Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 56
Pabbastelpa í
öngum sínum
Morgunblaðið/Ásdís
Það verður handagangur í öskjunni þegar pabbastelpurnar þurfa að
fara að horfast í augu við veruleikann í Glórulaus.
LEIKFÉLAG Menntaskólans í
Kópavogi, Sauðkindin, frumsýndi á
föstudaginn leikritið Glórulaus í
leikstjórn Gunnars Hanssonar.
Guðný Hlín Rossen leiknefnd-
armeðlimur segir leikritið laufléttan
gamanleik: „Verkið fjallar um stelp-
una Ellý sem er afskaplega glóru-
laus dekurrófa í Verslunarskóla Ís-
lands. Diddú er besta vinkona
hennar og Tanja, algjör sveitalubbi
utan af landi, kemur í skólann, og
þær Diddú og Ellý taka sig til og
reyna að breyta Tönju í hörkutálk-
vendi og koma henni á stefnumót
með sætasta strák skólans.
Þá kemur nýr strákur, Kristján, í
skólann og Ellý fær augastað á hon-
um, og þannig fara hlutirnir að
flækjast.“
Verkið er byggt á samnefndri
kvikmynd, „Clueless“, en sú mynd
er síðan byggð á verkinu „Emma“
eftir Jane Austen. „Við stílfærðum
og staðfærum verkið að íslenskum
aðstæðum í samvinnu við Gunnar,“
segir Guðný og segir hún jafnframt
að enginn kvikindisskapur búi að
baki því að velja sögunni stað í
Verslunarskólanum: „Versló er
skólinn sem kemur fyrst í hugann
sem skóli pabbastelpnanna og ríku
krakkanna. Við meinum samt ekk-
ert illt með þessu, og til dæmis er
leikstjórinn okkar sjálfur gamall
Verslingur.“
Guðný segir að krakkarnir standi
sig mjög vel í sýningunni, þótt þau
séu áhugaleikmenn: „Ég held þau
standi sig nokkuð vel. Gunnar hefur
náð því besta út úr þeim og kennt
þeim ýmis brögð. Við byrjuðum að
æfa eftir að verkfallinu lauk og höf-
um æft statt og stöðugt síðan þá og
æfingarnar virðast vera að skila
sínu. Við völdum þetta verk vegna
þess að það er létt og skemmtilegt.
Leikfélagið okkar, Sauðkindin, hef-
ur legið í hálfgerðum dvala und-
anfarið, og við töldum þetta góða
leið til að vekja athygli.“
Hlutverk Ellýjar er í höndum
tveggja leikkvenna: Tinnu Eiríks-
dóttur og Maríu Beck. „Þær eru
mjög líkar og þú tekur ekki auðveld-
lega eftir því þegar þær skipta,“
segir Guðný. Tanja er leikin af Söru
Valnýu Sigurjónsdottur, og Diddú
af Önnu Bergljótu Þórarensen.
Verkið verður sýnt í Félagsheimli
Kópavogs og standa sýningar yfir
næstu vikurnar.
FÓLK Í FRÉTTUM
56 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
").>K.- ) ",<!
! .>9.- ) ",<!
").B.= $!) ",<!
! .H.= $!) ",<!
Í HLAÐVARPANUM
Einleikjadagar Kaffileikhússins
18.-28. mars
í kvöld þri. 27/3 kl. 21 Eva - bersögull sjálfs-
varnareinleikur — nokkur sæti laus
mið. 28/3 kl. 21 Ég var beðin að koma
Stóra svið
MÓGLÍ e. Rudyard Kipling
Lau 31. mars kl 13 - UPPSELT
Sun 1.apríl kl 14 - ÖRFÁ SÆTI
Sun 8. apríl kl 14
Sun 22. apríl kl 14 – ATH:Sýningin
er túlkuð á táknmáli
Sun 29. apríl kl 14
ÍD
KRAAK EEN OG KRAAK TWEE
eftir Jo Strömgren
POCKET OCEAN eftir Rui Horta
Sun 1. apríl kl. 20 – 5. sýning
Fim 5. apríl kl. 20 – 6. sýning
SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason
Fim 29. mars kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös 6. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Lau 21. apríl kl. 19
Fös 27. apríl kl. 20
AUKASÝNINGAR V. MIKILLAR
EFTIRSPURNAR
MENNINGARVERÐLAUN DV 2001
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR!
BLÚNDUR & BLÁSÝRA eftir Joseph
Kesselring
Fös 30. mars kl. 20 3. sýning - ÖRFÁ SÆTI
Lau 31. mars kl. 19 4. sýning - ÖRFÁ SÆTI
Lau 7. apríl kl. 19 5. sýning
Litla svið
ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab
Sun 1. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 8. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 22. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 29. apríl kl. 20
ABIGAIL HELDUR PARTÍ eftir Mike Leigh
Fim 29. mars kl. 20
ALLRA SÍÐASTA SÝNING!
KONTRABASSINN e. Patrick Süskind
Fös 30. mars kl. 20 FRUMSÝNING -
UPPSELT
Fim 5. apríl kl. 20 2. sýning
Lau 7. apríl kl. 19 3. sýning
Leikari:
Ellert A. Ingimundarson
Lýsing: Lárus Björnsson.
Þýðing: Hafliði Arngrímsson/Kjartan
Óskarsson. Leikmynd og búningar:
Axel Hallkell Jóhannesson.
Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson.
