Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ELLEN Fein, annar höfunda „The Rules“ (Reglurnar), metsölubókar um ráð fyrir konur í karlmannsleit, hyggur á skilnað. Fein tilkynnti þetta skömmu fyrir útgáfu nýjustu bókar sinnar, „Rules III“ (Reglur, 3. bindi), sem hefur undirtitilinn: Þrautreyndar leiðir til að tryggja farsælt hjónaband. Mörg hundruð eintökum hefur þegar ver- ið dreift, og í þeim er fögrum orðum farið um hamingjuríkt hjónaband Feins og hjónaband meðhöfundar hennar, Sherri Schneiders. Útgefandinn, AOL Time Warner, er nú í ofboði að dreifa nýrri kápu á bókina. Á þeirri sem þegar hafði verið dreift sagði: „Ellen og Sherrie, sem sjálfar hafa verið gift- ar lengi, vita að þótt þú hafir gifst draumaprinsinum þínum er ekki þar með sagt að vinnu þinni sé lok- ið; góð hjónabönd gerast ekki af slysni.“ Í bókinni er kafli um hjóna- skilnaði og þar segir m.a.: „Það er auðveldara að vera gift en að gift- ast.“ Fyrsta „Reglubókin“ var gefin út 1996 og vakti gríðarlega athygli, en mikla andúð femínista. Í bókinni var því haldið fram, að konur yrðu að læra á ný þá list að láta ganga á eftir sér, og lagt til að konur notuðu skeiðklukku til að koma í veg fyrir að samtöl við biðla yrðu lengri en tíu mínútur. Leggja ætti fyrir mennina próf til að skera úr um hvort þeim væri al- vara með að vilja skuldbinda sig. Konum var ráðlagt að vera hvorki of sniðugar né snjallar, en vera svo- lítið dularfullar. Mælt var með lýta- aðgerðum fyrir þær sem hafa óásjá- legt nef. Í sjónvarpsþætti Oprah Winfrey 1996 sagði Fein við kvenrétt- indakonu, sem hafði skilið við fyrsta eiginmanninn sinn, að þar sem hún ætti skilnað að baki hefði hún engan rétt til að vera með stór orð. Í nýjustu bókinni, „Rules III“, segja Fein og Schneider að til að hjónaband gangi upp þurfi konur að vera undirgefnar mönnum sínum og ekki ergja þá með daglegum áhyggjum. Þær mæla ennfremur með því að konur safni síðu hári því það þyki körlum meira aðlaðandi. Fein er 43 ára. Hún tjáði útgef- anda sínum fyrr á þessu ári að hún hefði sótt um skilnað frá eig- inmanni sínum, Paul Feingertz, lyf- sala sem hún hafði verið gift í 16 ár. Ástæðan var sögð afskiptaleysi. Hún hafði vonast til þess að geta bjargað hjónabandinu. „Regluhjónabandi“ lýkur New York. The Daily Telegraph. STÓRU flokkarnir unnu og litlu flokkarnir töpuðu. Þannig drógu þýzkir fjölmiðlar í gær saman nið- urstöður kosninga til héraðsþinga sambandslandanna Baden-Württ- emberg og Rheinland-Pfalz, sem fram fóru á sunnudag. Í Baden-Württemberg styrkti Kristilegi demókrataflokkurinn (CDU) stöðu sína, flokksmönnum til mikils léttis eftir að leynireikninga- hneykslið svokallaða, þar sem Hel- mut Kohl fyrrverandi kanzlari var í aðalhlutverki, hafði haldið fylgi við flokkinn niðri frá því það komst í há- mæli fyrir rúmu ári. En jafnaðar- menn styrktu líka stöðu sína, bæði í Baden-Württemberg, þar sem þeir eru í stjórnarandstöðu, og í grann- héraðinu Rheinland-Pfalz, þar sem þeir eru í stjórn. Hægriöfgamenn detta út af þingi Meðal þeirra sem biðu ósigur í þessum kosningum voru Repúblik- anarnir (Die Republikaner) sem er flokkur yzt á