Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÉR fara á eftir niður-stöður úr skýrsluRannsóknarnefndarflugslysa og tillögur í öryggisátt sem gerðar eru til sam- gönguráðherra og Flugmála- stjórnar. Í niðurstöðukaflanum eru líklegir orsakaþættir merktir með stjörnu. 3.1 Flugvélin TF-GTI hafði gild skrásetningar- og lofthæfiskírteini til flutningaflugs útgefin af Flug- málastjórn. 3.2 Flugmaðurinn hafði gild réttindi atvinnuflugmanns með áritun til blindflugs og tilskildar áritanir til þess að fara þetta flug. 3.3 Flugrekandinn, L.Í.O. ehf./ Air Charter Iceland, hafði gilt flugrekstrarleyfi til þjónustuflugs. Flugvélin TF-GTI var skráð á leyfi hans hinn 16. júní 2000. 3.4 Flugið var þjónustuflug í sjónflugi á flugvélinni TF-GTI með einn flugmann og fimm far- þega frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. 3.5 Flugið í flugstjórnarsviði Reykjavíkurflugvallar og aðflugið að flugvellinum var sjónflug sam- kvæmt sjónflugsreglum. 3.6 Flugvélinni TF-GTI hafði verið breytt þannig, að nýir væng- endar með eldsneytistönkum höfðu verið settir á hana sam- kvæmt STC SA4300WE. Við þessa breytingu átti að setja nýjar upplýsingar um skilyrta hámarks- þyngd flugvélarinnar og breyttar hraðatakmarkanir, bæði í flug- handbókinni og á leiðbeiningar- spjöld í stjórnklefa. Leiðbeining- arspjöldin voru ekki samkvæmt fyrirmælum framleiðanda væng- endanna. 3.7 Lofthæfifyrirmæli AD 94- 12-8 sem voru gefin út af fram- leiðsluríki flugvélarinnar og áttu við eldsneytismæla og áfyllingu eldsneytis hennar, höfðu sam- kvæmt gögnum flugvélarinnar verið framkvæmd aðeins að hluta til. Lýsing á verklagi við áfyllingu eldsneytisins var ekki að finna í flughandbókinni og merkingar voru ekki við áfyllingaropin. 3.8 Ekki var unnt að sjá í gögn- um frá flugrekandanum með hvaða hætti ákvæðum um hleðslu eða jafnvægi hafi verið fullnægt í daglegum rekstri flugvélarinnar frá því að hún var tekin í notkun í flutningaflugi. 3.9 Flugmaður TF-GTI virðist ekki hafa gert hleðsluskrá og jafn- vægisútreikninga fyrir flugtak frá Vestmannaeyjaflugvelli. Slík skrá og útreikningar í samræmi við flugrekstrarhandbók flugrekand- ans, hefðu sýnt honum að flugvélin var ofhlaðin fyrir flugtak. Afrit kom ekki fram á brottfararstað og hún fannst ekki í flakinu. 3.10 Farþegalisti var ekki gerð- ur fyrir flugtak frá Vestmanna- eyjum samkvæmt ákvæðum loft- ferðalaga. 3.11 * Eldsneytis- og olíuskrá hafði ekki verið haldin samkvæmt reglum frá því að flugrekandinn tók flugvélina í notkun. Flugmað- urinn hafði því ekki tiltækar ná- kvæmar upplýsingar um raun- verulega eyðslu flugvélarinnar miðað við flugtíma. 3.12 * Flugmaðurinn virðist ekki hafa gengið úr skugga um hvert eldsneytismagnið á tönkum flug- vélarinnar var fyrir brottförina frá Vestmannaeyjum. 3.13 * Flugmaðurinn virðist hafa vanmetið eldsneytiseyðslu flugvél- arinnar og ofmetið eldsneytismagn í tönkum hennar fyrir brottförina frá Vestmannaeyjum, en þá hafði flugvélin mun minna flugþol en hann áætlaði. 3.14 Ekki fundust bilanir við rannsókn slyssins, sem skýrt gætu afltap hreyfilsins. 