Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isVið áttum annað skilið
en tap / B 2–5
Haukar fóru illa með
færin /B 8–9
16 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRGVIN Schram,
fyrrverandi stórkaup-
maður, lést í Reykjavík
24. mars síðastliðinn.
Hann var fæddur 3.
október 1912.
Björgvin tók próf frá
Verslunarskóla Íslands
og stundaði jafnframt
verslunarnám um eins
árs skeið í Englandi.
Hann hóf störf hjá
Heildverslun Magnúsar
Kjaran strax eftir að
hann kom heim frá
námi. Árið 1952 stofnaði
hann eigin heildverslun,
Heildverslun Björgvins Schram,
sem hann rak fram á níunda áratug-
inn eða í rúm 30 ár.
Björgvin stundaði knattspyrnu á
sínum yngri árum með KR og var
þar margfaldur Íslandsmeistari og
var á sínum tíma talinn einn fremsti
knattspyrnumaður landsins. Hann
tók sæti í fyrstu stjórn Knatt-
spyrnusambands Íslands 1947 og
gegndi formennsku
frá 1954–1968, eða
samtals í fjórtán ár.
Hann var kjörinn
heiðursfélagi sam-
bandsins.
Björgvin starfaði
einnig að öðrum
félagsmálum, einkum
hvað viðkom verslun
og viðskiptum. Hann
var formaður í Félagi
íslenskra stórkaup-
manna á árunum
1967–1971 og var
gerður að heiðurs-
félaga þar. Hann var
í stjórn Verslunarráðs Íslands frá
1966–1974, þar af formaður 1968–
1972.
Hann kvæntist Aldísi Brynjólfs-
dóttur 1937. Hún er látin. Þau áttu
saman sjö börn, Bryndísi, Ellert,
Margréti, Björgvin, Magdalenu,
Ólaf og Önnu Helgu. Magdalena er
látin. Björgvin lætur eftir sig 58
barnabörn og barnabarnabörn.
Andlát
BJÖRGVIN
SCHRAM
HÓPUR breskra ferðamanna fór í
sleðaferð um Lyngdalsheiði í gær
og voru sleðarnir dregnir af kröft-
ugum grænlenskum sleðahundum.
Þótt hundarnir séu sterkir og
kröftugir virðast þeir fegnir því að
fá smáhvíld. Berglind Erlendsdóttir
hjá fyrirtækinu Dogsteam Tours,
sem býður upp á sleðaferðir um há-
lendið, sagði að fyrirtækið ætti um
40 grænlenska sleðahunda. Hún
sagði að aðallega færu útlendingar
í sleðaferðirnar, en á veturna væri
farið í styttri ferðir upp á Lyngdals-
heiði og lengri ferðir um hálendið,
um Þórsmörk og Landmannalaug-
ar, og þá væri á sumrin farið í ferð-
ir upp á Mýrdalsjökul.
Grænlenskir
sleðahundar
á Lyng-
dalsheiði
SAMKEPPNISRÁÐ úrskurðaði í
gær að öll afurðasala Eignarhalds-
félagsins Fengs hf., áður Bananasöl-
unnar hf., og tengdra félaga með ís-
lenskt grænmeti, þ.á m. Sölufélags
garðyrkjumanna, skuli færast til
sjálfstæðs fyrirtækis. Samkvæmt
úrskurðinum er Feng og tengdum
félögum óheimilt að hafa afskipti af
daglegum rekstri nýja fyrirtækisins
og í stjórn þess mega ekki sitja sömu
menn og skipa stjórnir Fengs né
dótturfélaga eða tengdra fyrirtækja.
Samkvæmt ákvörðun samkeppn-
isráðs skal nýja fyrirtækið vera sjálf-
stæð eining í rekstrarlegu tilliti og
hafa fullt frelsi til að ákvarða aðgerð-
ir sínar á markaði.
Úrskurður samkeppnisráðs teng-
ist ákvörðun ráðsins frá því í byrjun
febrúar á þessu ári þegar ráðið
beindi því til Samkeppnisstofnunar
að hefja rannsókn á grundvelli sam-
keppnislaga á sölu Búnaðarbankans
hf. á Ágæti hf. á árinu 1999. Í ljós
hafði komið að bankinn, Bananasal-
an (nú Fengur), Sölufélag garð-
yrkjumanna, Þórhallur Bjarnason,
fyrir hönd Grænmetis, og Grænmeti
veittu Samkeppnisstofnun rangar
upplýsingar í tengslum við rannsókn
hennar á kaupum Grænmetis á
Ágæti af Búnaðarbankanum. Fyrri
úrskurður ráðsins, um að þessi kaup
samrýmdust samkeppnislögum, var
um leið felldur úr gildi sökum rangra
upplýsinga. Var Samkeppnisstofnun
t.d. ekki upplýst um að Sölufélag
garðyrkjumanna hefði í raun fjár-
magnað kaup Grænmetis á Ágæti.
Samkvæmt úrskurði samkeppnis-
ráðs nú er væntanlegri afurðasölu
óheimilt að stunda innflutning og
heildsölu á ávöxtum, kartöflum og
grænmeti.
Nýja fyrirtækinu er og óheimilt að
gera einkasölusamninga við fram-
leiðendur eða á annan hátt að vinna
gegn því að framleiðendur eigi við-
skipti við aðra aðila.
