Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSKA krónan náði sögulegu lágmarki í gær þegar vísitala krón- unnar, sem mælir verð erlendra gjaldmiðla í íslenskum krónum, hækkaði um 0,48% í viðskiptum upp á tæpa 10 milljarða króna og endaði í 123 stigum. Er þetta mesta velta á einum degi síðan í lok nóv- ember á síðasta ári. Skömmu fyrir lokun á milli- bankamarkaði í gær, eftir að geng- isvísitalan fór hæst í 123,15 stig, greip Seðlabankinn inn í til að verja gengissigið með kaupum á 1,6 millj- örðum króna og sölu á 18 milljónum dollara. Við þetta styrktist krónan og vísitalan fór lægst í 122,2 stig en styrkingin var skammvinn þar sem fjárfestar nýttu tækifærið og keyptu mikið af gjaldeyri. Endaði vísitalan sem fyrr segir í 123 stig- um. Ársfundur Seðlabankans verður haldinn í dag og í umræðum á Al- þingi í gær sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra að stefnu Seðla- bankans yrði breytt „alveg á næst- unni“ eins og hann orðaði það. Greinilegur órói Inngrip Seðlabankans í gær voru þau sömu í krónum talið og á föstu- dag, þegar bankinn keypti krónur fyrir 1,6 milljarða. Þau inngrip höfðu óveruleg áhrif á gengi krón- unnar. Bankinn hafði þá ekki gripið inn í gengisþróunina síðan í byrjun febrúar á þessu ári þegar hann keypti fyrir rúman 1 milljarð 9. febrúar. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði við Morgunblaðið að gripið hefði verið inn í í gær sök- um mikils óróa á markaðnum. Við- skiptin hefðu einnig verið óvenju- mikil. „Okkur fannst of miklar sveiflur í genginu þarna á tímabili svo við ákváðum að koma inn og reyna að róa það. En þrátt fyrir þessi kaup fór gengið í sama horfið. Órói er þarna greinilegur og við höfum tengt það umræðunni um hugsan- legt verðbólgumarkmið, sem gæti hafa hreyft við fjárfestum. Við sjáum engar efnahagslegar for- sendur fyrir því að gengið lækki núna,“ sagði Birgir Ísleifur. Krónan í lágmarki þrátt fyrir inngrip ÞEIR eru kaldir karlar, skipverj- arnir á netabátnum Gullfaxa GK frá Grindavík. Að lokinni sjóferð á Selvogsbanka um helgina létu þeir sig ekki muna um að fækka hlífð- arfötum og hampa góðum feng, þrátt fyrir nístingsfrost. Heldur hefur dregið úr aflabrögðum hjá netabátum fyrir sunnan land og var afli dagsins aðeins tæp þrjú tonn. Skipverjarnir eru, f.v.: Krist- inn Arnberg Kristinsson, Trausti Sigurjónsson, Bergvin Ólafarson og Þorbergur Þór Heiðarsson. Í brúarglugganum má sjá Óðin Arn- berg Kristinsson skipstjóra. Kaldir karlar  Þorskurinn/20–21 Morgunblaðið/RAX FAÐIR eins fórnarlamba flug- slyssins í Skerjafirði, Friðrik Þór Guðmundsson, hefur ítrekað kröfu í bréfi til Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra um að fram fari rann- sókn vegna rannsóknar rann- sóknarnefndar flugslysa (RNF) á slysinu í Skerjafirði. Undir kröfuna tekur einnig Jón Ólafur Skarphéðinsson, faðir piltsins sem lifði slysið af, og fjölskylda Mohammads Douglas, flugmanns vélar Leiguflugs Ísleifs Ottesen (LÍO). Þess hefur einnig verið farið á leit við ráðherra að rann- sakað verði sérstaklega annað flug LÍO að morgni mánu- dagsins 7. ágúst 2000, sama dag og slysið í Skerjafirði varð. Þá var flogið með tveggja hreyfla flugvél með tveimur fleiri farþegum en sæti var fyrir. Unnusti barns- hafandi konu hafi setið óspenntur á gólfi flugvélarinn- ar