Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 45 og ert komin til hans afa. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og takk fyrir að hafa verið til. Guð varðveiti þig, elsku amma mín. Faðmur Hans vegur Er væng Haf Og geiminn Þér guð Gaf Um eilífð Sem einn Dag Hans frelsi Er faðm Lag (Ingimar Erlendur Sigurðsson) Elsku mamma og pabbi. guð styrki ykkur og varðveiti í þessari miklu sorg og ég votta öllum börn- unum hennar ömmu og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Oddný, Aðalsteinn, Alexander og Petrea Anna. Mig langar til að minnast afa og ömmu í nokkrum orðum, nú við and- lát ömmu, þótt orð geti aldrei lýst því þakklæti sem í mér býr til þeirra beggja. Ég var strax svo upptekinn af afa og ömmu á Öldugötunni, og þangað kom ég mjög oft. Við afi fórum ósjaldan í fjárhúsin saman og hjálp- uðumst að með rollurnar. Hann afi var alltaf svo þolinmóður við litla nafna sinn sem þvældist jú kannski meira fyrir en hitt, en aldrei fékk ég að heyra að ég væri að gera neitt annað en hjálpa honum. Við vorum að smíða hina ýmsu hluti í fjárhúsin, og naut ég þess að fá að vera með afa allar þessar stundir. Þegar við komum svo heim til hennar ömmu beið okkar alltaf kaffi eða matur, sem alltaf var gott að fá eftir vinnudaginn. Stundum kom það fyrir að ég fékk að gista hjá ömmu og afa, og útbjó amma þá fleti fyrir mig á gólfinu við hliðina á þeirra rúmi, því lengra í burtu vildi ég ekki vera. Þegar amma flutti á Boðahlein voru heimsóknirnar ekki eins tíðar og áður, en mikið var alltaf gott að koma til hennar ömmu. Sama hvort ég kom með kunningjum eða einn, alltaf fengum við eitthvað gott í gogginn hjá henni. Það var alltaf gaman að spjalla við hana í þessum heimsóknum. Nú veit ég að hún amma er komin til Drottins þar sem engin sorg eða veikindi eru. Kristur dó í eitt skipti fyrir öll fyr- ir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til þess að Hann gæti leitt yður til Guðs. (1. Pét 3:18.) Þinn dóttursonur Ingimar Sveinn Jónsson. Með nokkrum fátæklegum orðum langar okkur til að heiðra minningu Ástu, því svo sannarlega var hún mikil heiðurskona sem ávann sér virðingu, vináttu og kærleika okkar. Með sanni er hægt að segja um hana: „Hún var trúföst kona.“ Trú hennar á Jesú Krist kom hvað best fram nú á þessu ári og seinni part liðins árs því Ásta átti við mikið heilsuleysi að stríða en þrátt fyrir það kom hún trúfastlega í hús Drott- ins. Við sáum það glöggt og heyrð- um sökum astmans sem hún barðist við, að síðustu komur hennar voru viljaákvörðun konu sem átti sterka trú á Jesú og lét ekki líkamlegt heilsuleysi stöðva sig. Hún átti trú og vilja sem öðrum væri til góðrar eftirbreytni. Ásta skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Í kirkj- unni var Árni Hansson, hennar góði vinur, oft sessunautur hennar. Okk- ur er það afar kært að minnast allra skiptanna sem þau Árni og Ásta leiddust út að samkomu lokinni og fram í kaffisalinn. Ásta sótti kaffið fyrir Árna og sá til þess að þrátt fyr- ir sjóndepru hans hefði hann allt sem til þurfti og hafði vakandi auga með öllu á meðan þau drukku kaffið sitt og spjölluðu saman. Þau voru einstaklega virðuleg og falleg saman og umhyggja Ástu fyrir Árna lýsir henni mjög vel. Hún vildi vera til staðar, hjálpa og gefa frá sér af sínu góða hjarta. Sem dæmi um þetta eru rauðu svunturn- ar sem hún saumaði og karlmenn- irnir bera á hinum árlega basar safnaðarins. Þvotturinn hennar, viskustykki, handklæði og tuskur, kom ávallt svo stífpressaður og fínn til baka að undrun sætti. Sá kær- leikur sem hún bar til barna sinna og fjölskyldna þeirra kom hvað best fram í bænum hennar. Það var henn- ar heitasta bæn að þau mættu öll fá að þekkja Jesú, trúa á hann og eign- ast eilíft líf. Við munum minnast bæna hennar og við heiðrum minn- ingu Ástu best með því að biðja þessara bæna áfram. Við sendum öllum aðstandendum hennar okkar