Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HERTAR INNFLUTNINGS-
TAKMARKANIR ERU
TIL SJÚKDÓMAVARNA
Landbúnaðarráðherra ákvað ígær í samráði við embætti yf-irdýralæknis að vegna gin- og
klaufaveiki sem greinst hefur í Stóra-
Bretlandi og Frakklandi verði ekki
mælt með neinum innflutningi afurða,
dýra eða annarra vara sem geta borið
smitefni til Íslands frá löndum Evrópu-
sambandsins og EFTA, eða frá öðrum
löndum þar sem sjúkdómurinn hefur
greinst. Jafnframt hefur yfirdýralækn-
ir í samráði við sýslumanninn á Kefla-
víkurflugvelli ákveðið að allir farþegar
sem koma til landsins frá Evrópu stígi
á sótthreinsimottur í landganginum í
Leifsstöð.
Þetta eru rétt viðbrögð hérlendra yf-
irvalda í ljósi þess hversu skæður sjúk-
dómur gin- og klaufaveikin er. Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra segist
telja hér eins langt gengið í þessum
ráðstöfunum og skuldbindingar okkar í
alþjóðlegum viðskiptasamningum
leyfa.
Æ fleiri þjóðir grípa nú til aðgerða til
að hindra að gin- og klaufaveiki nái að
stinga sér niður í viðkomandi löndum,
og í gær höfðu rétt um 100 ríki gripið til
ráðstafana af þessum sökum. Frá því
að vart varð við þennan bráðsmitandi
dýrasjúkdóm fyrir um þremur vikum
hefur hann hingað til að mestu verið
bundinn við Bretland en fundist hefur
a.m.k. eitt tilfelli á Írlandi og nú síðast
hefur verið upplýst að veikin hafi
greinst í sex kúm í Frakklandi. Þá er
vitað að veikin hefur fundist í Argent-
ínu og einnig Tyrklandi þótt þær frétt-
ir séu óljósari. Viðbrögð stjórnvalda í
þeim löndum þar sem vitað er að veikin
hefur komið upp eru útflutningsbann á
skepnum, kjöti og unnum kjötvörum,
og jafnframt banna önnur nálæg ríki
innflutning á þessum sömu vörum frá
viðkomandi löndum þar sem veikin
greinist.
Það er til marks um ótta yfirvalda
við þennan vágest sem gin- og klaufa-
veikin er að fjarlægari þjóðir svo sem
Kanada, Bandaríkin, Ástralía, Nýja-
Sjáland og Japan hafa allar sett á inn-
flutningsbann á kjötafurðir frá þeim
löndum þar sem gin- og klaufaveiki
greinist um leið og slíkar fréttir berast.
Matvælastofnun Sameinuðu þjóð-
anna hefur einnig varað við því að sjúk-
dómurinn geti borist til landa hvar sem
er í heiminum, og skorað á þjóðir heims
að grípa til öflugra gagnráðstafana, svo
sem strangara eftirlits með innflytj-
endum, ferðamönnum og innflutningi á
matvælum eins og þeim er ferðamenn
bera einatt með sér heim úr ferðalög-
um.
Ljóst er að með viðeigandi ráðstöf-
unum er Ísland um margt einstaklega
vel í sveit sett til að verjast því að gin-
og klaufaveiki berist til landsins. Þegar
gin- og klaufaveiki gekk yfir Bret-
landseyjar 1967–68 og í minna mæli
1981 var gripið til umfangsmikilla að-
gerða til að stöðva allan innflutning á
unnum kjötvörum frá Bretlandi en al-
gjört bann gilti þá um innflutning á
gripum og hráu kjöti. Innflutnings-
bannið gilti í nokkra mánuði og dugði
til að hindra að gin- og klaufaveikin
bærist hingað til lands.
Nú eru aðstæður talsvert breyttar.
Kjötinnflutningurinn hefur aukist til
muna, og umferð milli landa mun meiri
en þá var. Það er því enn frekari
ástæða til að vera á varðbergi, og grípa
til ýtrustu innflutningstakmarkana
sem alþjóðlegir viðskiptasamningar
okkar heimila til að bægja sjúkdómn-
um frá landinu. Um leið er ef til vill
ástæða til að árétta að þessar ráðstaf-
anir eiga fyrst og fremst að vera tíma-
bundnar sjúkdómavarnir en ekki yfir-
varp til að hverfa aftur til gamaldags
verndarstefnu fyrir íslenskan landbún-
að, eins og örlað hefur á í umræðunni
um þessi mál nú undanfarið.
