Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 13
fannst henta. Þarna er um að ræða júgóslavneska tónlist, gyðingatónlist og þ.u.l., sem og nútímadanstónlist.“ Leikfélagið Ofleikur Leikritið hefur fengið þann dóm að vera mjög skemmti- leg unglingasýning og í henni eru 25 leikarar. „Leikfélagið heitir Of- leikur. Við ákváðum að kalla okkur ekki Leikfélag Haga- skóla, svo að fólk hugsaði ekki með sér að þetta væri bara dæmigerð grunn- skólasýning, því í raun og veru er þetta miklu stærra en það. Þetta eru 14 og 15 ára krakkar og standa sig allir frábærlega. Þetta er á við mjög góða framhalds- skólasýningu, myndi ég segja. Leikritið er annars klukku- tími að lengd, sem er hæfilegt – ekki of langt og ekki of stutt – þannig að stuðið helst Í HAGASKÓLA er þessa dag- ana verið að sýna leikritið „Einmana“, eftir ungan menntaskólanema, Jón Gunn- ar Þórðarson, sem jafnframt er leikstjóri. Hefur það vakið mikla athygli og fengið betri undirtektir en nokkur þorði að vona í upphafi og verið uppselt á allar sýningar. Morgunblaðið leit inn í Hagaskóla á föstudags- kvöldið var, rétt áður en leik- arar stigu á sviðið, og náði tali af höfundinum, sem jafn- framt er leikstjóri, og spurði um aðdraganda verksins og innihald. „Jú, þannig er, að ég var í 10. bekk Hagaskóla fyrir 5 árum, og þá var hér ekkert leikfélag og hefur ekki ver- ið,“ sagði Jón Gunnar. „Svo kom ég hingað síðastliðið haust og lagði fram hugmynd um að stofna leikklúbb og það varð úr. Leikritið sem við erum að sýna heitir „Einmana“ og er þannig til komið, að það vant- aði einfaldlega eitthvert leik- rit fyrir þá 25 unglinga sem gengu í leik- félagið, svo ég ákvað að reyna að gera eitthvað í málinu sjálfur og þetta er af- raksturinn.“ Þungur undirtónn á léttum nótum „Leikritið fjallar um erfitt málefni, unga stúlku sem er einmana og í þungum hugleiðingum; hún er nefnilega að hugsa um að fremja sjálfsmorð. En það sem er öðruvísi er að það er tekið á þessu efni á gam- ansaman hátt. Allan tímann heyrist t.d. stuðtónlist. Þetta snýst meira og minna um þessa stúlku og hugsanir hennar, góðar og slæmar, og hvatir sem eru að þvælast fyrir henni. Plottið í þessu er, að hugsanir hennar eru alltaf að djamma; þær eru búnar að gleyma henni. Henni líður svo illa út af því, að allir eru búnir að gleyma henni og jafnvel hugs- anir hennar líka.“ Að sögn Jóns Gunnars er ekki lifandi hljómsveit á staðnum, heldur er öll tónlist leikin af geisla- diskum. Einungis eitt söng- atriði er í leikritinu sjálfu, allt annað er eingöngu leikið með hljóðfærum. „Við skoðuðum alls konar lög og viðuðum svo að okkur því, sem okkur allan tímann. Það eru búnar þrjár sýningar og sú fjórða að fara af stað, og búið að vera uppselt á þær allar.“ Í fótspor bróður síns „Samkvæmt upphaflegri áætlun eiga að vera tvær sýn- ingar í viðbót, á fimmtudag- inn 29. mars og laugardaginn 31. mars, en nú hefur verið ákveðið að taka upp þráðinn í sumar og sýna þetta í alvöru- leikhúsi, því þetta er búið að ganga svo vel. Þetta er fyrsta sýning hins nýstofnaða leik- félags, en ég á von á að það verði framhald á starfinu, miðað við þær viðtökur sem við höfum fengið,“ sagði hinn ungi leikritahöfundur, sem er að ljúka námi af sálfræðilínu í Menntaskólanum við Hamra- hlíð og stefnir á leiklistarnám í framtíðinni. Hann fetar þannig í fótspor eldri bróður síns, Magnúsar Geirs Þórð- arsonar leikstjóra. Leikritið „Einmana“, sem 25 nemendur Hagaskóla sýna, hefur fengið góðar undirtektir Jón Gunnar Þórðarson Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikritið fjallar um unga stúlku sem er einmana og í þungum hugleiðingum. Höfundur og leikstjóri er í menntaskóla Vesturbær Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýningin einkennist af miklu lífi og fjöri, þrátt fyrir þungan undirtón verksins. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 13 NESLISTINN á Seltjarnar- nesi vill að bæjarstjórn sam- þykki að standa skipulega að vöktun og athugun á fuglalífi á Seltjarnarnesi með það fyr- ir augum að finna leiðir sem tryggja viðgang þess, og lagði fram um það tillögu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Var þetta gert í framhaldi af skýrslu Jóhanns Óla Hilm- arssonar fuglafræðings, sem ber heitið „Varpfuglar á Sel- tjarnarnesi sumarið 2000“ og sem vitnað var til í Morg- unblaðinu fyrir skemmstu, í sambandi við helmingsfjölg- un í varpstofni kríu á Sel- tjarnarnesi, samhliða fækkun í Gróttu. Tillaga Neslistans felur í sér að bæjarstjórn samþykki að sumarið 2001 verði áhersla lögð á að kanna fuglalíf í Suð- urnesi og meta áhrif