Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ E f trúa má fullyrð- ingum sérfróðra um að Netið hafi vart slitið barnsskónum hefur netmiðlunin varla gert það heldur. Þótt þró- unin hafi verið ótrúlega hröð og mikil á undanförnum áratug má því væntanlega enn búast við dramatískum breytingum á þessum vettvangi. Flutningsgeta eykst með degi hverjum, að því er virðist, og tæknin verður sí- fellt aðgengilegri. En hvaða áhrif ný og almennari tækni mun hafa á netmiðlunina sem slíka, aðferð- ir hennar og inntak, er erfitt að segja. Það eina sem virðist borð- leggjandi er að hún muni aukast. Leiðarahöfundar The Econ- omist fjalla um framtíð netmiðl- unar í nýjasta tölublaði tímarits- ins. Tilefnið er stjórnarkreppan á Indlandi sem á upptök sín í varasömum sýnd- arheimum Netsins. Varnar- málaráðherra Indlands og formaður stærsta stjórn- arflokksins hafa þurft að segja af sér eftir að hafa þegið mútur frá vopnasölum í beinni útsendingu á Netinu. Að vísu voru vopnasal- arnir ekki vopnasalar heldur tveir netblaðamenn með net- myndavél meðferðis, en sýnd- arglæpurinn nægir til þess að ráðamennirnir eru nú rúnir æru og trausti og stjórnin riðar til falls. Leiðarahöfundar The Econ- omist telja þetta til merkis um hversu öflugur miðill Netið sé, ríkið (sem og aðrir væntanlega) standi berskjaldað gagnvart því enda gildi ekki sömu reglur og lögmál þar og í annarri fjöl- miðlun. Það er og erfitt að hefta netmiðlun vegna þess hve tækn- in á bak við hana er ódýr og að- gengileg. Á Netinu getur hver sem er dreift hvaða upplýsingum sem er með afar ódýrum en jafn- framt áhrifamiklum hætti. Þetta telja leiðarahöfundarnir að geti haft mikla þýðingu fyrir fjöl- miðlun í löndum þar sem fjöl- miðlar njóta ekki mikils frelsis frá ríki og öðrum ráðandi öflum. Þetta á raunar ekki við um Ind- land, þótt það segi sína sögu að það var ekki einn af mikils- metnum fjölmiðlum landsins sem afhjúpaði spillingu meðal stjórn- málamanna landsins heldur net- miðill, eins og bent er á í leið- aranum. Þetta á heldur ekki við um Ís- land. Það er heldur ekki að sjá að Netið hafi verið notað til annars konar fjölmiðlunar hér á landi en tíðkast hefur, að minnsta kosti ekki í þeim skilningi að mörk frjálsrar fjölmiðlunar hafi verið færð út. Hugsanlega hefur óá- byrgt slúður orðið óábyrgara en að kenna það við frelsi eru öf- ugmæli. Íslensk netmiðlun virðist eink- um hafa haft þrenns konar breytingar í för með sér. Augljóst er að fjölmiðlun hefur aukist mjög og þá að stórum hluta með rituðum texta. Þetta er á vissan hátt afar jákvæð þró- un og á ef til vill eftir að hafa áhrif á það hvernig fyrsta net- kynslóðin tjáir sig og skynjar. En þetta afturhvarf til sérheims (eða -heima) hins ritaða texta verður sennilega ekki viðvarandi þar sem síaukin flutningsgeta á innan tíðar eftir að setja mynd- málið og hið mælta mál (langt?) ofar ritmálinu við miðlun upplýs- inga. Rauntímamiðlun hefur og auk- ist verulega og mun vafalítið aukast enn frekar. Þar hafa hefð- bundnir miðlar, ekki síst dag- blöðin, tapað kapphlaupinu um fyrstu fréttirnar fyrir