Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ✝ Sigurður ÖrnIngólfsson fædd- ist 7. júlí 1935. Hann lést 16. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin sr. Ingólfur Ástmarsson, kennari, biskupsrit- ari og prestur, lengst á Mosfelli í Gríms- nesi, og Rósa B. Blöndals, skáld og kennari. Örn lauk stúdentsprófi frá ML og síðar flugvirkja-, Jet-eng. technician- og Multi-eng. techn- ician-námi frá Spartan School of Aeronautics, en þaðan útskrifað- ist hann með FAA-próf. Starfsfer- ill hans var síðan lengst af erlend- is. Örn kvæntist Sólbjörtu Gests- dóttur. Börn þeirra eru Ingólfur, f. 1956, Ástmar, f. 1957, og Jóhanna Rósa, f. 1962. Þau skildu. Hann kvænt- ist síðar Ellen Nínu Sveinsdóttur. Börn þeirra eru Þórunn Jóhanna, f. 1975, Ragnheiður Katrín, f. 1977, Ingibjörg Rós, f. 1979, og Elín Sólveig, f. 1985. Þau skildu. Einnig eign- aðist hann Leó, f. 1968, móðir Ásta Lára Leósdóttir, Guðrúnu Vöku, f. 1973, móðir Svandís Gunnarsdótt- ir, Val, f. 1973, móðir Steinunn G. Skúladóttir, og Samuel, f. 1992, móðir Sabine Klein. Útför Sigurðar Arnar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jæja afi minn. Þá kom að því að þú fórst yfir móðuna miklu. Þetta gerðist allt svo snöggt. Þú varst með krabbamein, fékkst heilablóðfall og svo lástu í dái mjög þjáður. Þegar ég kom upp á spítala ásamt langömmu fann ég svo til með þér þegar ég sá þig þjást í rúminu og kreppa lófana af verkjunum sem hrjáðu þig. Þessa síðustu daga sem þú áttir eftir ólifaða bað ég guð um að halda þér hjá mér því við áttum alltaf eftir að gera það sem við vorum búnir að tala um að gera síðan ég var 12 ára gamall Vesturbæjarbúi. Við vorum búnir að ákveða að leigja okkur þín- ar uppáhaldsmyndir, Godfather- seríuna. En því miður varð ekkert úr því. Við horfðum samt reglulega á mafíumyndir saman. Það var mjög gaman og ég mun ávallt sakna þess. Svo er það allt þér að þakka að mér hefur gengið mjög vel í umferðinni síðan ég fékk bílprófið í fyrra. Þú fékkst æfingaleyfi á Honduna okkar svo við gætum keyrt saman út á land. Við keyrðum mjög mikið og lit- um á ýmsa staði. Við fórum saman á Laugarvatn, Geysi og svo litum við á hana móður þína og langömmu mína á Selfossi áður en við keyrðum í bæ- inn aftur. Ég man þegar við fórum fyrst. Það var í lok september að við fórum á Þingvelli, en ég þurfti að vera kominn í bæinn fyrir níu því ég var á leiðinni á skólaball. Þú sagðir mér fullt af sögum og leyndarmálum þann dag. Við náðum mjög vel sam- an og vorum eins og góðir vinir. Ég man þegar þú komst og gafst mér fyrstu rakvélina og kenndir mér að raka mig. Ég mun sakna þín afi en ég vona að við hittumst aftur í fyllingu tím- ans. Elsku afi minn, megi guð blessa þig að eilífu. Guðjón Örn Ingólfsson. Við vorum systkinabörn, hann nokkrum árum eldri, nógu mörgum til þess að litla frænka leit upp til þessa stóra frænda síns, sem allt gat og allt vissi. Hann gat verið stríðinn og komið mér í vanda, en alltaf þótti mér vænt um hann samt. Ég kom oft að Mosfelli, þar sem Ingólfur frændi minn var prestur, og var það lengi mín eina reynsla af lífinu í sveitinni. Þar var öllum gest- um tekið eins og kóngar væru og þar áttu allir skjól, sem höfðu orðið undir í lífinu og þangað leituðu. Oft hef ég hugsað, að þessi afstaða for- eldranna hafi haft áhrif á Örn, því þegar árin liðu og hann hafði eign- ast sín fyrstu börn, var aldrei haldið svo barnaafmæli, eða aðrir stórvið- burðir í hans fjölskyldu, að hann legði ekki á sig að fara suður í Hafn- arfjörð og vestur á Grund til að sækja gömlu frænkurnar okkar, sem þar