Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 17
STJÓRN Vátrygg-
ingafélags Íslands hf.
(VÍS) hefur komist
að samkomulagi um
að stefna að skrán-
ingu félagsins á
Verðbréfaþingi Ís-
lands á þessu ári.
Eigendurnir sendu
Verðbréfaþingi Ís-
lands tilkynningu í
þá veru í gærmorg-
un.
Samkvæmt upp-
lýsingum Morgun-
blaðsins náðist sam-
komulag milli
eigendanna seint í
fyrrakvöld. Meðal
þess sem aðilar hafa
náð samkomulagi um
er að S-hópurinn
(Samvinnutrygging-
ar, ESSÓ, Samvinnu-
lífeyrissjóðurinn og
Andvaka) mun
minnka eignarhlut
sinn úr 50% í 42% og
Landsbankinn mun
minnka sinn eignar-
hlut úr 50% í 39%.
Samkvæmt sömu
heimildum hafa aðil-
ar orðið ásáttir um að
fækka í stjórn VÍS úr
átta í fimm og verður
skiptingin þannig að S-hópurinn
fær tvo stjórnarmenn, Landsbank-
inn tvo og nýir eigendur einn. Það
fyrirkomulag mun þó ekki taka gildi
fyrr en félagið verður skráð á mark-
aði.
Ánægja í röðum beggja
Axel Gíslason, forstjóri VÍS,
kvaðst í gær vera ánægður með að
fengin væri niðurstaða sem að hefði
verið stefnt, allt frá því að hluthafa-
samkomulagið var gert árið 1997
þegar Landsbanki Íslands keypti
50% hlut í VÍS.
„Þegar við horfum fram á við er
þetta góð niðurstaða. Félagið fer á
markað í ár. Það skapar því mikil
sóknar- og markaðstækifæri. VÍS
stendur vel og við erum bjartsýn á
að þetta verði tækifæri sem starfs-
menn og eigendur geta notað í sam-
einingu til þess að efla félagið til að
standa sig enn betur í samkeppn-
inni og veita viðskiptavinum sínum
enn betri þjónustu í framtíðinni.
Það er í raun og veru mjög ánægju-
legt að það skuli hafa tekist að ná
niðurstöðu sem er viðunandi fyrir
alla aðila,“ sagði Axel Gíslason í
samtali við Morgunblaðið.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbanka Íslands, tók í
sama streng og Axel. „Ég er mjög
ánægður með þessa ákvörðun. Það
er vel kunnugt að Landsbankinn
hefur stefnt að þessu sem hluthafi í
alllangan tíma. Við teljum að þetta
sé fyrst og fremst til þess fallið að
styrkja félagið sjálft og það muni
eflast við skráningu á markaði,“
sagði Halldór J. Kristjánsson. „Þeg-
ar Landsbankinn var skráður á
Verðbréfaþingi, fór á markað og
varð almenningshlutafélag, í eigu
stórs hóps hluthafa, styrktist mark-
aðsstaða hans. Við teljum að sama
muni gerast hjá VÍS. Slíkt gerist
hjá svona félögum sem eru í þjón-
ustu við almenning,“ sagði Halldór.
Halldór kvaðst einnig telja það
merkan áfanga að náðst hefði sam-
komulag um það að nýir hluthafar
að 15% í fyrirtækinu kæmu að
félaginu og kæmu þannig að félag-
inu sem þriðja aflið í rekstrinum.
Loks kvaðst Halldór telja það mik-
ilvægt að ákveðinn hluti í félaginu
yrði seldur bæði til starfsmanna
VÍS og Landsbankans. „Við teljum
mjög mikilvægt að starfsmenn
Landsbankans hafi beinan hag af
velgengni tryggingafélaga þeirra
sem starfa innan Lands-
bankasamstæðunnar.
Þar af leiðandi töldum
við af hálfu Landsbank-
ans rétt að starfsmenn
bankans fengju mögu-
leika á að kaupa af hlut
Landsbankans,“ sagði
Halldór.
Í fréttatilkynningu
sem VÍS sendi frá sér í
gær segir m.a.: „Gert er
ráð fyrir að skilyrðum
skráningar verði náð
með útgáfu nýs hlutafjár
sem selt verði starfs-
mönnum og stjórnend-
um VÍS, auk þess sem
kaupréttaráætlun verð-
ur útfærð fyrir starfs-
menn félagsins. Einnig
er gert ráð fyrir að
Landsbankinn bjóði sín-
um starfsmönnum hlut í
VÍS. Allir hluthafar VÍS
munu bjóða stærri fjár-
festum að kaupa allt að
15% hlutafjár í félaginu
í dreifðri eignaraðild.
