Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 61 Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl.3.50 og 5.55. Ísl. tal. Vit nr. 194. Sýnd kl. 3.40. Vit nr. 203. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 14. Vit nr. 209.  Kvikmyndir.is kirikou og galdrakerlingin með íslensku tali Óskar Völundarsson sem Kirikou, Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem galdrakerlingin. Einnig eru raddir þeirra Stefáns Karls Stefánssonar, Guðmundar Ólafssonar, Sigrúnar Wagge, Arnars Jónssonar og fleiri. Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 204. www.sambioin.is HK DV Hausverk.is SV MBL Tvíhöfði  ÓJ Stöð2  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.15, 8, og 10.10. B. i. 16. Vit nr. 201. Sigurvegari Óskarsverðlaunaafhendingarnar.. 4 Óskarsverðlaun af 5 tilnefningum. Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 14. Vit nr. 191. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Vit nr. 166. www.sambioin.is Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Vit nr. 169 Aðeins sameinaðir gátu þeir sigrað! Sýnd kl.7 og 10. B. i. 16. Vit nr. 201. HK DV Hausverk.is SV MBL Tvíhöfði  ÓJ Stöð2  Kvikmyndir.is Sigurvegari Óskarsverðlaunaafhendingarnar.. 4 Óskarsverðlaun af 5 tilnefningum. Miði í Regnbogann gildir sem happadrættismiði fyrir PS2 Óskarsverðlaun4 Sýnd kl. 8. Besta mynd ársins á yfir 45 topp tíu listum! Yfir 50 alþjóðleg verðlaun! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Ísl texti. Allt sem þarf er einn moli. Hér er á ferðinni algjör konfektmoli sem engin kvikmyndasælkeri má missa af . Magnaðir leikarar gera myndina að óleymanlegri skemmtun. i i l j li i i l i i i l i i l l i  Ó.F.E.Sýn. . . Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is / i ir.i ÓHT Rás 2 EMPIREI Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. i i Empirei  ÓHT Rás 2  1/2 SV Mbl. ÓJ Bylgjan Sýnd kl. 10. Ísl texti. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Yfir 27.000 áhorfendur.Missið ekki af þessari. Loksins... maður sem hlustar. HAUSVERKUR.is  KVIKMYNDIR.is  KVIKMYNDIR.com Mel Gibson Helen Hunt What Women Want Ath.: Við erum flutt á 3. hæð fyrir ofan Hagkaup þar sem Krista og læknastofur eru. Kringlan 8—12, sími 581 1380 NÝ SENDING WICCA BÆKUR SPÁSPIL ORKUARMBÖND REYKELSI TANTRA BÆKUR www.betralif.is JOHN Travolta var sigurvegari kvöldsins þegar hópur húmorista í Hollywood tilkynnti hvaða kvik- myndir hefðu verið þær verstu á síð- asta ári. Kvikmyndin Battlefield Earth var fremst í flestum flokkum Gullnu hindberjaverðlaunanna og fékk alls sjö verðlaun. Þar með jafnaði hún metið sem kvikmyndin Showgirls setti árið 1996. Myndin var að sjálf- sögðu valin versta mynd ársins, John Travolta var valinn versti leikari árs- ins í aðalhlutverki. Þá voru Travolta, og allir þeir sem komu fram með honum í myndinni, valdir versta leikarapar ársins. Kelly Preston var valin versta leikkonan í aukahlut- verki, Barry Pepper var valinn versti leikari í aukahlutverki, Robert Christian var valinn versti leikstjór- inn og Corey Mandel og J.D. Shapiro voru valdir verstu handritshöfund- arnir. Travolta var ekki viðstaddur til að taka við verðlaununum en Elie Sam- aha, framleiðandi myndarinnar, sendi orðsendingu þar sem hann sagðist vera himinlifandi. „Ég fagna þessari auglýsingu. Því meira sem gagnrýnendur rakka myndina niður, þeim mun fleiri DVD-diska seljum við ... Þetta er ein þeirra mynda sem lifa löngu eftir að gagnrýnisraddirn- ar eru þagnaðar.