Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN H. Gunnarsson, alþing- ismaður og stjórnarformaður Byggðastofnunar, og Einar K. Guð- finnsson, alþingismaður og stjórnar- maður í Byggðastofnun, undrast yf- irlýsingar Þorsteins Vilhelmssonar, stjórnarformanns Hraðfrystihúss- ins-Gunnvarar á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu. Kristinn segir um þá gagnrýni Þorsteins að stofnunin hafi veitt endalaus lán, styrki og gjafir, að Þorsteinn hafi sjálfur þeg- ið stærstu gjöf frá íslenska ríkinu sem einn aðili hafi nokkurn tíma fengið, alls rúma þrjá milljarða króna, fyrir það eitt að selja veiði- heimildir. Það eitt skekki sam- keppnisstöðu sjávarútvegsins veru- lega. Kristinn segir það rangt að stofn- unin sé að leggja peninga í stofnun nýs fyrirtækis um rækjuverksmiðj- una NASCO. Byggðastofnun eigi veðkröfur sem haldi sér og einfald- lega sé verið að gæta hagsmuna stofnunarinnar sem kröfuhafa en ekki að leggja til nýtt fjármagn. „Hins vegar eru aðilar heima í héraði að leggja til 60 milljónir kr. sem þeir koma með inn til þess að reka verksmiðjuna. Rækjuverk- smiðjan er á heimsmarkaði. Hún hefur engan kvóta en á viðskipti við þá sem selja rækju og mér finnst að orð Þorsteins séu krafa um að stjórnvöld hamli því að samkeppni sé í greininni. Ég átta mig ekki á því hvernig íslensk stjórnvöld ættu að beita sér sérstaklega gegn því að rækjuverksmiðjur séu reknar á þessum grundvelli. Það væri óeðli- legt í sjálfu sér en hefði auk þess enga þýðingu. Þorsteinn getur ekki ætlast til þess að vera laus við sam- keppni,“ segir Kristinn. Hann segir að Þorsteinn hafi einnig gagnrýnt að Byggðastofnun hefði veitt lán til fyrirtækis sem kaupir og rekur skip í Rússlandi. Þessi gagnrýni hefði einnig komið frá Róbert Guðfinnssyni, stjórnar- formanni SH og Þormóðs ramma, og Friðriki Arngrímssyni, fram- kvæmdastjóra LÍÚ. „Þarna er um að ræða lánveitingu til íslensks fyr- irtækis sem á skip og veiðiheimildir í Rússlandi. Lánið var samþykkt í stjórn Byggðastofnunar áður en ég kom í stjórnina og þá var stjórn- arformaður Egill Jónsson og stofn- unin heyrði undir forsætisráðuneyt- ið. Mér finnst að þeir eigi því að skamma þá sem stóðu að lánveiting- unni, þ.e.a.s. sjálfstæðismenn, en ekki framsóknarmenn. Á hinn bóg- inn finnst mér í sjálfu sér ekki hægt að gera stóra athugasemd við þessa lánveitingu. Fyrirtækið veiddi rækju í úthafinu og seldi hana hér heima þannig að hún styrkti þannig rekstrargrundvöll rækjuverksmiðja á Íslandi sem eru allar úti á lands- byggðinni,“ segir Kristinn en lánið var veitt 1999 og nam 20 milljónum króna að hans sögn. Samherji og loforð fyrirtæk- isins gagnvart Ísfirðingum Hann vísar einnig á bug gagnrýni Þorsteins um endalausar lánveiting- ar, styrki og gjafir og töpuð útlán upp á hundruð milljóna eða millj- arða. „Hann hefur nú sjálfur fengið stærstu gjöfina frá ríkinu, 3.150 milljónir kr., og mér finnst það skekkja samkeppnisstöðu í sjávar- útvegi verulega þegar einn aðili fær svo mikla peninga fyrir það eitt að selja veiðiheimildir. Þetta er stærsta gjöfin sem ríkið hefur veitt nokkrum manni. Þorsteinn segir líka að þeir hafi staðið sig vel sem hafi unnið með kerfinu og hinir sem ekki aðlög- uðust því urðu undir í samkeppn- inni. Má ég minna á Samherja og loforð fyrirtækisins gagnvart Ísfirð- ingum þegar Hrönnin