hægri vængnum og hafði síðastliðin kjörtímabil átt um tíunda hvern fulltrúa á landsþingi Baden-Württemberg í Stuttgart. Flokkurinn fékk að þessu sinni að- eins 4,4% atkvæða og féll þar með út af þingi vegna 5%-reglunnar. Græningjar, sem sitja ásamt jafn- aðarmönnum í þýzku samb- andsstjórninni í Berlín, töpuðu einn- ig fylgi í báðum sambandslöndum. „Stóru flokkarnir eru sigurvegar- ar, litlu flokkarnir biðu ósigur,“ lýsti dagblaðið Süddeutsche Zeitung yfir í fyrirsögn forystugreinar blaðsins í gær. Í dagblaðinu Die Welt, sem gefið er út í Berlín, segir: „Þessar kosningar gefa skýr skilaboð. Erwin Teufel [forsætisráðherra í Baden-- Württemberg og héraðsleiðtogi CDU] ... vann sannfærandi sigur í Baden-Württemberg og CDU tókst að afstýra skipbroti í Rheinland- Pfalz.“ Samkvæmt opinberum bráða- birgðaúrslitum hélt CDU völdum í Baden-Württemberg, þar sem flokkurinn deilir völdum með Frjálsum demókrötum (FDP), og Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) vann sannfærandi sigur í Rhein- land-Pfalz, heimahéraði Helmuts Kohl, en þar eru SPD og FDP sam- an í stjórn. FDP tapaði hins vegar umtalsverðu fylgi í báðum héruðum. Kjörsókn var lítil, einkum í Bad- en-Württemberg, þar sem aðeins 63,3% mættu á kjörstað. Þetta hlut- fall hefur ekki verið lægra í kosn- ingum í héraðinu í 40 ár. Hleypir hug í fylgismenn CDU Úrslitin virðast sýna að CDU sé búinn að hrista af sér hneykslismál- in og endurheimta sinn hefðbundna styrk í Suðvestur-Þýzkalandi. Vekja úrslitin vonir CDU-manna um að flokkurinn sé kominn á rétta braut fyrir kosningabaráttuna fyrir næstu Sambandsþingkosningar sem vænt- anlega fara fram haustið 2002. Kjörfylgið hélt áfram að hrynja af græningjum en þeir hafa tapað fylgi í fimmtán héraðsþingkosningum í röð, þ.e. öllum slíkum kosningum sem fram hafa farið frá því árið 1997. AP Erwin Teufel, t.h., fagnar sigri í landsþingskosningunum í Baden- Württemberg. T.v. er Ute Vogt, héraðsleiðtogi jafnaðarmanna. Úrslit kosninga til héraðsþinga í Suðvestur-Þýzkalandi á sunnudag Sigur stóru flokkanna Berlín. AFP. ÚTGERÐIN Smyril Line í Færeyj- um hefur nú fengið loforð um aukið hlutafé er nemur um 120 milljónum danskra króna, um 1250 milljónum ísl. króna. Er því talið mjög líklegt að áætlanir um nýja Norrænu á sigl- ingaleiðinni milli Færeyja, Íslands, Danmerkur, Noregs og Hjaltlands verði að veruleika. Smyril Line hafði þegar gert samning um smíði á ferju fyrir um 660 milljónir d. kr., tæplega sjö millj- arða ísl. kr., hjá skipasmíðastöð í Flensborg en gat ekki staðið við skuldbindingar um greiðslur. Skipa- smíðastöðin hafði tekið veð í gömlu Norrænu og horfurnar því slæmar. En á fimmtudaginn skýrði Smyril Line frá því að aukið fjármagn hefði fengist. Opinber sjóður á Hjaltlandi, sem á mikið undir því að siglingar Norrænu haldi áfram, muni leggja fram 50 milljónir d. kr., einnig hafa íslenskir fjárfestar keypt hlutafé fyrir 10 milljónir d. kr. Upphaflega var ætlunin að nýja skipið yrði tilbúið vorið 2002 en nú er gert ráð fyrir að það verði árið 2003. Smíði Norrænu Aukið fjármagn fengið Þórshöfn. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.