Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
eldi. Hjúkrunarfr. á Seltjarnarnesi.
Seltjarnarneskirkja. Foreldra-
morgunn kl. 10-12. Kaffi og spjall.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Fríkirkjan í Reykjavík. Bæna-
stund í kapellunni í safnaðarheim-
ilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bæn-
arefnum á framfæri áður en
bænastund hefst eða með því að
hringja í síma 552-7270 og fá bæn-
arefnin skráð. Safnaðarprestur
leiðir bænastundirnar. Að bæna-
stund lokinni gefst fólki tækifæri
till að setjast niður og spjalla. Allir
eru hjartanlega velkomnir til þátt-
töku.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn
í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Ath.
heimsækjum foreldrastarfið í Graf-
arvogskirkju fimmtudag. Hittumst,
kynnumst, fræðumst.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans. Æsku-
lýðsstarf á vegum KFUM&K og
kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr-
aðra. Leikfimi ÍAK kl. 11.20. Sam-
vera, léttur málsverður, kaffi.
Æskulýðsstarf KFUM&K og
Digraneskirkju fyrir stúlkur (10-12
ára) kl. 17.30.
Fella- og Hólakirkja. Foreldra-
stundir kl. 10-12. Starf fyrir 11-12
ára stúlkur kl. 17-18.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 13.30. Helgistund,
handavinna, spil og spjall. Alltaf
eitthvað gott með kaffinu. Kirkju-
krakkar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir
börn á aldrinum 7-9 ára.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18.
Kópavogskirkja. Foreldramorg-
unn í dag kl. 10-12 í safnaðarheim-
ilinu Borgum.
Seljakirkja. Foreldramorgnar. Op-
ið hús milli kl. 10-12. Kaffi og
spjall.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og
fyrirbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr-
ir 10-12 ára börn í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17-18.30.
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa í neðri safnaðarsal kl. 10-
14 í umsjá Þórönnu Þórarinsdóttur.
Skemmtiganga kl. 10.30. Júlíana
Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn.
Bæna- og fyrirbænastund í kirkj-
unni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K.
Þórsdóttur, djákna. Léttur hádeg-
isverður á vægu verði eftir stund-
ina. Samvera foreldra ungra barna
kl. 14-16 í neðri safnaðarsal. Tólf
spora hóparnir hittast kl. 19 í neðri
safnaðarsal.
Dómkirkjan. Föstumessa kl. 20.30.
Altarisganga. Sr. Jakob Ág. Hjálm-
arsson.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning-
arlestur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheim-
ilinu eftir stundina. Æfing barna-
kórs kl. 17-19.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum. Passíusálmalestur kl.
12.15.
Háteigskirkja. Fermingarfræðsla
kl. 16. Fundur í Æskulýðsfélaginu
Vináttu kl. 20. Brjálaðir leikir.
Langholtskirkja. Kirkjan er opin
til hljóðrar bænagjörðar í há-
deginu. Endurminningarfundur
karla í Guðbrandsstofu kl. 14-15.30.
Nærhópur um úrvinnslu sorgar kl.
20.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45-7.05. Fullorðinsfræðsla kl. 20.
Hið nýja hirðisbréf herra Karls
Sigurbjörnssonar, biskups, lesið og
rætt. Þriðjudagur með Þorvaldi kl.
21. Lofgjörðarstund þar sem Þor-
valdur Halldórsson leiðir söng við
undirleik Gunnars Gunnarssonar.
Sr. Bjarni Karlsson flytur guðs orð
og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl.
21.30 í umsjón bænahóps kirkjunn-
ar.
Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli
kórinn, kór eldri borgara kl.
16.30-18. Stjórnandi Inga J. Back-
man. Foreldramorgunn miðviku-
dag kl. 10-12. Fræðsla: Agi og upp-
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
kl.17-18.30 fyrir 7-9 ára börn.
Vídalínskirkja. Helgistund í
tengslum við félagsstarf aldraðra
kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10-12 ára
í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í
safnaðarheimilinu.
Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg-
unn í safnaðarheimili Þverholti 3,
3. hæð frá kl. 10-12. Fundur hjá
kirkjukrökkum frá kl. 17.15-18.15.
Safnaðarheimilið opnað kl. 17.
Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur
opinn kl. 13-16 með aðgengi í kirkj-
unni og Kapellu vonarinnar eins og
virka daga vikunnar. Gengið inn
frá Kirkjuteig. Starfsfólk kirkjunn-
ar verður á sama tíma í Kirkju-
lundi.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. TTT tíu - tólf
ára starf alla þriðjudagakl. 17- 18.
Helgistund í kirkjunni sömu daga
kl. 18.15- 19.
Útskálakirkja. Safnaðarheimilið
Sæborg. NTT (9-12 ára) starf er
hvern þriðjudag í vetur kl. 17. Allir
krakkar 9-12 ára hvattir til að
mæta.
Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið
Sandgerði. NTT (9-12 ára) starf er
hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í
safnaðarheimilinu. Allir krakkar 9-
12 ára hvattir til að mæta.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. TTT-starf í
dag kl. 17 í umsjá Ástríðar Helgu
Sigurðardóttur og undirleikari er
Tune Solbakke. Starfið er ætlað
börnum 10-12 ára.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar
þriðjudögum kl. 10-12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum.
