Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 41 ✝ Thea Davidsen(Dóróthea Mar- teinsdóttir) fæddist í Kvívík í Færeyjum 24. september 1926. Hún andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Davidsen frá Mið- vági, f. 1896, d. 1963, og Martin Davidsen frá Kvívík, f. 1886, d. 1953. Systkini Theu eru: Ebba, f. 1920, Svend, f. 1921, Otto, f. 1922, Vi- gerð, f. 1923, Valborg, f. 1925, Thormóð, f. 1927, og Erling, f. 1929. Tvö systkini eru enn á lífi, Valborg og Erling, og eru þau bæði búsett í Færeyjum. Hinn 28. nóvember 1959 giftist Thea Guðmundi Jörgenssyni, verslunarmanni frá Hjallakróki í Ölfusi, f. 19.12. 1919. Foreldrar hans voru: Anna Bjarnadóttir frá Minna-Bæ í Grímsnesi, f. 1884, d. 1970, og Jörgen Björnsson, bóndi frá Þurá í Ölfusi, f. 1879, d. 1974. Börn Theu og Guðmundar eru: 1) Jóhanna Magnea, hjúkrunarfræð- ingur, f. 12.7. 1961, dóttir hennar: Snæfríður. 2) Anna Jórunn, hjúkr- unarfræðingur, f. 26.4. 1963, maki: Stefán Örn Unnars- son, viðskiptafræð- ingur, f. 21.11. 1960, börn þeirra: Thea Björk og María Kar- ítas. 3) Guðmundur, bifreiðarstjóri, f. 30.7. 1967, börn hans eru: Brynjar, Gunn- ar, Vilhjálmur og Friðrik. Barnsmóðir Guðmundar er Sig- ríður Bergmann, f. 7.7. 1970. 4) Vigdís, rannsóknarmaður, f. 18.11. 1970, maki: Júlíus Ólafsson, kennari, f. 8.6. 1965, sonur hans: Ólafur. Thea ólst upp í Kvívík. Á yngri árum dvaldi Thea á heimaslóðum, í Noregi, Danmörku og á Íslandi bæði við nám og ýmis störf. Thea kom fyrst til Íslands til að aðstoða systur sína sem stofnað hafði hér fjölskyldu. Eftir að Thea giftist Guðmundi sinnti hún alfarið börn- um og búi í nokkur ár. Hún vann síðar á Barnaspítala hringsins í tíu ár, þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Útför Theu fer fram frá Fíladelfíu, Hátúni 2, í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Vinkona mín Thea Davidsen er lát- in eftir að hafa þurft að ganga í gegn- um tvær erfiðar aðgerðir. Elsku Thea mín, það var svo erfitt að sjá hvað þú varst orðin veik og þreytt núna síðustu dagana, en eftir að þú fórst í aðgerð þar sem þurfti að taka hluta af fætinum smábraggaðist þú og ég átti ekki von á öðru en þú kæmist til heilsu á ný. Þegar við Gunni komum til þín á fimmtudegi var það mikið áfall að heyra að þú værir í annarri aðgerð þar sem sárið hafði ekki gróið sem skyldi eftir fyrri aðgerðina. Það var svo á föstudags- kvöldið þegar ég talaði við hann Gumma son þinn, að hann sagði mér að þér hefði hrakað mikið eftir seinni aðgerðina og þú ættir aðeins eftir stuttan tíma ólifaðan. Við Gunni, ömmustrákurinn þinn, vorum hjá þér á föstudagskvöldið ásamt nánasta fólkinu þínu, dætrum þínum þrem, Snæfríði ömmustelpu og Guðmundi þínum. Þú varst svo falleg og mikill friður yfir þér og áður en nýr dagur reis kvaddir þú þennan heim. Elsku Thea mín, ég var eiginlega orðin heimagangur á Vitastígnum áð- ur en við hittumst fyrst því sumarið sem við Gummi sonur þinn byrjuðum að vera saman voruð þið Guðmundur úti í Færeyjum hjá skyldfólki þínu eins og flest önnur sumur, en eftir að við kynntumst urðum við góðar vin- konur og þó að við Gummi slitum samvistum hélst okkar vinskapur alltaf óbreyttur. Vorið 1988 komum við Gummi beint til þín úr sónar með þær fréttir að von væri á tvíburum. Mikið varðstu glöð og hissa og beiðst spennt eftir fyrstu barnabörnunum og þegar tveir drengir