Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 43 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Á heimasíðu okkar utfarir.is má finna: Undirbúningur á útför. Myndir af kistum. Myndir af kórum og söngvurum. Listi yfir sálma. Verð á öllu sem lýtur að útför. Símar 567 9110 og 893 8638 runar@utfarir.is Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK ✝ Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Júlíus GuðjónOddsson fæddist í Hafnarfirði 21. maí 1915. Hann lést á sjúkrahúsi Keflavík- ur 16. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Oddur Jónsson, f. 25. október 1886 á Keldunúpi á Síðu, d. 31. ágúst 1977, og kona hans Kristín Hreiðarsdóttir, f. 19. ágúst 1988 í Hátún- um í Landbroti, d. 1. október 1989. Systk- ini Júlíusar eru: 1) Sólveig Sigrún Oddsdóttir, f. 11. október 1916. 2) Jónína Sóley Oddsdóttir, f. 13. febrúar 1920. 3) Ingimar Oddsson, f. 21. desember 1922. Uppeldisbróðir, Eyjólfur Gíslason, f. 28. apríl 1934. Júlíus kvæntist 4. desember 1937 eftirlifandi konu sinni, Margréti J. Jónsdóttur, f. 4. maí laugsson. Börn þeirra eru Júlíus Guðjón Marteinsson, maki Thelma Másdóttir; Arnar Rúnar Marteins- son, maki Elízabeth Gunnarsdótt- ir; Soffía Dröfn Marteinsdóttir, maki Haukur Magnússon. Seinni maður er Karl Ásgrímsson, f. 14. mars 1935. 3) Hreiðar, f. 11. jan. 1945, maki Salome Kristinsdóttir, f. 22. júní 1949. Börn þeirra eru Kristín Hreiðarsdóttir, maki Garðar Tryggvason; Kristinn Ólafur Hreiðarsson, maki Guðrún L. Guðmundsdóttir; Rakel Hreið- arsdóttir, maki Rúnar Guðmunds- son. 4) Guðný Júlíusdóttir, f. 14. mars 1951, maki Helmuth Alex- ander Guðmundsson, f. 30. ágúst 1950. Börn þeirra eru Sigmar Örn Alexandersson, maki Soffía Jó- hannesdóttir; Júlía Margrét Alex- andersdóttir, maki Steingrímur Árnason; Bjartmar Oddur Þ. Al- exandersson. Júlíus Guðjón starfaði í fyrstu til sjós en lengst af sem smiður hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Útför Júlíusar Guðjóns verður gerð frá Útskálakirkju í Gerðum í Garði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1916 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Jón Brandsson, f. 30. júní 1891, d. 10. okt.1950, og Guðný Guðmundsdóttir, f. 24. desember 1895, d. 25.des 1979. Börn Júlíusar og Margrét- ar eru: 1) Haraldur Hafsteinn, f. 21. júní 1938. Fyrri kona hans var Ester Haralds- dóttir. Börn þeirra eru Halldóra Sigríður Hafsteinsdóttir, maki Valur Sveinbjörnsson; Margrét Hafsteinsdóttir, maki Þorsteinn Þorsteinsson. Seinni kona er Sigríður Auðunsdóttir, f. 12. sept. 1943. Börn þeirra eru Guðrún Lára Hafsteinsdóttir og Auðunn Þór Hafsteinsson, maki Mindý Hafsteinsson. 2) Kristín Oddbjörg, f. 1. janúar 1941. Fyrri maður hennar var Marteinn Guð- „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður; kærleikurinn öfundar ekki; kærleikurinn er ekki raupsam- ur, hreykir sér ekki upp; hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikan- um; hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ (I. Korintubréf 13.) Allir sem þig þekktu og umgengust vita að framganga þín og breytni í líf- inu var eftir þessu boðorði. Það var þér eðlislægt. Þú hlaust og kærleiks- ríkt trúarlegt uppeldi í Presthúsum hjá foreldrum þínum, Kristínu og Oddi, sem komu úr Vestur-Skafta- fellssýslu að hefja sinn búskap suður í Garði. Trúin var þínu fólki í blóð borin þar sem Katrín, dóttir séra Jóns Steingrímssonar, var formóðir þín. Þú sýndir trú þinni virðingu með að syngja með kirkjukórnum í Útskála- kirkju í nærri hálfa