3.15 * Gangtruflanir og afltap hreyfilsins urðu líklegast vegna skorts á eldsneyti til hreyfilsins, vegna þess að eldsneyti á þeim tanki sem stillt var á gekk til þurrðar. 3.16 Í aðfluginu til Reykjavík- urflugvallar skapaðist aukaálag á flugmanninn vegna annarrar flug- umferðar, þar á meðal var Do-228 með kallmerkinu ICB-753 í blindaðflugi frá Skaga braut 20, en fjórar flugvé uðu lendingu nánast á sam 3.17 Flugumferðarstj flugturninum mat það sv ferðin gengi greiðast fyrir því að láta ICB-753 hald fluginu áfram og láta TF-G var í sjónflugi kominn á það að komast á lokastefn vinstri hring og koma til l á eftir ICB-753. Hann gaf GTI fyrirmæli um að beyg vinstri sem og flugmaðuri 3.18 Af óljósri ástæðu TF-GTI var Niðurstö lögur í ö Rannsóknarne helstu niðurst Skerjafirði í þr í fjórða kaflanu yggisátt, sem herra og Flugm fá viðbrögð Le niðurstöðum AÐILD ÍSLANDS AÐ SCHENGEN-SAMSTARFINU Ámorgun, 25. marz, gerist Íslandfullgilt aðildarríki Schengen-sáttmála Evrópusambandsins. Þar meðverður Ísland þátttakandi í umfangsmesta vegabréfasamstarfi sem um getur; fimmtán ríki opna innri landamæri sín og afnema vegabréfaeft- irlit með fólki, sem ferðast innan svæð- isins. Hugsjóninni um Evrópu án landamæra hefur verið hrint í fram- kvæmd og Íslendingar geta nú ferðazt allt austur til Grikklands og suður til Spánar án þess að þurfa að undirgang- ast vegabréfaeftirlit. Aðildin að Schengen var nauðsynleg til að takast mætti að viðhalda einum jákvæðasta ávinningi norræns sam- starfs, vegabréfafrelsinu sem gilt hefur á Norðurlöndum í meira en fjóra ára- tugi. Það hefði orðið alvarlegt áfall fyr- ir samstarf Norðurlandanna, hefðu ný- ir múrar verið reistir á milli þeirra nú á tímum aukins frelsis í alþjóðasamskipt- um. Jafnframt er vegabréfafrelsið innan Evrópusambandsins þáttur í að full- komna hinn hindrunarlausa innri markað, þar sem frjáls för fólks yfir landamæri er einn af lykilþáttunum. Ísland og Noregur gerðust þátttakend- ur í innri markaðnum með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu og Scheng- en-samstarfið er að mörgu leyti eðli- legt framhald þess samstarfs. Það að Evrópusambandið skyldi vera reiðubúið að veita Íslandi og Nor- egi jafnvíðtækan aðgang að ákvarðana- tökuferli Schengen-samstarfsins og raun ber vitni er einstakt í samstarfi sambandsins við önnur ríki. Íslenzk stjórnvöld leggja réttilega áherzlu á að nýta þau tækifæri til áhrifa á stefnu- mótun ESB, sem þessi aðgangur veitir. Morgunblaðið hefur í þessari viku birt ýtarlegan greinaflokk um aðild Ís- lands að Schengen-samstarfinu og áhrif hennar. Í honum hefur ljósi verið varpað á ýmsar athyglisverðar hliðar samstarfsins, ekki sízt þær sem snúa að eftirlitinu á ytri landamærum Schen- gen-svæðisins, sem er styrkt talsvert til að vega upp á móti hugsanlegum nei- kvæðum áhrifum vegabréfafrelsisins. Til dæmis er ljóst að með aðild að Schengen stóraukast möguleikar lög- reglu og tollgæzlu til að hafa eftirlit með fíkniefnasmygli og ýmiss konar al- þjóðlegri glæpastarfsemi annarri. Toll- eftirlit