Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 17 STJÓRN Vátrygg- ingafélags Íslands hf. (VÍS) hefur komist að samkomulagi um að stefna að skrán- ingu félagsins á Verðbréfaþingi Ís- lands á þessu ári. Eigendurnir sendu Verðbréfaþingi Ís- lands tilkynningu í þá veru í gærmorg- un. Samkvæmt upp- lýsingum Morgun- blaðsins náðist sam- komulag milli eigendanna seint í fyrrakvöld. Meðal þess sem aðilar hafa náð samkomulagi um er að S-hópurinn (Samvinnutrygging- ar, ESSÓ, Samvinnu- lífeyrissjóðurinn og Andvaka) mun minnka eignarhlut sinn úr 50% í 42% og Landsbankinn mun minnka sinn eignar- hlut úr 50% í 39%. Samkvæmt sömu heimildum hafa aðil- ar orðið ásáttir um að fækka í stjórn VÍS úr átta í fimm og verður skiptingin þannig að S-hópurinn fær tvo stjórnarmenn, Landsbank- inn tvo og nýir eigendur einn. Það fyrirkomulag mun þó ekki taka gildi fyrr en félagið verður skráð á mark- aði. Ánægja í röðum beggja Axel Gíslason, forstjóri VÍS, kvaðst í gær vera ánægður með að fengin væri niðurstaða sem að hefði verið stefnt, allt frá því að hluthafa- samkomulagið var gert árið 1997 þegar Landsbanki Íslands keypti 50% hlut í VÍS. „Þegar við horfum fram á við er þetta góð niðurstaða. Félagið fer á markað í ár. Það skapar því mikil sóknar- og markaðstækifæri. VÍS stendur vel og við erum bjartsýn á að þetta verði tækifæri sem starfs- menn og eigendur geta notað í sam- einingu til þess að efla félagið til að standa sig enn betur í samkeppn- inni og veita viðskiptavinum sínum enn betri þjónustu í framtíðinni. Það er í raun og veru mjög ánægju- legt að það skuli hafa tekist að ná niðurstöðu sem er viðunandi fyrir alla aðila,“ sagði Axel Gíslason í samtali við Morgunblaðið. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka Íslands, tók í sama streng og Axel. „Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun. Það er vel kunnugt að Landsbankinn hefur stefnt að þessu sem hluthafi í alllangan tíma. Við teljum að þetta sé fyrst og fremst til þess fallið að styrkja félagið sjálft og það muni eflast við skráningu á markaði,“ sagði Halldór J. Kristjánsson. „Þeg- ar Landsbankinn var skráður á Verðbréfaþingi, fór á markað og varð almenningshlutafélag, í eigu stórs hóps hluthafa, styrktist mark- aðsstaða hans. Við teljum að sama muni gerast hjá VÍS. Slíkt gerist hjá svona félögum sem eru í þjón- ustu við almenning,“ sagði Halldór. Halldór kvaðst einnig telja það merkan áfanga að náðst hefði sam- komulag um það að nýir hluthafar að 15% í fyrirtækinu kæmu að félaginu og kæmu þannig að félag- inu sem þriðja aflið í rekstrinum. Loks kvaðst Halldór telja það mik- ilvægt að ákveðinn hluti í félaginu yrði seldur bæði til starfsmanna VÍS og Landsbankans. „Við teljum mjög mikilvægt að starfsmenn Landsbankans hafi beinan hag af velgengni tryggingafélaga þeirra sem starfa innan Lands- bankasamstæðunnar. Þar af leiðandi töldum við af hálfu Landsbank- ans rétt að starfsmenn bankans fengju mögu- leika á að kaupa af hlut Landsbankans,“ sagði Halldór. Í fréttatilkynningu sem VÍS sendi frá sér í gær segir m.a.: „Gert er ráð fyrir að skilyrðum skráningar verði náð með útgáfu nýs hlutafjár sem selt verði starfs- mönnum og stjórnend- um VÍS, auk þess sem kaupréttaráætlun verð- ur útfærð fyrir starfs- menn félagsins. Einnig er gert ráð fyrir að Landsbankinn bjóði sín- um starfsmönnum hlut í VÍS. Allir hluthafar VÍS munu bjóða stærri fjár- festum að kaupa allt að 15% hlutafjár í félaginu í dreifðri eignaraðild. Samhliða er gert sam- komulag um að VÍS eignist 25% hlut í Líf- tryggingafélagi Íslands hf. (LÍFÍS) og að Landsbankinn auki beinan eignarhlut sinn í LÍFÍS úr 44,4% í 50%. Jafnframt er gert ráð fyrir að samstarfsgrundvöllur á milli Lands- bankans, LÍFÍS og VÍS verði treystur og samstarf félaganna auk- ist.