DREGUR ÚR
VÍMUEFNANEYSLU
Í gær birtist í Morgunblaðinu fréttþess efnis að dregið hefði úr vímu-
efnaneyslu ungmenna annað árið í röð.
Fréttin byggist á könnun Rannsókna
og greiningar ehf. á neyslu nemenda í
10. bekk grunnskóla en slík könnun
hefur verið gerð árlega frá 1997.
Ástæða er til að taka undir orð Heru
Hallberu Björnsdóttur, félagsfræðings
hjá Rannsóknum og greiningu, sem
segir þessar fréttir gleðilegar í ljósi
þess að ákveðinn toppur hafi myndast í
neyslunni árið 1998. Könnunin er fram-
kvæmd í skólum og nær til allra þeirra
nemenda í 8. til 10. bekk sem mæta
þann dag sem könnunin er gerð og hef-
ur svarhlutfall verið um 90%. Neysla
ólöglegra vímuefna á borð við hass og
sniffefni, sem algengast er að ungling-
ar neyti, jókst jafnt og þétt frá því í lok
níunda áratugarins og fram til 1998 en
nú hefur sú þróun loks snúist við.
Hera Hallbera telur enga eina skýr-
ingu vera á þessari minnkandi neyslu
en álítur þó að aukið forvarnarstarf sé
að skila sér. Það virðist því ljóst að
þættir á borð við foreldrarölt, aukna
löggæslu og betri tengsl á milli skóla,
foreldra og barna hafi sitt að segja.
Athygli vekur þó að jafnvel þótt dag-
legar reykingar fari minnkandi sam-
kvæmt könnuninni var hlutfall þeirra
ungmenna sem reyktu a.m.k. eina síg-
arettu á dag samt sem áður 16% í fyrra
og hlutfall þeirra sem höfðu orðið ölv-
aðir sl. 30 daga var 32%. Þetta hlutfall
er enn of hátt og því er ákaflega brýnt
að sofna ekki á verðinum. Virkt eftirlit
foreldra og skólayfirvalda veitir ákveð-
ið aðhald og ennfremur virðist aukin
þátttaka ungmenna í æskulýðs- og tóm-
stundastarfi skila tilætluðum árangri.
Mikilvægt er að börn fái þann stuðn-
ing og skilning sem þau þarfnast á mót-
unartímabili unglingsáranna í sínu
nánasta umhverfi. Slíkur stuðningur
stuðlar að heilsteyptari sjálfsmynd og
því sjálfsöryggi sem iðulega er hald-
besta vörnin gegn vímuefnaneyslu.
Hlutverk yfirvalda er þó ekki síður
veigamikið og rannsóknir á borð við
þær sem hér er um að ræða eru ómet-
anlegur þáttur í viðleitni til að fylgjast
með þróun vímuefnaneyslu. Sem slíkar
eru þær tæki til að greina vandann og
þróa markvissari uppbyggingu for-
varnastarfs sem vonandi heldur áfram
að skila frekari árangri á þessu sviði.
S
KÝRSLAN dregur fram
staðreyndir sem segja
að flutningur á veiði-
heimildum hefur bein
áhrif á byggðaþróun,“
segir Kristinn H. Gunnarsson, for-
maður Byggðastofnunar, sem segir
niðurstöðurnar ekki þurfa að koma
neinum á óvart. „Því þar sem veiði-
heimildirnar eru þar eru störfin, og
þar sem störfin eru þar er byggðin
sterkari. Þar af leiðir að þeir sem
bæta við sig veiðiheimildum hljóta
að styrkjast og hinir veikjast,“ segir
Kristinn og segir gagngera upp-
stokkun kvótakerfisins nauðsyn-
lega til að sporna við neikvæðri
byggðaþróun en hann segir þessa
þróun hafa verið mjög hraða síð-
ustu þrjú ár og með óbreyttri lög-
gjöf gefi allar tölur Byggðastofnun
tilefni til að ætla að svo verði einnig
næstu ár. Tilflutningur aflaheimilda
á milli landshluta og einstakra
byggðarlaga hafi því haft víðtækar
afleiðingar á þróun byggðar í land-
inu. „Fyrirtækjum mun fækka
mjög og þau að sama skapi stækka
og veiðiheimildirnar þjappast á
færri staði. Þeir staðir sem verða
sterkastir eru Akureyri og bæjar-
félög í nágrenni höfuðborgarinnar,
þ.e. Suðurnes og Vesturland,“ segir
Kristinn.
Áhrifa laganna, sem tóku gildi
1990, tók samkvæmt skýrslunni
ekki að gæta fyrr en nokkrum árum
seinna þegar verslun með kvóta
hófst af fullum krafti. Árin 1995 og
1997 standa þar helst upp úr sem
skýrist af því að þá opnuðust fjár-
málamarkaðir og útlánskerfi bank-
anna og markaður fyrir veiðiheim-
ildir varð að veruleika. „Ég tel að
bankakerfið eigi stóran þátt í því að
heimildir eru eins dýrar í dag og
raun ber vitni, þar sem fólk þurfti
að fjármagna kvótakaup sín með
lánum úr bankakerfinu,“ segir Har-
aldur L. Haraldsson hagfræðingur
og höfundur skýrslunnar, „nú hafa
bankarnir lokað á lán til kaupa á
veiðiheimildum og verðið er að
sama skapi að detta niður.“
20 stærstu handhafar veiði-
heimilda ráða yfir 59%
Athygli vekur hversu sterk ítök
20 stærstu handhafar veiðiheimilda
hafa aukist. Árið 1992 réðu 20
stærstu handhafar kvóta 36% heild-
arheimilda en í mars 2001 er hlut-
fallið komið upp í 59%. Haraldur
segir að hér sé komin óyggjandi
staðfesting á að yfirráð veiðiheim-
ilda hafi safnast á færri hendur og
ákvarðanatökur stjórnenda þessara
fyrirtækja geti orðið afdrifaríkar
fyrir þróun byggðar á næstu árum.
Kristinn tekur í sama streng og
segir það sína skoðun að fiskveiði-
heimildir eigi að vera í höndum
heimamanna í byggðarlögunum en
ekki hjá fáum og stórum útvegsfyr-
irtækjum eins og nú sé raunin.
Kristinn segir það koma á óvart
heilu byggðafélögin séu sk
á köldum klaka. Þess vegna
opinbera að standa fyrir
uppbyggingarverkefnum r
og gert er með mjög mynd
hætti í öllum nágrannalönd
ar með góðum árangri.“
hvort þetta séu þær laus
kynntar verðir fyrir ríkiss
á næstunni segir Kristinn
stofnun eiga eftir að mynda
lögur sem kynntar verði fy
höfum en sér þyki líklegt
verði á þessum nótum.
Vestfirðir í mestum v
Fjórir landshlutar tak
meiri skerðingu í veiðiheim
sem nemur heildarskerðin
veiðiheimilda á tímabilinu,
hversu útgerðin er sterk á Snæ-
fellsnesi og segir hann enga ástæðu
til að ætla annað en sú sterka staða
haldist þar sem kvótaeign þar hefur
aukist um 179%. „Að sama skapi
munu Vestfirðir, Norðurland vestra
og Austsfirðir halda áfram að veikj-
ast.“ Lausnir á vanda þessara
landshluta segir Kristinn vera tví-
þættar, annars vegar að tryggja
veiðiheimildir svo atvinnuástandið
versni ekki enn frekar, hins vegar
þurfi að byggja upp aðra atvinnu-
starfsemi í öðrum atvinnugreinum
en fiskvinnslu. „Við hljótum að bú-
ast við að breytingar í sjávarútvegi
haldi áfram, störfum fækki og þau
færist til, þetta er eitthvað sem er
illmögulegt að stöðva, en við getum
ekki gert breytingarnar þannig að
Skýrsla Byggðastofnunar um sjávarút
Bein tengsl milli
flutnings kvóta
og fólksflótta af
landsbyggðinni
Lög um frjálst framsal fiskveiðiheimilda hafa haft afger-
andi áhrif á fólksflótta íbúa á landsbyggðinni, aukna skulda-
söfnun útvegsfyrirtækja og lækkun launa starfsfólks í fisk-
vinnslu, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Byggða-
stofnunar um sjávarútveg og byggðaþróun á Íslandi.
01+ ) *$2& -$%
!"#
# $
%&
%&# '
%&
(
%& ) %
"*+ ,%
%
!
+,
!+
--
.
/
0
1
4'-5 3
'-*(&
2#+ 0&3
" " " " " "