Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÚRBÓTA ÞÖRF Í FLUGÖRYGGISMÁLUM Af skýrslu Rannsóknarnefndarflugslysa um hið hörmulega flug-slys, sem varð er flugvélin TF- GTI hrapaði í Skerjafirði 7. ágúst síðast- liðinn, er ljóst að ýmissa úrbóta er þörf í flugöryggismálum hér á landi. Margir eiga um sárt að binda vegna slyssins; af sex sem voru í vélinni fórust fjórir í slys- inu, einn lézt nokkrum mánuðum síðar og einn liggur enn á sjúkrahúsi. Lesa má úr skýrslunni að vinnubrögðum flugrek- andans, sem í hlut átti, hafi verið veru- lega ábótavant, svo og að eftirlit Flug- málastjórnar með flugrekendum hafi ekki verið sem skyldi. Flug er alla jafna talið einhver örugg- asti ferðamátinn, m.a. vegna þeirra ströngu öryggisreglna sem gilda um flugrekstur. Almenningur treystir því að sjálfsögðu að þeim sé fylgt til hins ýtrasta. Í hinu örlagaríka flugi frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur 7. ágúst var hins vegar bæði rekstri flugrekand- ans, sem í hlut á, og undirbúningi við- komandi flugs í ýmsu áfátt, samkvæmt skýrslunni. Erfitt er að draga þá ályktun af skýrslunni að einhver einn þáttur hafi ráðið úrslitum um að svo fór sem fór. Frekar virðast margir þættir hafa verk- að saman. Í rekstri sem þessum er hins vegar svo mikilvægt að hvergi sé slakað á öryggiskröfum, að ljóst er að einskis má láta ófreistað til að hindra að slys af þessu tagi geti endurtekið sig. Í skýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa er margt talið upp sem skorti í rekstri flugvélarinnar, t.d. að eldsneyt- is- og olíuskrá væri haldin samkvæmt reglum, að upplýsingar í flughandbók og á leiðbeiningaspjöldum í vélinni sjálfri væru samkvæmt reglum og að lofthæfi- fyrirmæli væru framkvæmd eins og vera bar. Ekki var hægt að sjá í gögnum frá flugrekandanum með hvaða hætti ákvæðum um hleðslu eða jafnvægi hefði verið fullnægt í daglegum rekstri flug- vélarinnar. Mat rannsóknarnefndarinn- ar er að vélin hafi verið ofhlaðin fyrir flugtak og að hleðsluskrá og jafnvæg- isútreikningar hafi ekki verið gerðir í Eyjum. Fram kemur að flugmönnum fyrirtækisins var ekki kunnugt um að breytingar, sem höfðu verið gerðar á vélinni, hefðu haft áhrif á leyfðan há- marksflugtaksþunga hennar. Í skýrslunni kemur fram að farþega- listi hafi ekki verið gerður fyrir flugtak frá Vestmannaeyjum samkvæmt ákvæð- um loftferðalaga. Raunar er með endem- um, sem fram kemur í skýrslunni, að flugrekandinn hafi lagt fram „skrá með skírnarnöfnum 300 farþega, sem fluttir voru frá Vestmannaeyjum 7. ágúst 2000. Föðurnafna var þar getið í 37 tilvikum, en engar frekari upplýsingar voru til um farþegana“. Ekki var þess heldur getið hvenær hver farþegi fór frá Vestmanna- eyjum, með hvaða flugvél eða hvert. Loks liggur fyrir að vinnudagur flug- mannsins var orðinn mun lengri en regl- ur kveða á um. Flugrekstrarhandbók flugrekandans innifól ekki gildandi reglugerðarákvæði um flug- og vinnu- tímamörk eða hvíldartíma, en svo hefði þó átt að vera. Allt hlýtur þetta að gefa tilefni til að grípa til aðgerða. Því fylgir mikil ábyrgð að reka flugfélag og vinnubrögð af því tagi, sem rakið er í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar, eiga ekki að líðast. Raunar dregur samgönguráðuneytið þá ályktun í bréfi til flugmálastjórnar, að ekki verði annað