Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 60
mikið að. Ótrúverð-
ugur sakamálatryll-
ir, Silent Fall (’94),
var ekki hótinu skárri,
þrátt fyrir þátttöku annars gæðaleik-
ara – Richards Dreyfuss. Ekki tók
betra við. Myndin A Good Man In
Africa (’94), var flestum sár vonbrigði.
Nærvera enn eins stórleikarans, að
þessu sinni Seans Connery, hjálpaði
ekki hætishót upp á sakirnar, hvorki í
gæðum né aðsókn. Botninum var von-
andi náð með hörmunginni The Last
Dance (’96). Ámátlegir tilburðir Shar-
on Stone að líkja eftir Susan Sarand-
on í Dead Man Walking, framkölluðu
ólýsanlega löngun að láta sig hverfa
af sýningunni nýhafinni …
Tónelskur Beresford
Nú gat leiðin ekki legið nema uppá-
við og Beresford sýndi loks nokkur
tilþrif með Glenn Close og Frances
McDormand í fylkingarbrjósti stólpa
leikkvenna í hlutverkum stríðsfanga í
Singapore á tímum seinni heimsstyrj-
aldarinnar. Sem bjarga skinninu með
fögrum kórsöng. Þar kemur fram,
sem víða annars staðar, eyra og áhugi
Beresford á fagurri tónlist. Hún kem-
ur við sögu óperumyndarinnar Aria
(’87) þar finna má útfærslu Beresford
á óperunni Die Tote Stadt eftir Erich
Wolfgang Korngold og Rigoletto
(’99), sjónvarpsmyndar eftir óperu
Verdi, og í næstu mynd mistaka-
mannsins, sem mun heita Bride of the
Wind. Fjallar um dramatíst lífshlaup
austurríska tónskáldsins Gustavs
Mahler, sem er í valinkunnum hönd-
um Jonathans Pryce. Myndin verður
frumsýnd síðar á árinu.
Síðustu myndir Beresford endur-
spegla sveiflurnar á ferli hans einkar
vel. Sydney: A Story of A City (’99),
heimildarmyndin sem yfirvöld heima-
borgar hans treystu Beresford
manna best fyrir og var gerð vegna
Ólympíuleikanna á síðasta ári, þótti
afbragð. Sama ár lauk hann við
Double Jeopardy, spennumynd sem
hlaut að vísu mikla aðsókn, en var
heldur rýr í roðinu. Það skrifast
reyndar frekar á handritshöfundinn
en leikstjórnina.
BRUCE BERESFORD
TALANDI um mistæka menn í leik-
stjórastétt, þá er af nógu að taka. Þó
er það mikið vafamál að nokkur núlif-
andi stéttarbróðir Ástralans Beres-
ford, komist nálægt honum í þeim
efnum. Hann er svo gjörsamlega jafn-
vægislaus að hann hefur skapað sér
sérstöðu í brokkgengustu stétt kvik-
myndagerðarinnar. Sveiflast frá efstu
hæðum niður í botnssorann. Ekki nóg
með það; Beresford rís jafnan upp
aftur með milljón dala verkefni, um-
vafinn rjómanum af fagfólki, einsog
ekkert hafi í skorist. Hollywood er
fljót að gleyma þegar gróðavon er í
sjónmáli.
Ástralskur heimspekingur
Ferill þessa ágæta manns (þegar
sá gállinn er á honum), er því ærið
skrautlegur. Beresford á að baki
sannkallaðar perlur, sem kostuðu
smámynt en rökuðu inn milljóna-
hundruðum dala, einsog Ekið með
Daisy, og ömurlegar bruðlmyndir á
borð við Davíð konung – King David,
sem bíógestir forðuðust eins og
brennt barn eldinn.
Beresford er Ástralíumaður, fædd-
ur í Sydney 1940. Tók ástfóstri við
kvikmyndir á unga aldri og fór að
fikta við gerð stuttmynda og tilrauna-
mynda á meðan hann var við heim-
spekinám við háskólann í Sydney. Að
lokinni útskrift, ’61, vann Beresford
um skeið við gerð auglýsinga og í
sjónvarpi í heimaborginni. Ári síðar
var hann komin til London, þar sem
við tóku ólíkustu störf næstu árin.
Beresford vann m.a. sem sendill, bak-
ari, kennari við kvennaskóla, en var
jafnframt í endalausri leit eftir tæki-
færi í kvikmyndaheiminum. Þrösk-
uldurinn var menntunar- og reynslu-
skortur, sem stóð í vegi fyrir að hann
fengi atvinnupappíra í faginu.