rafboð- unum. Rafboðin hafa hins vegar ekki tíma til að staldra við og þar glata þau forskotinu á prentið. Þennan íhugunartíma munu blöðin þurfa að nýta sér betur og betur. Rauntímamiðlunin gerir það að verkum að fréttir eru ekki lengur besta eða ferskasta efnið í blöðunum heldur það sem skrif- að er í kringum þær, hvort sem það fjallar beinlínis um þær eða ekki. Þannig þurfa stórar og reynslumiklar ritstjórnir hinna hefðbundnu miðla væntanlega að leggja æ meiri áherslu á túlkun atburða og úrvinnslu upplýsinga. Áhugaverðasta breytingin sem Netmiðlunin hefur haft í för með sér hér á landi er aftur á móti sú að hún hefur stækkað og breikk- að verulega þann hóp sem tekur þátt í opinberri umræðu. Með þessu hefur samfélagsleg og pólitísk umræða tekið mikinn og athyglisverðan kipp. Segja má að Netið hafi átt stóran þátt í að lyfta umræðunni upp úr (ómæl- isdjúpu) aldarfari kaldastríðsins þar sem raddir voru orðnar fáar og falskar. Að vísu má að vissu leyti merkja ákveðið afturhvarf til blaðamennsku kaldastríðsins í netumræðunni þar sem vefritin eru mörg hver málgögn stjórn- málaflokka og -hreyfinga. Að því leyti gilda önnur lögmál um net- miðlana en aðra miðla. Hér er einkum átt við vefrit á borð við Múrinn, sem ritstýrt er af Mál- fundafélagi úngra róttæklinga og yfirlýstum stuðningsmönnum vinstrigrænna, Frelsi.is, sem tengir sig Heimdalli, og Maddö- muna, sem er vefrit Sambands ungra framsóknarmannan en einnig mætti nefna Vefþjóðvilj- ann, Skoðun („vefsíður um frelsi, jafnrétti og bræðralag“) og fleiri. En umræðu þessara (flokks) pólitísku vefrita hefur fylgt líf og fjör sem sannarlega skorti lengi vel í pólitískri umræðu hérlendis. Þar er til að mynda að finna vísi að hugmyndafræðilegum átökum sem virðast einhverra hluta vegna hafa síast mikið til úr um- ræðunni á öðrum vettvangi. Netmiðlun er enn í mótun, rétt eins og nettæknin sjálf er enn að taka stöðugum breytingum. Á vissan hátt hefur Netið verið eins og leikvöllur til þessa, eða vettvangur fyrir tilraunir af ýmsu tagi. Þar hafa verið gerðir hlutir sem ekki er hægt að gera annars staðar, til dæmis í blaða- mennsku. Þessi ungæðisháttur Netsins er einn af kostum þess en kannski er hann ekki lífvæn- legur. Einhvern veginn er það ótrúlegt að valdaöfl muni ekki fyrr en síðar vilja koma ein- hverjum böndum á þessa skepnu. Netmiðla- brun Segja má að Netið hafi átt stóran þátt í að lyfta umræðunni upp úr (ómæl- isdjúpu) aldarfari kaldastríðsins þar sem raddir voru orðnar fáar og falskar. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is ÝMSAR aðgerðir stjórnenda Landspít- ala – háskólasjúkra- húss við val og ráðn- ingu starfsmanna hafa verið umdeildar, eins og stundum ger- ist þegar skipulagi og vinnutilhögun er breytt á vinnustað. Spurt er hvert stefni. Framkvæmda- stjórum fækkað Síðan stóru spítal- arnir í Reykjavík voru sameinaðir hefur margt gerst, þótt sumum þyki hægt ganga og öðrum stefnan óljós. Í árs- byrjun 2000 var sett ein stjórnar- nefnd yfir spítalann, skipuð valin- kunnu fólki með starfsreynslu úr viðskiptalífinu, sveitarstjórnum, op- inberum