séð en að á flugrekstr- inum hafi verið „verulegir ágallar og augljós ógn við öryggi flugfarþega á Ís- landi“. Nefndin gerir jafnframt athugasemd- ir við vinnubrögð flugmálastjórnar. Fram kemur í skýrslunni að fyrir tveim- ur árum gaf rannsóknarnefndin út skýrslu sína um flugslys á Bakkaflug- velli í september 1998, þar sem „komu fram nokkur atriði sem bentu til svip- aðra hnökra í flugrekstrinum svo og í eftirliti með honum og komu fram í þess- ari rannsókn“, eins og segir í skýrslunni um slysið í Skerjafirði. Í skýrslunni um slysið sem varð 1998 gerði nefndin til- lögur um úrbætur í öryggismálum, um aukið aðhald með flugrekstri viðkom- andi fyrirtækis og um að settar yrðu skýrar reglur til að eyða vafa um hvern- ig öryggiskröfum yrði fullnægt varðandi notkun lítilla véla í atvinnuflugrekstri. Nefndin „telur að markmið þeirra til- lagna hafi ekki skilað sér með þeim hætti sem til var ætlazt með tilliti til þess sem í ljós hefur komið varðandi eft- irlit með flugrekstri flugvélarinnar TF- GTI“. Fram kemur að í svari flugmála- stjórnar við þessum tillögum 1999 hafi hún staðfest að svokallaðar JAR-OPS 1- reglur, sem nú gilda fyrir stærri flug- rekendur, myndu þá innan skamms einnig ná yfir minni flugrekendur. Á þeim tíma kom fram í viðtali Morgun- blaðsins við framkvæmdastjóra flugör- yggissviðs flugmálastjórnar að reglurn- ar ættu að taka gildi 1. október 1999. Rannsóknarnefndin telur að gildistaka þessara reglna myndi taka á flestum þeim atriðum, sem fram kom við rann- sókn slyssins í Skerjafirði að hefði verið áfátt. Í ljósi þessa sætir furðu að gild- istöku þessara reglna skuli tvívegis hafa verið frestað. Samgönguráðuneytið hlýtur að taka tillögu nefndarinnar, um að endurskoða ákvörðun um frestun, til mjög alvarlegrar skoðunar. Jafnframt er ljóst að flugmálastjórn hefur ekki náð sem skyldi tökum á eft- irliti með því að flugrekendur fari að settum reglum. Þetta er augljóst af þeim tillögum, sem Rannsóknarnefnd flug- slysa beinir til flugmálastjórnar um að verklagsreglur um skráningu notaðra loftfara til atvinnuflugs verði endur- skoðaðar, að komið verði á gæðakerfi fyrir flugöryggissvið stofnunarinnar, að gerð verði áætlun um formlegar úttektir á flugrekendum og að lögð verði sérstök áherzla á skráningu viðhalds flugvéla. Þá er áreiðanlega ekki vanþörf á að flugmálastjórn efli eftirlit með flugi í tengslum við þjóðhátíðina í Vestmanna- eyjum, eins og rannsóknarnefndin legg- ur til. Raunar má spyrja hvort það eft- irlit hefði ekki átt að vera árangursríkara, miðað við upplýsingar sem fram hafa komið um sérstakan við- búnað flugmálastjórnar í Eyjum og að flugrekendur hafi engu að síður þver- brotið reglur við fólksflutninga til og frá eyjunum. Rannsókn og skýrsla Rannsóknar- nefndar flugslysa hefur sætt gagnrýni, ekki sízt af hálfu ættingja þeirra sem fórust eða slösuðust í flugslysinu. Sjálf- sagt er að sú gagnrýni fái málefnalega umfjöllun og að nefndin geri hreint fyrir sínum dyrum. Ýmsum spurningum varð- andi rannsóknaraðferðir nefndarinnar, sem hafa áður verið gagnrýndar, er ósvarað í skýrslunni. Þegar á heildina er litið er nauðsyn- legt að allar hliðar þessa máls komi fram í dagsljósið og hljóti vandaða og op- inskáa umræðu. Jafnframt verða opin- berir embættismenn að axla ábyrgð á því að tillögum