Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 1
72. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. MARS 2001 GEORGE Robertson lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, sagði eftir viðræður við Borís Trajkovskí, forseta Maked- óníu, í höfuðborginni Skopje í gær, að her Makedóníu hefði sýnt „virð- ingarverða sjálfsstjórn“ í sókn sinni gegn albönskum skæruliðum. Hvatti Robertson ríkisstjórn Makedóníu til að gera allt sem í hennar valdi stæði til að efla viðræður og skilning milli þjóðarbrotanna sem landið byggja. „Ég vil vera hreinskilinn,“ tjáði Rob- ertson blaðamönnum eftir fundinn með forsetanum, „annaðhvort er það sameinuð Makedónía eða nýtt Balk- anskagablóðbað.“ Robertson og Javier Solana, æðsti talsmaður Evrópusambandsins (ESB) í utanríkis- og öryggismálum, áttu tveggja tíma viðræður við ráða- menn í Skopje í gær. Í för með þeim var bandaríski flotaforinginn James Ellis, yfirmaður NATO-herliðsins á Balkanskaga. „Hryðjuverkastarfsemi mun ekki þrífast,“ fullyrti Robertson. Sagði hann virðingarvert hvernig Make- dóníuher hefði brugðist „af festu en samt sjálfsstjórn“ við þeim ögrunum sem hann hefði sætt af hálfu alb- önsku skæruliðanna síðustu vikur. Áður höfðu erindrekar NATO- ríkja látið svo ummælt, að það væri „talsverð óánægja“ ríkjandi í banda- laginu með ákvörðun Makedóníu- stjórnar sl. sunnudag að blása til stórsóknar gegn skæruliðum í hæð- unum upp af borginni Tetovo í norð- vesturhluta landsins, þar sem alb- önskumælandi fólk er í meirihluta. Makedónski herinn hélt í gær- kvöldi áfram áhlaupi sínu á hlíðarnar fyrir ofan Tetovo. Þrátt fyrir að hann hefði lýst yfir áfangasigri var fullur sigur fjarri því að vera unninn og lögregla og her í viðbragðsstöðu. Einkenndust samskipti þeirra við Albana í borginni svo og erlenda blaðamenn af miklum taugatitringi. Blaðamenn teknir höndum Hópur blaðamanna, þar á meðal blaðamaður Morgunblaðsins, hélt í gærmorgun upp í þorpið Gajre fyrir ofan Tetovo, en herinn hafði náð því á sitt vald daginn áður. Aðeins tveir menn voru eftir í þorpinu, ungur maður, sem sterkur grunur lék á að tengdist skæruliðum, og svo eldri maður, Ismail Halili, sem vildi kom- ast til fjölskyldu sinnar í borginni. Fékk hann að sitja í með hópnum. Er ekið var niður í Tetovo reyndist fjöl- mennt lögreglulið á eftirlitspósti við borgarmörkin. Þrifu þeir þegar í Halili, beindu vélbyssu inn í bifreið- ina, drógu hann út og hrintu á jörð- ina. Þar létu þeir hann liggja um stund og otuðu að honum vélbyssum á meðan vegabréf voru tekin af öll- um í bílnum. Albanskur túlkur var einnig dreginn út en fljótlega sleppt. Hópurinn sem færður var á lög- reglustöðina var látinn laus að hálfri stundu liðinni, Halili síðastur. „Þeir höfðu ekki í hótunum við mig en þetta var niðurlægjandi,“ tjáði hann Morgunblaðinu varkár er honum var sleppt. Ljóst var þó að honum var brugðið. Stjórnvöld í Skopje blása til sóknar gegn albönskum uppreisnarmönnum Morgunblaðið/Andrew Testa Makedónskir lögreglumenn, búnir til átaka, beina vélbyssum að Ismail Halili, sem þeir drógu út úr bíl blaðamanna. Honum var síðar sleppt. Robertson ber lof á sjálfs- stjórn Makedóníuhers Tetovo, Skopje. Morgunblaðið, Reuters.  