stofnunum og úr röðum starfsfólks. Stjórnarnefndarmenn þekktu fæstir spítalastarf, sem er í senn styrkur og veikleiki. Stjórnarnefnd ákvað að skipa framkvæmdastjórn til daglegrar stjórnunar. Með því var á vissan hátt brotið blað því fimm framkvæmda- stjórar spítalans eru ráðnir til fimm ára í senn. Það er ekki venja hjá rík- isstofnunum, einungis forstöðumenn þeirra eru nú almennt þannig ráðnir. Ráðningarnar urðu tilefni opinberr- ar umfjöllunar en sumum umsækj- endum þótti stjórnarnefnd ekki hafa staðið rétt að verki. Við sameiningu spítalanna fækkaði framkvæmda- stjórum eða þeim sem gegndu sam- bærilegu hlutverki úr 10 í 6. Ný sviðaskipting Á spítalanum er umfangsmikill rekstur og stundaðar fjölmargar sérgreinar læknisfræðinnar. Fram- kvæmdastjórn ákvað vorið 2000 nýja skiptingu sjúkra- og stoðþjónust- unnar í meginsvið. Sjúkraþjónustan skiptist nú í 14 svið og eru skurðlækningasvið og lyflækningasvið I þeirra stærst, hvort velt- ir 2000–2500 m.kr. Til- gangur sviðaskiptingar er að gera stjórnun spít- alans mögulega og flytja ábyrgð og verkstjórn nær vettvangi. Um nýja sviðaskipan náðist harla góð sátt meðal starfs- fólks. Spítalinn er um 5.000 manna vinnustað- ur, veltir um 20 milljörð- um króna árlega og er með flóknari rekstri hér á landi. Þetta er ekki framleiðslufyrirtæki, knúð áfram af hefðbundnum arð- semissjónarmiðum, skyldurnar við samfélagið eru mun flóknari en svo. Framkvæmdastjórn og stjórnar- nefnd ákváðu að ráða sviðsstjóra fyr- ir 1. október sl. og vitað var að þeim fækkaði við sameiningu spítalanna. Reyndin varð sú að þeim fækkaði úr 44 í 33. Sviðsstjórar voru valdir úr hópi starfsmanna til fjögurra ára í senn. Nokkrir prófessorar urðu þó sjálfkrafa sviðsstjórar vegna ákvæða háskólalaga þar um. Allir sviðsstjór- ar eru formlega ráðnir við spítalann sem yfirlæknar, hjúkrunardeildar- stjórar eða sérfræðingar og eiga aft- urkvæmt í þau störf ákveði þeir eða yfirstjórn spítalans að þeir hætti sviðsstjórn. Þetta fyrirkomulag hafði verið á báðum spítölunum um tíu ára skeið. Efasemdir hafa verið meðal félagasamtaka lækna og hjúkrunarfræðinga um val sviðs- stjóra með þessum hætti. Einstaka læknar hafa jafnvel talið það full- komna lögleysu og yfirmenn spítal- ans ekki vaxna þeim vanda að velja stjórnendur sviða. Það eru þungar ásakanir sem hefur verið hlustað á. Viðhorf forstjóra er og hefur alltaf verið, að sviðsstjórar lækninga og hjúkrunar eigi fyrst og fremst að fara með tiltekna stjórnunar- og samhæfingarábyrgð gagnvart sér- greinum sviðsins í rekstri og kennslu samkvæmt erindisbréfi. Skipulag og verkaskipting sviða hefur verið ákveðin óháð því hvort tiltekin sérgrein væri á einum stað eða fleirum á spítalanum. Ekki þarf að koma á óvart að sameining sér- greinar á einn stað og val yfirmanna hafi valdið óróleika. Starfsmenn, læknaráð og hjúkrunarráð eiga hrós skilið fyrir góða samvinnu um að sem minnst röskun verði á spítala- starfinu vegna sameiningar sér- greina og að starfsmenn sleppi lítt sárir frá breytingunum. Forsenda þessarar vinnu er að standa við meg- intilgang