Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 33 ð fram að ræða og ð fram að ð sérstak- runalegu ki fyrir na í dag- u á fram- a.“ Spurt ntað með g háttað fyrri eig- ljara og í Banda- ar reglur jar dag- atast. Ný gefin út í er undir flugmála- stjórn Ís- ekki haft gögn og eru undir lofthæfi- listi nú- lofthæfi- fyrirmæli og það er sá listi sem gildir. Þess ber að geta að allar flugvélar fara í gegnum s.k. árs- skoðun áður en þær fá lofthæfiskír- teini. Hreyfill vélarinnar hafði farið í gegnum grannskoðun hjá viðhalds- aðila í Bandaríkjunum sem hefur réttindi til þess. Við grannskoðun er gangtími hreyfils núllstilltur og í hreyfli af þessari tegund eru engir hlutir sem hafa takmarkaðan líf- tíma (life limited parts). Þess vegna gildir sá tími sem líður frá því að hreyfillinn var grannskoðaður. Ef um slíka flutninga á flugvél- inni hefur verið að ræða á það að koma fram í log-bók.“ Eldsneyti Ýmis atriði varðandi eldsneyti vélarinnar eru rædd í skýrslu RNF. Segir þar meðal annars: „Flugvélin TF–GTI hafði fjóra eldsneytistanka. Aðaltankar voru tveir og tóku samtals 90 US gallon eða 340 lítra, þar af voru samtals 337 lítrar nýtanlegir. Sérstökum vinnubrögðum við að fylla aðal- tankana er lýst í lofthæfi-fyrirmæl- um, þannig að öruggt sé að 340 lítr- ar séu á þeim. Gæta verður þess að flugvélin standi rétt og dæla verður hægt síðustu 20 lítrunum, eða þar um bil, á hvorn tank og skoða aftur í þá eftir tvær mínútur og fylla þá síðan. Við rannsóknina kom fram að flugmönnunum var ekki kunn- ugt um þessa áfyllingaraðferð.“ Þá segir að vélin hafi haft tanka í vængendum sem tóku samtals 125 lítra en af þeim voru 123 lítrar nýt- anlegir. Notkun þeirra var skilyrt að því leyti að aðeins mátti dæla úr þeim í aðaltankana í farflugi og þá aðeins í þann tank sem ekki var í notkun. „Áður hefur komið fram, að a.m.k. 7 US gallon (26,5 lítrar) urðu að vera í hvorum vængendatanki og aðaltankar að vera fullir að a.m.k. 2⁄3 hlutum, þ.e. 60 US gallon (227 lítrar) eða meira urðu að vera í þeim til þess að nota mætti há- marksþyngd 3.800 pund fyrir flug- vélina. Annars varð að nota skilyrta hámarksþyngdina 3.530 pund. Flugmönnum TF–GTI sem RNF ræddi við virðist ekki öllum hafa verið þetta ljóst. Samkvæmt upplýsingum frá Eldsneytisafgreiðslunni á Reykja- víkurflugvelli, var afgreiðslumönn- um hennar aðeins kunnugt um að einn þeirra hefði dælt eldsneyti á vængendatanka TF–GTI og þá einu sinni um 20 lítrum á hvorn tank að því að hann taldi. Þeir minntust þess ekki að flugmennirn- ir hefðu dælt sjálfir á vængenda- tankana af tankbílunum.“ Síðar í skýrslunni segir: „Sam- kvæmt eldsneytiskvittunum og vitnisburði afgreiðslumanna elds- neytisafgreiðslu, voru aðaltankar flugvélarinnar síðast fylltir hinn 6. ágúst kl. 18:15. Afgreiðslumaður- inn hjá Eldsneytisafgreiðslunni hf. á Reykjavíkurflugvelli sem fyllti á tankana var spurður hvort hann hefði gætt þess sérstaklega að dæla hægt síðustu 20 lítrunum, eða þar um bil, á hvorn aðaltank og skoða aftur í þá eftir tvær mínútur, svo sem lofthæfifyrirmælin sem eiga að vera í flughandbókinni segja að gera þurfi til þess að tryggja að þeir fyllist. Hann sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um þetta atriði og því ekki hafa gætt þess sérstak- lega. Þetta kann að hafa valdið ein- hverri óvissu um magnið á aðal- tönkunum eftir áfyllinguna og þar með um eldsneytismagnið um borð í síðasta flugi flugvélarinnar, en hafi vandlega verið fyllt á tankana kl. 18:15 þann 6. ágúst hafa 340 lítr- ar verið á aðaltönkunum og þar af voru 337 lítrar nýtanlegir.