öld. Raddstyrk- urinn var svo góður og mikill að þú söngst á við tvær bassaraddir enda ávallt kallaður „tveggja manna bass- inn“. Einnig sinntir þú félagsstörfum fyrir kórinn í fjölda ára m.a. sem ritari. Oft tókst þú mig með í messur, litla telpuna, og baðst sitja stillta. Þetta voru hátíðarstundir – þú á kirkju- loftinu að syngja. Helgust var að- fangadagskvöldsmessan. Jólin hófust aldrei án hennar hjá okkur. Heima beið jólaeplakassinn á háaloftinu sem húsið ilmaði nú af. Á jólaballinu í sam- komuhúsinu spilaðir þú jólalögin á harmonikuna, allt eftir eyranu, meðan við krakkarnir gengum kringum jóla- tréð. Þú spilaðir einnig á orgel. Ég veit að vinnuævi þín var löng og oft ströng. Þú varst heiðraður fyrir síðustu 40 ára farsæl störf, trúnaðar- starf o.fl. að starfsferli loknum, þá 75 ára að aldri. Eftir það undirðu þér í túninu heima og hvergi betur. Þú gekkst ekki alltaf heill til skóg- ar. Þú áttir við veikindi að stríða bæði sem ungur maður, um miðja ævina og mörg síðustu árin. Æðruleysi þitt í öllum þínum veikindum er aðdáunar- vert. Þú varst alltaf óbifanlegur í trúnni og þú varst kjölfesta okkar fjölskyldunnar í þrengingum. Þú sóttist aldrei eftir veraldlegum auðæfum. Mamma sagði að rúm að sofa í og að hafa til hnífs og skeiðar hefði nægt þér. Þú ætlaðir sjálfum þér aldrei neitt og allra síst munað. En andleg auðæfi þín virtust yfirnátt- úruleg, hafin yfir breyskleika okkar mannanna. Þú sagðir aldrei styggðaryrði um nokkurn mann og í viðtali við Árbók Suðurnesja sem Sögufélag Suður- nesja gaf út 1994 segir þú: „Þegar ég lít yfir farinn veg, finn ég ekki annað en að ég sé sáttur við allt og alla – get- ur það verið nokkuð betra í þessum heimi?“ Í samræmi við þessa lífsskoðun þína fannst þér mannkyninu ekki hafa miðað nægjanlega í átt til friðar. Þú hafðir yndi af að rökræða gang heimsmálanna en kappræður áttu ekki upp á pallborðið hjá þér. Þín heil- brigða skynsemi valdi rökræðuna. Og húmorinn þinn kryddaði tilveruna ríkulega. Á efri árum hófust öll hin ánægju- legu ferðalög til Vesturheims til að heimsækja ættingjana og fóruð þið m.a. alein í gegnum New York þegar þannig hagaði til á ferðalaginu. Þú varst dyggðum prýddur maður, drengskaparmaður. Dyggðin var þér eiginleg og þú lifðir dyggðugu líferni. Eðlislæg virðing þín fyrir öllu lifandi endurspeglaðist í samskiptum þínum við samferðafólk þitt um ævina. Þú óskaðir eftir að fá að vera í Sól- túni eins lengi og unnt væri hjá þeirri manneskju sem þú sást aldrei sólina fyrir, henni mömmu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðný Júlíusdóttir. Elsku pabbi minn. Nú ertu lagður af stað í ferðina sem bíður okkar allra. Ég veit að hún verður þér greið, þú varst svo góður. Nú bíður þín næsta tilverustig, þetta sem við erum öll svo forvitin um en getum svo lítið um vitað, þú hverf- ur á vit hins óþekkta og skilur við þinn jarðneska líkama. Guð skapaði heim- inn, er okkur sagt, með mörgum sól- kerfum með óbrúanlegum og næstum ómælanlegum vegalengdum. En andanum er ekkert ómögulegt. Hvar er okkar næsti verustaður, hvar er himinninn hjá Guði sem er talinn okkar staður er við yfirgefum þetta tilverustig, gæti það verið í öðru sól- kerfi? Mér finnst þröngsýni að ætla að hvergi sé líf í einhverri mynd nema á þessari litlu jarðarkringlu okkar. Ég get vel hugsað eins og dr. Helgi Pjeturss um framhaldslíf á öðrum hnöttum í öðru sólkerfi. Hér varstu svo duglegur og hugs- aðir svo vel um mömmu og okkur systkinin, þú lagðir svo hart að þér við að búa okkur gott