fæddust sjö vikum fyrir tímann og þurfu að vera á vökudeildinni og enginn mátti koma þangað nema foreldrarnir, fékkst þú, nýbökuð amman, að kíkja á litlu ung- ana en þá varst þú að vinna í býti- búrinu á barnadeild Landspítalans. Við Gummi byrjuðum að búa í kjallaranum á Vitastígnum með litlu tvíburana og var þá mikill samgang- ur á milli hæða og þú hjálpaðir mér mikið með strákana. Svo bættust við tveir drengir með stuttu millibili og þó ég væri flutt frá Vitastígnum var ég alltaf með annan fótinn hjá þér og Guðmundi og þú hjálpaðir mér ómet- anlega með alla strákana. Við Bogga systir hlógum að því þegar Villi talaði mörg færeysk orð á tímabili. Við fór- um saman í nokkrar stuttar ferðir, bæði við tvær og líka með strákana og fleira fólki og þegar þú varðst sjö- tug fyrir fjórum árum bauðstu mér með ykkur Guðmundi, börnunum ykkar og tengdabörnum út að borða. Þú sagðir við mig að ég væri eins og ein af stelpunum þínum og mér fannst það líka, þú varst mér alltaf svo mikið góð. Elsku Thea, það var stutt í húm- orinn hjá þér og strákarnir hlógu að því þegar þú settir hnefann út í loftið og sagðir: Þekkir þú þennan? og svo aftur: Þetta er bróðir hans. Þú talaðir líka um hvað strákarnir Gunni Binni, Villi og Frikki væru góðir við ykkur Guðmund, kysstu ykkur og föðmuðu eftir að þeir kæmu til ykkar og væru duglegir að fara í sendiferðir fyrir ykkur eftir að þeir stækkuðu. Það verður tómlegt á Vitastígnum eftir að þú ert farin, elsku Thea mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ég bið góðan Guð að styrkja Guð- mund, Jóhönnu, Önnu Jórunni, Gumma og Viggu og aðra aðstand- endur og vini í sorginni. Hvíl í friði, elsku vinkona. Sigríður Bergmann. Frá því að ég man fyrst eftir mér sem lítilli stelpu á Vitastígnum, man ég eftir Theu. Thea bjó í húsinu á móti Hjálmari afa og Jónu ömmu. Þar bjuggu þau Guðmundur ásamt dætrunum, Jóhönnu og Önnu Jór- unni. Húsið þeirra var sannkallað stórfjölskylduhús þar sem bjuggu þrír ættliðir. Ættfaðirinn Jörgen bjó ásamt syni sínum Bjarna á efstu hæðinni, Thea og Guðmundur á mið- hæðinni og Ragna systir Guðmundar á fyrstu hæðinni. Á milli ömmu og afa og fólksins á Vitastíg 17 var góður vinskapur. Þetta var á tímanum milli 1960- 1970 þegar mæður voru oftast heima að sinna búi og börnum, þvo þvotta og huga að pottum. Þannig var Thea, hún var alltaf til staðar heima í eld- húsi bæði fyrir sínar dætur og mig líka enda barngóð svo af bar. Á þess- um tíma bættust tvö börn í barnahóp Theu og Guðmundar, þau Guðmund- ur yngri og Vigga. Nú var í nógu að snúast en samt alltaf tími fyrir stelp- una á móti sem kom svo oft að leika við Önnu Jórunni og Jóhönnu. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar Thea kom heim af fæðingardeildinni með Viggu nýfædda. Þau eldri systkinin þrjú biðu í stofunni greidd og strokin og ég líka. Þegar Thea kom heim vor- um við öll látin setjast vel upp í sóf- ann í röð og fengum öll að halda á litla barninu. Ég var sex ára og hafði aldr- ei áður haldið á svona litlu barni, svo þetta var stór stund fyrir mig. Thea var félagslynd kona og mjög gestrisin. Heimili hennar var alltaf opið þeim sem komu langan eða stuttan veg. Sérstaklega hafði hún gaman af að taka á móti ættingjum sínum frá Færeyjum. Þá var sofið í öllum herbergjum, gestirnir í bestu rúmunum og heimilisfólkið í stofunni og borðstofunni. Þá