og dóttir flugstjórans setið óspennt í fangi unnusta síns. Friðrik Þór hefur einnig farið þess á leit við lögreglu- stjórann í Reykjavík að fram fari sérstök rannsókn vegna ætlaðra réttarspjalla með sölu á vélarhreyflinum skömmu eftir slysið. Annað flug LÍO sama dag verði rannsakað  Flugslysið /30–33 STJÓRN Vátryggingafélags Ís- lands náði á sunnudagskvöld sam- komulagi um að stefnt skuli að skráningu félagsins á Verðbréfa- þingi Íslands á þessu ári. Axel Gíslason, forstjóri VÍS, og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, sögðust í gær báðir vera ánægðir með þá niðurstöðu sem fengin væri í þessu máli. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur S-hópurinn svo- kallaði (Samvinnutryggingar, ESSO, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Líftryggingafélagið Andvaka) fallist á að fara með sinn hlut í félaginu úr 50% í 42% og Lands- bankinn mun minnka sinn eign- arhlut úr 50% í 39. Jafnframt hafa aðilar komið sér saman um að fækka í stjórn félags- ins, þegar það verður skráð á Verð- bréfaþingi Íslands. Þannig fái S- hópurinn tvo stjórnarmenn, Lands- bankinn tvo og nýir eigendur einn. Liður í þessu samkomulagi er, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að eigendur Traustfangs hafa samþykkt að leysa upp félag- ið, en það á 19,02% hlut í Olíufélag- inu hf. (ESSO), sem er að mark- aðsvirði um tveir milljarðar króna. Eigendur Traustfangs, VÍS, ESSO, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Mundill (dótturfélag Samskipa), fá hver um sig aukinn eignarhlut í ESSO. Eigendur VÍS ná samkomulagi um skráningu Traustfang leyst upp  Samkomulag/17 SKÓLASÓKN framhaldsskóla- nema hefur verið einstaklega lé- leg á yfirstandandi önn og hefur víða verið brugðið á það ráð að vísa nemendum úr skóla af þess- um sökum. Formaður Félags ís- lenskra framhaldsskóla telur þetta rökrétta afleiðingu kenn- araverkfallsins fyrir áramót. Að sögn Sölva Sveinssonar, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla og formanns Félags íslenskra framhaldsskóla, gripu skólastjórnendur í Ármúla til þess úrræðis um helgina að taka nemendur af nemendaskrá vegna slælegrar mætingar. „Skólasókn hefur verið með eindæmum léleg á þessari önn þannig að við höfum látið allmarga nemendur hætta. Að auki höfum við sent bréf heim til foreldra og forráðamanna og talað við þá sem illa hafa mætt,“ segir hann. Hann segir að vafalaust sé um eftirverkanir frá verkfallinu að ræða. „Eftir verkfall var mjög skarplega byrjað með próf og síð- an keyrt beint inn í vorönn þann- ig að þetta er rökrétt niðurstaða af tveggja mánaða verkfalli. Nemendurnir voru í löngu fríi þar sem langflestir þeirra voru að vinna. Síðan komu þeir inn í próf- alotu á óeðlilegum tíma og hófu vorönn strax beint ofan í þá lotu þannig að þetta eru allt saman mjög óvenjulegar aðstæður.“ Ástandið er að sögn Sölva svip- að í öðrum framhaldsskólum þar sem mætingin hefur sjaldan verið jafnslæm. Hann segir aðra skóla- stjórnendur því hafa gripið til svipaðra úrræða. „Ég veit ekki betur en að menn séu alls staðar að reyna að herða tökin því það er alveg vonlaust verk að reka skóla þegar það vantar svona marga.“ Los á nemend- um að loknu verkfalli Afleiðingar verkfalls kennara í framhaldsskólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.