Samhliða er gert sam-
komulag um að VÍS
eignist 25% hlut í Líf-
tryggingafélagi Íslands
hf. (LÍFÍS) og að
Landsbankinn auki
beinan eignarhlut sinn í
LÍFÍS úr 44,4% í 50%.
Jafnframt er gert ráð fyrir að
samstarfsgrundvöllur á milli Lands-
bankans, LÍFÍS og VÍS verði
treystur og samstarf félaganna auk-
ist.“
Í fréttatilkynningu frá Lands-
bankanum segir ennfremur: „Hlut-
ur Landsbanka Íslands hf. í Vá-
tryggingafélagi Íslands hf., beint og
óbeint, er 50%. Hlutur Landsbank-
ans í VÍS er bókfærður á 3.971,5
milljónir króna. Ætla má að
markaðsverðmæti hlutarins sé
nokkru hærra en bókfært virði
hans.“
VÍS hyggst kynna frekar fyrir-
hugaða skráningu félagsins, að af-
loknum aðalfundi félagsins á
fimmtudag, hinn 29. marz.
Traustfang leyst upp
Þá hefur samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins tekist samkomulag
um það meðal eigenda Traustfangs
hf. að leysa upp félagið og að hver
eigandi um sig fái í sinn hlut hluta-
bréf í réttu hlutfalli við eign sína.
Eins og greint var frá hér í
Morgunblaðinu í fyrradag var
Traustfang hf. stofnað á sínum tíma
sem eignarhaldsfélag um eignir
VÍS, ESSÓ og Samvinnulífeyris-
sjóðsins í Frjálsa fjárfestingarbank-
anum, en sá hlutur var eins og
kunnugt er seldur Kaupþingi.
Eignir Traustfangs í dag eru
19,02% hlutur í Olíufélaginu hf.
(ESSÓ), sem er að markaðsvirði um
tveir milljarðar króna og lítill hluti í
SÍF, 63 milljónir að nafnverði, eða
um 180 milljónir að markaðsvirði.
VÍS á 35% í Traustfangi, ESSÓ á
27%, Samvinnulífeyrissjóðurinn á
17,6%, Mundill (dótturfélag Sam-
skipa) á 13,0% og Traustfang á 7,4%
í sjálfu sér.
Ýmsir í hópi eigenda Traustfangs
hafa verið þeirrar skoðunar að eftir
að Frjálsi fjárfestingarbankinn var
seldur Kaupþingi hafi í raun og
veru ekki verið neinn tilverugrund-
völlur fyrir Traustfang.
Samkomulag hefur nú tekist um
að leysa upp félagið og er sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
talið líklegt að þau félög sem um
ræðir muni fljótlega selja þau bréf á
markaði, sem þau nú fá til sín úr
Traustfangi.
Eftir að Traustfang hefur verið
leyst upp og bréfum þess dreift til
eigenda félagsins verður VÍS
stærsti eigandi ESSÓ með liðlega
21% hlut og Samvinnulífeyrissjóð-
urinn verður annar stærsti eigand-
inn með liðlega 17% hlut. Heimildir
blaðsins herma að líklegt sé að
ákveðinn hluti þessara bréfa í
ESSÓ verði innan tíðar seldur á
markaði.
Eigendur Vátryggingafélags Íslands hf. hafa náð saman
Samkomulag tókst
um opnun á VÍS
Axel Gíslason
Halldór J. Kristjánsson
HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðs
Íslands hf eftir reiknaða skatta í
fyrra nam 61 milljón króna sam-
anborið við 54 milljónir króna
árið 1999. Innra virði í árslok
var 2,36 sem er lækkun um 12%
frá fyrra ári. Óinnleystur geng-
ishagnaður í árslok var tæpar
28 milljónir króna samanborið
við 160 milljónir króna árið
1999.
Á árinu sameinaðist Sjávarút-
vegssjóður Íslands hf við Hluta-
bréfasjóð Norðurlands hf og var
nafni sameinaðs félags breytt í
Hlutabréfasjóð Íslands hf. Eng-
inn starfsmaður starfaði hjá
félaginu í árslok en varsla sjóðs-
ins og dagleg umsýsla er í hönd-
um Íslenskra verðbréfa hf.
Hluthafar voru 1.484 í árslok
2000 og átti enginn einn hluthafi
meira en 10% hlut í félaginu.
Stjórn félagsins gerir að tillögu
sinni að greiddur verði 7% arð-
ur til hluthafa.
Hlutabréfasjóðurinn
hagnast um 61 milljón