heimili. Ég man þegar við fluttum í húsið okkar sem fékk nafnið Sóltún, man þegar verið var að leggja kork og dúk á gólfið. Ég var bara þriggja ára þá, ég man þegar þú lést taka brunn í lóð- inni til að fá gott vatn og barninginn við að fá stimpildæluna til að virka, ég man þegar vatnssalernið var sett upp, svo ég tali nú ekki um baðkerið, þetta var svo spennandi, ég man að ég vildi vera fyrst til að prufa þessi fínheit og spruttu upp dálitlar deilur milli okkar systkina um þetta. Svo kom allt svona smátt og smátt og allir glöddust yfir því sem bættist við. Þú gast verið glettinn við okkur og man ég hvað ég var viss um að þú værir að plata þegar þú sagðir mér að til væri borg úti í heimi sem héti Rott- erdam, þú varst nefnilega vanur að segja um gamlan timburbing sem var í nágrenninu sem var ágætur dvalar- staður fyrir rottur að það væri ótta- legt Rotterdam. Stundum fannst mér erfitt að gera þér til hæfis og man ég þegar ég ætl- að að vera afskaplega myndarleg og sópa gólfin, þú ætlaðir að taka af mér kústinn því ég ræki hann alls staðar utan í, en sú stutta var ekki á því að láta hann af hendi og toguðumst við á um hann en þú lést mig hafa betur. Harmonikan og orgelið voru þér hjartfólgin, ég lærði að hlusta þegar þú varst að spila, oft voru það sálmar en líka þjóðvísur og danslög. Oftar en ekki stóð ég við hlið þér og söng af hjartans lyst, það var allt í lagi því þú settir ekki út á sönginn minn, mamma tók oft undir þótt hún segðist vera laglaus, sem var ekki rétt og hélt hún mikið upp á ljóðið „Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á, þar bunaði smálækj- ar spræna, mig dreymdi að í sólskini sæti ég þá hjá smámey við kotbæinn græna.“ Þannig finnst mér að pabbi hafi alltaf hugsað um mömmu, sem sína smámey. Elsku pabbi, ég náði ekki að kveðja þig, þú fórst svo fljótt. Ég bið góðan Guð að varðveita þig um alla eilífð og styrkja mömmu í hennar miklu sorg, þið voruð svo náin. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, og þökk fyrir allt. Kristín Oddbjörg. Í dag verður kvaddur mikill heið- ursmaður, Júlíus Guðjón Oddsson. Júlli í Sóltúni, eins og hann var ætíð kallaður af vinum sínum, var á áttug- asta og sjötta ári nú þegar hann kvaddi þetta jarðbundna líf eftir erfið veikindi í mörg ár sem hann bar af mikilli hetjudáð. Sem dæmi var hann búinn að fara sjö sinnum í mjaðmaað- gerð og þykir mörgum nóg að fara einu sinni í svo stóra aðgerð. Árið 1937 hófu Júlli og Magga búskap sinn í Garðinum. Þau fluttu til Siglufjarðar í eitt ár og vann Júlli þar við pylsu- gerð en aftur lá leiðin í Garðinn um tíma, síðan ár í Keflavík og enn í Garðinn og var þá fljótlega hafist handa við byggingu eigin húss sem var mikið mál á þeim árum þegar allt var háð innflutningsleyfum og fjár- hagur erfiður, langar biðraðir hjá bankastjórum sem oftast sögðu nei þegar beðið var um lán. En með dugnaði tókst þeim að byggja tveggja hæða hús sem hlaut nafnið Sóltún og fluttu inn á haustmánuðum 1944 með börnin sín tvö og var þar hans heimili til dauðadags. Árið 1943 fékk hann vinnu við flug- vallargerð á Miðnesheiði hjá Varnar- liðinu í tæpt ár en stundaði sjó og smíðavinnu í landi næstu tvö árin en fékk þá aftur vinnu hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og vann þar sam- fleytt að sjötugasta og sjötta ári og var þá sæmdur heiðursskjali varnar- liðsins fyrir vel unnin störf. Fyrstu ár- in á vellinum voru bílar fáir og notaði þá Júlli reiðhjólið sitt til að komast í vinnuna. Ekki þætti það góður kostur í