tekur ekki breytingum með þátttöku í Schengen-samstarfinu, þvert á móti verður allt eftirlit og við- búnaður vegna afbrota mjög eflt á Keflavíkurflugvelli. Íslenzk löggæzlu- yfirvöld fá nú hins vegar aðgang að um- fangsmiklum gagnagrunni Schengen- ríkjanna, þar sem skráðir eru meira en milljón eftirlýstir einstaklingar og óæskilegir útlendingar, auk um níu milljóna færslna um stolna bíla, per- sónuskilríki o.fl. Þá hefur samstarf ís- lenzku lögreglunnar við löggæzluyfir- völd í öðrum ríkjum Schengen- samstarfsins verið stóreflt. Ísland hefur jafnframt tekið upp samstarf við önnur ríki Schengen-sátt- málans um útgáfu vegabréfsáritana. Vegabréfsáritun til eins Schengen-rík- is gildir nú fyrir allt svæðið og felst í ýmsum tilfellum í því hagræði fyrir ferðamenn. Með samningum Íslands við utanríkisþjónustu hinna norrænu ríkjanna um útgáfu vegabréfsáritana verður jafnframt unnt að nálgast vega- bréfsáritun til Íslands mun víðar en nú er mögulegt. Þá fylgir aðild að Schengen að Ísland tekur upp samstarf við önnur aðildar- ríki um móttöku flóttamanna og hæl- isleitenda og breytist málsmeðferð í slíkum málum talsvert vegna aðildar Íslands að svokölluðum Dyflinnar-sátt- mála. Þótt aukið eftirlit og aukið samstarf lögregluyfirvalda sé tvímælalaust af hinu góða, vakna jafnframt spurningar um áhrif þess á persónuvernd og rétt- indi einstaklinga. Ljóst er að full þörf er á eftirliti með eftirlitinu; að þess sé gætt að upplýsingar um einstaklinga séu t.d. ekki skráðar í Schengen- gagnagrunninn nema brýn ástæða sé til, að fólk geti krafizt þess að fá að vita hvort það sé skráð í grunninn og hvers vegna og að tryggt sé að persónuupp- lýsingar séu ekki misnotaðar eða að- gengilegar óviðkomandi aðilum. Full ástæða er til að Persónuvernd, sem lög- um samkvæmt hefur eftirlitshlutverki að gegna gagnvart upplýsingakerfi Schengen-samstarfsins, gangi eftir því að öllum reglum sé fylgt til hins ýtr- asta. Þá hefur verið gagnrýnt að yfirvöld í einstökum Schengen-ríkjum geti skráð útlendinga sem óæskilega í gagna- grunninn á pólitískum forsendum, fremur en vegna þess að þeir hafi fram- ið einhver afbrot. Ljóst er að skilgrein- ingar á því hverjir eru óæskilegir og hverjir ekki geta verið afar mismun- andi á milli landa. Það getur hins vegar ekki verið markmiðið að hækka múrana á ytri landamærum Evrópu um leið og innri landamærin hverfa að mestu. Íslenzk stjórnvöld eiga því að beita sér fyrir því að framkvæmd þessa eftirlits komi ekki niður á fólki, sem ekkert hefur brotið af sér annað en e.t.v. að hafa í frammi pólitísk mótmæli við stefnu einhvers af Schengen-ríkj- unum. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna þann kostnað, sem íslenzk stjórnvöld hafa lagt í vegna Schengen-samstarfs- ins. Miðað við ávinning Íslands af sam- starfinu virðist sá kostnaður ekki of mikill. Kostnaður vegna stækkunar Leifsstöðvar er sérstakt mál. Flugstöð- in var orðin alltof lítil og löngu tíma- bært að hún yrði stækkuð, burtséð frá aðild Íslands að Schengen. Í stækkun flugstöðvarinnar og aðildinni að vega- bréfasamstarfinu geta falizt sóknar- færi fyrir ferðaþjónustuna, ef hægt er að fá erlenda ferðamenn frá löndum ut- an Schengen-svæðisins til að fljúga um Keflavík vegna þess að þar sé skilvirk vegabréfaskoðun og greið leið inn á Schengen-svæðið. Innan svæðisins get- ur skipt máli að Ísland sé þátttakandi í samstarfinu því að fólk vilji frekar ferðast til landa, þar sem engar hindr- anir eru á landamærunum. Á heildina litið felur aðild Íslands að Schengen í sér marga kosti og jafn- framt ýmis tækifæri, sem mikilvægt er að reyna að nýta. Ekki má þó horfa framhjá göllunum, einkum og sér í lagi varðandi persónuvernd og réttindi ein- staklinga. Litlar umræður hafa farið fram um þann þátt málsins hér á landi, t.d. miðað við það sem gerzt hefur í Noregi. Full ástæða er til að þær um- ræður fari fram og að stjórnvöld fái aukið aðhald, um leið og löggæzlan efl- ist. STURLA Böðvarsson,samgönguráðherra, segirmikilvægt að fara vand-lega yfir þær tillögur sem komi fram í skýrslu Rannsóknar- nefndar flugslysa um slysið í Skerjafirði og fara eftir þeim ábendingum sem þar komi fram. Varðandi þá tillögu Rannsókn- arnefndar flugslysa sem hún bein- ir til samgönguráðherra að hann endurskoði ákvörðun um ótíma- bundna frestun gildistöku reglna sem byggist á JAR-OPS 1 og varðar flugrekstur minni flugvéla í atvinnuskyni, sagði Sturla að þessi frestun hefði verið ákveðin með reglugerð árið 1998. Frest- urinn væri tímabundinn og Flug- málastjórn hefði verið að undir- búa upp á síðkastið að þessar reglur yrðu staðfestar, þannig að þær næðu til allra flugvéla. Hann gerði ráð fyrir að þær yrðu settar að fullu í gildi áður en langt um liði, en Flugmálastjórn hefði haft samflot með flugmálastjórnum á öðrum Norðurlöndum í þeim efn- um. „Við höfum gert ráð fyrir því að þetta yrði staðfest á árinu, þannig að sú ábending verður að fullu tekin til greina,“ sagði Sturla. Hann sagði að í skýrslunni kæmi fram að allt benti til þess að vélin hefði orðið bensínlaus og það væri út af fyrir sig hlutur sem yrði vart hægt að koma í veg fyrir nema fyrst og fremst með skýrum reglum gagnvart flugmönnum í rekstri viðkomandi flugfélags. „Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig mikið um skýrsluna á þessu stigi. Það er stutt síðan ég fékk hana í hendurnar, en ráðuneytið mun að sjálfsögðu fara mjög vandlega yfir þetta allt saman og við auðvitað huga að öllu því s ur mætti fara,“ sagði Sturl Rannsóknarnefnd fl beinir einnig tillögum ti málastjórnar og Sturla sa spurður hvort almennt ta bóta væri þörf á reglum se á þessu sviði að flugmenn félög þyrftu að undirganga ur samkvæmt sínu innra Flugmálastjórn hefði síðan með því sem lyti að reglu vörðuðu flugreksturinn. hefði Alþjóðaflugmálast eftirlit með flugmálastjórn á síðasta ári hefði verið g stök úttekt á starfsemi Flu stjórnar. Það væri sú t sem stjórnvöld hefðu í landi fyrir sig fyrir því að brögðin hjá flugmálastjó væru sem allra best og þ Sturla Böðvarsson samgönguráðh Mikilvægt að fara va yfir tillögur í skýr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.