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
!"#$ %
#&
, (5@1 '" (2@) '
(@)()*
()+ '
(0@) '
(5@) +)- .$/0.%
.&1
) * " 12@1 ' * 0@)2%3
'A * % 2@)2%3
'= * ((@)2%3
4/" " " 56%
#&7 /8&
1@1 '9:;
)
<= 4.5$$" ..%
&
3 @) )2%3
= ' 0@) )2%3
((@) ) '
(0@) ) &((
(5@) )2%3
=
Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
!"#$ %
#&
," 12@1 ' @) ' 0@) % 2@)
((@) (@)
(A@) Litla sviðið kl. 20.30:
#='4 .!#.%
0
>3 ?:4% &
, (5@1
1@1)$((: ;
%>2
)
@@@)
(7
)
A
(7
)
3
2
: &
3 ),B
)()-,C'
:), )()-,+)
552 3000
Opið 12-18 virka daga
SNIGLAVEISLAN KL. 20
flyst í Loftkastala vegna mikillar aðsóknar
lau 21/4 örfá sæti laus
fim 26/4 nokkur sæti laus
sun 29/4
Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20
fös 6/4 laus sæti
mið 11/4 laus sæti
SJEIKSPÍR EING OG
HANN LEGGUR SIG KL. 20
lau 31/3 laus sæti
lau 7/4 laus sæti
Síðustu sýningar!
530 3030
Opið 12-18 virka daga
SNIGLAVEISLAN KL. 20
þri 27/3 F&G kort gilda, UPPSELT
mið 28/3 H&I kort gilda, UPPSELT
fim 29/3 UPPSELT
fös 30/3 UPPSELT
lau 31/3 kl. 16 UPPSELT, Aukasýn.
sun 1/4 UPPSELT
mið 4/4 UPPSELT
fim 5/4 UPPSELT
lau 7/4 UPPSELT
sun 8/4 UPPSELT
mið 11/4 örfá sæti laus
fim 12/4 örfá sæti laus - Skírdagur
Ath! Sýningar færast eftir 12/4 í Loftkastala
Á sýningardögum er miðasalan opin fram að
sýningu og um helgar opnar hún í viðkom-
andi leikhúsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið.
Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16
virka daga.
midasala@leik.is — www.leik.is
HLJÓMSVEITIN Millsbomb er
komin hingað til lands frá Graz í
Austurríki til þess að leika hér á
þrennum tónleikum á fjórum dögum.
Einnig leikur með þeim sænska
sveitin Dispirited en hún kemur til
landsins í dag. Tónleikahrinan ber
nafnið Skarkali en með erlendu
sveitunum spila Mínus, Vígspá,
Snafu, I adapt, Mictian og Immod-
ium.
„Við hlustum allir á svo mismun-
andi tónlist,“ svarar Claus Gipler,
annar söngvaranna, aðspurður. „Að-
allega á þungarokk, bæði af gamla
og nýja skólanum. Sumir eru djúpt í
hip-hop og djassi. Við höfum líka
gaman af klassískri tónlist. Blöndum
þessu svo saman.“
Millsbomb eru ekki með plötu-
samning en hafa þó gefið út einn
geisladisk, Not a bomb of truth, upp
á eigin spýtur á heimaslóðunum.
Önnur platan er í vinnslu og það er
greinilegt að meðlimir sveitarinnar
eru mun ánægðari með nýrri grip-
inn.
„Ég held að okkur muni takast að
fá útgáfusamning með þessum
nýja,“ segir Martin Pichler, hinn
söngvarinn. „Við hljómum ekkert
eins og við gerum á fyrri diskinum.
Þetta er allt öðruvísi tónlist. Meira
að segja þegar við tókum diskinn
upp, þá hljómaði útkoman ekkert
eins og við vorum.“
Er erfitt að fá plötusamning í
Austurríki?
„Ef þig langar í plötusamning þá
áttu miklu meiri möguleika ef þú
sendir prufuupptökurnar þínar til
fyrirtækja í Þýskalandi því þar er
senan mun stærri,“ útskýrir Florian
Gipler trommari, bróðir Claus.
Hafið þið heyrt eitthvað í íslensku
harðkjarnasveitunum?
„Ég náði í lag með Mínus á Netinu
en svo þekkjum við bara Björk, Gus-
gus, Sigur Rós og múm,“ segir Mart-
in.
Er hægt að lifa á þessu í Aust-
urríki?
„Nei, eins lengi og við þurfum ekki
að borga fyrir tónleika er þetta í lagi.
Peningarnir sem við fáum eru not-
aðir í það að kaupa ný hljóðfæri, taka
upp og í bensínkaup,“ segir Martin.
Er þetta þess virði?
„Já, þegar við spilum er svo gam-
an. Við erum ekki mjög alvarleg
hljómsveit,“ segir Martin.
„Tónlistin er kannski alvarleg en
framkoma okkar á sviði ekki,“ segir
Florian.
Nú, hvað gerið þið?
„Sérstakar líkamsbrellur,“ segir
Florian og hópurinn springur úr
hlátri.
„Claus getur spilað „Smoke on the
water“ með handakrikanum á sér,“
segir Martin.
„Við erum líka mjög hrifnir af
glímu og setjum upp harðkjarna-
glímukeppnir á sviðinu.“
„Ef tónlistin klikkar ætlum við til
Ameríku til þess að gerast atvinnu-
glímukappar,“ segir Florian að lok-
um.
Fyrstu tónleikarnir verða í Tóna-
bæ í kvöld, hefjast kl. 18 og á þá er
ekkert aldurstakmark. Á morgun
spila sveitirnar á Gauki á Stöng og
því næst á Músíktilraunum.
„Smoke on the water“
leikið á handarkrika
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hljómsveitin Millsbomb frá Austurríki.
Hljómsveitin Millsbomb frá Austurríki er hér í tónleikaferð
Sauðkindin, leikfélag MK,
sýnir gamanleikinn Glórulaus
VIÐSKIPTI mbl.is