“ Kvikmyndin er byggð á vísinda- skáldsögu eftir L. Ron Hubbard, stofnanda Vísindakirkjunnar, og sumir hópar áhugamanna um vís- indaskáldsögur hafa hrósað mynd- inni. Madonna fékk hindber sem versta leikkonan fyrir myndina The Next Best Thing. Gullna hindberið afhent Travolta hrósaði „sigri“ Travolta kaus frekar að koma fram sem kynnir á Óskarsverð- launahátíðinni en að veita Hind- berjum móttöku. KVIKMYNDIN 101 Reykjavík var valin besta myndin í dag úr hópi 10 mynda á norrænu kvik- myndahátíðinni sem fram fer í Rúðu- borg í Frakklandi. Auk 101 Reykjavík, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, var kvikmynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, Englar alheimsins, tilnefnd til verð- launanna. Er þetta í annað sinn sem íslensk mynd verður fyrir valinu sem besta myndin á norrænu kvik- myndahátíðinni í Rúðuborg. Ingaló í grænum sjó varð fyrir valinu fyrir átta árum. Baltasar Kormákur naut ekki sig- ursins í Rúðuborg þar sem hann átti ekki heimangegnt vegna veikinda. Norræna kvikmyndahátíðin í Rúðuborg 101 Reykjavík besta myndin Victoria Abril sýgur fingurna í margverðlaunaðri 101 Reykjavík. BÍÓBLAÐ Morgunblaðsins og Skífan stóðu fyrir Bíóblaðsdögum í Stjörnubíói í tilefni af sýningum myndarinnar Quills (Fjað- urpennar) ekki alls fyrir löngu. Lesendum Bíóblaðsins stóð til boða að fá tvo bíómiða á verði eins meðan á Bíóblaðsdögum stóð. Einnig gafst lesendum kostur á að taka þátt í léttum leik og vinna Quills-veggspjald, áritað m.a. af aðalleikaranum, Óskarsverð- launahafanum Geoffrey Rush og leikstjóranum Philip Kaufman. Sú heppna var Jóhanna Jónas og á meðfylgjandi mynd tekur hún við vinningnum úr hendi Guðmundar Breiðfjörð frá Skífunni. Leikur Bíóblaðsins og Skífunnar Vann áritað veggspjald Sigurvegari í leik Bíóblaðsins og Skífunnar tekur við vinningnum. ÞAÐ ER ekki öll vitleysan eins. Vitleysa getur verið eins og allt annað ýmist skemmtileg eða leiðinleg. Yfir- leitt missir hún marks ef hún er eins- konar „gervi-vitleysa“, það er vitleysa sem ekki er sköpuð heils hugar, t.d. verk sem eiga að vera grafalvarleg en enda einungis sem einhver vitleysa fyrir slysni. Sem sagt, hundleiðinleg vitleysa. Stórskemmtileg vitleysa er aftur á móti eitthvað sem erfiðara að skapa. Vitleysingurinn Bill Plympton er ansi langt frá því að leysa lífsgátuna með verkum sínum. Verk hans eru yf- irleitt afar súrrealískar gamansögur sem skilja ekki mörg umhugsunarefni eftir sig. Hann er líklegast þekktastur fyrir nokkrar stuttar teiknimyndir sem hann gerði fyrir MTV-sjónvarps- stöðina, sú eftirminnilegasta sýndi höfuð sem tók sífelldum stakkaskipt- um er húðin flettist stöðugt af, sem sagt algjör vitleysa. En verk hans eru eðal vitleysa vegna þess að hugmyndaflugið er leyst óbeislað og nakið úr læðingi. Hömlur og rammar hins raunveru- lega heims eru víðs fjarri. Áhersluat- riðið er held- ur ekki að segja sögu sem fólk getur tengt sig við með per- sónum sem manni getur þótt vænt um, eiginlega bara þvert á móti. Þess vegna er það nær ógerningur að rekja söguþráðinn úr nýjustu bók hans Mutant Aliens. Í stuttu máli fjallar hann um endurfundi dóttur og föður eftir að faðirinn snýr aftur til jarðar eftir að óprúttinn starfsmaður geim- vísindastofnunar NASA kom því þannig fyrir að hann hafði verið týnd- ur í geimnum í tugi ára. Ég veit, þetta hljómar eins og sunnudagsmynd Rík- issjónvarpsins en á í raun mun meira skylt við Sláturhús Kurts Vonneguts númer 5, Dexter’s labratory, Filler Bunny eða Ren og Stimpy. Það má eiginlega segja að þessi bók sé í anda MTV-kynslóðarinnar, þar sem ekkert skiptir nokkru máli nema skemmtanagildið. Og það er ekki að ástæðulausu að teiknimyndir Plymp- tons voru birtar á MTV, skemmtana- gildið er algjört, það þarf engar djúp- pælingar til þess að skilja „boðskap“ þeirra, það er hæfilega mikið af of- beldi og kaldrifjuðum húmor og myndasögurnar eru auð- og hraðlesn- ar. Ef besta myndasaga í heimi væri fullrétta máltíð á þínu uppáhalds veit- ingahúsi væri þessi bók eins og súk- kúlaðistöng með lítilli kók í gleri. Snöggt og ódýrt en engu að síður munaður. MYNDASAGA VIKUNNAR Eðalvitleysa Mutant Aliens eftir Bill Plympton. Útgefin af NBM árið 2000. Fæst í myndasöguverslun Nexus. Birgir Örn Steinarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.