Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 30
ÚR VERINU 30 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERKFALL um 7.000 sjómanna á skipum stærri en 12 tonn hófst laust fyrir miðnætti á fimmtudag. Verkfallið leggst misjafnlega í þá sjómenn sem Morgunblaðið ræddi við á Suðurnesjum í gær. Þeir telja að verkfallið bitni mest á sjómönn- um á vertíðarbátum, enda hafa aflabrögð netabáta fyrir sunnan land glæðst mikið síðustu daga, eftir fremur dapra veiði í vetur. Þeir sögðu að þó enginn væri ánægður með að fara í verkfall. Þeir þyrftu þó að sýna samstöðu til að ná fram einstaka kröfum sjó- manna í viðræðunum við útvegs- menn. Þó skiptar skoðanir væru meðal sjómannanna um hversu raunhæfar kröfur sjómanna- samtakanna væru í kjaraviðræð- unum, voru þeir þó sammála um að leiðrétta þyrfti slysatryggingar og lífeyrisgreiðslur sjómanna. Þá greindi samt á um hvort leggja ætti áherslu á verðmyndunar- málin. Þeir sögðu hinsvegar ótækt að hafa verið án samninga síðast- liðna þrettán mánuði og segja vont að búa við það að eiga von á verk- falli á þriggja ára fresti. Skiptar skoðanir meðal sjómanna á Reykjanesi á sjómannaverkfallinu Það var rólegt yfir höfninni í Sandgerði í gærmorgun þó allir bátar væru í höfn vegna sjómannaverkfallsins. Morgunblaðið/RAX Segja að sýna þurfi samstöðu „VIÐ erum ekki alveg sáttir við verk- fallið. Ég greiddi reyndar atkvæði með verkfalli á sínum tíma. Ég vildi fá leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum sem löngu er orðið tímabært. Eins verður að laga slysatryggingarnar okkar,“ sagði Guðbjartur Sævarsson, annar vélstjóri á netabátnum Happa- sæl KE frá Keflavík. Hann sagði að krafa sjómannasamtakanna um að allan fisk skuli selja á markaði eigi sér hinsvegar enga stoð. „Það er út- breiddur misskilningur að verið sé að svína á öllum sjómönnum sem ekki landa á markað. Það eru hinsvegar margir netabátar sem landa í beinum viðskiptum og fá mjög gott verð fyrir fiskinn. Það er bagalegt að fá verk- fallið einmitt á þessum tíma. Við höf- um fengið góðan afla síðustu daga en við erum búnir að bíða lengi eftir góðu fiskiríi í vetur. Það er ekki gott að segja hversu langt verkfallið verð- ur, sumir segjast munu leggja netin strax eftir helgi en aðrir telja að við förum ekki á sjó fyrr en eftir páska. En manni virðist ekkert miða í þess- um viðræðum, fremur en þá undan- farna þrettán mánuði sem við höfum verið samningslausir. Ég er ósáttur við bæði mína talsmenn og útvegs- menn fyrir að hafa ekkert aðhafst á þessum tíma. Það með ólíkindum að svona stór stétt þurfi að búa við það á þriggja ára fresti að fara í verkfall,“ sagði Guðbjartur. Guðbjartur Sævarsson, annar vélstjóri á Happasæl KE, kemur að landi í Keflavík í gær en verið var að þrífa skipið fyrir verkfallið. Morgunblaðið/RAX Bagalegt að fá verkfall „ÞAÐ er auðvitað enginn sáttur við að vera kominn í verkfall. Verkfall er alltaf neyðarúrræði en það er auðvitað forkastanlegt að ekki skuli vera búið að semja við okkur um árabil og að við þurfum að grípa til þessara aðgerða. Á sama tíma heyrir maður að þessir menn geti ekki ræðst við, ágreiningurinn sé nánast orðinn persónulegur,“ sagði Valur Pétursson, annar stýri- maður á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK frá Grinda- vík. „Ég tel að margar kröfur okk- ar eigi fyllilega rétt á sér, sérstak- lega varðandi tryggingamálin. Ég sé hinsvegar ekki fyrir mér að það náist sátt um verðmyndunarmál- in.“ Kemur sér illa fyrir alla Valur segir að þótt auðvitað sé alltaf slæmt að þurfa að leggja skipum vegna verkfalls, komi það langverst niður á vertíðarbátunum og loðnuskipum. „Það hinsvegar kemur sér illa fyrir alla að vera í verkfalli. Ég tel að annaðhvort leysist verkfallið innan fárra daga eða eftir margar vikur. En vonandi komast menn að skynsamlegri nið- urstöðu sem fyrst,“ sagði Valur. Kröfur eiga rétt á sér Valur Pétursson, annar stýrimaður á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, segir forkastanlegt að ekki náist samningar milli sjómanna og útvegsmanna. Morgunblaðið/RAX „ÞAÐ var tími til kominn að beita verkfallsákvæðinu í kjarabaráttunni. Þessi endalausu þrætumál verða ekki leyst með öðrum hætti, enda er- um við búnir að vera samningslausir í þrettán mánuði,“ sagði Jóhann Jó- hannsson, stýrimaður á loðnuskipinu Seley SU frá Eskifirði, þar sem hann vann að löndun í Grindavík í gær. „Mér heyrist sjómenn almennt vera tilbúnir að ganga langt í því að ná fram kröfum sínum, en það er sjálf- sagt breytilegt eftir því í hvers lags veiðiskap þeir eru. Fyrir okkur loðnusjómennina skiptir verkfallið í sjálfu sér ekki sköpum. Vetrarver- tíðin er nánast búin og veiðunum sjálfhætt. Það þarf að hækka kauptrygg- inguna töluvert, enda er hún innan við 100 þúsund krónur í útborguðum launum á mánuði. Eins þarf að laga slysatryggingar sjómanna, sem eru skammarlega lágar og kostar blóð, svita og tár að fá greiddar yfirhöfuð. Þá þarf að gera verulegan skurk í verðmyndunarmálunum. Ég á því ekki von á öðru en að það sé sam- staða meðal meirihluta sjómanna um að ná fram þessum kröfum með hörðu,“ sagði Jóhann. Tími til kominn Jóhann Jóhannsson, stýrimaður á Seley SU, segir deilur sjómanna og út- vegsmanna ekki leystar með öðru en verkfalli. Morgunblaðið/RAX
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.