Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.03.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var með eftirvæntingu sem ég fór að sjá myndina Chocolat. Hún er stjörnum prýdd, eftir fínan leikstjóra, og auk þess tilnefnd til Óskarsins sem besta kvikmyndin, aðalleikkonan Juliette Binoche var tilnefnd og aukaleikkonan Judi Dench einnig. Því miður varð ég fyrir sárum vonbrigðum. Kvik- myndin er engan veginn að til- nefningunni komin, þar af síður Juliette, en Judi er stórgóð. Sagan segir frá mæðgunum Vi- anne og Anouk, sem koma í franska smábæinn Lansquenet, og setja þar upp súkkulaðiverslun. Þetta þykir samansaumuðum bæj- arbúum, undir forystu hins guð- hrædda Reynaud greifa, hneyksl- anlegt athæfi, og ekki síst þar sem fasta stendur nú yfir. En súkkul- aðið virðist hafa töframátt, og um leið og það bráðnar á tungu neyt- andans, linar það hörku hans og eykur víðsýni. Handritið, sem byggt er skáld- sögu, er alls ekki nógu hnitmiðað. Margar skemmtilegar en minni sögur af tilfinninga- og fjölskyldu- málum þorpsbúa eru sagðar, en aðalsagan, um Vianne sjálfa og hennar baráttu gegn forpokun og fordómum er alls ekki nógu sterk og það veikir myndina mikið. Sag- an hennar er að mestu leyti átaka- og tilgangslaus. Auk þess er ójafnvægi í leik- stjórninni. Myndin hoppar á milli þess að vera grínmynd og væmið drama. Persónulega finnst mér leikstjórinn hafa algjörlega átt að fara yfir í húmorinn, eða draga úr væmninni, þessi tvö form passa bara illa saman. Tónlist hins ágæta tónskálds Rachel Portman er fín á köflum, en hún ýtti frekar undir væmnu hlið myndarinnar, þegar hefði verið upplagt að draga fram glettnina. Leikararnir standa sig samt eins vel og tilefni gefa. Juliette leikur Vianne, en þessi fallega og hæfa leikkona nær ekki að njóta sín. Vi- anne er hreinlega leiðinleg. Hún er svo góð, falleg, skilningsrík og fordómalaus að það lekur af henni helgislepjan. Hver hefur áhuga á þannig persónum? Judi leikur hins vegar kerlingarskruggu sem er áhugaveður karakter og Judi klikkar ekki. Aumingja Johnny Depp fer með hálfóþarft hlutverk sem sígauni sem Vianne finnst sætur, og hann fær ekkert að vinna úr nema nokkrar væmnar setningar og vera sætur. Alfred Molina fer vel með vanþakklátt og erfitt hlutverk greifans, sem sveiflast milli drama og komedíu, en kemst skammlaust frá. Á vissum augnablikum, og sér- lega í afmælisveislu sem haldin er, minnir Chocolat óneitanlega á Kryddlegin hjörtu og Matarboð Babettes, nema það að þá listrænu galdra sem skapa einstaka stemmningu í þeim myndum vant- ar í kvikmyndina Chocolat. Það er hins vegar gaman að sjá hversu vel tekst til með að láta leikara af svo mörgum þjóðernum mynda sannfærandi heild þorps- búa. Það er vel hægt að lifa sig inn í sögur fólksins, finna til með því, vona allt hið besta og hlæja af og til. En þegar út er komið finnst manni molinn fullvæminn og bragðið situr ekki eftir. Fullvæmið súkkulaði „Juliette Binoche leikur Vianne, en þessi fallega og hæfa leikkona nær ekki að njóta sín. Vianne er hreinlega leiðinleg.“ KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n Leikstjórn: Lasse Hallström. Hand- rit: Robert Nelson Jacobs eftir skáldsögu Joanne Harris. Aðal- hlutverk: Juliette Binoche, Lena Ol- in, Johnny Depp, Judi Dench, Alf- red Molina og Carrie-Ann Moss. Miramax 2000. CHOCOLAT Hildur Loftsdótt ir VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kan- ada heldur sinn 27. fyrirlestrarfund á morgun, miðvikudag, kl. 20, í Lög- bergi, Háskóla Íslands, stofu 102. Þar mun Jón Daníelsson blaðamaður fjalla um bók sína Leifur heppni og Vínland hið góða. Þá mun Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur segja frá sjálfsmynd Kanadamanna af íslensku bergi brotnum í erindi sínu um leyndardóma víntertunnar. Fundurinn er öllum opinn og að- gangur er ókeypis. Vínland og vínartertan HIMNASTIGI Sigurðar Flosa- sonar og félaga kom út 1999 og naut vinsælda að verðleikum. Þar mátti finna sígræningja í bland við djass- klassík og sömbu. Þeir félagar, Sig- urður, Eyþór Gunnarsson og Lenn- art Ginman hinn danski, hafa ekki leikið saman síðan sú skífa var tekin upp fyrr en nú, og efnisskráin sam- bland af verkum af Himnastiganum og efni sem trúlega verður á nýjum diski sem þeir félagar eru að vinna að. Tónleikarnir hófust á hinni fögru ballöðu Gordon Jenkins, Goodbye, sem KK-sextettinn hljóðritaði m.a. Sigurður er snilldarballöðutúlkandi eins og flestir vita og hér var hver tónn gæddur tilfinningu. Þetta lag er á Himnastiganum eins og fjögur önn- ur lög á efnisskránni, Gentle Rain, Time After Time, Only Trust Your Heart og aukalagið á tónleikunum: Starway to the Stair. Þar var Eyþór Gunnarsson brilljant í sólói sínu, sem var kraftmeira og blúsaðara en á disknum. Uppskar hann mikið klapp að launum, en áheyrendurnir á þess- um tónleikum voru ekkert að trufla tónlistina með klappi nema hugur fylgdi lófum. Sigurður blés þessi lög öll í altóinn, en fjögur lög blés hann í barrýtonsaxófón. Sigurður hefur hljóðritað á barrýtoninn í áratug, bæði með Tómasi R. Einarssyni og á diski sínum og Gunnars Gunnarsson- ar, Sálmar lífsins, þar sem hann blés einnig í sópran- og tenórsaxófón, en ég hef aldrei heyrt hann blása jafn mikið og vel í barrýtoninn og þarna í Salnum. Barrýtonsaxófónninn var ekki áberandi hljóðfæri í djassinum fyrir síðari heimsstyrjöld þótt barrý- tónleikari Ellingtonbandsins, Harry Carney, hafi verið einn af stórmeist- urum djassins. En eftir stríð komu fram tveir barrýtonleikarar sem gerðu hljóðfærið vinsælt: Sergie Chaloff, sem Finnur Eydal hélt mik- ið upp á, en Finnur er eini íslenski djassleikarinn sem hefur haft barrý- toninn að aðalhljóðfæri, og Gerry Mulligan. Chaloff hafði mun sterkari og málmkenndari tón en Mulligan og sama má segja um helsta barrýton- leikara djassins að Carney, Chaloff og Mulligan frátöldum, Pepper Adams. Sigurður er um margt skyld- ur Charloff og Adams, en hann hefur ekki enn náð eins persónulegum tóni á barrýtoninn og altóinn. Fyrsta lag- ið sem hann blés í barrýtoninn þenn- an laugardagseftirmiðdag í Salnum var eftir Styne og Cahn, sem sömdu Time After Time; I Guess I Hang My Tears Out To Dry nefnist það og heyrist sjaldan þótt það sé að finna á einni frægustu skífu Dexters Gor- dons, Go! Í kjölfarið fylgdi sérlega skemmtilegur flutningur á Cole Por- ter-klassíkinni Yoúd Be So Nice To Come Home To. Þarna réði sveiflan ríkjum enda höfðu þeir félagar feng- ið útsetninguna lánaða hjá Ellu Fitz- gerald. Skating in Central Park eftir John Lewis, sem Guðmundur Ing- ólfsson lék gjarnan, var næst á dag- skrá en flutningurinn dálítið litlaus. Annað var uppi á teningnum í síðasta laginu sem Sigurður blés í barrýton- inn, Billie Holliday-ópusnum Dońt Explain. Barrýtonleikur Sigurðar þar var einn af hápunktum tón- leikanna. Í