“ Síðan er rakið hvernig flugi vélarinnar var háttað en að kvöldi 6. agúst var farin ein ferð til Vestmannaeyja og ekki bætt á tanka hennar fyrir flug- ið næsta morgun. Var flugvélinni fyrst flogið til Eyja frá Reykjavík og síðan milli Vestmannaeyja og Selfoss. Nokkru eftir hádegi er bætt 120 lítrum á tanka vélarinnar á Selfossi af tankabíl frá Eldsneyt- isafgreiðslunni á Reykjavíkurflug- velli. Afgreiðslumaður þar kvaðst ekki hafa séð flugmanninn mæla magn eldsneytisins með stiku en hann sá flugmanninn sem þá stóð í tröppu afgreiðslumannsins teygja sig og reka fingur ofan í annan tankinn eftir að 120 lítrum hafði verið bætt í hann. Aftur var bætt 120 lítrum á vélina síðdegis á Sel- fossflugvelli. Spurt var hvaða vinnureglur eða venjur eigi við um eldsneytisáfyll- ingu lítilla véla. Svar: „Flugrekstrarstjóra ber að tryggja að allar upplýsingar um hvernig eldsneyti skuli sett á flug- vélar séu aðgengilegar flugmönn- um og tryggja að þeim sé kunnugt um ef aðferðir eru óvenjulegar. Flugstjóri ber líka samkvæmt lög- um ábyrgð á því að flugvél hans sé lofthæf, sem m.a. felur í sér að hann tryggi að flugvél sem hann flýgur sé með nægjanlegt eldsneyti fyrir fyrirhugað flug, auk nægjanlegs eldsneytis til vara.“ Hreyfill Þá er spurt um hreyfil TF–GTI en í skýrslunni er uppruni hans sagður óþekktur og að hann hafi verið skoðaður á verkstæði í Bandaríkjunum sem ekki hafi verið viðurkennt. RNF óskaði eftir út- skýringu frá JAA, Flugöryggis- samtökum Evrópu, og Flugmála- stjórn og spurt er hvernig kröfur um viðhaldsvottorð hafi verið upp- fylltar þegar lofthæfiskírteini TF– GTI til atvinnuflugs var gefið út hérlendis. Í svari JAA kom fram að slíkt vottorð væri ekki nauðsynlegt ef flugvélin hefði uppfyllt kröfur um lofthæfi í því reglugerðarum- hverfi sem hún var í áður. Hér hafi verið gefið út viðhaldsvottorð af JAR–145 viðurkenndu verkstæði fyrir flugvélina í heild. Þetta var einnig borið undir Flugmálastjórn. Svar: „Engar formlegar reglur eru til um þetta hjá JAA önnur en sú regla að eftir að flugvél er komin í JAA- umhverfi, skal henni haldið við og hún rekin samkvæmt JAA-reglum. Hins vegar hefur Flugmálastjórn tekið undir það að ársskoðun sé lágmarksskilyrði, enda var hún gerð.“ Eldsneytisbókhald og fleira Lista yfir lofthæfifyrirmæli var ábótavant, segir einnig í skýrslu RNF. Upplýsingar um viðbót um eldsneytisáfyllingu fundust ekki í vélinni, leiðarflugbók var ekki fyrir hendi, ekki var staður í henni fyrir staðfestingu flugstjóra um ástand vélar eftir hverja ferð, eldsneytis- og olíuskrá var ekki haldin og þótt öll gögn sem formlega er krafist fyrir lofthæfiskírteini hafi verið fyrir hendi var tilefni til að gera at- hugasemdir, m.a. vegna ófullnægj- andi frágangs þeirra, segir einnig. Þá segir RNF að