Kl. 16.30 KKK Kirkjuprakkarar
7-9 ára eiga góða stund með Sig-
urlínu og hressum leiðtogum sem
ætla að athuga hvað hægt er að
finna út úr ruslinu á Eyjunni.
Hvammstangakirkja. Æskulýðs-
fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum.
Krossinn. Almenn samkoma
kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel-
komnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu-
skóli í kvöld kl. 20.
✝ Jens Þórðarsonvélstjóri fæddist
1. maí 1925 á Ísa-
firði. Hann andaðist
á Landspítala Foss-
vogi 18. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Þórður
Þórðarson, véla-
maður á Ísafirði, f.
14. maí 1886 á
Neðri-Bakka í
Langadal, N-Ísa-
fjarðarsýslu, d. 5.
nóv. 1936, og kona
hans Sigþrúður
Guðmundsdóttir, f.
3. júlí 1887 á Ísafirði, d. 26. júlí
1975. Systkini Jens eru: Mar-
grét, Þórhildur, Guðrún og Sig-
ríður samfeðra, Helga Jessen,
Viggó Jessen og Jens Jessen
sammæðra og Sigurjón og Þór
Birgir albræður. Þórhildur og
Þór Birgir eru enn á lífi.
Fyrri kona Jens var Brynhild-
ur Sigurðardóttir. Þau skildu.
Barn þeirra er: Edda Margrét,
f. 30.1. 1955, leikskólakennari,
gift Baldri Hrafnkeli Jónssyni,
kvikmyndagerðarmanni. Börn
þeirra eru: Jón Ægir, 30.11.
1975, Jens Fannar, f. 9.1. 1978,
og Brynhildur, f. 9.11. 1981.
Jens kvæntist aftur 3. ágúst
1968 Hansínu S.
Gísladóttur, f. 11.3.
1943 í Reykjavík.
Börn þeirra eru: 1)
Sesselja Hrönn, f.
17.2. 1964, skrif-
stofumaður, gift
Ágústi Sigurjóns-
syni, skrifstofu-
manni. Barn þeirra
er Sigurjón, f. 14.2.
1999. Áður átti
Sesselja Gísla Þór,
f. 6.4. 1992, með
Gunnari Erni Jóns-
syni. 2) Jens Óðinn,
f. 27.4. 1968, at-
vinnukafari, búsettur á Orkn-
eyjum. Börn hans eru: Seonaid,
f. 1991, Nathan, f. 1991, og
Jordan Gisli, f. 1996. 3) Þórður
Ægir, f. 5.6. 1971, starfsmaður
Atlanta, í sambúð með Aðalheiði
Hjelm snyrtifræðingi.
Eftir járnsmíða- og vél-
stjóranám starfaði Jens sem vél-
stjóri á skipum Skipaútgerðar
ríkisins 1950–1968, var yfirvél-
stjóri á olíuskipinu Dagstjörn-
unni 1969–70 en starfaði síðan á
vélaverkstæði ÍSAL í Straums-
vík.
Útför Jens fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku afi minn.
Ég sakna þín rosalega mikið. Ég
á eftir að sakna þín alltaf og minn-
ast þín á hverjum einasta degi. Ég
þakka þér innilega fyrir allt,
hlaupahjólið og allar pylsurnar sem
þú keyptir handa mér á Bæjarins
bestu þegar við fórum í göngutúr
að skoða skipin. Þakka þér fyrir að
vera góður við mig þegar mér leið
illa. Elsku besti Guð, verndaðu
hann og blessaðu þegar hann kem-
ur til þín.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Bless elsku besti afi minn.
Þinn
Gísli Þór.
JENS
ÞÓRÐARSON
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Sveitarfélagið Skagafjörður
Grunnskólakennarar
Eftirtaldar stöður kennara eru lausar til
umsóknar í grunnskólum sveitarfélagsins
Skagafjarðar skólaárið 2001 - 2002:
Árskóli Sauðárkróki
Sérkennsla. Upplýsingar veita skólastjórn-
endur í símum 453 5382, 453 5849 eða
892 1395.
Grunnskólinn Hofsósi
Almenn kennsla, raungreinar, tungumál, list-
og verkgreinar og íþróttir. Upplýsingar veitir
skólastjóri í síma 453 7346 eða 453 7309
(hs.).
Grunnskólinn að Hólum
Kennsla yngri barna. Upplýsingar veitir
skólastjóri í síma 453 6600.
Sólgarðaskóli
Almenn kennsla. Upplýsingar veitir aðstoð-
arskólastjóri í síma 467 1040.
Varmahlíðarskóli
Almenn kennsla. Upplýsingar veitir skóla-
stjóri í síma 453 8225.
Umsóknum skal skilað til viðkomandi
skólastjóra.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2001.
Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við samein-
ingu 11 sveitarfélaga 1. júlí 1998. Unnið er að
skólastefnu fyrir sveitarfélagið og ýmis þróun-
arverkefni eru í gangi. Allir skólar sveitarfélags-
ins verða einsetnir haustið 2001. Þar vinnur
metnaðarfullt starfsfólk við góðar aðstæður.
Flutningsstyrkur og hagstæð húsaleiga í boði.
Skólamálastjóri.