lokin tók Sigurður aftur upp altó- inn og blés sömbu eftir deMoraes sem samdi textana við mörg fræg- ustu verk Jobims. Medo de amar nefndist hún og Eyþór með Debussy í fingrunum í upphafi og dýnamískur sóló Ginmans gull. The Thrill Is Gone var síðan leikið með blúsaðri sveiflu. Það verður spennandi að heyra einhver af þessum lögum svo og fleiri á nýja diskinum sem Himnastigat- ríóið er að vinna – ekki síst verður forvitnilegt ef Sigurður blæs meira í barrýtoninn en fyrr. Þetta verður fimmta skífa Sigurðar og á þeim öll- um, nema sálmaskífunni, hafa Eyþór Gunnarsson og Lennart Ginman leikið. Ginman er einna svartastur norrænna bassaleikara og rýþmísk- ur kraftur hans mikill. Samspil þeirra félaga er í heimsklassa enda þeir allir í fremstu röð norrænna djassleikara. Samspil í heimsklassa DJASS S a l u r i n n í K ó p a v o g i Sigurður Flosason altó- og barrý- tonsaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó og Lennart Ginman bassa. Laugardaginn 24. mars 2001. HIMNASTIGATRÍÓIÐ Vernharður Linnet KARLAKÓRSSÖNGUR hefur frá upphafi kórsöngs hér á Íslandi verið eitt vinsælasta form listiðk- unar hjá alþýðu manna og þessum vinsældum svöruðu sönglagasmiðir svo, að til eru margar einstæðar söngperlur frá fyrri tíð. Skarphéð- inn í brennunni, eftir Helga Helga- son, er eitt þessara laga, sem lifa fyrir sína leikrænu tóntúlkun á Njálsbrennu. Karlakórinn Heimir er sérlega vel samstæður sönghóp- ur og vart hægt að hugsa sér radd- betri karlakór. Það eina sem gera mætti athugasemd við er áhersla á seinna atkvæði endatóns í tónhend- ingu, þegar um er að ræða að tón- hendingin endi á styttri tónum tveggja atkvæða, eins t.d í orðunum „logandi, sogandi, kafinu og haf- inu“. Þessa gætir helst í söng ís- lenskra alþýðulaga, þar sem oft er þröngt og fast skorðað um hryn- skipan ljóðanna. Annað lagið var Dóná svo blá, eftir Johann Strauss, nokkuð vel gerð syrpa, er var ágæt- lega sungin, þótt kórinn væri á köflum of sterkur, svo að píanóið, sem á stundum hefur laglínuna, heyrðist ekki vel. Munur á styrk mætti vera meiri hjá kórnum, eins og t.d. í söngperlunni Sefur sól hjá ægi, eftir Sigfús Einarsson, sem flutt var á seinni hluta tónleikanna. Veiðimannakórinn eftir Weber var hressilega sunginn. Sjá dagar koma, eftir Sigurð Þórðarson, var glæsilega sungið af Óskari Péturs- syni. Hrossaréttin, eftir Atla Guð- laugsson, er nú varla boðlegt verk- efni á tónleikum, þótt vel gagnist þar sem verið er að vesenast með hross. Hirðingjasveinn eftir Jón Björns- son er ekta alþýðulag og var það að mörgu leyti vel flutt af kvartett og kór, þótt kórinn væri á köflum helst til hljómfrekur á móti einsöngv- arakvartettinum. Enn fram á veg- inn, amerískt lag, í ágætri radd- setningu eftir Higgerson, var fallega flutt og einnig rússneska þjóðlagið Kvöldklukkur. Þar söng Sigfús Pétursson einsöng á einstak- lega þýðan og fallegan máta. Það segja menn, er mundu Stefán Ís- landi ungan í Skagafirði, að strax hafi stafað af nafni hans ævintýra- ljóma og það má einnig segja um Sigfús, sem gefin er einstaklega þýð og hljómfögur rödd. Eftir hlé var það Ísland, Ísland, ég vil syngja, eftir Sigfús Einarsson og þar naut sín hressilegur og hömlulaus söngur kórsins og í Síg- aunakórnum eftir Verdi mátti heyra töluverðar andstæður í styrk. Ut supra, eftir Winkelhake, er drykkjukvæði, þar sem ofar öllu eða fyrst og fremst skal drekka gleðiskál og var þessi