Framvörður
áströlsku nýbylgjunnar
Beresford ætlaði sér aldrei annað
en að verða kvikmyndaleikstjóri og
tókst það eftir krókaleiðum. Hélt í því
skyni til Nígeríu ’64, þar sem hann
komst að sem klippari. Á ólgutímum
Bíafrastríðsins, var Beresford ekki
vært í landinu, frekar en öðrum, hvít-
um mönnum, og var kominn aftur til
London – með tveggja ára, dýrmæta
reynslu í bakhöndinni. Nú var staðan
gjörbreytt; Beresford fékk fljótlega
ábyrgðarstarf hjá Bresku kvik-
myndastofnununni (BFI). Starfaði
lengst af fimm ára tímabili sem æðsti
maður framleiðsludeildarinnar og
hafði yfirumsjón með gerð um 100
stutt- og heimildarmynda, auk
þriggja bíómynda í fullri lengd.
Nú var komið framundir áttunda
áratuginn og mikill hugur í löndum
hans að endurreisa kvikmyndagerð. Í
því skyni var Beresford kallaður heim
og 1971 var hann tekinn til við að leik-
stýra sinni fyrstu mynd, The Advent-
ures of Barry McKenzie (’72). Byggð
á kunnri teiknimyndasögu og naut
ómældra vinsælda og varð ein af
hornsteinum uppbyggingarinnar.
Áður en langt um leið var Beres-
ford orðinn einn af burðarásum „ástr-
ölsku nýbylgjunnar“, eins merkasta
viðburðar í kvikmyndasögunni á átt-
unda áratugnum. Með ágætismynd-
um á borð við Don’s Party (’76), The
Getting of Wisdom (’77) og Breaker
Morant (’80). Sú síðastnefnda vakti
heimsathygli, keppti á Cannes og
hlaut fjölda alþjóðlegra verðlauna,
m.a. kjörin besta mynd ársins af
gagnrýnendasamtökum New York.
Rússíbanareið
í draumaborginni
Fyrr en varði var blómi ungra,
ástralskra hæfileikamanna kominn
með flugfarseðil til draumaborgar-
innar Hollywood. Aðra leiðina, vel að
merkja.
Þess var ekki langt að bíða að Ber-
esford, og landar hans einsog Weir og
Schepisi, stæðu með pálmann í hönd-
unum í háborg iðnaðarins. Ferill Ber-
esfords minnir þó á gandreið í rússí-
bana, slíkar eru sveiflurnar, upp og
niður. Byrjar óvenju glæsilega í Vest-
urheimi með Tender Mercies (’82),
lágstemmdri gæðamynd sem færði
Beresford sína fyrstu tilnefningu til
Óskarsverðlaunanna. Ekki þurfti
lengi að bíða fyrsta skellsins, hann
fylgdi beint í kjölfarið og heitir King
David. Ónýtur texti og með fullri virð-
ingu fyrir Richard Gere, þá klæðir
hann ekki að leika í biblíumyndum.
Er níðvondur Davíð í dæmalaust
ómerkilegri mynd. Ári síðar var Ber-
esford aftur kominn í góð mál með
Crimes of the Heart, fram-
bærilegasta suðurríkjadrama með
úrvalsleikurunum Diane Keaton,
Tess Harper, Sissy Spacek, Jessicu
Lang (einstaklega góðri), og Sam
Shepard. Her Alibi (’88), damlaði
þarna a milli.
Ári síðar kemur meistaraverkið
Ekið með Daisy, þar sem Beresford
sýnir og sannar hvers hann er megn-
ugur við bestu aðstæður. Mr Johnson
(’90), var ekki í sama gæðaflokki, en
dágott drama frá nýlendutímum
Breta í Afríku. Sama ár á hann þátt í
firnagóðu handriti smellsins Total
Stjörnurkvikmyndanna
eftir Sæbjörn Valdimarsson
Robert Duvall hlaut Óskarsverðlaun fyrir hlut-
verk sitt í Tender Mercies.
Recall, framtíðartryllis sem á ekkert
skylt við dæmigerða dramatíkina sem
oftast einkennir verk og val Beres-
fords. Black Robe (’91), er enn eitt
öndvegisverk leikstjórans. Bregður
óvenju skynsamlegu ljósi á samskipti
trúboða og Huron indjána á önd-
verðri 17. öld í Kanada. Sérstaklega
er umfjöllunin um menningarheim
frumbyggjanna trúverðug og heiðar-
leg, sem og leikur Augusts Schellen-
berg í hlutverki djúpviturs höfð-
ingja þeirra.
Tvö ár líða og Rich In
Love var ekki biðar-
innar virði. Jafnvel
Albert Finney
var tilkomulít-
ill, og þá er
Double
Jeopardy
með Ashley
Judd í aðal-
hlutverki er
vinsælasta
mynd
Beresford
til þessa.
