Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 15 VEÐURGUÐIRNIR er heiti á hóp sem í eiga sæti á þriðja tug fyrir- tækja á Akureyri en meginmarkmið hans er að kynna Akureyri og það sem bærinn hefur upp á að bjóða. Ætlunin er að kynna ýmsa viðburði norðan heiða fyrir íbúum annars staðar á landinu og jafnvel einnig að stuðla að því að boðið verði upp á nýja viðburði sem laðað gæti fólk til bæjarins. Forsagan er sú að síðasta sumar réðust 10 fyrirtæki í bænum í sam- eiginlegt auglýsingaátak sem tengd- ist veðurfari á Akureyri og var til- gangurinn að vekja athygli á góðu veðri og fá fólk til að heimsækja bæ- inn. Almenn ánægja var með þetta kynningarátak og því var ákveðið að halda áfram á sömu braut og auka heldur starfsemina. Nú eru sem fyrr segir á þriðja tug fyrirtækja af ýmsu tagi með í átakinu og hefur hópurinn fengið nafnið Veðurguðirnir. Auk fyrirtækjanna taka Akureyrarbær og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar þátt í verkefninu með fjárframlagi. Byggja upp nýjan stórviðburð til að laða að fólk Meginverkefni hópsins verður að auka straum ferðafólks til Akureyr- ar og verður það gert í fyrsta lagi með því að auglýsa góða veðrið í bænum og í öðru lagi með því að kynna ýmsa viðburði sem efnt er til á Akureyri eða þá afþreyingu sem í boði er. Loks er ætlunin að byggja upp nýjan árlegan stórviðburð á íþrótta- og eða menningarsviðinu sem væntanlega mun laða að sér fjöl- marga gesti á komandi árum. Bragi Bergmann hjá Fremri, kynningar- þjónustu, sagði að ýmsar hugmyndir hefðu verið ræddar en fara þyrfti betur yfir hvað vænlegast væri á því sviði. Til lengri tíma litið horfir hópur- inn einnig til þess að kynna Akureyri sem vænlegan kost til búsetu. Bent var á það á fundi þar sem Veðurguð- irnir kynntu áætlanir sínar að á Ak- ureyri væri til staðar allt það sem fólk sæktist eftir í nútímasamfélagi, fjölbreytt atvinnulíf, góðir skólar á öllum skólastigum, öflugt menning- arlíf, heilsugæsla og sjúkrastofnanir auk fjölbreyttra möguleika til úti- vistar. Á þriðja tug fyrirtækja mynda hópinn Veðurguðina Markmiðið að kynna kosti Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Á fundinum þar sem stofnun Veðurguðanna var kynnt. Krist- inn Svanbergsson frá Mekka- tölvulausnum og Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Hölds, við líkan af Hlíðarfjalli. HEIMASÍÐA Dalvíkurbyggð- ar var formlega opnuð föstu- daginn 23. mars sl. Það var bæjarritarinn í Dalvíkurbyggð, Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sem opnaði síðuna. Stefán Hallgrímsson, starfs- maður Nett á Akureyri, sá um hönnun og uppsetningu síðunn- ar í samráði við starfsmenn Dalvíkurbyggðar. Heimasíðunni er ætlað m.a. það hlutverk að auðvelda íbú- um og öðrum sem áhuga hafa á eða þurfa að afla sér ýmissa upplýsinga að sækja þær sem í boði verða á síðunni, segir í fréttatilkynningu. Slóðin er: www. dalvik.is. Dalvíkur- byggð opnar heimasíðu fimm daga vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.