einlægustu samúðarkveðjur. Megi friður og huggun Drottins fylla hjörtu ykkar. Drottinn Jesús blessi minningu hennar. Við kveðjum Ástu í Jesú nafni. Trúsystkin í Kefas. Elsku amma, nú ertu lögst til hinstu hvílu. Það var laugardaginn 17. mars sl. sem við fengum þær fréttir að þú værir látin og alltaf kemur dauðinn jafn mikið á óvart. Við bjuggumst alls ekki við að þú færir svona fjótt frá okkur en það sem best er að þú fékkst að fara eins og þú hafðir ósk- að þér, að sofna og vakna ekki aftur. Þrátt fyrir að þú segðir okkur að þú værir tilbúin að fara til afa er samt sárt að hafa þig ekki hjá okkur. Þú sem varst alltaf svo sterk, stolt og yfir þér var alltaf svo mikill glæsi- leiki. Með ákveðni og ástúð tókst þér að halda uppi aga hvort sem það var á Öldugötunni eða í Veiðileysu þegar við vorum þar með þér og afa og það var enginn undanskilinn. Jafnvel hundarnir sem komu inná heimili þitt lutu þessum aga, það er ekki hægt að segja annað en þeir hafi horft á þig með virðingu þegar þú talaðir til þeirra. Amma, nú höfum við ekkert nema minningar um þig. Öll þau ferðalög sem við fórum með þér og Guð- brandi afa, sérstaklega þegar við fórum einu sinni til Akureyrar og Siglufjarðar. Þá var stoppað á hverj- um einasta stað þar sem þið Guð- brandur þekktuð einhverja og feng- ið kaffi og spjallað. Það var löng ferð til Akureyrar því það þurfti að koma við á svo mörgum stöðum. Að ógleymdum öllum ferðunum norður í Veiðileysu, þar áttum við margar góðar stundir saman. Allan þennan tíma varst þú svo sterk og óbugandi. Það var ekki fyrr en Guðbrandur afi dó að við sáum að þú varst ekki óbugandi, frá þeim tíma varst þú viðkvæm og brothætt. Þannig varstu síðustu árin og okk- ur hefur aldrei þótt vænna um þig en einimtt þessi ár. Þá gerðum við okk- ur grein fyrir því að þú færir frá okkur og til afa. Sá tími er nú kom- inn og þú gast ekki gert það á fal- legri hátt. Það var allt svo fallegt og friðsælt í kringum það. Við erum viss um að þú og afi séuð hamingju- söm sameinuð á ný. Við kveðjum þig með gleði og söknuð í hjarta. Borghildur, Dagmar og Steinþóra. Við systkinin viljum þakka þér fyrir það yndislega skjól er við átt- um alltaf hjá þér, elsku amma. Hve gott var að leita til þín þegar þerra þurfti tár og laga sár. Hve stolt við vorum af að eiga svona tigulega ömmu, sem aldrei lét bugast hvernig sem vindar blésu. Þú varst kannski ekki allra en við systkinin og fjölskyldur okkar áttum þig alltaf að. Hve síðustu dagar hafa verið óraunverulegir vitandi það að þú ert farin. Við vitum að þú hefðir ekki viljað fara með öðrum hætti. Þökkum við fyrir að hafa valið þig sem ömmu okkar, við hefðum ekki getað valið betur. Sirrý, Ásta, Bubbi, Steini og fjölskyldur. 9   %        *    +  #*#    +"  $  % &8  0 80  &* ( -H *' (2$ . 3      %          -    / .  &    ! . :   % % #0   " ,*  0*6A> *!!   '     ';  "  (5   ) 22 ; *8 *!5; *   * &,   & ; *  6 &(  *' ; * +# $4 $   8 ; * 3 3) 3 3 3) .                 4 ; 4F  !*-!  *A9 #"*!!3<   '       '  < .          (0     1 12 2*C  7   " 4'$I  -   ,!!2* C $"5   2** 2* 42&()  (  5J 6 "2*  7 *'*-  3 3) . 9   %   $   *   +   #    +"   "    "        7. 44040 !<  /! ! AK " " . 3   %           6=     ,  $  "  ""$C 3()   C  68.*=**  !      .*=**  $     !"  .*=**  3() +*   6 .*=** 4 !* 5* +6!$  !!;.*=** <2 #6 *  .*=**  6 *   3 3) 3 3 3) . &"    *   +   #*#    +"      " C  0 4 7  (*- -9: *' (2$ .   4        *"     +*  *&       . /'  %    "% #            " 5   &+/0 (6  " <  &!* ( 2$!99 *' (2$ . 3 + $   #    #'+         7 =     #'   #  #$ %"   # #6 -   3() #6 C $*   #6 3()  5!   3()   0$C $ 3()  .              4   48   80  6!) LL *' (2$     '"          / .  % '  (2      '     /  '    (0    22 >   ?  ' 2*  ++ +    4 !/=*    4 ,!- *   .*    7 *' 4  !+& ' !,. -     #0 4 #0 80  @ *!H   3 $         (   ,$  #"    $              $ 2* .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.