Flugmálastjórn hefði mátt ganga eftir frekari upp- lýsingum um endurnýjun viðhalds- gagna. Var slíkt ekki gert? Svar: „Flugvélin var nýkomin með lofthæfiskírteini og aðeins verið starfrækt í um mánuð. Hins vegar eru engin ákvæði í flutningareglu- gerð fyrir smærri flugrekendur um að fært skuli samfellt eldsneytis- bókhald. Eingöngu er ætlast til að færð sé eldsneytisskrá fyrir hvert flug með flugáætlun og gefur áætl- að flugþol í því tiltekna flugi. Engin krafa er um eldsneytisskráningu að flugi loknu. Hins vegar er þessi krafa í nýju flutningareglugerðinni JAR–OPS 1, sem unnið hefur verið að í tæp tvö ár að koma í fram- kvæmd fyrir smærri flugrekendur á Íslandi. Flugmálastjórn hefur þrýst á gildistöku þessarar reglu- gerðar sem nú þegar er í gildi fyrir stærri flugrekendur. Þess má hins vegar geta að mörg af stóru flug- félögunum í Evrópu hafa enn ekki tekið reglugerðina í gildi og hvað þá þau minni, enda verður reglu- gerðin ekki tekin í gildi og eftir henni farið nema að mjög vel und- irbúnu máli.“ Hnökrar í rekstri flugvélar Hvað segir Flugmálastjórn um þá staðhæfingu í skýrslu RNF að hnökrar hafi verið á tilteknum at- riðum í starfrækslu flugvélarinnar frá fyrsta degi? Svar: „Hvað varðar spurninguna um hvort ekki hafi „verið gerðar at- hugasemdir við að hnökrar voru á tilteknum atriðum í starfrækslu flugvélarinnar frá fyrsta degi“, skal tekið fram: Þarna ber að hafa í huga að umrædd flugvél hafði að- eins verið í rekstri hjá flugfélaginu í um einn mánuð. Flugvélin hafði þ.a.l. nýlega farið í ársskoðun. Þá var enn skemmri tími frá því flug- vélin fór í gegnum s.k. 50 tíma skoðun.Við eftirlit með fyrirtækinu fram að þeim tíma var ekkert sem benti til að alvarlegir hnökrar væru í flugrekstrinum. Við skoðun Flug- málastjórnar á fyrirtækinu eftir slysið kom í ljós að rekstur annarra flugvéla félagsins var ekki með sama hætti, þótt athugasemdir hafi verið gerðar við tiltekin atriði. Úr þeim hefur verið bætt.“ Blindflug – sjónflug Fram kemur að vélin var aðeins skráð fyrir sjónflug þó að hún væri búin blindflugstækjum. Flugmála- stjórn var spurð hvort athugasemd hefði verið gerð við þetta atriði. Svar: „Ekki er ástæða til að gera at- hugasemd við það að flugvél sem ætluð er til sjónflugs sé búin við- bótartækjum til blindflugs. Ástæða þess að flugvélin mátti ekki fljúga blindflug, er að eins hreyfils flug- vélar í atvinnuflugi mega ekki fljúga blindflug með farþega.“ Vakttími flugmanns Í skýrslunni segir að flugmaður hafi verið á vakt í yfir 13 tíma en í gildandi reglum sé hámarksflug- vakt 10 tímar miðað við einn flug- mann þegar aðeins er flogið sjón- flug. Spurt var hvernig eftirliti sé háttað með þessu atriði. Svar: „Það er flugrekstraraðila og svo flugmannanna sjálfra að hafa eft- irlit með því að flugmenn fljúgi ekki lengur en reglur segja til um.