Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 155.600 nú kr. 108.900 Queen áður kr. 113.900 nú kr. 79.700 Full Xl áður kr. 85.300 nú kr. 59.700 Twin XL áður kr. 73.600 nú kr. 51.500 GÓÐIR leikhúsgestir! Ádegi leikhússins hefurhinni yngstu kynslóð leik- húsfólks verið boðið að segja nokkur orð um leikhús, 5 mín- útna mónólóg um allt það sem í okkur býr, við þökkum heiðurinn, en höfum þann fyrirvara á að þó að orð séu til alls fyrst þá fari e.t.v. best á því að láta verkin tala, í fyllingu tímans. Kannski er of mikið sagt að kalla okkur, nemendur leiklist- ardeildar Listaháskólans, leik- húsfólk, nær væri ef til vill að segja að við séum leikhúsfóstur, við búum um stund í vernduðu umhverfi skólans og þekkjum ekki það sem bíður okkar að náminu loknu, hlutverk okkar í framtíðinni. En eins og fóstrin, fer okkur, á einhverju stigi, að dreyma. Og ef eitthvað má á torg bera af tilvist okkar þá eru það kannski helst þessir draumar, ósnortnir af ósigrum og biturri reynslu raunveruleikans, hags- munapoti og hagnaðarsjónarmið- um. Og hvað dreymir okkur þá? Okkur dreymir um að fá frelsi til að skapa án þess að þurfa að gera það í hjáverkum, og auðvit- að dreymir okkur líka um að eignast áhorfendur að sköpun okkar sem kunna að meta það þegar vel tekst til, en hvetja okk- ur til dáða þess á milli. Okkur dreymir um að fá að vinna að draumum okkar óskipt sem við- urkenndir þegnar þjóðfélagsins í þjónustustörfum. Við gerum okkur þó grein fyrir því að til þess að starf okkar verði metið sem slíkt verðum við að sýna fram á, í orðsins fyllstu merkingu, að það sé einhvers virði að að mæta á sýningarnar og yfirleitt að verja tíma og fyr- irhöfn í það að halda úti leikhúsi. Hvernig? Ekki virðist hægt að sýna fram á beinar efnahagslegar forsendur fyrir því að reka leik- hús, og ekki virðist heldur hægt að reka leikhús út frá þeim for- sendum, leikhús borgar sig ekki í krónum talið. Ekki frekar en bókasafn eða lögregla, sektirnar gætu aldrei staðið undir rekstr- inum, en öll gerum við okkur samt sem áður grein fyrir því að þjónustan sem veitt er skilar arði á öðrum miðum (en t.d. aðgöngu- miðunum). En hvernig getum við þá sannfært ráðamenn okkar og fólk almennt um það að leikhús sé einhvers virði? Í draumum okkar er svarið einfaldlega gott leikhús. Og hvað er gott leikhús? Út- gangspunktur slíkrar umræðu hlýtur að vera áhorfandinn, leik- urinn er til þess gerður að hrífa hann, með öllum tiltækum ráðum. Við deilum auðvitað um aðferð- irnar jafnt og um annað sem ekki verður um deilt, en þátttaka áhorfenda með einlægri upplifun sinni er algjör grunnforsenda og leikhúsið er því að því marki í nokkurs konar þjónustuhlutverki við áhorfendur sína. Berum leikhús saman við ann- ars konar hús sem einnig hafa það hlutverk að þjónusta gesti sína. Bókasöfn. Gott bókasafn geymir fjölbreytilegt úrval bóka, eitthvað við allra hæfi, fagurbók- menntir og froðu. Það er nauð- synlegt að fá svigrúm til þess að velja sjálfur eigið lesefni hverju sinni, út frá eigin þroska og þorsta. Þannig verður til raun- verulegur smekkur lesandans, og í kjölfar þess, einlægur vilji hans til þess að lesa, út frá reynslu af lestri og samanburði, ánægjunni sem felst í því að kunna sjálfur gott að meta. Það eina sem bókasafns- fræðingar geta gert í stöðunni er að viða að sér eins fjölbreyttu lesmáli og þeir koma höndum yfir. Gott leikhús er með öðrum orðum fjölbreytt og síbreytilegt, eins og bók sem skrifar sig aftur og aftur í sam- vinnu við lesandann, hver sýning er sjálf- stætt framhald og hver leikari kafli út af fyrir sig. Áhorfendunum verðum við svo að treysta til þess að þroska smekk sinn og þar með gera kröfur til leikhússins. Okkur dreymir um kröfuharða áhorf- endur. Hugtakið „markaðsleikhús“ í niðrandi merkingu virðist út frá þessum forsendum nokkuð und- arlegt. Fyrst og fremst virðist þó talað niður til þeirra áhorfenda sem sækja slíkt leikhús, gefið er í skyn að þeir séu svo skyni skroppnir að þeir kaupi sig inn á einhver ómerkilegheit án þess að vita betur þegar sýningunni er lokið. Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar einhver tel- ur sig þess umkominn að hafa smekk fyrir annarra hönd og framfylgir sannfæringu sinni eft- ir með predikunum, dómum og aftökum. Fordæming á smekk, burtséð frá öllum rökum þarað lútandi gerir leikhúsinu ekkert gott, fordómar leiða til fáfræði sem leiðir til einangrunar og dauða. Fyrir utan það frumskóg- arlögmál að smekkur fólks lýtur ekki rökum nema að mjög tak- mörkuðu leyti. Það er því ekki hlutverk leikhúsfólks eða leik- hússins yfirleitt að klifra upp á stall til þess að vera yfir áhorf- endur sína hafið, þroskaðra og gáfaðra en þeir. Okkur dreymir um leikhús sem tilheyrir okkur, nútíð sinni, af heilum hug. Leikhúsið er spegill, í þeim skilningi að áhorfandinn verður að sjá sjálfum sér bregða fyrir þegar hann horfir, ekki fimmtíu árum eftir að síð- ustu sýningu lauk. Það eru forréttindi vísindanna að geta horfið algerlega frá skilningi almennings eða almennum skiln- ingi, á vit afmark- aðrar sérhæfingar í eltingarleik við sjón- deildarhringinn. Einmana brjálaður vísindamaður sem enginn skilur nema hann sjálfur getur verið á réttri leið, einmana brjálaður leikhúsmaður sem enginn skilur nema hann sjálfur nýtur ekki sama vafaréttar. Og þó að sumir lista- menn virðist engu að síður líta á sig sem vísindamenn og fari fálið- aðir um ókunnar slóðir þá farnast þeim e.t.v. best með því að varð- veita framrás sína með einhverj- um öðrum miðli en leikhúsinu, kvikmyndir eru t.d. ákjósanlegar vörður sem standa óhreyfðar í eigin tíma að eilífu. En kvik- myndir eru draumur út af fyrir sig til að tala um. Leikhúsið er ofurselt augnablikinu, tilraunar- ammi þess, svo við tölum vís- indalega er eitt æfingaferli, ein sýning, ein einasta kvöldstund, eitt einasta augnablik, hver og einn áhorfandi. Rafmagnið í loft- inu (núna). Leikhúsið verður þannig að beygja sig undir skiln- ing og meðvirkni áhorfenda á hverjum tíma, en það er ekki þar með sagt að leikhúsið eigi ein- göngu að halda sig innan ramma þess sem viðtekið er. Ein af kröf- um áhorfenda er að láta koma sér á óvart og að upplifa eitthvað ófyrirséð, hann krefst þess að hleypa listinni fram úr sér á vit hins óþekkta þegar svo ber undir. Þannig eltir tíðarandinn listirnar að einhverju leyti, um gagn- kvæma speglun er að ræða. Áhorfandinn vill á stundum fá að sitja skilningslaus í salnum og takast á við það sem fram fer ut- an við hann og innra með honum. Og það er hið raunverulega svig- rúm leikhússins til tilrauna. Vilji áhorfenda. Okkur dreymir um viljuga áhorfendur. Draumar um leikhús Alþjóðaleiklistardagurinn er í dag, þriðju- daginn 27. mars 2001. Af því tilefni birtir Morgunblaðið ávarp Ólafs Egils Egils- sonar nema á 3. ári við Leiklistardeild Listaháskóla Íslands. Ávarpið er samið að beiðni Leiklistarsambands Íslands. Ólafur Egill Egilsson FIMM norrænir harmonikuleikarar halda tónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20. Það eru Maria Kalan- iemi frá Finnlandi, Greta Sundström frá Álandi, Jon Faukstad frá Noregi og Johan Kullberg frá Svíþjóð auk stjórnandans, Bernt Andersson frá Svíþjóð. Hópurinn er á tónleika- ferðalagi og heldur héðan til Græn- lands og Færeyja. Áður hefur hann haldið tónleika í Svíþjóð og á Álands- eyjum. Undirleik annast sænski bassaleikarinn Michael Krönlein og finnski píanóleikarinn Timo Alak- otila. Norrænt samstarfsverkefni