áskotnaðist Theu líka skerpikjöt sem hún vildi endilega bjóða okkur að smakka. Eitthvað fannst okkur ungmennunum þetta fyndinn matur og orðuðum lyktina við táfýlu en þorðum alls ekki að smakka. Ég komst svo að því að Theu var gestrisnin í blóð borin þegar við Anna Jórunn fórum til Færeyja á heimaslóðir hennar. Það var skemmtileg ferð þar sem okkur var tekið opnum örmum að hætti Theu og fjölskyldu. Við vinkonurnar Jóhanna, Anna Jórunn og ég, brölluðum margt sam- an á unglingsárunum, sem var tími diskódansa, ljósagólfa, Kúbbsins og Sigtúns. Við höfðum aðstöðu í kjall- aranum á Vitastíg til að hafa okkur til fyrir diskótekin. Oftast voru Pink Floyd, Donna Summer eða Michael Jackson stillt í botn svo húsið nötraði. Kom þá þolinmæði Theu með ung- dómnum berlega í l jós. Því ekki kvartaði hún undan hávaðanum fyrr en hljóðhimna hennar og næstu ná- granna var við það að springa. Við Thea áttum margar góðar stundir yfir tebolla í eldhúsinu henn- ar á þessum árum. Þá skipti engu máli hvort Anna Jórunn eða Jóhanna voru heima. Við Thea vorum vinkon- ur. Við ræddum allt milli himins og jarðar og fannst mér ég geta treyst henni fyrir öllu. Hún hafði sérstakt lag á að láta manni líða vel í návist sinni, aldrei fann ég fyrir kynslóðabili þrátt fyrir töluverðan aldursmun okkar í milli. Það var á þeim árum sem við Nonni fórum að vera saman og var hann mjög fljótlega kynntur fyrir Theu og Guðmundi á Vitastíg. Thea tók sér svolítinn umhugsunarfrest til að samþykkja piltinn, hún vildi vera viss um að þetta væri almennilegur drengur fyrir hana Erlu. Svo leist þeim hjónum vel á pilt að Guðmundur spurði fljótlega hvort hann ætti ekki bræður til að kynna fyrir sínum dætrum. Þegar við Nonni eignuðumst svo okkar fyrsta barn, Höllu Karen, var það eins og með öll börn sem Thea tengdist, þar var útbreiddur faðmur. Um leið og Halla Karen fór að tala kenndu þau hjónin henni: að Thea væri Thea amma og að Guðmundur væri Guðmundur afi. Síðan bitust þau góðlátlega um hylli hennar með kleinum, kóki, Ópali eða öðru nammi. Þegar Thea eignaðist svo sín eigin barnabörn fáum árum seinna tók hún þau upp á arma sína, var alltaf til staðar eins og kletturinn sem hún hafði verið kynslóðinni á undan. Með Theu er gengin mæt kona, svo einstaklega hlý og ljúf. Guð blessi minningu hennar. Elsku Guðmundur, Jóhanna, Anna Jórunn, Gummi, Vigga, tengdabörn og barnabörn, Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk á þessum erfiðu sorgartímum. Erla, Jón og börn. THEA DAVIDSEN EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina                                        !" #   $%$  #    &  '  #                  '              !"  # $    %    & '(    !    () !*" + !"     %   & '$%    , * - + !() !*".               &+/% 01 #   ()    !"   *  & '$  - +&!23! 4!!* &.  - 56+  #    - 6",!!6" &() 2&.  - #  4.    ) 4 ! !" &.  - +.%!3*   *!  -   -       3 3) 3 3 3) .   '+       #0 0 780 !  -9 , !*-! $#*!* 9: *' (2$              ()   ,$ #"     56-   2*3() + $*!;  2* 2* !! $-    6  # $"*  -  / <2  4!" $*",   (<2  * -  !-" $ %$<2  3 3 3) .         &  +  0080  =-   2*9>> *' (2$    ((   4 !* &  + *3  !!&        &  +&  1 !+-       3 3) .                          ! "  #  $ #"         %  &&   '   (     !"#   $% &!'(  !)"#   *  +(  ! , +-./  $%(0 )( !" )  ! 0 !) !  ! 0 !-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.