sameiningarinnar, að efla faglega stöðu sérgreina, koma á skýru og skilvirku skipulagi og hag- ræða í starfsemi spítalans. Yfirmönnum fækkar Stjórnendur spítalans hafa fylgt þeirri meginstefnu að næstir sviðs- stjórum komi yfirlæknar og deildar- stjórar. Þannig verði í aðalatriðum Ráðning yfir- manna og sam- eining sérgreina Magnús Pétursson Háskólasjúkrahús Markmið skipulags- breytinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi nú, segir Magnús Pétursson, á að vera að bæta fagmennsku í sjúkraþjónustu, kennslu og vísindum innan þess fjárhags- ramma sem samfélagið setur spítalanum. FIMMTUDAGINN 15. mars sl. birtist hér í Morgunblaðinu grein eftir Sigurð Á. Frið- þjófsson, upplýsinga- og fræðslufulltrúa BSRB og að eigin sögn fulltrúa í foreldraráði Víðistaðaskóla. Sam- kvæmt þeim upplýsing- um sem ég hef aflað mér á Sigurður ekki sæti í foreldraráðinu. Tilefni skrifa hans eru nokkrar spurningar sem ég varpaði fram hér á þessum sama vettvangi hinn 8. mars sl. vegna skólamála í Hafnarfirði. Ef einhver hefur skilið skrif mín þannig að ég væri að ráðast að starfs- fólki Víðistaðaskóla vegna þess að ég nefndi hann sem dæmi um byggingu í slæmu ástandi þykir mér það miður. Sigurður segir að ég sé að slá vind- högg með því að benda á ábyrgð fyrr- um meirihluta í stjórn bæjarins á ástandi skólamála í dag. Hans skoðun er sú að öruggast sé að kenna núver- andi menntamálaráðherra um allt sem miður fer í skólamálum bæjar- ins. Í grein sinni gerir Sigurður lítið úr mér og minni þekkingu á skóla- málum í Hafnarfirði, en samt veit hann ekki bet- ur en svo að Alþingi samþykkti lögin um yf- irfærslu grunnskólanna 1995 og gengu þau í gildi 1. ágúst 1996. Ætli Sigurður viti það, sem virðist hafa farið framhjá sumum Hafn- firðingum, að árið 1989 tóku sveitarfélögin við rekstri skólabygging- anna. Þeir sem stjórn- uðu bænum á árunum 1989-1996 höfðu því sjö ár til undir- búnings. Gildistaka laganna 1996 var endapunktur á löngu vinnuferli. Ólíkt höfðust sveitarfélögin að á þessum aðlögunarárum. Sum, eins og Kópa- vogur, unnu sína heimavinnu mjög vel; önnur, eins og Hafnarfjörður, gerðu það ekki. Málið er ekkert flókn- ara en þetta. BSRB Það gleður mig að BSRB ætlar að halda áfram að bæta kjör og réttindi launafólks. Það er einlæg ósk mín að þeir skoði kjör starfsmanna skóla til hlítar, einkum með tilkomu breyttra áherslna í nýjum kjarasamningi kennara. Í dag er því víða þannig háttað að starfsfólk skóla/skólaliðar eru ráðnir frá hausti til vors. Þeir þurfa því að finna sér aðra vinnu yfir sumarið eða í versta falli að fara á launadreifingu. Það þýðir að yfir vet- urinn fær starfsmaðurinn útborgað um 87% af launum sínum. Það sem safnast upp fær hann greitt yfir sum- arið (vaxtalaust). Við þessar aðstæð- ur fer að vera flókið að taka sumarfrí Upprifjun á nokkrum staðreyndum Þröstur Harðarson Skólamál Ef einhver treystir sér til þess að gera jafnvel eða betur en bærinn í rekstri Áslandsskóla, segir Þröstur Harð- arson, hvers vegna má þá ekki leyfa það?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.