“ LÍO svarar ekki að svo stöddu Ýmis atriði skýrslunnar voru einnig borin undir forráðamenn Leiguflugs Ísleifs Ottesen. Kváð- ust þeir ekki vilja svara fyrr en fyr- ir lægi svar Flugmálastjórnar við erindi samgönguráðherra um hvort meintar ávirðingar sem fram koma í skýrslunni á rekstur LÍO gætu leitt til uppsagnar samninga ráðu- neytisins um áætlunar- og sjúkra- flug á vegum félagsins. rum atriðum í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa vegna TF-GTI f á elds- haldi r í kstur erið voru Morgunblaðið/Árni Sæberg flugmálastjóri segir að greiða erindi samgöngu- laugardaginn, þar sem usri umsögn Flugmála- rt ávirðingar sem fram nsóknanefndar flugslysa firði á hendur Leiguflugi i valdið uppsögn samn- ð félagið. Hann segir að ara erindi ráðuneytisins í ið fundaði með Flug- rslu Rannsóknanefndar og var ofangreint erindi i af fundinum að höfðu sráðuneytið, en einnig er sjúkraflug við Leiguflug mningur samgönguráðu- g Ísleifs Ottesen er ann- rflug til Gjögurs og hins arflugs til suðursvæðis allar og augljós gi flugfarþega di ráðuneytisins að það slu RNF mjög alvarleg- um augum. Ekki verði annað séð af skýrsl- unni en á flugrekstri Leiguflugs Ísleifs Otte- sen varðandi rekstur TF-GTI hafi verið verulegir ágallar og augljós ógn við öryggi flugfarþega á Íslandi. Þorgeir sagði að jafnframt væri unnið úr niðurstöðum skýrslu Rannsóknanefndar flugslysa frá því á föstudag og þetta tvennt héldist í hendur. Stefnt væri að því að svara erindi samgönguráðuneytisins í dag. Bréf samgönguráðuneytisins er svohljóð- andi: „Hinn 23. mars 2001 gaf Rannsókna- nefnd flugslysa út skýrslu um flugslys í Skerjafirði hinn 7. ágúst 2000 er TF-GTI Cessna-vél Leiguflugs Ísleifs Ottesen hf. fórst. Niðurstöður nefndarinnar eru settar fram í 23 liðum, sbr. bls. 25 í skýrslunni. Ráðuneytið vekur m.a. sérstaka athygli flug- málastjóra á liðum 3.6, 3.7, 3.8, 3.9, 3.10, 3.11, 3.12, 3.13, 3.15 og 3.22. Ráðuneytið telur ljóst að ákvæði reglu- gerðar um flutningaflug nr. 641/1991 með síð- ari breytingum hafi ítrekað verið brotin svo og ákvæði flugrekstrarhandbókar. Ráðuneyt- ið lítur niðurstöður Rannsóknarnefndar flug- slysa mjög alvarlegum augum. Ekki verður annað séð af skýrslunni en á flugrekstri Leiguflugs Ísleifs Ottesen hf. varðandi rekst- ur TF-GTI hafi verið verulegir ágallar og augljós ógn við öryggi flugfarþega á Íslandi. Í gildi eru samningar ráðuneytisins við Leiguflug Ísleifs Ottesen hf., annars vegar vegna áætlunarflugs til Gjögurs og hins veg- ar vegna áætlunarflugs á suðursvæði Vest- fjarða. Ráðuneytið hefur falið Flugmála- stjórn Íslands að annast daglega framkvæmd þessara samninga fyrir sína hönd. Sam- kvæmt vanefndagreinum samninganna getur ráðuneytið, að fenginni umsögn Flugmála- stjórnar Íslands, sagt samningunum upp hafi flugrekandi með sannanlegum hætti gerst sekur um alvarlega siðferðilega eða faglega misbresti í flugrekstri. Með vísan til þessa óskar ráðuneytið tafarlausrar umsagnar Flugmálastjórnar Íslands um hvort ávirðing- ar sem fram koma í skýrslu Rannsóknar- nefndar flugslysa á hendur Leiguflugi Ísleifs Ottesen hf. geti valdið uppsögn samninganna. Telji Flugmálastjórn tilefni til uppsagna samninga við Leiguflug Ísleifs Ottesen hf. telur ráðuneytið einsýnt að stofnunin taki ákvörðun um hvort svipta beri fyrirtækið flugrekstrarleyfi í samræmi við IX. kafla loft- ferðalaga.“ mgönguráðuneytis til Flugmálastjórnar vegna samninga við LÍO msagnar Flugmála- órnar að vænta í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.