drykkjusöng- ur hressilega fluttur af einsöngv- arakvartett og kór. Fyrr var minnst á Sefur sól hjá ægi, eftir Sigfús Einarsson, en þar hefði kór- inn mátt syngja miklu veikar, til að túlka hina fallegu náttúrukyrrð kvæðis og lags. Óskar Pétursson söng með miklum „bravúr“ einsöng í Vín, borg minna drauma, eftir Sieczynsky. Ástarvísur hestamanns, eftir Carl Billich, var trúlega samið fyrir einhvern af kvartettum þeim er hann æfði á sinni tíð og var þetta litla lag glaðlega flutt. Nautabana- söngurinn var lokalag tónleikanna og þar sungu þrír einsöngsröddina, sem er ekki góð ráðstöfun, því það er persónuleiki nautabanans, ögr- andi framkoma þess manns, er hættir lífi sínu í háskalegum leik, sem þarf að koma fram í túlkun þessa einstæða listaverks, nokkuð sem ekki kom fram í söng félag- anna, þótt söngur þeirra í heild væri góður. Karlakórinn Heimir er glæsilega syngjandi kór og trúlega vart til betur mannaður karlakór hér á landi og auk þess geislar af félög- unum sönggleði og hressileiki undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar og naut kórinn þess einnig, að hafa jafn góðan og traustan undirleikara og Thomas Higgerson er. Það er ekki einleikið hversu Skagfirðingar eiga mikið af góðum söngmönnum og mættu þeir fara að huga að efl- ingu söngmenntar í héraðinu og fá til liðs við sig menntaðan óperu- söngvara, svipað því sem Austfirð- ingar búa við nú um stundir, og þá er ekki að efa, að Skagfirðingar muni eignast söngvara, hæfa til „að syngja fyrir þjóðir“. Að syngja fyrir þjóðirTÓNLISTL a n g h o l t s k i r k j a Karlakórinn Heimir söng íslensk og erlend söngverk undir stjórn Stef- áns R. Gíslasonar. Einsöngvarar voru meðal annarra Álftagerð- isbræður og undirleikari var Thomas Higgerson. Sunnudagurinn 25. mars, 2001. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson PÍANÓTÓNLEIKAR Jónasar Ingi- mundarsonar á Akranesi verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20 í sal Tónlistarskólans. Jónas flytur tvö verk eftir L.v. Beethoven, Andante favori og Waldstein-sónötuna og síð- an fjórar prelúdíur eftir Cl. Debussy. Loks flytur hann verk eftir Fr. Liszt, Gosbrunnarnir við Villa d’Este og Ballantan nr. 2 í h-moll. Jónas Ingi- mundarson á Akranesi AÐRIR tónleikar Vilbergsdaga í Garðabæ verða í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20 í hinum nývígða sal Tón- listarskóla Garða- bæjar. Fyrir hlé leikur Pétur Jónasson gítarleikari verk eftir Huga Guð- mundsson. Hugi mun útskrifast úr tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík nú í vor. Þá syngur Margrét Sigurðardóttir djasslög með tveimur félögum úr Flís og Haukur Gröndal og Matthías Hemstock flytja þrjú lög, þar af eitt eftir Hauk. Á síð- ari hluta tónleikanna flytur Hljóm- eyki tvö lög eftir Báru Grímsdóttur, en á næstunni kemur út geisladiskur þar sem kórinn syngur verk eftir hana. Þá syngur Hildigunnur Rún- arsdóttir aríu eftir Menotti og tón- leikunum lýkur á leik Villinganna, þeirra Óskars Guðjónssonar, saxófón- leikara, Herb Legowitz, plötusnúðs, og Matthíasar Hemstock, slagverks- leikara. Þeir flytja verk fyrir plötu- snúða, saxófón og slagverk. Aðgöngu- miðar fást í Bókabúðinni Grímu og við innganginn og kosta 1.500. Allur ágóðinn rennur í sjóð til styrktar ungu tónlistarfólki, Vilbergssjóðinn. Gítar og djass á Vilbergs- dögum Pétur Jónasson ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.