Bernt Andersson (f. 1950) nam við Tónlistarháskólann í Gautaborg. Hann hefur starfað með mörgum af kunnustu blús- og rokktónlistar- mönnum Svía, m.a. Dan Hylander, Roffe Wikström og Mikael Wiehe. Hann hefur spilað inn á margar plöt- ur og geisladiska. Maria Kalaniemi (f. 1964) útskrif- aðist frá alþýðutónlistardeild Sibeli- usarakademíunnar í Helsingfors 1990. Hún hefur skapað sér nafn sem harmonikuleikari og tónskáld á al- þjóðlegum vettvangi. Greta Sundström (f. 1958) sigraði í norrænu meistarakeppninni í harm- onikuleik 1977 og 1979. Hún leikur núna með hljómsveitinni New Delhi Ladies á Álandseyjum. Johan Kullberg (f. 1979) varð nor- rænn meistari í harmonikuleik 1995, 1997 og 1998. Jon Faukstad (f. 1944) er prófess- or í harmonikuleik við norska tónlist- arháskólann. Hann er jafnvígur á al- þýðu-, dans- og nútímatónlist og hefur starfað með mörgum tónskáld- um og frumflutt verk þeirra. Á síð- ustu árum hefur hann einkum starf- að með Per Sæmund Bjørkum. Þeir hafa gert útvarps- og sjónvarps- þætti, leikið inn á plötur og farið í tónleikaferðir víðs vegar um heim- inn. Tónleikarnir eru samstarfsverk- efni Norrænu stofnananna á Álandi og Grænlandi, Norræna hússins í Þórshöfn, Færeyjum, og Norræna hússins í Reykjavík. Ennfremur eiga hér hlut að máli Norræna stofnunin í Finnlandi, Musik i väst í Svíþjóð auk Harmonikufélags Reykjavíkur og Félags harmonikuunnenda. Emb- ættismannanefndin fyrir norrænt menningarsamstarf og Norræni menningarsjóðurinn styrkja ferð hópsins. Í tilefni af tónleikaferðalaginu hef- ur verið gefinn út geisladiskur. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Harmonikuleikur í Norræna húsinu Finnski harmonikuleikarinn Maria Kalaniemi. Úrslit í ljóða- og smásagna- keppni 52 VERK bárust í ljóða- og smá- sagnasamkeppnina Líf í nýju landi sem ætluð var börnum í 7. bekk grunnskóla og voru úrslit gerð kunn á alþjóðlegum degi gegn kynþátta- mismunun 21. mars sl. Í keppnina bárust bæði sögur og ljóð, af þeim voru 44 á íslensku, eitt á þýsku, eitt á víetnömsku, tvö á portúgölsku, tvö á pólsku og tvö á rússnesku. Að keppninni stóðu Borgarbókasafn Reykjavíkur, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur og Miðstöð nýbúa. Miðstöð nýbúa sá um að þýða þau verk sem ekki voru á íslensku. Dómnefnd skipuð þremur fulltrú- um, einum frá hverri stofnun sem að keppninni stóðu, valdi 10 verk til verðlauna og voru úrslitin kynnt með stuttri athöfn í Grófarhúsi í boði Borgarbókasafnsins. Þrír verð- launahafanna lásu upp verk sín, tvær stúlkur lásu sögur á íslensku og stúlka frá Grænhöfðaeyjum las ljóð á portúgölsku sem einnig var flutt í íslenskri þýðingu. Verðlaunahafar voru Lilja Dögg Jónsdóttir, Árbæjarskóla, fyrir sög- una Líf í nýju landi, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Austurbæjarskóla, fyrir söguna Samantha, Ragnheiður Halldórsdóttir, Austurbæjarskóla, fyrir söguna Brynjar, Marly Simone Da Cruz Gomes, Austurbæjarskóla, fyrir ljóð á portúgölsku sem heitir í íslenskri þýðingu Á fjallinu bláa, Rafak Slawomir Rudnik, Vestur- bæjarskóla, fyrir frásögn á pólsku sem heitir á íslensku Líf í nýju landi, Ramóna Lísa Valgeirsdóttir, Ölduselsskóla, fyrir ljóðið Líf í nýju landi, Van Hong Truong, Lang- holtsskóla, fyrir frásögn á víet- nömsku sem heitir í íslenskri þýð- ingu Líf í nýju landi, Kristrún Kristinsdóttir, Ölduselsskóla, fyrir ljóðið Vonin, Grjetar Andri Ríkarðs- son, Ölduselsskóla, fyrir ljóðið Mannauður, Anja Gorbatova, Vest- urbæjarskóla, fyrir frásögn á rúss- nesku sem heitir í íslenskri þýðingu Svolítið um Ísland. Verðlaunaverkin er hægt að lesa á heimasíðu Borgarbókasafns Reykjavíkur, www.borgarbokasafn- .is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.