það en síðan tekið í gikkinn til að athuga hvort byssan væri læst. Hún reyndist ekki vera það og þrjú skot hlupu úr henni, endurköstuðust af bíl og lentu í drengnum sem lést síðar af sárum sínum. Hermaður sýknaður PÓLSKUR dómstóll hefur kveðið upp átta ára skilorðsbundinn fang- elsisdóm yfir átta þýskum bænd- um fyrir að kaupa bújarðir í Pól- landi og brjóta lög sem banna jarðakaup útlendinga. Bændurnir voru sakaðir um að hafa með aðstoð pólskra sam- verkamanna stofnað fyrirtæki sem hafi síðan keypt jarðirnar. Sam- kvæmt pólskum lögum mega út- lendingar ekki kaupa bújarðir í Póllandi og svipuð lög hafa verið sett í Tékklandi og Ungverjalandi. Margir Þjóðverjar voru reknir frá þessum löndum eftir síðari heims- styrjöldina og margir óttast að efnaðir Þjóðverjar hyggist nú nota auð sinn til að snúa þangað aftur. Hræðsluáróður gegn jarðakaupum Þjóðverja Dómsmálið hefur verið vatn á myllu stjórnmálamanna eins og Andrzejs Leppers, leiðtoga pólskra bænda, sem hefur líkt jarðakaupum Þjóðverja í Póllandi við innrás nasista 1939. Þýsku bændurnir keyptu bújarðir í vest- urhéruðum Póllands sem tilheyrðu Þýskalandi í margar aldir til árs- ins 1945 þegar landamærunum var breytt. Pólskar bújarðir hafa verið eft- irsóttar meðal bænda í Vestur- Evrópu þar sem þær eru ódýrar. Þjóðverjar dæmdir fyr- ir jarðakaup í Póllandi Varsjá. The Daily Telegraph. Bregðast hart við húðlýsingu ÖRYGGISSVEITIR í Miðafríkulýð- veldinu hafa ráðist gegn því sem yf- irvöld segja vera útbreidda notkun efna sem gera húð fólks ljósari. Hef- ur hald verið lagt á vörur og versl- unum lokað. Um miðjan síðasta mán- uð gaf forseti lýðveldisins, Ange- Felix Pathasse, út tilskipun þess efn- is að stöðva skyldi eftirlitslausa og óhóflega notkun húðlýsandi efna. Húðkremin virðast virka með því að hefta framleiðslu litarefna, og eru oft í þeim sterar og hýdrókínón, sem er efni sem notað er í gúmmíiðnaði. Skaðleg áhrif, einkum af tíðri notkun og miklum styrkleika, geta verið skemmdir á húðinni, hún getur dökknað og aukin hætta er á húð- krabba. Vörurnar sem seldar eru í Miðafríkulýðveldinu eru oft eftir- gerðir sem fluttar eru inn frá ólög- legum framleiðslustöðvum í Vestur- Afríku og Indlandi, að sögn lækna í lýðveldinu. Þrátt fyrir þær hættur sem fylgja notkun þessara lyfja eru þau vinsæl jafnt hjá konum sem körlum. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.