Stórsókn hersins/24 ÁHRIFA gin- og klaufaveikifarald- ursins tók að gæta enn víðar í gær þegar Rússar bönnuðu innflutning á kjöt- og mjólkurafurðum frá Evr- ópulöndum. Í Bretlandi undirbjuggu hermenn urðun hundraða þúsunda dýrahræja í gryfjum. Rússar létu bannið við kjötinn- flutningi einnig ná til allra fiskafurða og var a.m.k. af fyrstu fréttum að dæma ekki annað að skilja en að ís- lenzkar og norskar afurðir féllu líka undir bannið. Lýstu norsk stjórn- völd furðu yfir þessari ákvörðun og leituðu eftir skýringum frá rúss- neskum yfirvöldum. Norðmenn fluttu í fyrra út sjávarafurðir til Rússlands fyrir andvirði um 10 millj- arða íslenzkra króna. Að sögn Jó- hannesar Más Jóhannessonar, markaðsstjóra SÍF, er nokkurt magn af frystri loðnu og síld selt frá Íslandi til Rússlands, en verðmæti þessara afurða mun ekki vera nema brot af því sem Norðmenn selja þangað austur. Í Cumbria-héraði í norðvestur- hluta Englands voru grafnar 90 metra langar og sex metra djúpar gryfjur sem verða fylltar af hræjum um 200 þúsund dýra sem sýktust eða voru frá svæðum nálægt stöðum þar sem sjúkdómurinn hefur greinzt. Samkvæmt upplýsingum brezka landbúnaðarráðuneytisins hefur verið ákveðið að eyða 584 þúsund dýrum, en um helmingi þeirra hefur enn ekki verið lógað því að ekki hafa fengizt nógu margir hæfir slátrarar til þess að drepa þau. Í gær var fjöldi þeirra staða þar sem veikinnar hefur orðið vart í Bretlandi kominn í 607. Gin- og klaufaveikifárið í Evrópu vindur upp á sig Rússar banna inn- flutning á kjöti og fiski Lundúnum, Ósló. AFP, Reuters, Morgunblaðið. FYRSTI tölvuleikurinn sem rýfur mörkin milli leiks og raunveruleika og ekki er hægt að slökkva á hefur hafið göngu sína í Bandaríkjunum. Leikur- inn nefnist „Majestic“ og er leikinn á Netinu. Um er að ræða nokkurs kon- ar hlutverkaleik og þátttakend- ur lenda í miðpunkti æsilegrar atburðarásar, til dæmis hættu- legu pólitísku samsæri, sem engin leið virðist að sleppa úr. Markmið leiksins er að leysa vandann með hjálp dulinna vís- bendinga, en þátttakandinn veit ekki hvort þeir sem hann á samskipti við á Netinu eru aðr- ir þátttakendur af holdi og blóði eða forritaðar leikpersónur. Þátttakendur fá alls kyns skilaboð tengd Majestic og mega til dæmis eiga von á að verða vaktir um miðja nótt með símtali. Hægt er að velja hvort slík skilaboð eru auðkennd leiknum eða ekki, og eru þá skilin milli leiks og raunveru- leika orðin óljós. Hver leikur er kaflaskiptur og stendur í nokkrar vikur. „Þátttakendur eru sannköll- uð peð í leiknum,“ segir Neil Young, framleiðandi Majestic. „Þetta er fyrsti tölvuleikurinn sem leikur sér að þér, á sér stað í rauntíma, teygir sig inn í líf þitt og hefur samskipti við þig. Það hellast yfir þig símtöl, sím- bréf, tölvuskeyti og textaskila- boð í farsímann og það er undir þér komið hvernig þú vinnur úr því.“ Sem stendur er aðeins mögu- legt að taka þátt í leiknum í Bandaríkjunum, en bráðlega verður boðið upp á hann í fleiri löndum, meðal annars í Bret- landi. Þátttakendur verða að vera eldri en 18 ára. Rýfur mörk leiks og veruleika The Daily Telegraph. Nýr leikur á Netinu TALSMENN ísraelska hersins greindu frá því í gærkvöldi, að her- mönnum á vakt á mörkum yfirráða- svæðis Ísraela og Palestínumanna í borginni Hebron hefði lent saman við gyðingalandnema, sem ólmir hefðu viljað komast yfir á palestínska svæð- ið til að leita hefnda fyrir morð á reifa- barni landnemahjóna sem palestínsk leyniskytta var sögð hafa framið. Barnsmorðið olli miklum æsingi meðal landnemanna og að sögn tals- manns ísraelska hersins á svæðinu fylgdi mikil skothríð á báða bóga í kjölfar þess. Ekkert lát virðist ætla að verða á átökum Ísraela og Palestínu- manna, sem nú hafa staðið yfir óslitið í tæpt hálft ár. Sex Palestínumenn særðust annars staðar á hernumdu svæðunum í gær. Á sama tíma söfnuðust leiðtogar arabaríkjanna til Amman í Jórdaníu, þar sem í dag hefst fyrsti fullskipaði leiðtogafundur arababandalagsins frá því fyrir Persaflóastríðið 1991. Leið- togarnir vilja sýna baráttu Palestínu- manna stuðning, en Íraksmál verða líka ofarlega á baugi. Ólga vegna barns- morðs í Hebron Hebron, Amman. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.