Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 53
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 53
Laugavegi 101 við Hlemm.
Opið mán.-fös. frá kl. 11-18, lau. frá 11-16
ANTIK-
ÚTSALA
Skápar, skenkar, borð
og stólar, málverk.
Mikið af fáséðum smáhlutum,
matar- og kaffistell
10—30% afsláttur
Skemmtileg fyrirtæki
1. Einstök sérverslun með heimilishluti fyrir smart heimili og fram-
úrstefnufólk. Þeir kaupa svona hluti sem Vala Matt. heimsækir
og búa öðruvísi og fallega.
2. Sérstök gjafavörubúð með fallega heimilishluti sem koma víða
að. Útskorið, handmálað, kerti, ilmur og fallegt skraut. Innflutn-
ingur og heildsala.
3. Ein fallegasta og glæsilegasta snyrtistofa borgarinnar. Einkarétt-
ur fyrir sérstaka og þekkta snyrtilínu. Gufubað og sturta. Nudd,
andlitsböð, sérþjálfun. Vel staðsett. Mikið að gera.
4. Lítil verslun með föndurvörur fyrir skóla, eldri borgara og föndur-
hópa. Er einnig með heildverslun. Fastir og góðir viðskiptavinir.
5. Ein skemmtilegasta hverfaverslun (kaupmaðurinn á horninu)
sem eftir er í borginni og með þeim eldri. Fastur viðskiptavina-
hópur sem heldur tryggð við búðina og verða að vinum ykkar.
Góð og stöðug sala. Eigið húsnæði sem er til sölu eða leigu.
6. Lítið framleiðslufyrirtæki fyrir tvo einstaklinga, sem setur græn-
meti og hollustu í matarbakka og selur í kjörbúðum, mötuneytum
og einstaklingum. Kjörið til að sameina öðru fyrirtæki eða bæta
einhverju við það.
7. Kjötiðnaðarfyrirtæki sem starfar mest 4 mánuði á ári, seinni
part. Öruggt fyrirtæki sem er mjög sérhæft og slegist um fram-
leiðsluvörur þess. Góð verslunarsambönd fylgja með.
8. Fullkomið bakarí, sem er með tvær sölubúðir og viðskipti við
stór og örugg fyrirtæki, veitingastað, kaffistaði, mötuneyti o.þ.h.
Góð tæki. Gott tækifæri fyrir stóra til að stækka enn meira.
9. Höfum verslunarfyrirtæki í Hveragerði og Selfossi, góðar þekktar
verslanir.
Landsins mesta úrval af fyrirtækjum!
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
UNDANFARIÐ hafa birst blaða-
greinar um Arnarnesvoginn, fegurð
hans og gildi fyrir íbúa Garðabæjar
og aðra þá sem líta til sjávar og njóta
þess sem náttúran hefur að bjóða.
Ekki eru þó allir sammála um hvern-
ig nýta beri voginn og umhverfi
hans.
Tilefni skrifa þessara er það að í
fyrrnefndum blaðagreinum hafa
m.a. komið fram mótmæli gegn báta-
umferð um voginn.
Fyrir um það bil 20 árum tóku
nokkrir Garðbæingar höndum sam-
an og stofnuðu siglingaklúbb sem
fékk aðsetur við Ránargrund.
Garðabær kom til móts við þennan
hóp áhugamanna og leyfði afnot af
landi og veitti heimild til fram-
kvæmda og aðra fyrirgreiðslu. Sigl-
ingaklúbburinn Vogur var stofnaður
sem íþróttafélag innan Íþróttasam-
bands Íslands, bátar voru keyptir,
kennarar ráðnir og þróttmikið sigl-
ingalíf hófst við voginn. Mikil ánægja
var með starfið, bæði þeirra sem
bjuggu við voginn og hjá foreldrum
unglinga sem sóttu námskeið hjá
klúbbnum. Þóttu siglingarnar vera
góð viðbót við það æskulýðsstarf
sem fyrir var í bænum. Siglinga-
starfið blómstraði við voginn og
jókst í réttu hlutfalli við stækkandi
bæjarfélag, en því miður lagðist
starfið af vegna vaxandi sjávar-
mengunar á svæðinu.
Nú er lag að endurvekja siglingar
á Arnarnesvogi. Vogurinn er aftur
orðinn hreinn vegna endurbóta á frá-
rennsliskerfi bæjarins og endur-
skipulagning svæðisins er framund-
an.
Við vonum að bæjaryfirvöld í
Garðabæ hafi framsýni til að skipu-
leggja Arnarnesvog þannig að sigl-
ingar geti hafist þar á ný. Við höfum
ekki fyrr heyrt dæmi þess að sigl-
ingar séu álitnar mengunarvaldur.
Þvert á móti er hlúð að siglingastarf-
semi í nágrannabæjum okkar og
henni gjarnan ætlaður ákjósanlegur
staður. Nærtækt er að líta til borgar
og bæja í nágrenni Garðabæjar svo
og höfuðborga á Norðurlöndum í því
sambandi.
Við skorum á íbúa Garðabæjar og
ráðamenn bæjarins að hefja mál-
efnalega umræðu um nýtingu
strandarinnar til byggðar og útivist-
ar, þar á meðal smábátahöfn. Fáir
staðir henta betur, eru jafnöruggir
og geta boðið upp á betri aðstöðu til
siglinga.
Vonandi eiga margir eftir að njóta
þess að sigla á Arnarnesvogi og inn á
Lambhúsatjörn, fylgjast með fugla-
lífi og njóta þessa einstaka útivist-
arsvæðis.
Höfundar eru stofnendur og félag-
ar í siglingaklúbbnum Vogi í Garða-
bæ.
KRISTJÁN ÓLI HJALTASON,
framkvæmdastjóri, Jökulhæð 2,
BJARNI HANNESSON,
læknir, Lindarflöt 49,
MAGNÚS KARL PÉTURSSON,
læknir, Einilundi 1,
GUÐJÓN T. GUÐMUNDSSON,
verkfræðingur, Markarflöt 22,
GUÐLAUGUR INGASON,
verkstjóri, Efstalundi 3,
ÁGÚST ARNBJÖRNSSON,
flugstjóri, Hrísmóum 6.
Siglingar og æskulýðsstarf
aftur á Arnarnesvog
Frá Siglingaklúbbnum Vogi:
Séð frá aðstöðu Vogs við Ránargrund. Siglingamót Vogs. Kjölbátar úr
Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík á legu.
ATVINNA mbl.is