til úrbóta verði hrint í framkvæmd. Slíkt er nauðsynlegt, eigi að tryggja traust almennings á flugör- yggi í landinu. Í SKÝRSLU Rannsóknar-nefndar flugslysa, RNF, erfjallað um fjölmörg atriði ertengjast rekstri flugvélar Leiguflugs Ísleifs Ottesen, TF– GTI, sem fórst í Skerjafirði 7. ágúst í fyrra. Meðal annars er fjallað um kaup vélarinnar frá Bandaríkjunum og skráningu hennar. Einnig er minnst á að ýmsar upplýsingar og bækur vanti til að skýra sögu vélarinnar og ein- stakra hluta hennar. Nokkur atriði skýrslunnar um þessi efni eru rakin hér á eftir og borin undir Flugmálastjórn og eru svör hennar birt við þeim atriðum. Úttekt á verkstæði Meðal þess sem RNF kannaði var staða Flugvélaverkstæðis G.V. Sigurgeirssonar en samningur var í gildi milli þess og Leiguflugs Ís- leifs Ottesen um viðhald og tækni- stjórnun flugvéla þess. RNF rekur úttektir Flugmálastjórnar og út- tektarnefndar JAA, Flugöryggis- samtaka Evrópu, á verkstæðinu og segir að eitt þeirra frávika sem Flugmálastjórn gerði athugasemd við hafi varðað lofthæfifyrirmæli er varði flugrekstur en ekki við- hald. Hafi verið kvittað fyrir „fram- kvæmt“ þegar í raun engin tilvísun hafi verið til staðar um þá vinnu. „Tæknistjóri fyrirtækisins af- greiddi þetta frávik með því að staðfesta framkvæmdina með skoðun eftir að athugasemdin barst,“ segir í skýrslu RNF. Var þetta nægilegt að mati Flugmála- stjórnar? Svar: „Eftir að flugöryggissvið Flug- málastjórnar gerði athugasemd við þetta tiltekna atriði, barst skriflegt svar frá viðhaldsverk- stæði G.V.S. um að tæknistjóri flugfélagsins hefði framkvæmt við- komandi lofthæfifyrirmæli. Slík staðfesting er nægjanleg og þessi vinnubrögð í hæsta máta eðlileg.“ Flughandbók Í kafla skýrslunnar um flug- handbók og fleira segir að vélinni hafi verið breytt á þann veg að nýir vængendar með viðbótareldsneyt- istönkum hafi verið settir á hana í desember 1998. Samkvæmt upp- lýsingum frá framleiðanda hafi breytingin haft áhrif á hámarks- hraða, hámarkseldsneytismagn í vængendatönkum og verklag varð- andi notkun þeirra. Einnig að hámarksþyngd hafi verið háð eldsneytismagni og dreifingu þess í tönkunum. Síðan segir í skýrslunni um handbókina: „Í flakinu var að finna flughand- bók (Owner’s Manual) fyrir óbreytta gerð Cessna T210L, Centurion II. Flughandbókin miðast við að 285 hestafla hreyfill sé í flugvél- inni. Viðbætur fyrir starfrækslu vængendatankanna, samkvæmt ,,STC SA4300WE“, voru ekki í flughandbókinni, en samkvæmt gögnum flugvélarinnar höfðu þær verið settar í hana og samkvæmt framburði flugmanna sem flugu TF–GTI voru þær á sérblaði sem var heft í bókina. Þetta blað losn- aði að sögn þeirra og var geymt í sama vasa í flugvélinni og flug- handbókin. Þetta blað fannst ekki í flakinu. Frumrit viðbótanna var í við- haldsgögnum flugvélarinnar. Við þessa breytingu varð jafnframt að setja nýjar upplýsingar um tak- markanir á leyfðri hámarksþyngd flugvélarinnar og breyttar hraða- takmarkanir á leiðbeiningarspjöld í stjórnklefa. Við rannsóknina fund- ust þessar upplýsingar ekki um borð í flakinu. Upplýsingar um leyfða arð- hleðslu höfðu verið settar á mæla- borð flugvélarinnar eins og um óbreytta flugvél væri að ræða eftir að hún var vigtuð á Íslandi 16. júlí 1999.