HÁSKÓLABÍÓ
þar sem allir salir eru stórir
Hagatorgi sími 530 1919
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Gíslataka í frumskógum
S-Ameríku
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i.16 ára.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
kirikou
og galdrakerlingin
með íslensku tali
Sýnd kl. 5.45. 8 og 10.15
Sýnd kl. 6.
DV
AI Mbl
Tvíhöfði
Tvíhöfði
GSE DV
HL Mbl
ÓHT Rás 2
ÓFE Sýn
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 14.
Tilnefnd til 2 Óskarsverðlauna
Joan Allen, besti kvenleikari í aðalhlutverki
Jeff Bridges, besti karlleikari í aukahlutverki
Gary Oldman, Christian Slater
FRAMBJÓÐANDINN
Breaker Morant (1980)
Þrír hermenn (Edward Woodward, Jack
Thompson, Bryan Brown), eru leiddir fyrir herrétt í
Búastríðinu og verða peð í höndum fjarlægra pólitík-
usa breska heimsveldisins. Lágstemmd en áhrifamikil
lýsing á síðustu dögunum í lífi hermannanna og
hræsni hernaðaryfirvalda og ein af þeim myndum sem
áttu stóran þátt í því að koma Ástralíu aftur á kvik-
myndakortið. Leikurinn er afburðagóður, sérstaklega
hjá Woodward, Thompson og Brown, og gerði þá að
heimsþekktum leikurum um skeið.
Tender mercies (1982)
½ Robert Duvall í ógleymanlegum ósk-
arsverðlaunaham sem útbrunninn þjóðlagasöngvari
og drykkjurútur er burðarásinn í vel gerðri og raun-
særri mynd um sjálfstortímingarhvöt, ótta og örvænt-
ingu miðaldra manns. Hún er einnig um vonina og
óskir sem rætast í persónu ungrar ekkju (Tess Har-
per) sem einnig hefur orðið fyrir miklum missi en er
aflögufær og kemur þessum smælingjum, sem búa við
niðurníðslu og kvöl í fátæklegu umhverfi í Suðurríkj-
unum, aftur á réttan kjöl. Frumraun Ástralans á
bandarískri grund er sigur fyrir alla sem að henni
koma. Notaleg og jákvæð mynd sem lætur ekki mikið
yfir sér og er alltof fáséð. Með Ellen Barkin og Wil-
ford Brimley.
Ekið með Daisy – Driving miss Daisy (1989)
Titilpersónan, Miss Daisy (Jessica Tandy),
roskin og ráðsett Suðurríkjakona og svertinginn, bíl-
stjórinn hennar (Morgan Freeman), þróa með sér
óvenjulegt vináttusamband um aldarfjórðungsskeið.
Gullfallega gerð, yfirlætislaus og skemmtilega kímin
mynd um vináttu tveggja gerólíkra einstaklinga sem
eru frábærlega leiknir af Freeman og Tandy, er
hreppti Óskarinn fyrir hlutverk gömlu konunnar. Vel
skrifað handrit og lágstemmd leikstjórn er nær alveg
einskorðuð við sameiginlega veröld þeirra beggja sem
mynduð er í mjúku, gullnu ljósi horfins tíma, sem gef-
ur til kynna söknuð eftir frábrotnari, einfaldari heimi.
Lítil perla. Með Dan Akroyd.
60 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Spennand
i ævin-
týramynd
fyrir börn
á öllum
aldri
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 14. Vit nr. 209
NÝTT OG BETRA
Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Gíslataka í frumskógum
S-Ameríku
www.sambioin.is
Sýnd kl. 4.
. Ísl tal. Vit nr. 183.
Sýnd kl.4 og 6.
Vit nr. 210.
Sýnd kl. 8 og 10.
Vit nr. 197.
Sýnd kl. 3.50 og 5.55.
Ísl. tal. Vit nr.194
Sýnd kl. 4 og 6.
Vit nr. 203.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.. B. i. 16. Vit nr. 201.
Russell Crowe og Meg Ryan í magnaðri spennumynd í
leikstjórn Taylor Hackford sem gerði myndirnar Devil´s
Advocate, An Officerand a Gentleman og Against All Odds
Ein umtalaðasta mynd allra tíma heldur áfram að sópa til sín
verðlaunum og er nú loks komin til Íslands
Aðeins sameinaðir gátu þeir sigrað!
Frá Jerry Bruckheimer framleiðanda Armageddon og Rock
Sýnd kl. 8 og 10.15.
Vit nr. 166.
HK DV
Hausverk.is
SV MBL Tvíhöfði
ÓJ Stöð2
Kvikmyndir.is