Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 7
AÐGÖNGUMIÐAR á tónleika
kúbversku hljómsveitarinnar
Buena Vista Social Club, sem
haldnir verða í Laugardalshöll-
inni 30. apríl næstkomandi, seld-
ust upp á rúmum tveimur klukku-
stundum í gær. Að sögn Þorsteins
Stephensen tónleikahaldara voru
seldir 2.300 miðar en allir eru
þeir í sæti.
„Fólk var mætt hérna fyrir ut-
an klukkan hálfníu í morgun með
stól og kaffibrúsa,“ sagði Þor-
steinn og er þá að vísa til hvernig
var umhorfs fyrir utan verslun
Japis í Kringlunni fyrir opnun í
gærmorgun. Hann lætur þó uppi
að verið sé að athuga með hvort
sveitin geti haldið aðra tónleika á
Íslandi. „Það er verið að vinna í
því en þetta skýrist í vikunni,“
sagði Þorsteinn.
Seldist upp á
tveimur tímum
Löng röð myndaðist fyrir utan verslun Japis á Laugavegi í gærmorgun.
Morgunblaðið/Ásdís
STARFSMANNAFÉLAG rík-
isstofnana og ríkið undirrituðu
nýjan kjarasamning sl. sunnu-
dag. Gildistími samningsins er
frá 1. mars 2001 til 30. nóvem-
ber 2004. Launataflan hækkar í
upphafi samningstímans um
6,9%, 3% 1. jan. 2002, 3% 1. jan.
2003 og 3% 1. jan. 2004. Mark-
mið samningsins er að lægstu
laun hækki á samningstímanum
upp í 112 þúsund krónur.
Í samningnum er sérstakt
ákvæði þar sem segir að aðilar
séu sammála um að grípa til
sérstakra ráðstafana svo bæta
megi kjör þeirra sem lakast eru
settir og draga úr óhóflegri
starfsmannaveltu. Í því skyni
verði stofnuð sérstök nefnd
skipuð þremur fulltrúum hvors
aðila og hefur hún til ráðstöf-
unar allt að 300 milljónir króna
á ársgrundvelli. Sérstaklega
verði skoðað hvort launakerfið
skili eðlilegri framþróun launa.
Skulu aðilar leggja sameigin-
legt mat á þróunina og gera til-
lögur um viðbrögð. Einnig er
markmiðið með þessu að ná
lægstu laununum upp í 112 þús-
und krónur á samningstíman-
um.
10 þúsund króna
eingreiðsla
Samningurinn kveður jafn-
framt á um 10 þúsund króna
eingreiðslur til allra 1. maí 2001
og aftur 1. júní 2001 miðað við
fullt starf.
Aukin áhersla er lögð á
starfsmenntunarmál með því að
hækka framlag í þróunar- og sí-
menntunarsjóð úr 0,28 í 0,35%
af heildarlaunum. Einnig er
stefnt að stofnun fræðsluseturs.
Breytingar eru gerðar á launa-
töflu þannig að fleiri launaflokk-
ar verða í hverjum ramma.
Lægsta launatala samkvæmt
samningnum er 82.061 kr. og sú
hæsta er 304.196 kr.
Breyting er gerð á vinnu-
tímakaflanum, þar sem m.a.
annars eru hækkanir á vakta-
álagi um nætur og helgar. Þá er
í samningnum nýr kafli sem
tekur til með hvaða hætti og
hvernig beri að endurnýja
vinnustaðasamningana.
Um 5.000 félagsmenn taka
laun eftir nýja samningnum, um
4.000 sem starfa hjá ríkinu og
um 1.000 sem starfa hjá sjálfs-
eignarstofnunum en þær áttu
einnig aðild að samningnum.
Stefna að
112 þús-
und kr.
lágmarks-
launum
Starfsmannafélag
ríkisstofnana semur
við ríkið