Tryggir starfsemi Fengs
Loks segir samkeppnisráð að
Fengur skuli kynna ákvörðun þessa,
og hvað í henni felst, fyrir viðskipta-
mönnum sínum og framleiðendum
innan eins mánaðar. Þá er fyrirtæk-
inu skylt að upplýsa Samkeppnis-
stofnun um framkvæmd á úrskurði
samkeppnisráðs. Framkvæmd fram-
angreindra skilyrða, þ.m.t. flutning-
ur viðskipta Fengs, annarra dóttur-
félaga og tengdra fyrirtækja með
íslenskt grænmeti til nýja fyrirtæk-
isins, á að vera að fullu lokið í síðasta
lagi fyrir árslok.
Eignarhaldsfélagið Fengur hf. er í
eigu tæplega 50 hluthafa. Í tilkynn-
ingu, sem félagið sendi frá sér síð-
degis í gær, er úrskurði samkeppn-
isráðs fagnað og hann sagður
tryggja starfsemi Fengs. Sam-
kvæmt úrskurðinum mun heildsölu-
starfsemi Sölufélags garðyrkju-
manna leggjast af um næstu áramót.
Að sögn Pálma Haraldssonar,
framkvæmdastjóra Fengs, er nauð-
synlegt fyrir íslenska markaðinn að
á ávaxta- og grænmetismarkaði sé
öflugt fyrirtæki sem tryggt geti hag-
kvæm innkaup og flutninga til lands-
ins. Með stofnun Fengs skapist skil-
yrði fyrir því að hægt verði að kaupa
ávexti og grænmeti beint frá öllum
ræktunarsvæðum í heiminum.
Samkeppnisráð úrskurðar um fyrirtæki á grænmetismarkaði
Afurðasala Fengs og tengdra
félaga verði gerð sjálfstæð
Snjóflóð við
Siglufjörð
SNJÓFLÓÐ féll á fólksbíl rétt utan
við Siglufjarðarbæ um fjögurleytið í
gær. Einn maður var í bílnum. Snjó-
flóðið sem um ræðir var lítið en svo
illa vildi til að önnur bifreið, sem kom
á eftir nokkru síðar, lenti aftan á
fyrri bílnum í tilraun ökumannsins
til að sveigja framhjá flóðinu, enda
var fyrri bíllinn hulinn snjó. Hvor-
ugan ökumanninn sakaði.
Vonskuveður var á þessum slóðum
þegar atburðurinn átti sér stað og í
gærkvöldi tók veður að versna á
Norðausturlandi. Eftir ábendingar
bóndans að bænum Þverá ákváðu
Vegagerðin og lögreglan á Húsavík
að loka veginum um Dalsmynni, er
liggur frá Fnjóskadal og yfir til
Grenivíkur, vegna snjóflóðahættu.
Flóðið við Siglufjörð var eitt
þriggja flóða sem féllu á veginn milli
Siglufjarðar og Strákaganga og var
eitt þeirra nokkuð stórt, um tveir
metrar að hæð að sögn lögreglu.
Þá hringdi ökumaður bifreiðar
sem fest hafði í snjóskafli við Mána-
skriður úr neyðarskýli vestan við
göngin í neyðarlínuna og fékk aðstoð
frá Vegagerðinni. Fimm voru í bíln-
um en ekki væsti um þá.
GEFIN hefur verið út ákæra á hend-
ur Gunnari Sch. Thorsteinsson, fyrr-
um stjórnarmanni í Skeljungi, frá
embætti ríkislögreglustjóra um brot
á lögum um verðbréfaviðskipti vegna
kaupa á hlutabréfum í Skeljungi 7.
júlí 1999. Á þeim tíma var Gunnar
stjórnarmaður í Skeljungi. Er þetta í
fyrsta skipti sem gefin er út ákæra
vegna innherjaviðskipta á Íslandi.
Að sögn Gunnars var honum birt
ákæran í gærmorgun og nú bíði hann
þess að verða kallaður fyrir dómara.
Þar muni hann halda uppi vörnum í
málinu enda telji hann og lögfræðing-
ar hans ákæruna ekki á rökum reista.
Í yfirlýsingu frá Gunnari sem birt-
ist í Morgunblaðinu síðastliðið sumar
kom fram að 7. júlí 1999 hafi hann
keypt hlutabréf í Skeljungi fyrir
3.055.000 krónur að kaupverði.
„Kaupin voru gerð með milligöngu
löggilts verðbréfafyrirtækis og koma
Skeljungi ekkert við,“ segir ennfrem-
ur í yfirlýsingunni.
Aðspurður sagði Gunnar í fréttinni
að hann hafi keypt bréfin á þessum
tíma vegna þess að hann hafi fengið
greiddar slysabætur frá Sjóvá-Al-
mennum rétt áður, en Fjármálaeft-
irlitinu, sem vísaði málinu til efna-
hagsdeildar ríkislögreglustjóra, hafi
ekki þótt það viðhlítandi skýring. „Þá
tekur Gunnar fram að engar sérstak-
ar breytingar hafi orðið á rekstri
Skeljungs á þessum tíma, engar sam-
einingar hafi staðið fyrir dyrum né
heldur framleiðsla eða sala á nýjum
afurðum. Reksturinn hafi að öllu leyti
verið í eðlilegu horfi og það hafi ekki
hvarflað að honum að hann hafi verið
að gera eitthvað rangt með kaupun-
um í júlí árið 1999,“ segir í frétt Morg-
unblaðsins frá síðastliðnu sumri.
Ákærður
fyrir innherja-
viðskipti
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins