Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 11
Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur vinstri-grænna, sagði ljóst eftir skýrslu Þjóðhagsstofnunar að horfur í efnahagsmálum væru bæði blendn- ar og óvissar. Helsti veikleikinn fæl- ist í hinum gríðarlega viðskiptahalla sem ekkert lát virtist á. En um leið bæri að hafa áhyggjur af aukningu skulda, bæði erlendis og hér heima fyrir sem hefði í för með sér gríð- arlegan vaxtakostnað. „Það tjóar ekki að lemja höfðinu við steininn og neita að horfast í augu við að það eru uppi viðsjárverðar að- stæður í okkar þjóðarbúskap,“ sagði hann. Steingrímur gagnrýndi einnig við- brögð forsætisráðherra við skýrsl- unni í fjölmiðlum og fyrir að hafa op- inberlega fundið að orðalagi í skýrslunni. Það færi illa saman við að ræða mikilvægi þess að stofnanir séu sjálfstæðar og óháðar. „Það væri fróðlegt að spyrja for- sætisráðherra hvort til standi að gefa út leiðbeiningar um viðeigandi orða- lag undirstofnana forsætisráðuneyt- isins,“ sagði hann. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjár- laganefndar, lýsti í sínu máli áhyggj- um yfir viðskiptahallanum. Fagnaði hann hins vegar áhuga stjórnarand- stæðinga á því að beita ríkisfjármál- um sem hagstjórnartæki og að kallað yrði eftir tillögum þar að lútandi við gerð fjárlaga. Sagði hann að til að ná auknum afgangi á rekstri ríkissjóðs yrði vitaskuld að draga úr útgjöldum og þar væri ekki verið að tala um tugi milljóna heldur einhverja milljarða, ættu aðgerðirnar að virka sem hags- tjórnartæki. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, vísaði til þess að aðilar vinnumarkaðarins, t.d. Samtök iðnaðarins, hafi gagnrýnt harðlega stefnu stjórnvalda í efna- hagsmálunum og sagt ríkisstjórnina í blindflugi og lítil von væri um mjúka lendingu. Formaður samtakanna hefði meira að segja tekið svo til orða að segja góðærið í landinu fjármagn- að með skuldasöfnun erlendis. Fjármálaráðherra telur enga ástæðu til að örvænta Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði hins vegar enga ástæðu til að örvænta þrátt fyrir mikinn halla á viðskiptum við útlönd. Sagði hann ekkert nýtt að horfur væru óvissar, slíkt væri eðlilegt enda spiluðu svo margbreytilegir þættir inn í. Vísaði hann til margra stórra verkefna sem nú væri að verða lokið, svo sem vegna stækkunar flugstöðvarinnar í Kefla- vík, Vatnsfellsvirkjunar og verslun- armiðstöðvar í Smáranum, og um leið myndi skapast eðlilegra ástand í efnahagslífinu. Margt benti til minnkandi innflutnings og horfur væru á auknum útflutningi. „Það er engin ástæða til að ör- vænta og fara í kerfi, eins og krakk- arnir segja, eins og formanni Sam- fylkingarinnar hættir til með reglulegu millibili,“ sagði fjármála- ráðherra. Undir lok umræðunnar tóku þeir Össur og Davíð aftur til máls og sagði Össur þá m.a. að ekki skipti máli hvernig stæði á viðskiptahallanum; hann væri staðreynd sem þyrfi að fjármagna og vinna gegn. Sakaði hann ráðherra um skilningsleysi gagnvart þeim mikla vanda sem væri uppi og benti á að ekki dygði að segja hókus pókus til að viðskiptahallinn hyrfi. Davíð Oddsson sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem menn yrðu sár- ir þegar þeir teldu hallað á ríkisstofn- anir. Ekki megi finna að orðalagi þeirra, líkt og um sé að ræða heilagar kýr. Sagði hann til marks um sjálf- stæði stofnana að ekki væri fundið að orðalagi þeirra fyrir fram en eftir á væri mönnum fullfrjálst að gera sínar athugasemdir. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 11 Morgunblaðið/Árni Sæberg Vel gekk að flytja ÍR- húsið á Ægisgarð GAMLA ÍR-húsið sem staðið hefur við Túngötu í Reykjavík var flutt niður á hafnarsvæðið á sunnudag- inn og gekk flutningurinn vel. Flutningabíll ók með húsið frá Tún- götu og niður Ægisgötu, en áætlað er að húsið muni standa við Æg- isgarð í allt að eitt ár á meðan unn- ið er að því að finna því nýja lóð. Árbæjarsafn hefur sýnt áhuga á að fá húsið til sýningarhalds en einnig munu vera til skoðunar ýms- ar hugmyndir um að velja húsinu stað nær miðborginni. Meðal ann- ars hafa verið nefndir staðir við Tryggvagötu, neðan við Naustið, í Grófinni, á Alþingishúsreitnum og í Ánanaustum í tengslum við gamla Færeyska sjómannaheimilið, sem stendur á lóð Landhelgisgæsl- unnar. Einnig hefur verið rætt um staðsetningu í Hljómskálagarði og í Laugardal. Fyrirtækið Minjavernd, í sam- starfi við menningarmálanefnd borgarinnar, annaðist flutning hússins. Fjarlægja varð húsið af lóðinni við Túngötu í samræmi við dóm Hæstaréttar í deilumáli ÍR- inga við kaþólska söfnuðinn í Reykjavík. INGI Karl Jóhannesson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi og fyrrum framkvæmdastjóri, lést á heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt 25. mars, 72 ára að aldri. Ingi Karl fæddist 11. september 1928 í Hvammi, Kaldrananes- hreppi, Strandasýslu. Foreldrar hans voru Jó- hannes Jónsson, fræði- maður, kennari og versl- unarmaður m.m. á Drangsnesi, og sambýlis- kona hans, Elínbjörg Sigurðardóttir, húsfreyja og verslunarmaður. Hann ólst upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, Brynjólfi Ketilssyni, bónda og síðar vélamanni í Reykjavík. Ingi Karl kvæntist 16. janúar 1952 Corneliu Mariu Scheffelaar-Jóhann- esson, húsfreyju og lyfjatækni í Haag, Hollandi, og Reykjavík, d. 3. jan. 1980 í Reykjavík, og eignuðst þau fjögur börn. Síðari kona Inga Karls, Margr- ét J. Jóhannsdóttir verslunarmaður, lifir mann sinn. Eftir stúdentspróf frá MR árið 1950 stundaði Ingi háskólanám í bók- menntum í Vín í Austurríki og síðar enskunám í Leeds, Englandi. Loks stund- aði hann háskólanám í ensku og bókmennt- um í Leyden, Hol- landi. Ingi starfaði fyr- ir hollenska flug- félagið KLM, en árið 1957 flutti hann ásamt fjölskyldu til Reykja- víkur. Á Íslandi starf- aði hann m.a. hjá ferðaskrifstofunni Or- lofi og pólska sendi- ráðinu. Síðar réðst hann til Lýsis hf. og starfaði hjá því fyrirtæki í fimmtán ár, gerðist svo framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar þjóðkirkjunnar um eins árs skeið. Síðan stofnaði hann eigin fyrirtæki, Evrópuviðskipti hf. og Netasöluna hf. Samhliða þessu starfaði hann sem dómtúlkur og skjalaþýðandi, þulur og þýðandi fyrir sjónvarp, auk tungumálakennslu í kvöldskólum. Ingi Karl var lengi virkur félagi í Amnesty International og einnig í Kiwanis-hreyfingunni. Hann var í stjórn Hollensk-íslenska félagsins og átti einnig lengi sæti í stjórn Stranda- mannafélagsins. Andlát INGI KARL JÓHANNESSON YFIRDÝRALÆKNIR hefur ákveðið að losa um hömlur á inn- flutningi gæludýra til landsins með því að heimila undanþágur frá inn- flutningsbanni frá fjórum löndum: Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Sviss. Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir sagði við Morgunblaðið að ekki væri hægt að fullyrða að öll gæludýr frá þessum löndum fengju að koma til Íslands. „Þessi lönd fluttu ekki inn dýr, okkur vitanlega, á þeim tíma sem gin- og klaufaveikin kom fyrst upp í Bretlandi og síðan er liðið meira en mánuður. Við teljum öruggt að í þessum löndum sé ekki gin- og klaufaveiki,“ sagði Halldór. Dan- mörk kom ekki til greina varðandi þessar undanþágur sökum sam- skipta við ríki á meginlandi Evr- ópu á borð við Holland, þar sem gin- og klaufaveikitilfellum hefur verið að fjölga. Síðast greindist sjúkdómurinn á fimm býlum þar í gær. Innflutningsbann á allar kjöt- vörur og lifandi dýr var hert á dögunum þegar yfirdýralæknir gaf út auglýsingu um að engar und- anþágur yrðu veittar frá innflutn- ingi af þessu tagi til að varna því að gin- og klaufaveiki berist til landsins. Halldór sagði að hert eftirlit með innflutningi hefði komið illa við gæludýraeigendur sem hugð- ust flytjast eða koma til Íslands. Flestir hefðu þó sýnt skilning á viðbrögðum hérlendra stjórnvalda. Embætti yfirdýralæknis hefur haft í nógu að snúast að undanförnu við að koma upplýsingum um gin- og klaufaveiki á framfæri hér á landi, einkum til ferðamanna og bænda. Smitleiðir með fuglum skoðaðar Eins og Morgunblaðið greindi frá nýlega fékk yfirdýralæknir ekki heimild nefndar um veiðar villtra dýra til að skjóta tíu álftir í tilraunaskyni til þess að kanna