Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss og Helgafell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss kom í gær, Kyndill fór í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Félagsstarfið Norð- urbrún 1 og Furugerði 1. Af óviðráðanlegum orsökum frestast ferðin í Fljótshlíðina til 3. apr- íl. Árskógar 4. Kl. 9–16.30 opin handavinnustofan, áhersla á bútasaum, kl. 9–12 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans- kennsla, kl. 13–16.30 op- in smíðastofa, trésmíði/ útskurður. Miðvikudag- inn 28. mars kl. 14 verð- ur Ferðaskrifstofan Sól með kynningu á ferðum til Kýpur og Portúgal, Árni Norðfjörð harm- onikkuleikari, happ- drætti með ferðavinn- ingum og fleira til skemmtunar. Farið verður í Þjóðleikhúsið miðvikudaginn 11. apríl að sjá söngleik- inn „Singing in the ra- in“. Látið vita um þátt- töku fyrir 1. apríl. Aflagrandi 40. Vinnu- stofa kl. 9, leirkerasmíði, enska kl. 10 og kl. 11, Búnaðarbankinn kl. 10.15. Baðþjónusta kl. 13, vinnustofa kl. 13postulínsmálun. Miðvikud. 28. mars verður heimsókn í Lista- safn Íslands, sýning frá fagurlistasafni Par- ísarborgar, Petit Palais, lagt af stað kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi í íþróttasal á Hlaðhömrum, þriðjud. kl. 16. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13– 16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 10 hár- snyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Vorfagn- aður í Kirkjuhvoli í boði Oddfellow 29. mars kl. 19.30. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Brids og saumur kl. 13.30. Á morgun verður línudans kl. 11, mynd- mennt kl. 13 og píla kl. 13.30. Kvöldvaka í boði Lionsklúbbs Hafn- arfjarðar verður fimmtudaginn 29. mars kl. 20, kaffihlaðborð og dans. Sigurbjörn Krist- insson verður með myndlistarsýningu í Hraunseli fram í maí. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Dags- ferð verður farin í Grindavík-Bláa lónið- Reykjanes 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ás- garði. Skráning á skrif- stofu FEB. 3ja daga ferð á Snæfellsnes 27.– 29. apríl. Gististaður: Snjófell á Arnarstapa. Áætlað að fara á Snæ- fellsjökul. Komið í Ólafs- vík, á Hellissand og Djúpalónssand. Brottför frá Ásgarði 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Ath. Opnunartími skrifstofu FEB er kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia. Á föstudaginn kl. 14 verð- ur ferðakynning Ferða- skrifstofunnar Sólar. Happdrætti, ferðavinn- ingar. Árni Norðfjörð leikur á harmonikku. Umsjón: Edda Bald- ursdóttir. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 silkimálun, handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 boccia, kl. 14.30 enska, þriðjudags- ganga fer frá Gjábakka kl. 14. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 14 boccia. Smári Pálsson og Haukur Pálmason verða með erindi og fræðslu um alzheimer- sjúkdóminn og aðra skylda minnissjúkdóma í Gullsmára miðvikudag- inn 28. mars kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13– 16.30 myndlist. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 boccia, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, tréskurður. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 búta- saumur, tréútskurður og frjáls spilamennska. Fimmtudaginn 29. mars verður heimsókn í Lista- safn Íslands á sýn- inguna Náttúrusýnir. Upplýsingar og skrán- ing í afgreiðslu í síma 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morg- unstund, kl. 10 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Hallgrímskirkja, eldri borgarar, opið hús á morgun kl. 14–16. Harmonikkuleikur Sig- ríðar Norðkvist og fleira. Bílferð fyrir þá sem þess óska. Upplýs- ingar veitir Dagbjört í s. 510-1034. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fundi í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20; svarað í síma 552 6644 á fundartíma. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Eineltissamtökin halda fundi á Túngötu 7 á þriðjudögum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laugardalshöll, kl. 12. Reykjavíkurdeild SÍBS verður með félagsvist í húsnæði Múlalundar, vinnustofu SÍBS, í Há- túni 10c, í kvöld, þriðju- daginn 27. mars. Félag- ar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Byrjað að spila kl. 20. Mæting kl. 19.30. Félag aðstandenda alz- heimer-sjúkra, fræðslu- fundur verður í kvöld kl. 20 að Hrafnistu, Laug- arási. Helga María Hall- grímsdóttir félags- ráðgjafi flytur erindið „Akstur og heilabilun“ Kaffiveitingar í boði Hrafnistu. Félag ræstingastjóra. Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. mars kl. 19.30 í Litlu- Brekku, Lækj- arbrekku. Venjuleg að- alfundarstörf. Fjöl- mennum. Veitingar. Kvenfélag Hreyfils. Fundur verður þriðju- daginn 27. mars kl. 20. Snyrtifræðingur kemur í heimsókn. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði. Basar félagsins verður haldinn í safnaðarheim- ilinu, Linnetsstíg 6, laugardaginn 31. mars kl. 14. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Opið hús í kvöld kl. 20. Í dag er þriðjudagur 27. mars, 86. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Drottinn, leið mig eftir réttlæti þínu sakir óvina minna, gjör sléttan veg þinn fyrir mér. (Sálm. 4, 9.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Í VIÐTALI, sem heim- spekiprófessor við Háskól- ann átti við konu eina fyrir nokkru stagaðist hann á því að „kenna námskeið“. Þetta er auðvitað alrangt mál og argasta ambaga. Þá má nefna, að bók- menntafræðingar hafa ver- ið iðnir við að skrifa í Les- bók Morgunblaðsins að undanförnu undir yfir- skriftinni „tíðarandi í aldar- byrjun“. Sumar þessara greina eru morandi í er- lendum slettum og slang- uryrðum. Mér er spurn hvort ekki sé lengur ætlast til þess að prófessorar við Háskóla Ís- lands kunni íslensku og hvort það sama eigi við um greinahöfunda Lesbókar- innar? Með þökk fyrir birt- inguna. Reynir Eyjólfsson, Eyrarholti 6, Hf. Ranglátur eignarskattur ÉG vona að ráðamenn þjóð- arinnar sjái sóma sinn í því að afnema þennan rangláta eignarskatt, sem lagður er á ellilífeyrisþega. Það er al- mennt álitið, að eldra fólki sé hollara að vera sem lengst á sínu heimili, ef það hefur heilsu og kraft til, en þá er því refsað með þess- um rangláta eignarskatti. Ég hélt að það væri lág- marks munaður að eiga miðlungshúsnæði, skuld- laust þegar þessum aldri er náð. Ellen S. Stefánsdóttir. Frábær þjónusta MIG langar að láta vita af góðri þjónustu og frábæru starfsfólki í gleraugnaversl- uninni Auganu í Kringl- unni. Ég vil hvetja fólk til að versla þar, því þar fær mað- ur frábæra þjónustu. Guðrún Helga. Hækkanir gangi jafnt yfir alla SÆMUND Kristjánsson í Kópavogi langar að koma á framfæri athugasemd til Tryggingastofnunar ríkis- ins og heilbrigðisráðuneyt- is. Vill hann spyrja þá að því, hvort eigi að skilja ein- stæða öryrkja eftir úti í kuldanum með hækkanir á bótum – hvort þeir fái ekki hækkun fljótlega á sínum bótum. Hann fékk svar við fyrirspurn frá heilbrigðis- ráðuneytinu, þar sem sagt er að nefnd sé að skoða mál- ið en málið er búið að vera í nefnd í a.m.k. 4 ár og ekk- ert gengur. Ellilífeyririnn hækkar – en ekki bætur hjá einstæðum öryrkjum. Finnst honum að hækkan- ir eigi að ganga jafnt yfir alla. Tapað/fundið Barnagleraugu í óskilum BARNAGLERAUGU fundust við hitaveitustokk- inn á milli Tunguvegar og Sogavegar í Skógargerði, miðvikudaginn 21. mars sl. Upplýsingar í síma 695- 3752 eða 565-3852 á kvöld- in. Dýrahald Hundur í óskilum STÓR, svartur og brúnn yrjóttur hundur er í óskil- um á hundahótelinu á Leir- um. Eigandi er vinsamleg- ast beðinn að vitja hans strax. Upplýsingar í síma 566-8366 eða 698-4967. Emil er týndur EMIL er þriggja ára stór, grábröndóttur norskur skógarköttur með hvítan maga og loppur. Hann hvarf frá Hraunhólum í Garðabæ föstudaginn 16. mars sl. Hann er merktur og hans er sárlega saknað. Við biðjum þann sem hefur séð til hans að láta okkur vita í síma 564-3295 eða 895-8996. Duna er týnd DUNA er ljósgrár, mjög loð- inn 4 mánaða kettling- ur. Duna var með rauða ól seinast þegar hún sást. Hún hvarf frá Öldugötu 30a kj. að morgni fimmtudagsins 15. mars sl. Hennar er sárt saknað. Fólk í nágrenninu er vinsamlegast beðið að at- huga í geymslur og kjallara á svæði 101. Ef einhver hef- ur orðið hennar var, vin- samlegast hafið samband í síma 551-3122 eða 699-1165. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Enn um íslenskuna Víkverji skrifar... AÐ Víkverja dagsins vatt sér ívikunni vinur hans einn, sem í starfi sínu umgengst unglinga tölu- vert. Hann hafði lesið í Morgun- blaðinu um niðurstöður alþjóðlegrar samanburðarkönnunar á vímuefna- neyzlu ungmenna og taldi ástæðu til að setja spurningarmerki við þær. Sér sýndist þessi könnun vera byggð á svörum sem unglingarnir skrifuðu við spurningum á spurningalistum sem fyrir þá væru lagðir. Taldi hann ástæðu til að taka því sem kæmi út úr slíkum eyðublaðaútfyllingum með hæfilegum fyrirvara; hann myndi nú eftir því hvernig hann hagaði sér þegar hann var sjálfur á þessum aldri – hefði hann fengið slíkan spurningalista lagðan fyrir sig þá hefði hann örugglega lagt sig fram um að snúa út úr og helzt svarað út í hött. Slíkt hátterni væri hluti af upp- reisn unglingsins gegn „kerfinu“, einkum ef viðkomandi ætti í raun við vímuefnavanda að stríða. Eins og hann þekkti unglinga – og um þetta væru fleiri sem vel til þekktu sam- mála – þyrfti aðra aðferðafræði til að ná raunhæfum niðurstöðum út úr slíkri könnun, þ.e. niðurstöðum sem endurspegluðu í raun hvernig ung- lingar umgengjust áfengi og fíkni- efni. Undraðist vinur Víkverja það nokkuð, að ekki skyldi hafa skapazt meiri umræða um þetta atriði en raun ber vitni. Þetta virðist Víkverja vera nokkuð sem ástæða er til að gaumgæfa. Hann bjó í nokkur ár erlendis og fylgdist þar vel með öllum kosning- um og flestu sem tengdist þeim. Vakti það oft furðu Víkverja, hversu þeim sem atvinnu hafa af því að gera skoðanakannanir tókst iðulega að spá fyrir um úrslit kosninga, jafnvel þótt úrtakið sem úrslitaspárnar voru byggðar á væri oft lítið. Íslenzkur samstúdent Víkverja lenti einu sinni í slíku úrtaki, og var hann fenginn til að svara öllum spurningum, jafnvel þótt hann tæki skýrt fram að hann hefði ekki kosn- ingarétt í þeim kosningum sem spurt var um. Það skipti þann sem spurði engu máli, þeir hefðu sínar aðferðir til að láta þau svör sem þeir fengju endurspegla skoðanamynstur kjós- enda í heild. Víkverji rekur þetta hér vegna þess, að hann telur sig ekki hafa orð- ið varan við sömu fagmennsku í vinnubrögðum a.m.k. sumra þeirra sem gera slíkar kannanir á Íslandi. Víkverja þykir einsýnt, að vilji menn fá raunsanna mynd t.d. af vímuefna- neyzlumynstri unglinga þurfi að þaulhugsa aðferðafræðina sem beitt er. Skyldi það hafa verið gert í fyrr- nefndri könnun? VÍKVERJI dagsins er mikilláhugamaður um akstursíþrótt- ir. Þótti honum hið bezta mál að Sjónvarpið skyldi hefja reglubundn- ar sýningar frá heimsmeistara- keppninni í formúlu eitt-kappakstri og er ánægjulegt að sjá hve vel þess- um útsendingum hefur verið tekið. Víkverji hefur þó saknað mjög efnis um heimsmeistarakeppnina í ral- lakstri og furðaði hann sig lengi á því að sjónvarpsstöðvarnar skyldu ekki hafa borið sig eftir sýningarréttinum á þáttum um hana, þar sem Víkverji telur að áhugi á ralli – þar sem keppt er á „venjulegum“ bílum (að minnsta kosti í útliti) á venjulegum vegum, á möl, snjó, malbiki og öllu þar á milli – liggi Íslendingum nær en „malbiks- hringekja“ formúlu eitt-keppnanna. Rall er gríðarvinsæl áhorfendaíþrótt í næstu nágrannalöndum okkar – á Norðurlöndunum og í Bretlandi – og reyndar um allan heim. Margir beztu ökumannanna eru einmitt Norðurlandabúar. Víkverja þykir það því mikið fagnaðarefni að Sýn skuli hafa tekið til sýninga vandaða þætti um heimsmeistarakeppnina í ralli og vonast hann til að þær sýn- ingar verði til að glæða áhugann á þessari bráðspennandi keppnisí- þrótt. Enginn sannur áhugamaður um akstursíþróttir ætti að láta þess- ar útsendingar framhjá sér fara. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 mánuður, 8 fallegur, 9 skólagangan, 10 nöldur, 11 horaðar, 13 vesælar, 15 sterts, 18 karldýr, 21 stök, 22 dökk, 23 kjánum, 24 ómerkilegt. LÓÐRÉTT: 2 bleytukrap, 3 hreinar, 4 spilla umhverfi, 5 gufu- sjóðum, 6 mjög, 7 fugl, 12 kraftur, 14 dveljast, 15 ský, 16 mjó, 17 létu, 18 stólkoll, 19 geðsleg, 20 lofa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 slaga, 4 fullt, 7 afrit, 8 niðra, 9 inn, 11 gekk, 13 Erna, 14 ertur, 15 spor, 17 roks, 20 arg, 22 kokks, 23 urðar, 24 senna, 25 lynda. Lóðrétt: 1 slang, 2 afrak, 3 atti, 4 fönn, 5 lðður, 6 tjara, 10 notar, 12 ker, 13 err, 15 sekks, 16 orkan, 18 orðan, 19 syrpa, 20 asna, 21 gull. K r o s s g á t a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.