stíga- gerðar, aukinnar umferðar fólks og jarðvegsflutninga á varp fugla og möguleika fugla til að koma upp ungum. Framkvæmd verði nákvæm- ari talning á fuglum en gerð var sl. sumar með áherslu á svæði sem fuglar leita á í auknum mæli, s.s. austan og norðan Bakkatjarnar og á Dal. Þá verði leitað álits sér- fræðinga um hvort rétt sé að loka ákveðnum hlutum göngustígsins á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 1. júlí, á sama hátt og gert er í Gróttu. Í greinargerð, sem tillög- unni fylgir, segir að í skýrslu Jóhanns Óla Hilmarssonar komi fram mikilvægar upp- lýsingar og ábendingar um fuglalífið á Seltjarnarnesi. Vegna markmiða bæjar- félagsins um viðhald fuglalífs, mikilvægis þess í náttúru Seltjarnarness og breytinga sem á því hafi orðið veki skýrslan spurningar um hvernig best verði staðið að skilvirkri vinnu og ákvarð- anatöku sem miði að viðhaldi fuglalífsins. Ábendingar skýrsluhöfundar séu einkum þær, að móar norðan og aust- an Bakkatjarnar og á Dal séu orðnir mikilvægustu varps- væðin á Nesinu. Þar þurfi m.a. að friða land og fjar- lægja girðingar og drasl. Lík- legast sé að minkur valdi breytingum á fuglalífi í Gróttu og þurfi að viðhafa öfluga leit að honum á hverju vori. Framfylgja þurfi hunda- banni á varptíma og upp- fræða almenning um áhrif hunda á fuglalíf Vestursvæð- isins. Fylgjast þurfi rækilega með kríuvarpi og fram- kvæma nákvæmari talningar næsta sumar. Þessar niðurstöður Jó- hanns séu mikilvægar og undirstriki nauðsyn meiri at- hugana á fuglalífinu og nauð- synlegt sé að allar fram- kvæmdir á þessum svæðum verði metnar með hliðsjón af áhrifum á fuglalífið. Umrædd tillaga Neslistans verður afgreidd á næsta bæj- arstjórnarfundi. Neslistinn leggur fram tillögu í bæjarstjórn í kjölfar skýrslu um varpfugla þar sumarið 2000 Vill skipulega vöktun og athugun á fuglalífinu Seltjarnarnes HAMAR heitir nýr dráttar- bátur Hafnarfjarðarhafnar, sem sjósettur var og gefið nafn sl. föstudag. Talið er að Hamar sé fyrsta nýsmíðaða íslenska skipið, sem sjósett er hérlendis á þessari öld, að því er fram kemur á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Vegna aukinna umsvifa í tengslum við tvær flotkvíar í Hafnarfjarðarhöfninni þótti nauðsynlegt að bæta nýjum dráttarbát í flotann, að sögn Sigurðar Hallgrímssonar, deildarstjóra þjónustudeildar Hafnarfjarðarhafnar. Kostar um 60 milljónir króna Skrokkur Hamars var smíðaður í Póllandi en skipa- smíðastöðin Ósey í Hafnar- firði hefur annast innréttingu, niðursetningu véla, tækja og fullnaðarfrágang að öðru leyti. Báturinn verður að lík- indum fullbúinn og tekinn í notkun eftir um það bil hálfan mánuð. Að sögn Sigurðar verður kostnaður bæjarins af kaup- unum um það bil 60 milljónir króna. Fyrir rekur Hafnarfjarðar- höfn dráttarbátinn Þrótt en nýi báturinn, Hamar, er mun öflugri og veitir ekki af í verk- efnin í tengslum við flotkví- arnar, segir Sigurður. Báturinn er 17 metrar að lengd og 6,2 m á breidd en Þróttur er 13,5 m að lengd og 4 m á breidd; togkraftur Hamars er 13–15 tonn en tog- kraftur Þróttar 3,8 tonn. Vél Hamars er 980 hestöfl en vél Þróttar er 360 hestöfl. Fyrsta nýsmíði aldarinnar? Hafnarfjörður BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar hefur í undirbúningi að skora á heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið að veitt verði leyfi til reksturs dagvistunar í hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ en 33 einstaklingar í Garðabæ og Bessastaða- hreppi eru taldir hafa brýna þörf fyrir slík úrræði. Tillaga bæjarráðs að álykt- un bæjarstjórnar þess efnis var afgreidd á síðasta bæjar- stjórnarfundi. Í ályktunartil- lögunni segir að veruleg þörf sé á dagvistun fyrir aldraða í Garðabæ, þar sem engin slík þjónusta sé fyrir hendi í bæj- arfélaginu. „Rúmt og gott rými er á heimilinu fyrir slíka þjónustu og kæmi hún til með að styrkja rekstur heimilisins, auk þess sem hún leysti úr brýnni þörf,“ segir þar. Umsókn tvívegis áður synjað Í greinargerð kemur fram að tvívegis hafi verið sótt um leyfi til reka dagvistun í Holtsbúð fyrir 22 einstak- linga, en í bæði skiptin hafi ráðuneytið hafnað umsókn- inni. „Þjónustuhópur aldraðra hefur kannað þörf fyrir dag- vistun aldraðra og kemur í ljós að 27 Garðbæingar og 6 einstaklingar úr Bessastaða- hreppi hafa brýna þörf fyrir þetta úrræði. Heimilið hefur bæði mannafla, og húsnæði til að veita þessa þjónustu og því brýnt að íbúar bæjarins geti átt kost á þessari þjónustu innan bæjarmarkanna,“ segir í greinargerðinni. Vilja dagvistun aldraðra í Holtsbúð Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.