Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 30

Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 30
ÚR VERINU 30 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERKFALL um 7.000 sjómanna á skipum stærri en 12 tonn hófst laust fyrir miðnætti á fimmtudag. Verkfallið leggst misjafnlega í þá sjómenn sem Morgunblaðið ræddi við á Suðurnesjum í gær. Þeir telja að verkfallið bitni mest á sjómönn- um á vertíðarbátum, enda hafa aflabrögð netabáta fyrir sunnan land glæðst mikið síðustu daga, eftir fremur dapra veiði í vetur. Þeir sögðu að þó enginn væri ánægður með að fara í verkfall. Þeir þyrftu þó að sýna samstöðu til að ná fram einstaka kröfum sjó- manna í viðræðunum við útvegs- menn. Þó skiptar skoðanir væru meðal sjómannanna um hversu raunhæfar kröfur sjómanna- samtakanna væru í kjaraviðræð- unum, voru þeir þó sammála um að leiðrétta þyrfti slysatryggingar og lífeyrisgreiðslur sjómanna. Þá greindi samt á um hvort leggja ætti áherslu á verðmyndunar- málin. Þeir sögðu hinsvegar ótækt að hafa verið án samninga síðast- liðna þrettán mánuði og segja vont að búa við það að eiga von á verk- falli á þriggja ára fresti. Skiptar skoðanir meðal sjómanna á Reykjanesi á sjómannaverkfallinu Það var rólegt yfir höfninni í Sandgerði í gærmorgun þó allir bátar væru í höfn vegna sjómannaverkfallsins. Morgunblaðið/RAX Segja að sýna þurfi samstöðu „VIÐ erum ekki alveg sáttir við verk- fallið. Ég greiddi reyndar atkvæði með verkfalli á sínum tíma. Ég vildi fá leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum sem löngu er orðið tímabært. Eins verður að laga slysatryggingarnar okkar,“ sagði Guðbjartur Sævarsson, annar vélstjóri á netabátnum Happa- sæl KE frá Keflavík. Hann sagði að krafa sjómannasamtakanna um að allan fisk skuli selja á markaði eigi sér hinsvegar enga stoð. „Það er út- breiddur misskilningur að verið sé að svína á öllum sjómönnum sem ekki landa á markað. Það eru hinsvegar margir netabátar sem landa í beinum viðskiptum og fá mjög gott verð fyrir fiskinn. Það er bagalegt að fá verk- fallið einmitt á þessum tíma. Við höf- um fengið góðan afla síðustu daga en við erum búnir að bíða lengi eftir góðu fiskiríi í vetur. Það er ekki gott að segja hversu langt verkfallið verð- ur, sumir segjast munu leggja netin strax eftir helgi en aðrir telja að við förum ekki á sjó fyrr en eftir páska. En manni virðist ekkert miða í þess- um viðræðum, fremur en þá undan- farna þrettán mánuði sem við höfum verið samningslausir. Ég er ósáttur við bæði mína talsmenn og útvegs- menn fyrir að hafa ekkert aðhafst á þessum tíma. Það með ólíkindum að svona stór stétt þurfi að búa við það á þriggja ára fresti að fara í verkfall,“ sagði Guðbjartur. Guðbjartur Sævarsson, annar vélstjóri á Happasæl KE, kemur að landi í Keflavík í gær en verið var að þrífa skipið fyrir verkfallið. Morgunblaðið/RAX Bagalegt að fá verkfall „ÞAÐ er auðvitað enginn sáttur við að vera kominn í verkfall. Verkfall er alltaf neyðarúrræði en það er auðvitað forkastanlegt að ekki skuli vera búið að semja við okkur um árabil og að við þurfum að grípa til þessara aðgerða. Á sama tíma heyrir maður að þessir menn geti ekki ræðst við, ágreiningurinn sé nánast orðinn persónulegur,“ sagði Valur Pétursson, annar stýri- maður á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK frá Grinda- vík. „Ég tel að margar kröfur okk- ar eigi fyllilega rétt á sér, sérstak- lega varðandi tryggingamálin. Ég sé hinsvegar ekki fyrir mér að það náist sátt um verðmyndunarmál- in.“ Kemur sér illa fyrir alla Valur segir að þótt auðvitað sé alltaf slæmt að þurfa að leggja skipum vegna verkfalls, komi það langverst niður á vertíðarbátunum og loðnuskipum. „Það hinsvegar kemur sér illa fyrir alla að vera í verkfalli. Ég tel að annaðhvort leysist verkfallið innan fárra daga eða eftir margar vikur. En vonandi komast menn að skynsamlegri nið- urstöðu sem fyrst,“ sagði Valur. Kröfur eiga rétt á sér Valur Pétursson, annar stýrimaður á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, segir forkastanlegt að ekki náist samningar milli sjómanna og útvegsmanna. Morgunblaðið/RAX „ÞAÐ var tími til kominn að beita verkfallsákvæðinu í kjarabaráttunni. Þessi endalausu þrætumál verða ekki leyst með öðrum hætti, enda er- um við búnir að vera samningslausir í þrettán mánuði,“ sagði Jóhann Jó- hannsson, stýrimaður á loðnuskipinu Seley SU frá Eskifirði, þar sem hann vann að löndun í Grindavík í gær. „Mér heyrist sjómenn almennt vera tilbúnir að ganga langt í því að ná fram kröfum sínum, en það er sjálf- sagt breytilegt eftir því í hvers lags veiðiskap þeir eru. Fyrir okkur loðnusjómennina skiptir verkfallið í sjálfu sér ekki sköpum. Vetrarver- tíðin er nánast búin og veiðunum sjálfhætt. Það þarf að hækka kauptrygg- inguna töluvert, enda er hún innan við 100 þúsund krónur í útborguðum launum á mánuði. Eins þarf að laga slysatryggingar sjómanna, sem eru skammarlega lágar og kostar blóð, svita og tár að fá greiddar yfirhöfuð. Þá þarf að gera verulegan skurk í verðmyndunarmálunum. Ég á því ekki von á öðru en að það sé sam- staða meðal meirihluta sjómanna um að ná fram þessum kröfum með hörðu,“ sagði Jóhann. Tími til kominn Jóhann Jóhannsson, stýrimaður á Seley SU, segir deilur sjómanna og út- vegsmanna ekki leystar með öðru en verkfalli. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.