“ Í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum segir ennfremur: „Hlut- ur Landsbanka Íslands hf. í Vá- tryggingafélagi Íslands hf., beint og óbeint, er 50%. Hlutur Landsbank- ans í VÍS er bókfærður á 3.971,5 milljónir króna. Ætla má að markaðsverðmæti hlutarins sé nokkru hærra en bókfært virði hans.“ VÍS hyggst kynna frekar fyrir- hugaða skráningu félagsins, að af- loknum aðalfundi félagsins á fimmtudag, hinn 29. marz. Traustfang leyst upp Þá hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins tekist samkomulag um það meðal eigenda Traustfangs hf. að leysa upp félagið og að hver eigandi um sig fái í sinn hlut hluta- bréf í réttu hlutfalli við eign sína. Eins og greint var frá hér í Morgunblaðinu í fyrradag var Traustfang hf. stofnað á sínum tíma sem eignarhaldsfélag um eignir VÍS, ESSÓ og Samvinnulífeyris- sjóðsins í Frjálsa fjárfestingarbank- anum, en sá hlutur var eins og kunnugt er seldur Kaupþingi. Eignir Traustfangs í dag eru 19,02% hlutur í Olíufélaginu hf. (ESSÓ), sem er að markaðsvirði um tveir milljarðar króna og lítill hluti í SÍF, 63 milljónir að nafnverði, eða um 180 milljónir að markaðsvirði. VÍS á 35% í Traustfangi, ESSÓ á 27%, Samvinnulífeyrissjóðurinn á 17,6%, Mundill (dótturfélag Sam- skipa) á 13,0% og Traustfang á 7,4% í sjálfu sér. Ýmsir í hópi eigenda Traustfangs hafa verið þeirrar skoðunar að eftir að Frjálsi fjárfestingarbankinn var seldur Kaupþingi hafi í raun og veru ekki verið neinn tilverugrund- völlur fyrir Traustfang. Samkomulag hefur nú tekist um að leysa upp félagið og er sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins talið líklegt að þau félög sem um ræðir muni fljótlega selja þau bréf á markaði, sem þau nú fá til sín úr Traustfangi. Eftir að Traustfang hefur verið leyst upp og bréfum þess dreift til eigenda félagsins verður VÍS stærsti eigandi ESSÓ með liðlega 21% hlut og Samvinnulífeyrissjóð- urinn verður annar stærsti eigand- inn með liðlega 17% hlut. Heimildir blaðsins herma að líklegt sé að ákveðinn hluti þessara bréfa í ESSÓ verði innan tíðar seldur á markaði. Eigendur Vátryggingafélags Íslands hf. hafa náð saman Samkomulag tókst um opnun á VÍS Axel Gíslason Halldór J. Kristjánsson HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðs Íslands hf eftir reiknaða skatta í fyrra nam 61 milljón króna sam- anborið við 54 milljónir króna árið 1999. Innra virði í árslok var 2,36 sem er lækkun um 12% frá fyrra ári. Óinnleystur geng- ishagnaður í árslok var tæpar 28 milljónir króna samanborið við 160 milljónir króna árið 1999. Á árinu sameinaðist Sjávarút- vegssjóður Íslands hf við Hluta- bréfasjóð Norðurlands hf og var nafni sameinaðs félags breytt í Hlutabréfasjóð Íslands hf. Eng- inn starfsmaður starfaði hjá félaginu í árslok en varsla sjóðs- ins og dagleg umsýsla er í hönd- um Íslenskra verðbréfa hf. Hluthafar voru 1.484 í árslok 2000 og átti enginn einn hluthafi meira en 10% hlut í félaginu. Stjórn félagsins gerir að tillögu sinni að greiddur verði 7% arð- ur til hluthafa. Hlutabréfasjóðurinn hagnast um 61 milljón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.