sameinaðist Samherja sem þeir sviku. Var það vegna þess að þeir unnu með kerfinu að það var í lagi og voru þá Ísfirð- ingar ekki að vinna með kerfinu þeg- ar þeir trúðu Samherjamönnum? Má ég líka minna á Þorbjörninn í Grindavík sem keypti meirihluta í fyrirtæki Bolvíkinga og lofaði að koma inn með þeim yfirlýsingum að þeir væru komnir til þess að styrkja fiskvinnslu og efla útgerð. Innan skamms tíma voru þeir búnir að loka frystihúsinu og hirða allan kvótann á sín skip og græddu sennilega eitt- hvað á annan milljarð króna á því. Þeir sviku líka sínar yfirlýsingar. Urðu Bolvíkingar þá undir í kerfinu vegna þess að þeir voru ekki nógu duglegir að skrökva að fólki? Það er von að Þorsteinn sé súr yfir afkom- unni hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör sem er þó það fyrirtæki sem hefur staðið sig best á síðasta ári. Afkom- an er 23 milljónir kr. í hagnað. Þeir eru með um 14.000 þorskígildistonn í veiðiheimildum sem eru að verð- mæti um 10-11 milljarðar króna. Arðurinn af því að nýta þessar veiði- heimildir er ekki nema 0,2 aurar á hverja krónu sem er bundin í veiði- heimildunum miðað við markaðs- verð. Það er ekki til svo aumt sparn- aðarform í nokkrum banka á Íslandi að þeir bjóði ekki betri ávöxtun en þetta. Ég held að það hljóti að vakna spurningar um það hvort menn séu á réttri leið að láta þessi stóru fyr- irtæki vera með eign þjóðarinnar og eiga að gera úr henni sem mesta peninga, þegar ekki tekst betur til en þetta,“ segir Kristinn. Enginn áfellisdómur yfir Byggðastofnun Einar Guðfinnsson, alþingismað- ur sem á sæti í stjórn Byggðastofn- unar, kveðst undrast yfirlýsingu Þorsteins. Sömu efnisatriði hafi komið fram í máli Róberts Guðfinns- sonar, stjórnarformanns Þormóðs ramma, á aðalfundi þess félags. „Kannski má segja að þetta sé orðin hin fullkomna hagræðing í sjávarútvegi þegar stjórnarformenn stórra fyrirtækja eru að hafa eftir hvor öðrum efnisatriði til að setja í ræður sínar. Þessum málum var fullkomlega svarað á sínum tíma. Það liggur fyrir að fyrirtækið NASCO varð gjaldþrota og eignir þess voru auglýstar til sölu. Niður- staðan af þeirri auglýsingu var til- tekið kaupverð. Ég tel að kaupverð- ið verði ekki gagnrýnt með hliðsjón af því að það hafi verið óeðlilega lágt, fremur hið gagnstæða. Fyrir- tækið fékk lánveitingar á sínum tíma í góðri trú og það kemur auð- vitað fyrir að lán tapast hjá Byggða- stofnun eins og hjá öðrum lánastofn- unum. Athuganir sem gerðar voru meðal annars af hálfu stofnunarinnar fyrir nokkrum árum benda ekki til þess að útlánatöp séu meiri eða óeðlilegri hjá stofnuninni en öðrum og síst meira í sjávarútvegi en öðrum at- vinnugreinum. Ég tel að þetta dæmi sem Þorsteinn og Róbert hafa verið að klifa á sé enginn almennur áfell- isdómur um Byggðastofnun,“ segir Einar. Sjálfur fengið stærstu gjöf- ina frá ríkinu Formaður stjórnar Byggðastofnunar um gagnrýni Þorsteins Vilhelmssonar FÉLAGSMENN í Starfsmanna- félagi Akureyrar, STAK, sem vinna hjá Akureyrarbæ, felldu nýgerðan kjarasamning við launanefnd sveit- arfélaga. Alls eru um 320 félagsmenn STAK starfandi hjá Akureyrarbæ og tóku 62% þátt í atkvæðagreiðslunni. Rúmlega 57% þeirra sögðu nei, tæp 39% sögu já en auðir og ógildir seðlarvoru tæp 4%. Arna Jakobína Björnsdóttir, for- maður STAK, vildi lítið tjá sig um þessa niðurstöðu en sagði þó ljóst að menn yrðu að setjast niður að nýju. STAK var í hópi 13 félaga starfs- manna sveitarfélaga sem skrifuðu undir samning við launanefndina og sagði Arna Jakobína að í mörgum til- fellum væri enn verið að kynna og greiða atkvæði um samninginn. STAK er fimmta félagið sem lokið hefur atkvæðagreiðslu um samning- inn en hin fjögur, á Húsavík, Nes- kaupstað, Siglufirði og Seltjarnar- nesi, samþykktu hann. Þegar skrifað var undir kjara- samning við launanefnd sveitar- félaga á dögunum ákváðu sex félög að draga sig úr viðræðunum og hafna undirskrift samninga en þessi nítján félög hafa haft með sér samstarf í kjaraviðræðum undanfarin þrettán ár. Ágreiningur um ákvæði símennt- unar og röðun í launaflokka varð þess valdandi að félögin sex drógu sig út úr viðræðunum. Samning- ur felldur Starfsmannafélag Akureyrar MENNIRNIR þrír frá Austur-Evr- ópu, sem handteknir voru í Reykjavík í síðustu viku með þýfi úr tveimur inn- brotum, hefðu ekki verið stöðvaðir við komuna til landsins þótt landamæra- verðir hefðu flett upp í Schengen- upplýsingakerfinu, þar sem mennirn- ir hafa aldrei verið skráðir í kerfið. Mennirnir komu til Íslands frá Litháen með millilendingu í Kaup- mannahöfn. Smári Sigurðsson, yfir- maður alþjóðadeildar ríkislögreglu- stjóra, segir að fyrst mennirnir voru ekki stöðvaðir í Kaupmannahöfn hefðu þeir ekki sætt vegabréfaeftirliti við komuna til Íslands. „Í öðru lagi eru þeir ekki skráðir í upplýsinga- kerfið,“ segir Smári. Ekki skráð- ir í upplýs- ingakerfi Schengen Þjófarnir frá Austur-Evrópu FJÖLMARGIR lögðu leið sína að horni Aðalstrætis og Túngötu í fyrradag, en þá var almenningi gefinn kostur á að kynna sér fornleifauppgröftinn, sem þar fer fram. Fornleifafræðingarnir Orri Vésteinsson og Mjöll Snæsdóttir ásamt borgarminjaverði, Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur, fræddu gestina um uppgröftinn og sögu svæðisins. Þar hafa m.a. komið í ljós minjar frá tíð Innréttinganna á 18. öld og stór skáli frá landnámsöld þar sem er langeldur í gólfi. Fjöldi skoðaði fornminjar Morgunblaðið/Sigga ♦ ♦ ♦ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur úrskurðað karlmann í gæsluvarð- hald til 28. mars nk. en hann er grun- aður um að hafa stungið mann í síðuna með hnífi aðfaranótt sunnu- dags. Sá sem var stunginn slasaðist alvarlega en í gær lá hann enn á gjör- gæsludeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi. Annar maður var laminn með skóflu í bakið þannig að hann hlaut innvortis meiðsli. Þá kom vélsög eitt- hvað við sögu en henni mun þó ekki hafa verið beitt í átökunum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni eru átökin talin hafa brotist út þegar um átta menn réðust á tvo menn þegar þeir komu út úr fjölbýlis- húsi í Breiðholti. Til handalögmála kom sem lyktaði með því að einn þeirra sem beðið hafði fyrir utan blokkina var stunginn í síðuna með hníf og annar þeirra sem kom út úr húsinu var barinn í bakið með skóflu. Lögreglunni barst tilkynning um átökin um kl. 2. Mennirnir tveir voru fluttir á slysadeild en fimm voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Lögreglan vill ekki tjá sig um mögulegar ástæður árásarinnar en segir málið í rannsókn. Hnífi og skóflu beitt í átökum í Breiðholti Á gjör- gæsludeild eftir hníf- stungu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.