dvöldu. Nei, afmælið var ekki fullkomið án þeirra og afa okk- ar og ömmu, sem í mörg ár dvöldu á heimili foreldra hans. Örn bjó erlendis í mörg ár, en þegar við hittumst var allt eins. Hann stríddi mér svolítið, en nú var „litla“ frænka ekki lengur lítil, og gat svarað fyrir sig. Síðustu árin bjó hann á Selfossi og þá var yndislegt að horfa á hið nána samband milli hans og móður hans Rósu B. Blöndals. Umhyggja hans og hjálpsemi við hana var ein- stök. Enginn dagur leið svo að hann ekki kæmi til hennar og hún hefur sagt mér að áhugi hans og aðstoð við útgáfu á ritverkum hennar hafi ver- ið það sem réð úrslitum. Engin fyr- irhöfn var of mikil og engum tíma betur varið en til að hjálpa henni. Hann leitaði uppi heimildir og las prófarkir og svo ótalmargt fleira. Ég gat því miður ekki verið stödd á Þingvöllum, þegar hann stóð við hlið hennar á sviði á Kristnihátíð og aðstoðaði hana við upplestur hins stórbrotna ljóðs, sem hún orti í til- efni af árþúsundaafmæli kristni á Íslandi. Það var stór stund í lífi þeirra beggja. En heilsan bilaði og nú kveð ég góðan frænda, sem ég mun ekki gleyma. Ég sendi móður hans og myndarlega barnahópnum hans samúðarkveðjur og bið Guð að gefa þeim styrk. Rósa Aðalsteinsdóttir, Stóru–Mörk. Það var á sólbjörtum haustdegi árið 1952 sem ég sá séra Ingólf Ást- marsson, sóknarprest á Mosfelli í Grímsnesi, og fjölskyldu hans í fyrsta skipti. Haustlitadýrðin skart- aði sínu fegursta á Laugarvatni þennan dag. Það var stafalogn, glampandi sólskin, vatnið var speg- ilslétt og fjalladrottningin, Hekla, speglaðist fagurlega í vatninu. Séra Ingólfur hafði boðað til skólamessu á þessum fagra haust- degi. Auk séra Ingólfs sá ég einnig eiginkonu hans, frú Rósu B. Blöndals, rithöfund, skólastjóra og kennara, ásamt einkabarninu þeirra, Sigurði Erni, sem nú í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Skál- holtsdómkirkju. Messugjörðin var áhrifamikil, enda einkenndust öll embættisstörf sem séra Ingólfur framkvæmdi af fegurð og lotningu fyrir konungi lífsins sem hann helg- aði allt sitt líf. Eftir messuna kynnti þáverandi skólastjóri Héraðsskólans, Bjarni Bjarnason, prestfjölskylduna fyrir mér og vinkonu minni, Jensínu Hall- dórsdóttur, þáverandi skólastjóra Húsmæðraskóla Suðurlands. Við buðum þeim í kaffi heim til okkar og varð það upphafið að órofa vináttu okkar Jensínu við þessa fjölskyldu sem varað hefur og orðið æ traust- ari með hverjum áratugnum. Sigurður Örn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugar- vatni þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm, en eitt af einkennum Sigurðar Arnar var baráttuþrekið og gafst hann ógjarnan upp við þau verkefni sem hann fékkst við hverju sinni. Þess- um eiginleikum hélt hann til hinstu stundar. Árin liðu og Sigurður Örn fluttist búferlum til Kanada. Um nokkurra ára skeið gerðist séra Ingólfur bisk- upsritari á biskupsstofu hjá skóla- bróður sínum og vini, herra Sigur- birni Einarssyni biskupi í Reykja- vík. En sveitin togaði og það fór svo að frú Rósa og séra Ingólfur fluttust aftur að Mosfelli, sóknarbörnum sínum til óblandinnar ánægju því að þau voru prestshjón af Guðs náð sem fylgdust náið með lífsbaráttu sóknarbarna sinna. Þeim var það svo eiginlegt að gleðjast með glöð- um og syrgja með syrgjendum. Þegar séra Ingólfur lét af prest- skap vegna aldurs fluttust þau hjón- in til Selfoss, þar sem frú Rósa býr enn þann dag í dag. Þegar séra Ingólfur gerðist sjúk- ur og ellimóður hjúkraði frú Rósa honum af stakri nærgætni og kær- leika og gætti hans á nóttu jafnt sem degi. Er sjúkdómurinn ágerðist fékk hann