dag að hjóla fimmtán kílómetra á malarvegi í öllum veðrum en þá voru tímar aðrir og þótti happ að hafa vinnu. Júlli hafði gaman af að segja frá og sagði hann margar góðar og skemmtilegar sögur af samskiptum sínum við hermennina sem bæði voru í gríni og alvöru og oft hlegið hressi- lega við upprifjun frá þessum árum. Mikill áhugamaður var Júlli á tón- list og spilaði hann á harmoniku á böllum á sínum yngri árum og átti bæði orgel og harmoniku nú síðustu árin. Söngmaður var hann góður og söng í kirkjukór Útskálakirkju í hart- nær fimmtíu ár. Margrét mín, mikill er missir þinn því ást ykkar og samheldni var ein- stök og margur gat tárast af að sjá ykkur haldast í hendur í heimsókum þínum þegar hann þurfti á sjúkrahús- vist að halda og sjá brosið og ástina skína í augum ykkar. Lífið heldur áfram, Margrét mín, og góður guð styrkir þig á erfiðri stund. Þú átt fjögur yndisleg börn sem öll vilja þér allt það besta. Ég vil enda þessi fátæklegu orð með erindi úr sálmi Davíðs Stefáns- sonar: Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. Ég kveð þig með þökk og virðingu, kæri tengdafaðir. Karl Ásgrímsson. Sem lítil telpa vissi ég fátt betra en að hristast í rútu frá rykugri Reykja- vík til ömmu og afa í Garðinum. Til- hlökkunin var mikil og sá rúmi klukkutími sem aksturinn tók var heil eilífð fyrir óþolinmóða sál sem gat ekki beðið eftir að komast á áfanga- stað. Eftir að hafa talið allar tyggjó- klessurnar í öskubökkunum og sung- ið hástöfum Gamla Nóa aftur á bak og áfram sá ég ömmu veifa mér af tröpp- um Sóltúns og afi kom út á tröppur til að taka þátt í móttökunni. Þetta var á þeim tíma sem rúturnar keyrðu alla leið upp að heimreið Sóltúns og ekki nema nokkur skref frá því að maður steig út úr rútunni og þar til maður var kominn inn í hús. En stórt tún fullt af sól laumar auðveldlega ham- ingju í vasa lítils barns og var ekki setið lengi inni heldur skundað út á tún til leiks. Í þá daga fannst mér túnið hans afa Júlíusar og ömmu Margrétar vera svo stórt, að það hlyti að mega kalla það jörð. Og aldrei man ég eftir að það rigndi þar, sem það hlaut þó að hafa gert, því grasið spratt og sóleyjar og fíflar líka og afi og ég gátum stungið upp kartöflur úr kartöflugarðinum. Fyrir ofan túnið er heiði og ef við löbbuðum sem leið lá framhjá bragg- anum, sem Oddur langafi hafði notað til fiskþurrkunar mörgum áratugum áður, gátum við ef til vill fundið fáein kríuegg og hlaupið með þau sem fæt- ur toguðu heim í tún undan herskáum kríuforeldrum. Skammt frá Sóltúni var svo vitinn og fjaran og stundum leiddi afi mig þangað og við söfnuðum okkur í fjársjóð í sandinum. Notaleg- ast þótti mér þó að arka heim á leið með kaldar kinnar og fá malt og app- elsín neðan úr kjallara. Afi hafði yndi af tónlist og tóneyra af bestu gerð. Stundum fékk ég að spila á orgelið hans en oftar þótti mér skemmtilegra að hlusta á þann sem kunni listina. Afi lagði alltaf eyrun við þegar hann þóttist heyra að ég hefði lært eitthvert lag á orgelið. Hvað sem við gerðum eða hvert sem við fórum, hvort sem við byggðum borg úr spil- um, slógum túnið eða ræddum um heima og geima – alltaf leið mér vel með afa. Hann hafði allt að gefa en krafðist einskis. Sönn umhyggja, svo mikil að hún hefði nægt mér þótt ég hefði ekki fengið aðra, og kærleikur, svo tær að sorgin mildast. Elsku amma, ég veit að nú fylgja englar honum og vaka með honum yf- ir þér. Guð geymi þig, elsku afi minn. Júlía Margrét. JÚLÍUS GUÐJÓN ODDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.