Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 55 DAGBÓK TRYGGÐU BARNINU ÞÍNU ÞÆGINDI I Í 2001 w w w. o o . i s Allir tímar að verða upppantaðir Gerðu verðsamanburð. Innifalið í myndatökunni: 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020. Við erum í F.Í.F.L. Erla Aradóttir MA í EFL og Applied Linguistics Skelltu þér á stutt vornámskeið. Í sumar verður einnig boðið upp á hópferð til Englands á enskunámskeið. Uppl. veitir Erla Aradóttir í síma 891 7576 milli kl. 14:00-17:00 alla daga til 31. mars Enskunámskeið í Hafnarfirði fyrir fullorðna FALLEGUR VORFATNAÐUR Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 27. mars, verður áttræð Björg Hallvarðsdóttir, húsmóðir, Höfðagrund 10, Akranesi. Marki hennar var Skúli Sig- urjón Lárusson, skipstjóri, sem lést 1994. Björg verður að heiman á afmælisdaginn. 75 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 27. mars verður sjötíu og fimm ára Lilja Hallgrímsdóttir frá Seyðisfirði, Vallartröð 4 kj., Kópavogi. Hún tekur á móti gestum í Ásgarði í Glæsibæ frá kl. 16-19 laug- ardaginn 31. mars nk. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú leggur þig alltaf allan fram og það gerir þig vin- sælan í allri keppni og reyndar hverju sem er. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fegurð liggur oft í því sem fleygt er. Þú hefur hæfileika til þess að móta hlutina upp á nýtt og gefa þeim annað og nytsamlegt hlutverk. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt menn geti oftast treyst á þig þýðir það ekki að menn viti fyrirfram hvernig þú bregst við hvaðeina. Leyfðu þér að koma öðrum á óvart. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Allskonar örðugleikar skjóta upp kollinum á vegferð þinni en þú hefur burði til að takast á við þá og haga lífi þínu í samræmi við það. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú kannt vel við þig þótt eitt- hvað þjóti í kringum þig því þú færð ákveðna gleði út úr því að fást við erfiðleika og sigrast á þeim. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gættu þess að lenda ekki milli tveggja elda. Haltu fast við þitt en láttu aðra um að leysa sínar deilur upp á eigin spýtur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér finnst þú geta sigrað all- an heiminn og það er sjálf- sagt að nota þá tilfinningu til hins ýtrasta. Gættu þess bara að ganga ekki of langt í sigurvímunni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hafðu hemil á ráðríki þínu ef þú vilt ekki lenda í vandræð- um sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Leyfðu öðrum að njóta sín eins og þú vilt fá að njóta þín sjálfur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sá andstæðingur sem þú eitt sinn hafðir í fullu tré við kem- ur nú aftur endurnýjaður til leiks. Gakktu ekki til glím- unnar fyrr en þú hefur æft þig líka. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Atburðir á heimaslóðum verða til þess að þú færð tækifæri til þess að eyða meiri tíma heima við og sinna þínum nánustu. Þessi tími mun endurnýja sál og líkama. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gættu þess að úthella ekki tilfinningum þínum yfir þá sem hvorki skilja þær né virða. En verðurðu óheppinn veistu þó allavega hverjir eru ekki vinir þínir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Oft ryðst fortíðin með óvænt- um hætti inn í nútíðina og truflar það líf sem við höfum skipulagt okkur. Vertu viðbúinn slíkum truflunum, þær ganga oftast fljótt yfir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fylgdu innsæi þínu þegar um nýtt samband er að ræða. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT VÆRINGJAR Vort land er í dögun af annarri öld. Nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir. – Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en með víkingum andans um staði og hirðir. Vort heimslíf er tafl fyrir glöggeygan gest, þar sem gæfan er ráðin, ef leikurinn sést, – og þá haukskyggnu sjón ala fjöll vor og firðir. Svo fangvíð sig breiða hér flói og vík móti fjarlægu ströndunum handan við sæinn: En verin fábyggð og vetrarrík byggja Væringjans krafta við háfjalla blæinn. Hann stendur hér enn, sem hann stóð hér fyrr, með stórgerðan vilja, þögull og kyrr, og langferðahugann við lágreista bæinn. Einar Benediktsson. STAÐAN kom upp í síðustu umferð Íslandsmóts skák- félaga sem lauk fyrir skömmu. Björn Þor- finnsson (2255) hafði hvítt gegn Baldri Möll- er (1850). Hellismaður- inn hressi sýndi Garðbæingnum enga miskunn enda var það eina von félagsins í Mjódd að leggja allt í sölurnar í síðustu um- ferð til að vinna upp for- skot Taflfélags Reykja- víkur og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. 27. dxe5+! Ke7 Hvorki gekk upp fyrir svartan að leika 27. ...Dxe5 28. Hf6+! Dxf6 29. Re4+ né heldur 27. ...Kxc5 28.Df2+ og hvítur mátar. 28. e6 Hhf8 29. Hf7+! Hxf7 30. exf7+ og svartur gafst upp. Þrátt fyr- ir þennan sigur tókst Hellis- mönnum ekki að vinna Ís- landsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÖLL spil fæðast á einhverju borði – flest á „græna borð- inu“, en sum á „teikniborð- inu“. Hér er eitt af síðar- nefnda toganum – tilbúin þraut: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á5432 ♥ G32 ♦ 43 ♣ Á42 Suður ♠ KD1076 ♥ ÁKD ♦ ÁKD2 ♣ 3 Vestur Norður Austur Suður 5 lauf Pass Pass Dobl Pass 6 spaðar Pass 7 spaðar Pass Pass Dobl 7 grönd Pass Pass Pass Útspil: Laufkóngur. Sagnir eru vægast sagt umdeilanlegar, en hins vegar hafði suður rétt fyrir sér að breyta í sjö grönd, því dobl austurs var byggt á laufeyðu. Sagnhafi tekur á laufás í fyrsta slag og austur hendir hjarta. Hvar á að ná í þrett- ánda slaginn? Þegar farið er í saumana á möguleikum sagnhafa sést að eina vinningsvonin er þvingun á vestur í laufi og tígli. Og þá þarf vestur að vera með fjórlit í tígli til hlið- ar við nílitinn í laufi. Og það eru þrettán spil. En vand- ræðin eru þau að sagnhafi verður að vera inni í borði þegar hann spilar síðasta spaðanum (eftir að hafa tekið þrisvar hjarta líka), en það er útilokað að koma því við nema svína spaðatíu í öðrum slag!! Norður ♠ Á5432 ♥ G32 ♦ 43 ♣ Á42 Vestur Austur ♠ – ♠ G98 ♥ – ♥ 10987654 ♦ G1086 ♦ 975 ♣ KDG1098765 ♣ – Suður ♠ KD1076 ♥ ÁKD ♦ ÁKD2 ♣ 3 Ef spilið er svona vaxið mun vestur neyðast til að láta frá sér hæsta laufið eða tígul- valdið í lokastöðunni. Þetta er ævintýraspil og fáir myndu hafa hugrekki til að svína spaðatíunni í byrjun, því ef svíningin misheppnast fær vörnin níu slagi og 900 í dálkinn í staðinn fyrir 100. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. október sl. í Hall- grímskirkju Ásdís Claessen og Ingimar Oddsson. Heim- ili þeirra er á Hagamel 25, Reykjavík. 31 árs gömul kona frá Þýska- landi óskar eftir pennavini á Íslandi. Áhugamál hennar eru sund, skíði og Ísland. Andrea Jekel, Bellscheidtshasse 4, 40625 Dusseldorf, Germany. Becky, sem stundar nám í University of Wisconsin Superior, óskar eftir íslensk- um pennavini. Hún hefur áhuga á menn- ingu og lifnaðarháttum Ís- lendinga og vill hafa sam- band við einhvern sem getur frætt hana um það. Becky Johnson, 73920 Cty Hwy B, Brule, WI 54820. Netfang: tonsoff- un16@hotmail.com Rosella, 42 ára ítölsk kona, óskar eftir íslenskum penna- vini. Rosella hefur mikinn áhuga á Íslandi og skrifar á ensku. Rosella Rovelli, Via Solone 22, 20052 Monza MI Italy Pennavinir Sigurður, með tilliti til þessa liðs, kr. 25.000, á risnureikningi yðar. Má ég biðja um frekari skýr- ingu á þessu „ÝMISLEGT“. Auðvitað er sinn- isveiki alvarlegur sjúkdómur, frú Jóna. Maður getur smitast af börnunum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.