vistun að Ljósheimum á Selfossi og leið ekki sá dagur að frú Rósa vitjaði hans og sæti hjá honum löngum stundum. Skömmu eftir að séra Ingólfur lagðist inn á Ljós- heima kom Sigurður Örn alkominn til Íslands. Það var þeim mikil gleði og styrkur að endurheimta ástkær- an son sinn eftir langan aðskilnað. Hvern dag vitjaði Sigurður Örn föð- ur síns og einhverju sinni sagði hann mér að sér fyndist hann helst komast í tengsl við föður sinn þegar hann sæti hjá honum á matmálstím- um og hjálpaði honum við að matast eftir því sem hægt var. Oft átti frú Rósa margvísleg erindi til Reykja- víkur. Þá gisti hún oft á heimili okk- ar hjóna, okkur báðum til ánægju og fróðleiks. Það kom fyrir að við gleymdum að líta á klukkuna á kvöldin. Það er svo undur uppbyggi- legt að ræða við hana um heima og geima í góðu næði. Ævinlega var Sigurður Örn bílstjórinn hennar. Hann var litríkur gestur, viðræðu- góður og hafði frá mörgu að segja enda víðförull heimsmaður sem hafði kynnt sér hefðir og menningu fjölmargra framandi þjóða sem áhugavert var að heyra um. Sigurður Örn sóttist ekki eftir vegtyllum í lífinu fyrir sjálfan sig, heldur lagði hann sig allan fram við að aðstoða móður sína við að koma í framkvæmd fjölmörgum hugsjónum hennar. Frú Rósa var æði oft beðin um að flytja hvatningarávörp um hin ólík- ustu málefni, nánast um allt landið. Á hana var alltaf hlustað. Ævinlega stóð sonur hennar við hlið hennar og veitti henni þann styrk sem honum var mögulegt að veita. Hér má nefna þátt frú Rósu á kristnihátíðinni á Þingvöllum síðast- liðið sumar sem verðskuldað vakti mikla athygli. Þá flutti hún frumort helgiljóð við Vígðulaug að Laugar- vatni 1. júní árið 2000 vegna 1000 ára kristnihátíðar á landinu. Þar voru saman komnir um 300 gestir. Sigurður Örn veitti móður sinni ómetanlega aðstoð við gagnasöfnun vegna ritstarfa hennar. Ég veit ekki betur en að fleiri bækur séu þegar tilbúnar til útgáfu sem vafalaust munu lifa með þjóð- inni sem bókmenntaperlur um ókomin ár. „Mér hefði aldrei tekist að ljúka þessu verki án ómældrar aðstoðar elskulegs sonar míns,“ sagði frú Rósa oft við mig. Árla morguns, einum sólarhring fyrir andlát Sigurðar Arnar, kom ég aðeins við hjá minni kæru vinkonu, frú Rósu, á sjúkrahúsinu, þar sem hann lá. Hún hafði setið við dán- arbeð sonar síns alla nóttina. Ekki fór á milli mála að hverju stefndi, en ró og friður hvíldi yfir ásjónu frú Rósu. Hún hefur alla tíð verið mjög trúuð kona, bænrækin og bænheit. Auðséð var hvert hún hafði sótt styrk sinn á örlagastundu. Við Egill og Jensína sendum þér, elsku Rósa, samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þig. Einnig sendum við einlægar samúðarkveðj- ur til allra annarra aðstandenda og vina Sigurðar Arnar Ingólfssonar. Gerður H. Jóhannsdóttir. Senn er langnætti lokið og sólar von úr suðurgöngu. Marghrjáð haf- alda, sem brotnað hefur við blind- sker, útnes og flúðir, fellur nú að sandinum hér suður af landinu og gerir þar síðustu tilraun til að halda reisn sinni áður en hún fellur aftur til uppruna síns. Sumir kjósa sér byggð í dalverpisskjóli, aðrir kjósa fremur að sigla um Ægis öldur þessa lífs, stundum í blíðu, stundum í stríðu. Reyndar er það svo, að í sögu hvers einstaklings og hverrar þjóðar skiptast á skin og skúrir, ljós og skuggar, lífsháski og logn. Styrk- leiki þeirra blæbrigða gefur sögu- heildinni nafn og setur á hana svip- mót sitt. Í þúsund ára sögu Íslands hefur skugginn oft verið yfirþyrm- andi, en birtan aðeins verið ljósrák frá fjarlægum heimi sem fólkið í landinu kynslóð fram af kynslóð þráði svo mjög, en