Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið um nauðung og þvingun Þyrfti að setja reglur HALDIÐ verðurnámskeið á vegumFélags sálfræð- inga er starfa að málefnum fatlaðra um nauðung og þvingun í meðferð og umönnun dagana 28. og 29. mars í Borgartúni 6. Nám- skeiðið verður frá klukkan níu til sextán báða dagana. Dr. Gyða Haraldsdóttir á sæti í undirbúningsnefnd. „Námskeiði þessu er ætlað að vekja athygli á og opna umræðu um beitingu nauðungar og þvingunar í umönnun fatlaðra. Ýmsir hópar sem háðir eru umönnun annarra, tíma- bundið eða til lengri tíma, geta lent í að vera beittir nauðung og þvingun.“ – Hvers vegna er þetta málefni tekið upp núna? „Umræðan um þetta hefur að- eins verið að aukast. Það er smám saman verið að viðurkenna að nauðung og þvingun hefur við- gengist í samskiptum starfsfólks gagnvart fyrrnefndum hópum.“ – Hvernig skilgreinið þið nauð- ung og þvingun í þessu sambandi? „Eitt af því sem vantar er form- leg skilgreining á þessu fyrirbæri. En það er verið að tala um að, eins og orðin fela í sér, beita fólk þving- un eða þrýstingi til þess að láta það gera eitthvað eða gera ekki eitthvað. Þetta getur verið allt frá því að hindra fólk líkamlega, svo sem loka það inni eða hefta ferðir þess og gjörðir á annan hátt, yfir í að beita það andlegri þvingun. Stundum er ekki augljóst að um nauðung er að ræða, svo sem þeg- ar lyfjagjöf er beitt eða ósýnileg- um þrýstingi, t.d. í formi fortalna eða viðurlaga.“ – Hvað áttu við með því? „Sem dæmi má nefna þegar sagt er við fólk: „Ef þú gerir ekki eins og þér er sagt færðu ekki … o.s.frv.“ – Er nauðung og þvingun ekki stundum nauðsynleg í uppeldi eða umönnun fólks sem er ekki alveg fært um að ráða sér sjálft? „Jú, það er einna augljósast í uppeldi barna, það þarf að setja þeim mörk af því að þau hafa ekki þroska til þess að varast hættur. En þegar þær aðstæður skapast hjá fullorðnum að þeir eru orðnir hættulegir sjálfum sér og öðrum er óhjákvæmilegt að grípa til þvingunaraðgerða til þess að koma í veg fyrir að þeir fari sjálf- um sér eða öðrum að voða. Í svona tilvikum er viss þvingun nauðsyn- leg.“ – En hvenær fer nauðung og þvingun „yfir strikið?“ „Lögræðislögin segja til um í hvaða tilfellum má halda einstak- lingi eða vista hann nauðugan á sjúkrahúsi. Þá er fólk svipt sjálf- ræði tímabundið. Í þeim tilvikum er fylgt ákveðnum reglum. Hins vegar þegar við erum að tala um þvingun á öðrum meðferðar- eða umönnunarstofnunum eru ekki til lög eða ákveðnar reglur sem fara má eftir. Þetta er kjarninn í því sem við erum að velta fyrir okk- ur. Í ýmsum nágranna- löndum hafa verið sett lög og reglur um notk- un þvingunar í meðferð og umönnun. Það hefur ekki verið gert hér á landi. Hér hefur kannski einstaka stofnun búið sér til einhverjar reglur eða viðmið í þessum efnum til að fara eftir. Sem dæmi má nefna meðferðar- stofnanir fyrir unglinga og jafnvel einhverjar öldrunarstofnanir.“ – Er nauðsynlegt að setja svona reglur? „Það er eitt af því sem við viljum einmitt ræða á þessu námskeiði og fá fram umræður um. Hvort setja eigi almennar reglur og jafnvel lög í þessum efnum. Mín skoðun er sú að það sé nauðsynlegt að setja ein- hvernramma í kringum þetta þannig að það sé „á hreinu“ hver sé réttur þess sem umönnun eða þjónustu fær. Það þarf að vera skýrt í hvaða tilfellum þarf eða má beita þvingun og þá hvers konar þvingunaraðgerðum má beita, hver má beita þeim og hvernig framkvæmdin á að vera.“ – Hvað gerist ef engar reglur eða lög eru fyrir hendi en augljóst er að beita þarf einhvers konar þvingunum? „Þá lendir ábyrgðin á að taka ákvörðun á starfsmönnum sjálf- um. Þetta er í mörgum tilvikum of mikil ábyrgð að axla fyrir starfs- menn og býður heim hættu á mis- beitingu valds.“ – Hver á að móta þessar reglur og lög? „Um þetta þarf að ræða og það verður gert á þessu námskeiði. Frá mínum bæjardyrum séð hlýt- ur bæði löggjafinn og yfirvöld (landlæknir og ráðuneyti) að koma að setningu laga og reglna í þess- um efnum.“ – Eru margir fyrir- lesarar á námskeiðinu? „Það verða margir fyrirlesarar sem fjalla um nauðung og þving- un út frá mismunandi sjónarhornum, svo sem lagalegu, siðfræðilegu, læknis- fræðilegu og sálfræðilegu sjónar- horni. Fyrirlesararnir þekkja allir til þessara mála, ýmist út frá hug- myndafræði, úr eigin starfi eða af persónulegri reynslu. Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar við þjón- ustu, umönnun eða meðferð þar sem nauðung og þvingun getur átt sér stað.“ Gyða Haraldsdóttir  Gyða Haraldsdóttir fæddist 5. nóvember 1953 á Sauð- árkróki. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1973 og BA-próf í sál- fræði frá Háskóla Íslands 1978. Doktorspróf tók hún frá Manc- hester University 1983 í þroskasálfræði með áherslu á fatlanir. Þá hlaut hún sér- fræðiviðurkenningu frá menntamálaráðuneyti í fötl- unarsálfræði 1995. Hún starfar nú sem sérfræðingur og sviðs- stjóri greiningarteymis á mið- stöð heilsuverndar barna á Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur. Maður hennar er Stein- grímur Steinþórsson bókaút- gefandi. Hún á tvö börn og Steingrímur á þrjú börn. Ekki til lög eða reglur sem fara má eftir Í tunnuna með þetta, Kristinn minn, það er stórhættulegt að vera að fikta með sprengiefni, góði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.