hvort þær bæru með sér smitefni gin- og klaufaveikinnar frá Bret- landi. Halldór sagði þessi mál til frekari skoðunar en að ekki hefði verið tekin ákvörðun um frekari aðgerðir í þessum efnum. Yfirdýralæknir hefur safnað upplýsingum um mögulegar smit- leiðir dýrasjúkdóma landa á milli og m.a. fengið upplýsingar frá Noregi um fuglasjúkdóm sem barst þangað frá Bretlandi árið 1997, svokallaðan Newcastle-sjúk- dóm. Með útilokunaraðferðum töldu norskir vísindamenn að sjúk- dómurinn hefði ekki borist til landsins með öðrum hætti en fugl- um og þá sjófuglum. Halldór sagði þessar upplýsingar sýna að fuglar geta borið með sér sjúkdóma landa á milli þótt Newcastle-sjúkdómur- inn sé ekki sambærilegur við gin- og klaufaveikina. Eftirlit með innflutningi á gæludýrum endurskoðað Fjögur lönd fá und- anþágu frá banni GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra sagðist á Alþingi í gær vel geta hugsað sér að kyssa háhyrninginn Keiko og segja síðan farvel, Frans. Lét ráðherrann þessi ummæli falla við mikinn hlátur al- þingismanna eftir að Sigríður Jó- hannesdóttir, Samfylkingunni, gagnrýndi þá ákvörðun hans að leyfa tilraunaeldi með lax í Kletts- vík aðeins örfáum dögum áður en tekið verður til afgreiðslu laga- frumvarp um lax- og silungsveiði þar sem kveðið er á um hvernig skuli standa að leyfisveitingu til laxeldis í sjókvíum hér við land. Sagði hún skjóta skökku við að meðan unnið væri að yfirferð frum- varpsins hefði landbúnaðarráð- herra afgreitt þrjár umsóknir með jákvæðum hætti. „Þetta kom þeim mun furðulegar fyrir sjónir þar sem alþekkt er að í þessari kví er í fleti fyrir hvalur einn sem var ættleiddur hingað með dýrlegum fögnuði fyrir fáein- um árum og hefur hingað til ekki viljað fara frá okkur þótt upp á slíkt hafi verið boðið og er allt óráð- ið með hans örlög,“ sagði Sigríður. Guðni Ágústsson varðist fimlega og lýsti aðstæðum þeim sem voru í Klettsvík þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. „Þegar ég stóð þarna á kassanum í Klettsvík og fuglabjargið ómaði og þeir stóðu þarna nokkrir við hliðina á mér sagði ég þeim að sæi ég trýnið á honum Keiko myndi ég kyssa á honum trýnið og segja farvel, Frans.“ Benti ráðherra á að Keiko myndi halda á vit nýrra ævintýra nú í sumar og ýmsar sérfræðistofn- anir hefðu gefið jákvæða umsögn um tilraunir með eldi á laxi í þeirri miklu og góðu aðstöðu sem fyrir hendi er í Klettsvík. Sigríður sagðist ekki vera viss um að koss hans dygði til þess að Keiko hyrfi á braut. Svaraði Guðni því þá til að alþekkt væri að Keiko vantaði kvenkyns félaga og ein besta leiðin til þess að losna við hann væri að venja undir hann kvenkynið og þá myndi hann sigla hamingjusamur á brott. Keiko kysstur og farvel, Frans 98. fundur hefst á Alþingi í dag, þriðjudag, kl. 13.30. Á dagskrá fundarins eru: 1. Samningar um sölu á vöru milli ríkja, stjtill., 429. mál, þskj. 690, nál. 916. — Síðari umr. 2. Breyting á VII. viðauka við EES-samninginn (starfs- menntun), stjtill., 444. mál, þskj. 710, nál. 881. — Síðari umr. 3. Breyting á XI. viðauka við EES- samninginn (fjarskiptaþjón- usta), stjtill., 445. mál, þskj. 711, nál. 882. — Síðari umr. 4. Breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn (vinnuréttur), stjtill., 446. mál, þskj. 712, nál. 915. — Síðari umr. 5. Samningur um öryggi starfs- manna Sameinuðu þjóðanna, stjtill., 498. mál, þskj. 785, nál. 917. — Síðari umr. 6. Samningur um opinber inn- kaup, stjtill., 565. mál, þskj. 871, nál. 941. — Síðari umr. 7. Birting laga og stjórnvaldaer- inda, stjfrv., 553. mál, þskj. 859. — 1. umr. 8. Norðurlandasamningur um al- þjóðleg einkamálarétt- arákvæði, stjfrv., 554. mál, þskj. 860. — 1. umr. 9. Barnaverndarlög, stjfrv., 572. mál, þskj. 884. — 1. umr. 10. Útsendir starfsmenn, stjfrv., 573. mál, þskj. 885. — 1. umr. 11. Viðskiptabankar og sparisjóðir, stjfrv., 567. mál, þskj. 873. — Frh. 1. umr. 12. Vextir og verðtrygging, stjfrv., 566. mál, þskj. 872. — 1. umr. 13. Viðskiptabankar og sparisjóðir, stjfrv., 523. mál, þskj. 819. — Frh. 1. umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.