hafði ekki á valdi sínu. Og þannig er lífið enn. Fyrir fjórum árum kynntist ég Sigurði Erni Ingólfssyni. Mér varð fljótt ljóst að þar fór maður sem stundum hafði ekkert haft á móti því að sigla brattar öldur. Það sem hins vegar vakti fyrst og fremst athygli mína var að öldruð móðir hans, frú Rósa B. Blöndals skáld, fékk nú að- stoð við heimildaröflun og hvatn- ingu sem varð til þess að hún var aftur farin að stunda skáldskap og ritstörf, m.a. um Njálu og sálma- skáldið dáða, sr. Valdimar Briem. Ritgerð um sr. Valdimar Briem hef- ur nú birst í nýjasta hefti ritraðar Guðfræðistofnunar Háskóla Ís- lands, en fullbúin endurskoðuð um- fjöllun frú Rósu um Njálu og tveggja binda ritverk hennar um sr. Valdimar með samantekt heildar- verka hans bíður nú útgáfu. Hann hvatti hana líka til dáða á sviði skáldskaparins og stuðlaði að því að skáldskapur hennar fengi verð- skuldaða athygli, nú síðast m.a. á kristnitökuafmælinu á Þingvöllum síðastliðið sumar, á Njáluslóð síð- sumars og í Skálholti í vetur. Að öðru leyti mátti íbúum Selfoss vera ljóst hve stuðningur hans við móður sína í önn hinna virku daga var dýr- mætur og varðaði miklu um lífsgæði hennar og tækifæri til félagslegrar þátttöku. Sigurði Erni var ekki gefið um lognmollu og værð og í grámósku daganna urðu einatt til ævintýraleg- ar og spennuþrungnar áætlanir sem hann grundvallaði á óvenju miklu hugmyndaflugi og æskuáræði. Sum- ar féllu í frjóan jarðveg, aðrar í grýttan. Það sem upp úr stóð var þó alltaf hve skemmtilegt var að hlusta á hann segja frá liðnum atburðum og hugmyndum sem sumar urðu að veruleika, en aðrar að sögunni einni. Um skemmtilega frásagnargáfu hans voru flestir sammála. Frásagn- irnar voru nefnilega aldrei látnar gjalda fyrir það eitt að ekki reyndist raunhæft að hrinda stórbrotnum áætlunum og hugmyndum í fram- kvæmd. Það var þá alltént hægt að njóta sögunnar fyrst ekki vildi betur til með annað. Í fyrstu áleit ég að ekki væri árennilegt að láta í ljós andstöðu við skoðanir hans eða áform og að helst mætti ekki mótmæla neinu af því sem hann hélt fram. Það kom mér því þægilega á óvart hve vel hann tók gagnrýni og af hve mikilli prúð- mennsku og æðruleysi hann meðtók andstreymi sem hlaut að mæta hon- um á stundum. Lífið er reynsluganga og sáning- artími. Og þó að við séum ekki korn- sáningarfólk í eiginlegri merkingu þess orðs eru einhver frækorn alltaf að berast frá okkur. Frá því við slepptum vöggubríkinni og þar til nú höfum við verið að veita einhverj- um áhrifum til þeirra sem umhverfis okkur hafa verið. Sigurður Örn var í gerðinni náttúrulega vel gefinn og hugmyndaríkur með eindæmum. Hann var líka skemmtilegur maður, óvenjulega kraftmikill og áhuga- samur um líf, sögu og samtíð. Hann lifði viðburðaríku og oft háskafullu lífi og sjálfum sér hefði hann getað verið betri. Nokkrum sona hans hef ég kynnst og ljóst er að þeir eru ein- stakir hæfileika- og atgervismenn, hver á sínu sviði. Dagur er að kvöldi kominn. Margs væri hægt að minnast nú við dagsbrún, en hver og einn ástvinur geymir með sjálfum sér helgustu minningar og þakkarefni frá lífi og samvistum við Sigurð Örn. Hjá Drottni verða allir hlutir nýir og heilir. Hið fyrra er farið og kem- ur ekki aftur, segir í helgri bók. Mættu þau orð nú rætast og verða til þess að Sigurður Örn fái að njóta friðar og heilbrigðis. Við biðjum því hugrökk með orðum skáldsins: Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum, fátækum, smáum, líkn í lífsstríði alda. (M. Joch.) Kristinn Friðfinnsson. SIGURÐUR ÖRN INGÓLFSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.