“ Flugmálastjórn var spurð hvort ekki hefði verið litið eftir þessum atriðum og spurt var um upplýs- ingar um arðhleðslu vélarinnar. Svar: „Viðbætur í flughandbók voru til staðar þegar flugvélin var skráð hjá Flugmálastjórn í júní árið 2000. Flugvélin hafði verið í rekstri í um mánuð þegar hún fórst. Á þeim tíma var ekki sérstök úttekt gerð á rekstri fyrirtækisins. Við útgáfu lofthæfiskírteinis fyrir flugvélina, var ekki gengið úr skugga um að þau gögn sem voru til staðar við umsókn, væru sett um borð í flug- vélina, enda venja að flugrekstrar- aðila sé treyst til að koma gögnum á sinn stað. Gögn um breytingar á hámarksþyngd flugvélarinnar voru til staðar hjá tæknistjóra. Flug- málastjórn gekk ekki sérstaklega úr skugga um að þessi gögn væru sett um borð í flugvélina, enda er það á ábyrgð flugrekstrarstjóra og tæknistjóra. Þeir tveir eru ábyrgir gagnvart Flugmálastjórn á flug- rekstri fyrirtækisins. Stofnunin leitar til þeirra eftir skýringum um tækni- og flugrekstrarleg atriði. Þeir sem gegna störfum flug- rekstrarstjóra og tæknistjóra þurfa að gangast undir sérstök próf og standast þau áður en Flugmála- stjórn getur samþykkt þá til þess- ara starfa. – Þegar Flugmálastjórn gerir hins vegar heildarúttekt á flugrekendum er að sjálfsögðu litið eftir þessum atriðum eins og öðr- um. Hvað varðar upplýsingar um arðhleðslu í mælaborði flugvélar- innar sem ekki voru í samræmi við breytingar á vélinni, gildir það sama og sagt er hér að framan. Þessi atriði eru á ábyrgð flug- rekstrarstjóra og tæknistjóra.“ Dagbækur Um dagbækur og fleira er til- heyrði flugvélinni kemur fram í skýrslu RNF að þar sem uppruna- legar dagbækur hafi ekki verið fyr- ir hendi hafi eigandinn verið ábyrg- ur fyrir því að láta viðurkenndan aðila útbúa nýjar dagbækur. „Í dagbókunum var ekki tekið um nýjar bækur væri að ekki var staðfest eða tekið flugvélin hafi verið skoðuð lega í ljósi þess að upp dagbækurnar voru ekk hendi. Ekkert var að finn bókunum um staðfestingu kvæmd lofthæfifyrirmæla var hvort eftirlit hefði van þessum atriðum, hvernig hefði verið yfirlýsingu frá endum um gangtímatel flutning vélarinnar á landi ríkjunum. Svar: „Það eru í gildi ákveðna um hvernig skuli gefa út ný bækur, hafi þær eldri gla dagbók fyrir TF–GTI var bandarísku umhverfi sem eftirliti FAA (bandarísku f stjórnarinnar). Flugmálas lands hefur hingað til e ástæðu til að efast um vinnubrögð þeirra sem e eftirliti FAA. Við útgáfu fyrsta skírteinis er lagður fram verandi viðhaldsaðila yfir Svör Flugmálastjórnar við nokkr Ekki þör samfelldu e neytisbókh Rannsóknarnefnd flugslysa bendir skýrslu sinni á ýmis atriði varðandi re TF-GTI sem hún telur að hafi ekki v sem skyldi. Nokkur þessara atriða v borin undir Flugmálastjórn. FLUGSLYSIÐ Í SKERJAFIRÐI ÞORGEIR Pálsson f unnið sé að því að afg ráðuneytisins frá því á óskað er eftir tafarla stjórnar um það hvor koma í skýrslu Rann um flugslysið í Skerjaf Ísleifs Ottsen hf. geti inga ráðuneytisins við stefnt sé að því að sva dag. Samgönguráðuneyti málastjórn um skýr flugslysa á laugardag lagt fram í framhaldi samráði við heilbrigðis í gildi samningur um s Ísleifs Ottesen. Sam neytisins við Leiguflug ars vegar um áætlunar vegar vegna áætluna Vestfjarða. Verulegir ága ógn við öryg Fram kemur í erin lítur niðurstöður skýr Erindi sam Um stjó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.